Þjóðviljinn - 05.10.1963, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Síða 4
4 SlÐA----- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sfmi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Eitthvað bogið ITrun viðreisnarinnar speglast nú orðið í skrif- um stjórnarblaðanna, þótt ekki séu nema 'fá- einar vikur síðan þau héldu því fram af óskamm- feilni að allt vseri með felldu í þjóðfélaginu. Einkanlega er Alþýðublaðið orðið órólegt og birf- ir nú ýms sjónarmið sem hafa verið bannhelg í því blaði árum saman. í gær segir það til að mynda írá því í leiðara að húsnæðisbrask sé nú stórfelldara en nokkru sinni fyrr, verð íbúða megi heita þriðjungi hærra en fyrir einu ári og ástæð- an sé óttinn við nýja gengislækkun: „Verðlag og kaupgjald hefur hækkað, og reynsla síðustu tutt- ugu ára segir fólki að nú séu síðustu forvöð að kaupa, áður en allt hækkar enn meir“. Og blað- ið heldur áfram: »JJér er verðbólga í verstu mynd. Hún setur fólk úr jafnvægi, skapar ótta, og allir vilja gera einhverjar ráðstafanir til að verja sig — eða græða. Árangurinn verður, að braskarar græða stórfé án nokkurrar fyrirhafnar, en unga kynslóðin og efnalítið fólk ber byrðamar. Á- st’and eins og þetta hlýtur að vekja hugsandi mönnum efa um, að íslendingar séu hæfir til „frjálsra viðskipta“ á þessu sviði. Það er eitt- hvað bogið við þjóðfélag, þar sem formaður sam vinn uby ggingafélags talar af einskæru þakklæti og vinsemd um verðbréfakaup með 30% afföllum“. Já, það er eitthvað meira en lítið bogið við það þjóðfélag sem Alþýðuflokkurinn hefur ausið lofi undanfarin ár. Og það gefur vonir um nokkra iðrun að blaðið er nú að byrja að skilja að mein- semdin liggur í hinum „frjálsu viðskiptum“ sem færa bröskurum stórfé fyrirhafnarlaust á kostn- að ungs fólks og efnalítils — þótt óþarfi sé að tala um hæfileikaskort íslendinga í því sambandi. Það var sjálfur kjami viðreisnarstefnunnar að gróðinn ætti að skera úr um allar athafnir þjóð- félagsins, innflutning, útflutning, atvinnufram- kvæmdir, húsbyggingar o.s.frv., en hitt voru talin svívirðileg „höft“ að reyna að leggja á ráðin af fyrirhyggju og skynsemi, samkvæmt nauðsyn al- mennings og þjóðarheildarinnar. En kenningin um gróðann sem einu hugsjón og markmið þjóð- félagsins hefur hvarvetna gefizt illa, og hvergi er hún fráleitari en á íslandi. Við erum fámenn þjóð og höfum minni efni á því en. nokkur önnur að eyða fjármunum okkar í stjómleysi og brask gróðaþjóðfélagsins, nauðsyn okkar er sú að sam- eina orku okkar og hefjast handa um áæflunarbú- skap samkvæmt okkar forsendum, ákveða af ráðnum hug hvort við viljum eyða fjármunum okkar í að láta bíla ryðga niður í Fossvogi eða tryggja atvinnuvegina, gera ráðstafanir til þess að fólk geti eignazt íbúðir án þess að ala okrara um leið. Víst eru það höft að koma í veg fyrir að fjárplógsmenn geti arðrænt almenning og að heildsalar geti sóað gjaldeyristekjunum í tóma endileysu. En það eru höft sem bitna á fámennri sfétt gróðamanna en tryggja allri alþýðu aukið frelsi. Viðfangsefnið er enn sem fyrr hvort stjórna á þjóðfélaginu í þágu vinnandi alþýðu eða þess litla hóps sem lifir á erfiði annarra. — m. ! \ \ ÞlðÐVIUINN Laugardagur 5. október 1963 LDARFJÓRÐUNGUR FÉLAGSDÓMUR HÓF STÖRF í dag, 5. október, eru lið- in 25 ár frá því að Félags- dómur hóf störf. Formað- ur dómsins, Hákon Guð- mundsson hæstaréttarrit- ari, hefur tekið saman yf- irlit um starfsemi dómsins, skipan o.fl. sem hér fer á eftir: Félagsdómur var settur á stafn árið 1938 samkvæmt á- kvæðum laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, en þau lög mæltu svo fyrir, að stofna skyldi dómstól fyrir allt landið er nefndist Fédagsdóm- ur. En hlutverk þessa dómstóls skyldi vera það, að dæma í málum, sem risu út af kær- um um brot á nefndum lög- um, og var þar m.a. átt við máL sem risu út af því, að eigi væri fylgt reglum lag- anna um verkföll eða verk- bönn eða að brotið væri gegn þeim fyrirmælum, að stéttar- félög skyldu vera opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein. I annan stað skyldi Félagsdóm- ur dæma í málum, sem risu út af ágreiningi um það, hvem- ig skilja bæri ákvæði kjara- samninga, svo og að dæma um það, hvort kjarasamningar hefðu stofnazt eða þeim iög- lega sagt upp, ef deila kæml upp út af þess konar ágrein- ingi. Loks var svo ákveðið, að Félagsdómi væri heimilt að dæma í öðrum málum milli verkamanna og atvinnurek- enda, ef aðiljar væru sammála um það, að leggja önnur á- greiningsanál ..sín fyrir dóminn, enda væru að a.m.k. 3 dómar- ar því meðmæltir. Aukiið verk- og valdsviö Þá var verksvið Félagsdóms víkkað með orlofslögunum frá 1943, en þau mæltu svo fyrir, að hann skyldi dæma í oriofs- málum. Það kom hins vegar fljótt í Ijós, að eigi var hag- kvæmt, að reka öll orlofsmál hvaðanæva af landinu fyrir dómstóli í Reykjavík. Var þess- um fyrirmælum því breytt ár- ið 1945, að orlofsmál skyldu rekin fyrir hinum almennu dómstólum landsins í þeim þingheim er aðilar áttu varn- arþing að lögum. Árið 1954 var valdsvið Fé- lagsdóms enn aukið, þvl þá var sett í lög, að stéttarfélög- um, félögum meistara og iðn- rekenda og einstökum atvinnu- rekendum væri heimilt að leita úrskurðar dómsins um það, hvort ákveðin starfsemi félli undir iðju eða iðnað, svo og að dæma um það, til hvaða löggiltrar iðngreinar tiltekin starfsemi heyrði. Þessi fyrirmaéli virðast þó ekki hafa ' haft mikla raun- hæfa þýðingu, þvf aðeins tvö mál af þessu tagi hafa komið fyrir Félagsdóm þau 9 ár, sem liðin eru frá setningu þessa lagaákvæðis. Loks hafa Félagsdómi verið fengin ný verkefni með ókvæð- um laga nr. 55/1962 um kjara- samninga opinberra starfs- manna, en samkvæmt þeim lögum og reglugerð sem sett var samkvæmt þeim, á Félags- dómur að dæma í málum, sem rísa í sambandi við kjarasamn- inga opinberra starfsmanna við ríkisvaldið eða bæjar eða sveit- arstjórnir, ef þær og starfs- menn þeirra semja sig undir ákvæði laganna. Fékk Félags- dómur þegar á sl. ári til með- ferðar eitt mál sem runnið var af rótum síðastnefndra laga. Auk þessara dómstarfa, sem rakin hafa verið og Félags- dómi eru í hendur lögð, er honum samkvæmt vinnulög- gjöfinni einnig fengið það verk- efni, að velja sáttasemjaraefni í vinnudeilum í öllum stétta- umdæmum landsins, þar með ríkissáttasemjarann, en Félags- málaráðherra velur því næst sáttasemjarana úr hópi þeirra manna. er Félagsdómur nefnir. Þá skal Félagsdómur einnig nefna formann nefndar þeirr- ar, sem samkvæmt lögum nr. 60 frá 1961 fjallar um launa- jöfnuð karla og kvenna. Svo sem áður var getið var Félagsdómur stofnaður sam- kvæmt lögum nr. 80/1938, sem staðfest voru í júní það ár. Dómarar í Félagsdómi voru fyrst skipaðir í september 1938, en fyrsta dómþing hans var háð 26. desember 1938 og fyrsti dómur uppkveðinn 11. janúar 1939. Hins vegar kom Félagsdómur saman í fyrsta sinn til starfa hinn 5. októ- ber 1938 og eru því nú liðin 25 ár frá því, að hann hóf störf sín. Mál vegna kjarasamninga algengust Þegar litið er yfir dóma Fé- lagsdóms í þenna aldarfjórð- ung — en þegar eru komin út 4 bindi af þeim. sést, að stærstur er flokkur þeirra mála, sem risið hafa út af kjarasamningum, þar sem deilt hefur verið um skilning á á- kvæðum þeirra eða gildi, svo sem um það, hvort kjarasamn- ingi hafi verið löglega sagt upp. Næst koma mál út af verkföllum og vinnustöðvunum, og loks eru þó nokkur mál, sem risið hafa út af félags- réttindum einstakra manna í stéttarfélögum eða rétti stétt- arfélaga til inngöngu í sam- band stéttarfélaga. Það er sérkenni dóma Fé- lagsdóms, að þeim verður eigi efnislega skotið til Hæstaréttar, þeir eru endanlegir. Hins vegar má bera undir Hæstarétt, hvort tiltekið mál lúti dóm- sögu Félagsdóms, þ.e. Hæsti- réttur sker úr ágreiningi. um valdsvið hans. Annað sérkenni þeirra mála, sem Félagsdómur fjallar um, er það, að venjulega varða þau hagsmuni miklu fleiri aðilja. en önnur dómsmál. Þá má og stundum greina ívaf hinnar pólitísku baráttu í sambandi við ýmis mál, er fyrir dóminn koma. en það á sinn þátt í því að stöku sinnum hafa dómar Félagsdóms valdið nokkrum blaðagusti. Árlegur fjöldi mála fyrir dóminum er nokkuð misjafn, en flest hafa mál á einu ári orðið 28 og komið hefur það fyrir að dómþing hafa verið haidin vikulega að kaíla allt árið. Skipan Fclagsdóms Skipan Félagsdóms ér : með þeim hætti, að Hæstiréttur nefnir tvo menn í dómirin óg er annar þeirra forseti dóms- ins. Þá nefnir HæstiréttUr 3 menn til kjörs fyrir félags- málaráðherra, en af þeim nefn- ir ráðherrann einn til setu í Félagsdómi og annan til vara. Alþýðusamband Islands nefnir einn dómara og Vinnuveitenda- samband Islands annan. Ef vinnuveienda, sem ekki er í Vinnuveitendasambandi Islands er aðili máls getur hariri riéfnt Framhald á 2. Síðu. Sneri sér að leikritagerð aftur eftir nokkurra ára hvíld Svo sem áður hefur verið skýrt frá í fréttum Þjóðvilj- ans verður á miðvikudags- kvöldið kemur, 9. október, frumsýning í Þjóðleikhúsinu á franska gamanleiknum „Flón- inu“ eftir Marcel Achard. Þýðing leiksins er gerð af Ernu Geirdal, en hún þýddi „Nashymingana" á sínum tíma. Leikstjóri er Lárus Páls- son. Aðalhlutverkin eru leikin af Kristbjörgu Kjeld og Rúrik Haraldssyni, en aðrir leikend- ur eru: Bessi Bjarnason, Ævar Kvaran, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Sigríður Hagalin, Ró- bert Amfinnsson, Baldvin Halldórsson o.fl. Leiktjöld eru gerð af Lár- usi Ingólfssyni. „Flónið“ er léttur og skemmtilegur gamanleikur, sem fjallar um sakamál og ástir á franska vísu, en sem kunnugt er eru frönsk skáld sérfræðíngar í slíkum mál- um. „Flónið“ hefur farið sigur- för á mörgum leikhúsum að undanfömu, sérstaklega í Par- ís, þar sem leikurinn gerist, en þar var hann sýndur í nær því tvö ár. „Flónið“ var frum- sýnt i París hinn 23. septem- ber 1960. Einnig hefur leikur- inn orðið mjög vinsæll á Norð- urlöndum, sérstaklega í Sví- þjóð og Danmörku. Höfundur leiksins, Marcel Achard, er fædur í Lyon 1899. Hann kom til Parísar ungur að árum og gerðist blaðamað- ur, en hætti brátt því starfi og fór að kynna sér leikhúslífið á bak við tjöldin. Þrjú leikrit eftir hann voru sýnd í Paris árið 1923 og varð hann frægur og þekktur um allt Frakkland fyrir eitt þeirra, „Voulez-vous jouer avec moi“, en þar lék hann eitt hlutverk- ið. Þessi leikur er talinn sí- gidur gamanleikur ásamt nokkrum öðrum gamanleikj- um hans. Á árunum eftir 1930 var Marcel Achard talinn fremsti gamanleikritahöfundur Frakka og mikið látið af ýms- um nýjungum, sem hann beitti á leiksviðinu, og síðan hafa verið mikið notaðar. Á hátindi frægðar sinnar hvarf Aohard að mestu frá leikritun og tók að semja kvikmyndahandrit. Mörg beztu kvikmyndahandrit Frakka á þessum árum eru einmitt sam- in af honum. Fyrir nokkru byrjaði hann svo aftur að skrifa gamanleik- rit og náði enn sem fyrr mikl- um vinsældum. Meðal þeirra leikrita er „Flónið“. Marcel Achard þykir nú vera kom- inn aftur í essið sitt og Frakk- ar fagna því að hafa endur- heimt hann á leiksviðið á ný Marcel Aehard var kjörinn meðlimur frönsku akademi- unnar 1959. Marcel Achard. höfundur „Flónsins“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.