Þjóðviljinn - 05.10.1963, Side 5

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Side 5
MOÐVELJINN SlÐA 5 Laugardagur 5. október 1963 • ★ Á morgun fer fram í Kaupmannaböfn landsleikur ; í knattspyrnu milli Dana og : Svía. Svíar hafa unnið Rússa, • Júgóslava og Ungverja í knattspyrnu í ár, svo að eng- in furða er að flestir spá i Svium sigri. Dörsk knatt- j spyrnuyfirvöid kvíða bví mest að aðsókn verði lítil, vegna þess að enginn búist við spennandi leik. Sænsk j blöð segja hins vegar að danskir knattspyrnuáhorf- ■ endur séu mestu „föðurlands- hetjur" sem sjáist á áhorf- : endapöllum, og þurfi því j ekki að óttast litla aðsókn. ■ : ■ ■ ★ Gunnar Nordahl, miðvörð- : ur sænska landsliðsins, sem vann gullverðlaun á OL í London 1948, mun í dag • horfa á son sinn, Thomas, keppa í unglingaiandsliði j Sviþjóðar gegn danslca ung- lingalandsliðinu í Holbæk. ■ i ■ j ★ 18 ára gamall Norðmaður, • Erik Slctten, setti nýtt norskt • met í hástökki — 2,06 m — i. sl. þriðjudag. Keppnin fór fram í Bergen i hellirign- ingu. ★ Fyrstu leikir í Evrópu- bikarkeppni bikarsigurvegara fóru þannig: MTK Budapest vann Slavia, Sofia, 1:0 á heimavelli. Zaglebia, Pól- landi vann Olympiakos, Grikklandi 1:0. Fyrri leik þessara liða lauk með grísk- um sigri 2:1, þannig að leika verður þriðja leikinn í Vín- arborg. ★ Þrír úr hópi frægustu knattspyrnumanna V-Þýzka- lands munu sýna kúnstir sín- ar í sjónvarpi á næsta ári. Þessir kappar eru: Fritz Walter, Hclmuth Rahn og Uwe Seeler. Iþróttakcnnsla í sjónvarpi á eflaust eftir að ryðja sér frekar til rúms. ★ Sovézki hópurinn, sem tekur þátt í for-olympíuleik- unum í Tókíó seinna í þgss- um mánuði, er lagður af stað frá Moskvu. Hér er um að ræða 64 íþróttamenn og kon- ur: 11 frjálsíþróttamenn, fiu fimleikamenn, ellefu sund- menn, fimm ræðara, tvo sigl- ingamenn, fimm skyttur og tvö blak-lið. í hópnum eru m.a. Igor Ter-Ovanesian, heimsmethafi í langstökki, spjótkastarinn Janis Lusis, spretthlauparinn Edvin Ozo- lia og valkyr.ian Tamara Press, heimsmethafi í kúlu- varpi og kringlukasti kvenna. ★ Alþjóðahnefaleikasamband ið hefur nú raðað niður á listann yfir áskorendarétt um heimsmeistaratitla í hnefa- leikum. í þungavigt er röðin þannie: Meistari Sonny List- on. Áskorcndur: 1) Cass<us Clay, 2) Doug Jones, 3) Willi- ams, 4) Ernie Terrcl. 5) B. Daniels. 6) Henry Cooner, 7) Floyd Patterson, 8) Gustav Schcltz. Allir eru frá USA nema Cooner (Engl.) og Scholtz (Þýzkal.). ★ Pólverjar sigruðu Búlgara — 74:64 í landskeppni í körfu- knattleik um síðustu helgi. Keppnin fór fram í Wroclaw. utan úr heimi KEPPIR BRUMEL ITUG- ÞRAUTÁ OLí TOKYÓ? Heimsmethaíinn í hástökki, Valeri Brumel írá Sovétríkjunum, er nú sagður vera alvarlega að hugsa um að snúa sér að tugþrautinni í fram- tíðinni, og að keppa jafnvel í þeirri grein á næstu olympíuleikum. Valeri Brumel í kúluvarpi. Það er orðið alllangt síðan fréttir bárust um það að Brumel Ihyggðist leggja fyrir sig tugþraut. Vitað er að hann er mjög fjölhæfur frjálsíþrótta- maður, enda óvenjulega vel og alhliða þjálfaður íþróttamað- ur. í maímánuði s.l. hafði hann í hyggju að keppa í tugfþraut í fyrsta sinn, en varð að hætta við það sökum minniháttar meiðsla. Nú mun ákveðið að hann keppi í tugþraut á al- þjóðlegu móti í Austur-Þýzka- landi síðar í þessum mánuði. — Ég æfi mjög vel og vona að ég geti náð góðum árangri í tugþraut í ár. Útkoman í þessari keppni kemur til með að hafa úrslitaá'hrif um það hvort ég muni velja tugþraut eða hástökk sem keppnisgrein á olympíuleikunum á næsta ári“, sagði Brumel við blaða- menn nýlega. Mjög fjölhæfur Brumel reiknar með því að verða búinn að ná 8000 stigum í tugþraut fyrir árslok. Heimsmet í tugþraut er 9.121 stig, og það er Jang Sjúan Kvang frá Fo:rmósu sem setti það met sl. sumar, en hann er fyrsti maður í heimi sem nær 9000 stigum í tug- þraut. Valeri Brumel hefur náð mjög athyglisverðum árangri í hinum ýmsu greinum tug- þrautar. Hann hefur hlaupið 100 m á 10,7 sek. í keppni, stokkið 7,60 m í langstökki, 4,20 m í stangarstökki. Þá hefur hann kastað um 15 metra í kúluvarpi, og ekki má gleyma því að heimsmet hans í hástökki er 2,28 m. Enda þótt Brumel muni leggja fyrir sig' tugþraut í framtfðinni, þá hefur hann engan veginn í hyggju að hætta keppni i hástökki. Hef- ur þessu verið haldið fram af sovézkum landsliðsþjálfurum, og staðfest af Brutmel sjálf- um. E.t.v. fær Jang verðugan verðugan keppinaut í tug- þraut þar sem Brumel er. Þrír bcztu langhlauparar Breta háðu æðisgengna keppni í þriggja mílna (5 km.) hlaupi í sumar á meistaramóti SuðuríEnglands. Á myndinni sést hinn skeggjaði D.G. Taylor koma í mark rétt á undan TuIIoh, hinum berfætta. Taylor náði fráhærum! tíma — 13.33,0 mín, Þriðji maðurinn n- ir Batty. „Old bovs44 keppa í Hafnarfirði Tveir knattspyrnuleikir verða háðir í Hafnarfirði á morgun. Kl. 10.15 verður úrslitaleikur í 5. flokki Haustsmóts Hafnar- fjarðar í kmattspymu. Fyrri leik FH og Hauka í þessum flokki lauk með jafntefli. Straks að þessum leik lokn- um hefst „old boys“-keppni milli FH og Hauka, og mun marga fýsa að sjá hinar gömlu kempur aftur á vellinum. Ársþing KSÍ: 23., 24. nóv. Samkvæmt frétt, sem í- þróttasíðu Þjóðviljans hefur borizt frá Knattspyrnusam- bandi Islands, verður ársþing sambandsins fyrir yfirstand- andi ár haldið dagana 23. og 24. nóvember n.k. í húsi Slysa- varnafélags íslands við Grandagarð. Urslitin ámorgun ár / VERÐUR PELEI HEIMSLIÐINU? Það mun enn óvíst hvort hinn heimsfrægi knattspyrnu- kappi Pelé frá Brasiliu verði í heimsliðinu sem keppir á Wembley gegn enska landslið- inu 23. októbcr. Leikurinn Þetta er bikarinn, sem Trygg- ingamiðstöðin gaf til að keppa um i handknattlcik, og skýrt var frá í blaðinu í gær. í kringum stóra bikarinn sést hluti af minnil bikurunum. (Ljósm. Sv. Þorm.). Klukkan 4 síðdegis á morg- un hefst úrslitaleikurinn í Bik- arkeppninni í knattspyrnu, en það eru KR og Keflvíkingar sem keppa til úrslita. Leikur- inn verður háður á Melavell- inum í Reykjavík. Dómari verður Hannes Sigurðsson. Marga mun fýsa að sjá þennan leik, því liðin sem keppa eru talin álíka sterk, þannig að úrslitin eru tvísýn. KR-ingar hafa unnið bikarinn undanfarin þrjú ár, eða alla tíð síðan bikarkeppnin hófst. verður háður í tilefni 100 ára afmælis brezka knattspyrnu- sambandslns. Forstjóri hins brailíska knattspyrnufélags, F. C. Sant- os, hafði áður tilkynnt Pelé yrði ekki i heimsliðinu, sem FXFA velur. Ástæðan væri sú, að Sao-Paulo-keppnin í Brasil- íu yrði þá í fullum gangi, og auk þess ætti félagið að keppa við Milan í Milanó í október. Meira væri ekki hægt að leggja á Pelé. En nokkru síðar tilkynnti brasilíska knattspyrnusam- bandið að Pelé skyldi vissulega verða í heimsliðinu. Hann verði að vísu ekki þvingaður til þess, en það hljóti að vera heiður fyrir hann sjálfan og einnig fyrir bra jlíska knatt- Péle er þreyttur, en verður kannski með samt. spymu. að fá að keppa í liði beztu knattspymumanna heims. Tugþraut í Liibeck í dag 1 dag hefst í Lúbeck í Vest- ur-Þýzkalandi alþjóðleg tug- þrautarkeppni, sem nokkur lönd í Norður-Evrópu taka þátt í. Þátttakendur eru frá Pól- landi, Finnlandi, Svíþjóð, Nor- egi, Danmörku. Islandi og V- Þýzkalandi. Sovétríkin höfðu tilkynnt þátttöku, en afturköll- uðu hana. Fjórir keppendur eru frá hverju landi nema Is- land og Danmörk senda tvo hvort. Islenzku keppendumir eru Valbjöm Þorláksson og Kjartan Guðjónsson. Handknattleiks- æfingar Ármanns Handknattleiksæfingar eru byrjaðar hjá Glímufélag- inu Ármanm. Ármannsstxilkurnar urðu íslandsmeistar- ar í meistaraflokki kvenna í fyxra, en meistaraflokkur karla sigraði í 2. deild, og keppir því í 1. deíld á næsta íslandsmóti. Ármannsstúlkurnar sigruðu í meistaraflokki bæði á síð- asta Reykjavíkurmóti og ís- Sunnud. kl. 3,00 — 3,50. 4. fl. karla: Miðvikud. kl. 6,00 — 6,50. landsmóti, og hafa því stóra titla að verja í vetur. Æfinga- tímar í kvennaflokkunum verða sem hér segir: Að Hálogalandi Mánud. kl. 9,20—10,10 mfl. og 2. flokkur. Fimmtud. kl. 7,40'—8,30 telp- ur 12—14 ára. Fimmtud. kl. 8,30—9,20 mfl. og 2. fl.. 1 Austurbæjarskóla Föstud. klukkan 9—10 mfl. og 2. fl. Þjálfari kvennaflokkanna verður eins og undanfarið Sigurður BjarnasQn. Atvinna Kópavogi Óskum eftir að ráöa plötusmiöi, vélvirkja, raf- suðumenn og verkamenn við skipasmíðar. Öll vinna innan húss. Ennfremur viljum við taka nema í plötusmíöi og vélvirkjun. Stálskipasmiðjan h.í. v/Kársnesbraut, Kópavogi. K A R L A R Ármenningar munu hafa fullan hug á að verða engir skyndigestir í 1. deild, held- ur tryggja sér dvöl þar áfram. Einar Sigurðsson verður þjálf- ari meistaraflokks Ármanns áfram. Einar er einn af okk- ar fræknustu handknattleiks- mönnum, leikur með FlH og oftsinnis í landsliðinu. Hann hefur einni.g reynzt mjög dug- andi þjálfari. Æfingar karla- flokkanna fara allar fram að Hálogalandi, og verða sem hér segir: Mfl., 1. fl. og 2. fl. karla: Mánud. kl. 10,10 — 11,00 Fimmtud. kl. 6,50 — 7,40. 3. fl. karla: Fimmtud. kl. 6,00 — 6,50. Kennarar sem ekki eru þegar ráðnir til starfa en hefðu hug á að taka að sér forfallakennslu við Barna- og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, eru beðnir að gera Fræðsluskrifstofunni í Tjarnargötu 12 viövart. FRÆÐSLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.