Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. október 1963 HÓÐVILÍINN SlBA 1 \ \ \ \ ^ I I ji Kveðst hafa róðið gátu sonnetta Shakespeare - Gagn- sókn frjálslyndra gegn kreddumönnum - Listdans til umrœðu á þingi í Washingfon —- Ingmar Bergman skorar kvikmyndaeftirlitsmenn heimsins á hólm Shakespeare er Englending- um það sem sannfræði Njálu er Islendingum, tilefni endalausra deilna, þar sem málflutningur er byggður á líkum sðkum þess að óyggj- andi heimildi r skortir um I grein í Times viður- kennir Rowse að ýmsum muni finnast staðhsefing sín um ráðningu gátunnar mikiu fjarstæðukennd, en þakkar árangurinn af rannsóknum sínum því að enginn sagn- jarlinn vin sinn og verndara. Ástkonan er fjöUynd og tekst að fá jarlinn unga til við (&g og annað skáld kemur tál skjalanna og keppir við Shakespeare um hylli jarls- ins. Eldri systirin Ester (Ingrid Thulin) á banasænginni. Fréttaritari „Dagbladet" segir að mynd Bergmans verði bezt Iýst með orðum landa hans Hjalmars Söderbergs: „Jag tror pá köttets lust ooh sjálens obotliga ensamhet". (Ég trúi á fýsn holdsins og ólæknandi einmanaleik sái- arin nar). fjöltnörg atxiði. Uppi eru i Englandi og reyndar einnig í Bandaríkjunum harðsnúnir flokkar manna sem neita því þverlega að slátrarasonurinn frá Stratford hafi getað sam- ið skáldverkin sem bera nafn hans og vilja í staðinn eigna þaú stórættuðum og lærðum mðnnum eins og Francis Baeon eða jarlinum af Ox- ford. Þeir sem leiða hjá sér slífc- an heilaspuna en taka trúan- legan vitnisburð samtíma- manna um að Shakespeáre og enginn annar sé höfundur verka Shakespeare, hafa nóg annað um að deila. Til dæm- is sonnettuflokkinn mifcla. öldum saman hafa menn velt því fyrir sér hvenær þessi ljóð. einn af hátindum enskrar ljóðlistar, hafi orðið til, hverjar séu þær persónur sem skáldið víkur að, einkum til hvers sonnetturnar séu kveðnar, og hver sé sá W. H. sem sonnetturnar voru til- einkaðar i fyrsta sinn sem þær birtust á prenti. A fimmtudaginn kom út í London mikið rit, Villiam Shakespeare, a Biography (W.S., ævisaga), þar sem höf- undurinn kveðst hafa ráðið gátu sonnettanna, „mestu ráð- gátu enskrar bókmenntasögu" eins og hann sjálfur kemst að orði. Sá sem svona dig- urbarkalega talar er ekki einu sinni bókmenntafræð- ingur heldur sagnfræðingur, að vísu sérfróður um tímabil- ið sem kenrit er við Elisa- betu drottningu. Hann heitir A.Ii. Rowse og er prófessor i Oxford. fræðingur með sérþekkingu á Elísabetartímanum hafi áður fjallað um viðfangsefnið. Hann telur helztu „uppgötv- anir" sínar vera þessar: . •k Sonnetturnar orti Shake- speare á árunum 1592 tíl 1595. aðaUega 1592 og 1593. Áður hafa sonnetturnar verið tímasettar allt frá 1588 til 1603 eða jafnvel síðar, ¦k Þær voru ortár fyrir jarlinn af Southampton og til hans, en hann var þá ungur og verndari skáldsins, maður fríður sýnum en kvenlegur í háttum. ... * Milli jarlsins og skálds- ins, sem Var tíu árum eldra, ríkti „platónskur kærleikur, andleg ást." Rowse hafnar þeirri útbreiddu skoðun að sonnetturnar beri vott um kynvillusamband milli Shakespeare og karlmannsins sem þær eru ortar til. Til- færir hann máli sínu til stuðnings óumdeilda kven- semi skáldsins og kemst svo að orði að það hafi varið „hreinræktaður heterósexú- alisti." Tilefni kynvilluorðsins sem sonnetturnar hafa kom- ið á Shakespeare, segir oróf- essor Rowse, er að seinni alda menn hafa misski.'ið orðaval sem tilheyrir Elísa- betartímanum. Þá var í tízku að rækta með sér ofsafullar tilfinningar og láta bser taumlaust í Ijós. + I sonnettunum refcur Shakespeare þætti úr sinni eigin ævi, segir Rowse, eink- um þó samband sitt við ást- konu sína. ..dökku frúna," cg •k Keppinauturinn var Marlowe. sem dó 1593. Dregur Rowse þessa ályktun af tima- röð sonnettanna, sem hann kveðst fyrstur manna nafa komið á traustan grundvöll. „Ég er reiðubúinn," 6egir professor Rowse í Times. að leggja orðstír minn eem fræðimanns um sögu Elísa- betartímans að veði fyrir þeirri staðhæfingu að unnt er að ráða allar gátur sonn- ettanna nema eina — aafn „dökku frúarinnar" — og mér hefur tekizt að ráða þær." Tileinkunin á fyrstu prent- un sonnettanna hefur lengi valdið mönnum heilabrotum. Þar er verkið tileinkað „W. H." og undir tileinkuninni stendur „T. T.". Skýring Rowse er sú að skáldið haíi hvergi komið nærri þessari tileinkun. Shakespeare, segir hann, orti sonnetturnar þegar hann var ungur og ókunnur. Þær voru ekki eetlaðar til birting- ar heldur vinargjöf til jarls- ins af Southampton. Sá sem lét prénta þær 1606, þegar Shakespeare var orðinn fræg- ur maður, hét Thomas Thorp. Hann fékk handritið hjá sir William Hárvey, eeinna manni ekkju jarlsins af Southampton. „Thorp en ekki Shakespeare samdi tileinkun- ina,", segir Rowse, Fyrirsjáanleg er mikil rimma fræðimanna út af kenningum prófessors Howse. Shakespearefræðingar hafa látið það álit i ljós, að nafi hann ekki fundið ný gögn hljóti ráðningar hans að teljast getgátur einar. Banda- riski prófessorinn Oscar Campbell hefur látið svo um mælt. að staðhæfing prófess- ors Rowse að hann hafi ráð- ið gátur sonnettanna -.beri keim af geggjun." Tlraun íhaldssamra rithöf- unda í Sovétrfkjunum til að kveða frjálslynda og nýj- ungagjarna starfsbræður sína í kutinn er farin út um þúf- ur. Aróðursherferðin gegn Ehrenbúrg, Évtúsénkó og þeim félögum er runnin út í sandinn og gagnsókn hafin af þeirra hálfu. A ráðstefnu evrópskra rit- höfunda i iÆningrad í sumar setti Ehrenbúrg ótæpt ofaní við landa sína, sem af lítilJi þekfcingu höfðu ráðizt á -iú- tímabókmenntir í Vestur- Evrópu, einkum nýju skáld- söguna frönsku. barmað sér yfir skaðvænlegum áhrifum erkióvinanna Proust, Joyce og Kafka. 1 þeirri orðasennu sem af þessu spannst unnu Ehrenbúrg og Tvardovskí fóstbróðir hans frægan sigur. Eftir rithöfundafundinn var ýmsum þátttakendum, sov- ézkum og erlendum, boðið til Krústjoff forsætisráðherra suður á Krím. 1 því sam- kvæmi flutti Tvardovskí magnað háðkvæði um póli- tíska hræsni og hugsjónaleg- an yfirdrepsskap, skrif- finnsku og kreddudýrkun. A stríðsárunum skapaði Tvard- ovski óbreytta hermanninn Vasilí Tvorkín, nokkurs kon- ar sovézkt sambland af Sveini dúfu og Svejk, dáta sem enginn liðsforingi fær tjónkað við. I nýja kvæðinu er Tvorkín fallinn og kominn til vítis, þar sem hann rekst á öll ömurlegustu og hjá- kátlegustu fyrirbæri Stalíns- William Shakespearc. tímans í skrumskældri mynd. Eftir upplesturinn á Krím var kvæði T_yardovskí birt í Isvestia, þar sem það þakti tvær síður. Ehrenbúrg og Tvardoskí eru af eldri kynslóðinni, en yngri samherjar þeirra eru ekki heldur af baki dottnir þrátt fyrir ákúrur og árásir. Évtúsénkó birti fyrir skömmu fjögur ljóð í æskulýðstíma- ritinu Júnost. Hann mundar vopnin gegn sínum gömlu 6- vinum, „þjónustuliprum met- orðasnötum, yfirlýstum föð- urlandsvinum." Víðar en í Sovétríkjvmum hafa stjórnmálamenn til- hneigingu til að segja lista- mönnum fyrir verkum. Til að mynda í Bandaríkjunum. I Washington risu nýlega upp tveir þingskörungar, kona að nafni Edna Kelly og ' Peter nokkur Frélinghuysen, og lýstu hryggð sinni og reiði yfir að Bandaríkjast.iórn skuli styrkja dansflokk Mörtu Graham til sýningarferða- laga út um heim. Frú Kelly kvaðst hafa neyðzt til að ganga út af sýningu i Bonn sökum blygðunar vegna þess sem fram fór á sviðinu í dansinum „Phaedra". Lýstu þau Frelinghuysen fyrir þingheimi allri þeirri ósið- semi sem listakonan hefði komið fyrir í dansinum sem byggður er á hinni fornu, grísku sögu um ást söguhetj- Sonurinn. Jörgen Lindstrom, þvær móður sinni, Gunnel Lind- Wom, um balcið i kvikmynd Bergmans. unnar á stjúpsyni sínam. Víttu þau harðlega þá «n- bættismenn sem létu það við- gangast að styrkja útflutning á þvilíkum „óþverra" með fé skattiborgaranna. .. Glæný kvikmynd Ingmars Bergmans, „Þögnin", var frumsýnd í Stokkhólmi í síð- ustu viku. „Kvikmynd á borð við „Þögnina" hefur aldrei fyrr verið sköpuð," segir gagnrýnandinn Robin Hood i Stockholms-Tidningen, ,,1 einu vetfangi hefur Bergman endurheimt öndvegið sem hann skipaði áður í heimi kvikmyndanna." Þessi mynd er hin siðasta af þriggja mynda flokki sem f jallar um guð og mann- inn. Hinar fyrri heita „Eins og i spegli" og „Vetrarbirta". En gagnrýnanda Svenska Dagbladets finnst kynlegt að listamaðurinn skuli hvorki játa né neita tilveru guðs í verki sem á að fjalla um hann. Tíðræddast verður blöðun- um um ástaratriðin, sem þau segja ýtarlegri og opinskárri en áður hafi sézt. Kvik- myndaeftirlit allra landa á fyrir höndum erfiða daga, segir Stockholms-Tidningen. Sænska eftirlitið skerti ekki myndina um einn einasta ramma. Söguþráðurinn er að tvær systur og sonur hinnar yngri eru á leið heim til Sviþjóðar úr utanlandsferð. Eldri syst- irin veikist og ferðafólkinu dvelst i smábæ í Austur-Ev- rópu. Þar er talað mál sem Bergman fann upp sjálfur, aðeine systurnar og dreni?ur- inn tala sænsku, allir aðrir leikarar gefa frá sér ókenni- leg hljóð. Þarna í útlandinu fer íram uppgjör milli systranna. Eú eldri er kynvillt, en yngri systirinn lendir í ástarævin- týri með einum útlendingn- um. Síðen heldur hún áfram heim & leið með son sinn en skilur systur sína eftir til að bíða dauðans. Jafnvel þau blöð sem hneykslast á efnisvali Berg- mans játa snilldarhandbragð hans á gerð myndarinnar. Leikararnir fá einnig mikið hrós, einkum Ingrid Thulin í hlutverki eldri systurinnar. M.T.Ö. i .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.