Þjóðviljinn - 06.10.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 06.10.1963, Page 1
MunícS styrktarmannakerfs ÞjóSviljans- Skrifsfofur oð Þórsgöfu 1 og Tjarnar- götu 20 opnar á morgun 10-12 og 1-6 SKRIFSTOFUSTJORIBORGARVERK FRÆÐINGS VALDUR AÐ MISFERLI ■ Guttormur Erlendsson forstöðumaður endurskoðunardeildar^ Reykjavíkurborgar skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að nokkru fyllri upplýsingar lægju nú fyrir varðandi fjárdráttarmál það í sambandi við Gnoðarvogsíbúðimar sem Þjóðviljinn sagði frá í gær. Guttormur sagði að það v.æri ljóst að hér vær'i um að ræða misferli í sambandi við innheim'fu á afborgunum af lánum út á íbúðirnar og he'fði viðkomandi starfsmaður borgarinnar farið út fyr- ir sín embættistakmörk varðandi ráðstöfun á fé því sem hann innheimti. Hin.s vegar virtist hann ekki hafa dregið sjálfum sér þe'tfa fé. ■ Ekki sagðist Guttormur geta sagt með vissu um hve mikla fjárhæð væri að ræða. Það enn ekki verið kannað til fulls. Það væri heldur ekki ljóst enn á hve löngum tíma þetta misferli hefði átt sér stað. Fyrstu afborganir af lánunum hefðu farið fram á árinu 1960 svo að lengra næði það ekki aftur í tímann a.m.k. ■ Að lokum sagði Guttormur að unnið yrði að rannsókn máls þessa nú um helgina og yrðu nið- ursföður hennar lagðar fyrir borgarráðsfund í næstu viku. Jóhann Briem sýnir í Bogasalnum í GÆR opnaði Jóhann Briem, listmálari, sýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Síð- ast sýndi Jóhann í Boga- salnum fyrir tveim árum, en þetta er fjórða sýning hans þar. Jóhann sýnir að þessu sinni 28 olíumálverk. JÓHANN BRIEM er löngu þjóð- kunnur listamaður. Undan- farið hefur hann haldið sýn- ingar á tveggja ára fresti, en kveðst nú munu láta Iengri tíma líða, bæði sé leiðigjarnt að sjá um slíka uppstillingu, og svo vilji hann heldur vera með á sýn- ingum. Þjóðviljinn mun eft- ir helgina birta myndir af sýningu þessa merka lista- manns. SÝNING JÓHANNS er opin daglega kl. 14 til 22. Henni Iýkur 13. þ.m. Lóðaúthlutun afturköHuð Snemma á þessu ári fengu þrír aðilar úthlutaða lóð undir verzlunarhús að Skipholti 70. Aðilar þessir voru Sæmundur Bjamason, birgðavörður Hita- veitunnar. en hann var erfða- festuhafi lands þess, sem lóðin var útmæld úr, Christensen kjöt- kaupmaður á Klömbrum og 36- hann Hafliðason, fisksali. Þegar til átti að taka komu aðilar þessir sér með engu móti -aman um byggingu verzlunar- húss á lóðinni og vildu hver um -ig byggja stærri hluta þess en 'inir vildu á fallast. Rann svo "'t byggingarfresturinn og á í.ndi sínum í fyrradag ákvað 'irgarráð að afturkalla úthlut- ■n lóðarinnar og fela lóðanefnd -ð gera nýja tillögu um •ráðst1:." ■ un hennar. Þjóðviljinn getur bætt því við^ að sá starfsmaðnr borgarinnar sem hér um ræðir mun vera Einar Pétursson lögfræðingur, núverandi skrifstofustjóri borg- arverkfræðings, en hann var um margra ára skeið fulltrúi borg- arstjóm og heyrðu þá m.a. und- ir hann afborganir af lánum borgarinnar til Gnoðarvogsíbúð- Tók við nýju starfi um áramót Þegar Guðmundur Vignir Jós- efsson þáverandi skrifstofustjóri borgarverkfræðings var ráðinn gjaldheimtustjóri um sl. áramót tók Einar Pétursson við staifi hans sem skrifstofustjóri borg- arverkfræðings. Mun sú ráð- stöfun hafa verið gerð af borg- arstjóra án þess að hann aug- lýsti stöðuna. Samtímis skipaði borgarstjóri Einar í lóðanefnd Framhald á 2. síðu Húsnæiisvandræði meiri en áður, húsaleiga hækkar ört - segir skrifstofustjóri húsnæðismála Reykjavíkurborgar I ■ Sá starísmaður Reykjavíkurborgar, sem kunn- ugastur á að vera húsnæðismálum borgarbúa, Sveinn Ragnarsson, hefur staðfest í viðtali við Þjóðviljann, að fleiri hafi leitað til húsnæðis- málaskrifstofu borgarinnar á þessu hausti en und- anfarin ár, og jafnframt að húsaleiga hafi al- mennt hækkað til muna seinni part ársins. Þetta eru staðreyndir, sem Þjóðviljinn hefur verið að vekja athygli á að undanfömu og verða ekki hraktar. Húsnæðisvandræði sár Blaðið hefur nefnt ákveðin dæmi síðustu dagana sem sýna hversu tilfinnanleg og sár hús- næðisvandræðin eru í Reykja- Framhald á 2. síðu. ALÞYÐUSAMBANDIÐ BOÐAR TIL FUNDAR UM KAUPGJALDSMÁL Miðstjórn Alþýðusambands íslands hefur boðað til ráðstefnu um kaupgjaldsmálin um næstu helgi í Reykjavík. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið full- trúum frá fjórðungssamböndum Alþýðusam- bands íslands, Alþýðusambandi Vestfjarða, Alþýðusambandi Norðurlands og Alþýðusam- bandi Austurlands, fulltrúum frá fulltrúaráð- um verkalýðsfélaganna í Reykjavík og í Ár- | nessýslu og fulltrúum nokkurra verkalýðsfé- | laga í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og | Vestmannaeyjum. ■ Ákveðið hefur verið að ráðstefnan hefjist “ í fundarsal Alþýðusambandsins að Laugavegi | 18, laugardaginn 12. október kl. 4 síðdegis. Gildir stofnar falla að velli Þetta gilda tré stóð áður á lóð franska sendiráðsins við Tún- götu ásamt feliri slíkum. Gísli Sigurbjörnsson í Ási hefur ný- verið keypt húsið og er að láta ryðja til á Ióðinni og þá varð tréð að lúta að velli. Ljósmynd- ari Þjóðviljans átti þama Ieið um og tók mynd að rótarhnyðj- unni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Aftur slys við höfnina í gær varð enn eitt slys við höfnina. Það var á fjórða tím- anum að Hákon Árnason, verka- maður, féll ofan af tunnustafla og meiddist; skaddaðist m.a. á höfði. Slysið varð í portinu við A-skála Eimskipafélagsins á austurbakka hafnarinnar. Hákon var fluttur á slysavarðstofuna og var rannsókn á meiðslum hans ekki Iokið þegar Þjóðvilj- inn fór í prentun. Ekki afráðið að Serkin leiki með í tilefni af frétt sem birtist um tónleikahald Sinfóníuhljóm- sveitar fslands á dögunum er rétt að taka fram að enn hef- ur ekki verið gengið frá samn- ingum við Rudolf Serkin, píanó- leikara, að hann leiki með hljómsveitinni i vetur. Hins- vegar standa vonir til, að úr komu hans hingað geti orðið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.