Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 6
0 SÍÐA ÞlðÐVILIINN Sunnudagur 6. október 1963 Nýtt Úrvals-hefti Októberheíti Crvals flytur fjölbreyttara efni en svo að alls verði getið hér. Fáeinar fyrirsagnir i heftinu: Loftstein- ar, gestir utan úr geimnum; OJEátið seigdrepandi; Ferðin til Venusar; „Julu“, svartigaldur svertingjanna; Upptaka og söfnun hljóða; Sjúkdómsrann- sóknir og heilsuvemd; Land- flæmi Sovétríkjanna; Náttúru- auðævi pólsvæðanna; Vanda- mál hjónalífsins; Sólarorkan, orkugjafi framtiðar; Mataræði og hjartasjúkdómar. Bókin að þessu sinni er: Fjölleikahúsið eftir Connie Clausen. Þessu björgunar- og vcðurathugunarskipi, „Stóra Knúti", hleyptu Norðmenu af stokkunum fyrir skömmu. — Myndin er tekin af bryggju í Gautaborg. Fjölbreyttar esperantobækur fáanlegar Það er athyglisvert hve fjöl- breyttni eykst í birgðum er- lendra bóka í bókaverzlunum Reykjavíkur, þó að sjálfsögðu geti þær ekki haft allt það á boðstólum sem einhverjum kemur til haga að kaupa. Nú í seinni tíð er t.d. að jafnaði talsvert úrval eigulegra esper- antobóka í Bókabúð KRON í Bankastræti, en ekki er kunnugt um að þær fáist í öðrum bókaverzlunum borgar- innar. Hér skal getið nokkurra þeirra, sem nú fást, en meðal þeirra eru sumar þær bækur sem eftirsóttastar eru af þeim sem fáanlegar eru á bókamark- aðnum. Sýnisbækur í erlend- um bókmenntum Þannig eru til nokkrar sýn- isbækur af bókmenntum ein- stakra landa sem á esperanto nefnast antologioj, og allt eru verðmætar bækur til kynna á bókmenntum hlutaðeigandi þjóðar, enda þótt þser séu nokkuð misjafnar. Kinverska sýnisbókin er yngst þeirra, ,,Cina antologio“, en hún er sýnisbók kínverskra bókmennta frá þvi alþýðulýðveldið var stofnað. Enska sýnisbókin. „Angla antologio," er mjög vönduð og vel út gefin, og eins er um sýnisbók katakonskra bókmennta, „Kataluna antolcg- io“. Síðastnefnda bókin opnar fyrir flestum sem hana lesa heim gagnmerkra bókmennta fomra og nýrra, einn þeirra bókmenntaheima sem flestum er dulinn vegna þess að málið er fáum tamt utan þröngs svæðis. Algjöra sérstöðu í esperanto- Skó tizkan á sök á miklum Að öllu eðlilegu má draga beina línu eftir fætinum inn- anfótar — stóra táin skagar í rauninnl svolítið út. Oftast þrýstir skófatnaðurinn stóru tánni inn. Það getur valdið varanlcgri afmyndun á fætin- um. fótarmeinum Læknar um heim allan cru ekki alltof hrifnir af skófatn- aðartízku síðustu ára, enda margur maðurinn með skakk- an og skældan fót hennar vegna. 1 Noregi hefur nýlega verið gerð athugun á fótum barna og unglinga og þá komið í Ijós sú alvarlcga staðreynd, að 70—80% unglinganna er með fætur, sem támjóir og þröngir skór hafa aflagað að meira eða minna ieyti. V V V Þessar staðreyndir lágu fyrir að lokinni rannsókn sem dr. Birger Tvedt gerði á þúsund- um norskra bama. Reyndust sem sagt 7 eða 8 af hverjum 10 börnum ganga í of litlum skóm — og því eldri sem bömin voru þeim mun algengara. 1 einu tilfelli mældi dr. Birger Tvedt skó sem reyndust 3'/2 sm styttri en fætur bamsins. Dr. Wilhelm Anthonsen, yí- irlæknir í Kaupmannahöfn, hefur sagt, að afleiðingar not- kunar slæms skófatnaðar geti ; komið fram að mörgum árum j liðnum t.d. sem bakverkur, ■ æðahnútar o.s.frv. ☆ ☆ ☆ ■ ■ Haft er eftir sænskum sér- * fræðingi í fótagerðum. Brittu j Borgström, að notkun of lítilla : skóa, jafnvel þó um mjög ; skamman hríð sé að ræða, ; nokkrar vikur eða fáa daga, 5 geti aflagað fætur manna svo i að þeir bíði þess aldrei bæt- • ur. bókmenntunum hefur úrval af frumsömdum kvæðum á esper- anto frá upphafi málsins til þessa dags, frá Zamenhoí til Baldurs Ragnarssonar, ,,Poemoj, antologio". Ýmis fræg rit heims- bókmenntanna Þýðingum af ritum heims- bókmenntanna fjölgar með hverju ári. Af bókum sem nú fást í Bókabúð KRON má nefna hið heimskunna kvæða- safn Baudelaire, sem á esper- anto nefnist ,,La floro’ de 1’ malbono". Ýtarlegur inngangur um höfundinn og verkið fylgir, og um þýðinguna hafa fjallað tveir meðal þekktustu bók- menntamanna esperantista sem nú er uppi, Fraikkinn Waring- hien og Ungverjinn Kalocay. Þama er líka þýðing Kolocay á Dæmisögum Esóps. Bók finnska skáldsins Alexis Kivi, Sjö bræður, „Sejs fratoj“, bráð- skemmtileg bók og finnskari en allt sem finnskt er. Úr alit öðium heimi eru þrjú verk eft- ir Voltaire í einni bók þar á meðal Birtingur sem Hailldór Kiljan þýddi á íslenzku. Minna má á nokkrar frumsamdar kvæðabækur eftir unga höf- unda, þar á meðal kvæðabók Islendingsins Baldurs Ragnars- sonar, sem vakið hefur verð- skuldaða athygli. Og í lokin mætti kannski minna á að bók Þórbergs Þórðarsonar „Alþjóða- mál og málleysur" er enn fá- anleg og á því skikkanlega verði að kosta innan við 60 krónur. Rötgenmynd af heilbrigðum ; fæti í skóm og án. Fréttabréf frá Evrópuráðinu á íslenzku Upplýsingadeild Evrópuróðs- ins hefur hafið útgáfu frétta- bréfs á íslenzku og nefnist það Evrópa vísar til vegar. Fyrsta hefti fréttabréfsins er dagsett 3. september og flytur ávarp Guð- mundar 1. Guðmundssonar ut- anríkisráðherra í tilefni af 10 ára afmæli mannréttindasátt- mála Evrópu, og að öðru leyti er þetta fréttabréf helgað sátt- málanum, að lang mestu leyti. Fréttabréfið er 4 síður í brot- inu 22x28% cm. Ábyrgðarmað- ur Þór Vilhjálmsson, borgar- dómari, fulltrúi upplýsinga- deildar Evrópuráðsins á Is- landi. Ný gerð af hjól- börðum á bí/a Ný gerð af hjólbörðum fyrir aftur snert jörðina gat bílstjór- bifreiðir hefur verið kynnt er- inn ekið áfram eins og ekkert lendis. Hjólbarðar þessir líkjast hefði í skorizt. einna helzt þeim gömlu með^____________ slöngu innan í, nema hvað slangan í þeim nýjustu er )ika „dekk“. Þessi tvöfaldi hjólbarði veitir talsyert meira öryggi í akstri en eldri gerðir, því auðveldlega á að vera hægt að aka bifreið til næstu viðgerðarstöðvar á innra dekki þó að hið ytra spryngi. Myndin var tekin þegar til- raun var gerð með nýja hjó)- barðann. Dynamit var látið sprengja ytra dekkið og svo harkaleg var sprengingin, að bíllinn kastaðist hátt í loft upp að aftan, en þegar hjólin höfðu Á einnni hreyfli yfir Atlanzhafið Á fimmtudaginn í fyrri viku lenti Bandarikjamaðurinn Mondy flugvél sinni á flugvell- inum við Helsinki eftir að hafa flogið þangað án viðkom frá Boston í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem flogið er án millilendingar milli Banda- ríkjanna og Finnlands í eins hreyfils flugvéL Nýtt björgunarskip Neimsbyggð á leik- velli barnaskálans Forráðamenn barnaskóla eins á Englandi hafa um skeið reynt nýja aðferð við Ianda- fræðikennslu. Gerður hefur verið uppdráttur eða teikning af hnettinum á leikvelli skól- ans og þar úti eru svo kennslustundir í iandafræðinni að jafnaði hafnar. Segja skóla- mennimir að þessi nýja kennsluaðferð hafi aukia á- huga barnanna til mikilla muna í landafræðinni frá því sem áður var og jafnframt hafi námsárangurinn batnað mikið. A myndinni sést skólastjór- inn kenna landafræði úti á skólaveilinum. Börain hafa raðað upp dýramyndum á þau Iönd eða landsvæði sem við- komandi dýr lifa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.