Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. október 1963 HÖÐVIUIKN SfÐA ATTATIU ARA STRÍDS Síðast vorum við að skoða Björnsstein í Rifi og minnast örlítið gamallar sögu. Nú, þegar allar horfur eru á því að tímamót nálgist í sögu Rifs, er rétt að rifja aðeins stutt- lega upp annál baráttunnar fyrir tilveru Rifs. — Það hef- ur einmitt verið háð áttatíu ára stríð — ef ekki aldar- langt — fyrir Rifi. Stærsta sjávarbyggð íslands Rif á Snæfellsnesi mun frá upphafi Islandsbyggðar hafa verið mikil fiski- og verzlun- arhöfn, og haft er fyrir satt að um tveggja alda skeið væri þar stærsta byggð við sjó á íslandi. En áin Hólmkela byrj- aði á einokunartímanum að fylla hina fornu höfn með möl og sandi. Þó hélzt þar verzlun fram á 18. öld. Og heimildir munu vera um 5 grasbýli og 23 þurrabúðir þar áður en gefizt var upp við útgerð þaðan. Þvi fór fjarri að Rifsarar gæfust upp við búsetu þar baráttulaust. Nesbúar sendu dönskum stjórnarvöldum bæn- arskrár um aðgerðir, en þau fólu málið landfógeta sínum, er sinnti því engu. Búfræðingar bæta láð 1882 var þó svo komið að sendur var búfræðingur til að athuga Rifshöfn. Að vísu settu stórbændur átthaga- fjötra á fólk sitt, til að koma í veg fyrir bæjamyndun við sjóinn, en hinsvegar var það óneitanlega snoppungur að fá ekki lengur frá Rifi þorsk- hausa né skreið fyrir vinnu- menn og vinnukonur. Þá þurftu valdamenn þjóðfélags- ins ekki að standa í styrjöld við vei-kfræðinga því þeir voru engir til í landinu og því var sendur búfræðingur til hafn- argerðar. Skarðið dularfulla 1884 skrifaði bóndinn á Ingjaldshóli sýslumanninum m.a. eftirfarandi: „I vetur út- vegaði ég kaðla og viði og fékk 20 menn til að byrja að ryðja vörina (í Rifi) og hafa þeir unnið að því í 3 daga fyrir ekkert, nema litilfjörlega hressingu frá mér.“ 1885 var svo byrjað að veita ánni Hólmkelu í sinn fama faiveg, stjórnaði Sveinn Sveinsson búfræð- ingur því verki. Það fór saman að Sveinn velktist og peningar fyrir vinnulaunum fengust ekki, en vinnulaun vora orðin 300 kr. Þau munu þó síðar hafa fengizt greidd af þeim 600 kr. sem veittar vora til búnaðarframkvæmda í sýsli\ni, — en þá datt eng- um í hug sú firra að veita fé til hafnarbóta fyrir lausa- menn; slíkt hefði á nú- tíðarmáli verið að „raska efnahagsjafnvæginu í þjóðfé- laginu“. 1890 voru svo veittar 900 kr. af fé sýslunnar til að breyta farvegi árinnar. Torfi Bjamason frá ólafsdal stjómaði þvi verki og fram- kvæmdi það. Allt virtist nú leika í lyndi. En morguninn eftir var komið dularfullt skarð í stíflugarðinn. Ekki upplýstist hverjir unnu skemmdarverkið, en fullvíst var talið að þar hefðu að unn- ið bændur er töldu farvegs- breytinguna óhagstæða sér. Var ekki gerð rekistefna út af slíkum smámunum. Skemmdarverk þetta varð til þess að hlé varð um sinn á baráttunni fyrir að endur- heimta höfn í Rifi. Á árunum 1920 til 1930, hófust hafn- arbætur í Krossvíkinni. En þótt steyptir væru garðar útí sumarsól reyndust þeir hald- litlir í vetrarveðrum, en þá urðu sjómennirnir annaðhvort að biða flóðs eða farast fyrir utan, því bátarnir lágu á þurru um fjöru. Hjálmar Elíesersson, for- maður verkalýðsfélagsins, hóf baráttuna að nýju og flutti eftirfarandi tillögu: „Almennur fundur á Hellis- sandi 5. maí 1944 skorar á þing og stjóm að hlutast til um að gerði verði á sumri komanda nákvæm rannsókn á hafnarstæði í Rifsósi á Snæ- fellsnesi.“ Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum gegn 1 — atkvæði aðalmanns Sjálfstæð- isflokksins á Hellissandi, en hann beitti sér af öllum mætti gegn slíku ráðleysisflani, þar sem miklu betra væri að lappa við „þurrkvina“ í Krossavík- inni. Krafan um Iandshöfn 1945. Árið eftir skrifaði hreppsnefndin til nýbygging- arráðs — sem þá var tekið til starfa — um að láta rannsaka hafnarstæði í Rifi. 1946. Og snemma árs 1946 fcngu Sandarar skýrslu um þessa rannsókn — sem þá hafði verið framkvæmd. Borg- arafundur samþykkti þá á- skorun til nýbyggingarráðs, Alþingis og ríkisstjómar um að samþykkja lög um lands- höfn í Rifi. Hreppsnefndin sendi ríkisstjóminni samskon- ar áskorun. Samstarfsflokkar Sósíalista- flokksins í nýsköpunarstjóm- inni voru skilningslausir á þýðingu Rifshafnar og flækt- ust fyrir slíkri lagasetningu, svo niðuristaðan varð sú, að atvinnumálaráðherra Sósíal- istaflokksins, Áki Jakobsson (sem þá hafði ekki misst glæpinn) varð að flytja frum- varp um þetta einn, Stefanía saltar 1947—1948. Pmmvarp þetta náði ekki fram að ganga. Þegar stjóm Stefáns Jóhanns Stefánssonar tók við í árs- byrjun 1947 Iagði hún Rifs- hafnarmálið í salt. Árið eftir samþykkti borgarafundur á Sandi áskoran til Stefaníu um aðgerðir í málinu — en Stef- ahía hafði um annað að hugsa; — þá var landssalan hafin. 1949. Árið eftir eða 1949 sendi verkalýðsfélagið nefnd á fund stjórnarvaldanna — en allt var árangurslaust. 1950. En barátta fypir höfn í Rifi var ekki látin niður falla. iHnn 11, apríl 1950 náði hreppsnefndin Sigurði Ágústs- syni á fund sinn, en hann var þá orðinn þingmaður Snæfell- inga, og samþykkti þar áskor- un til ríkisstjómarinnar um 1 millj. kr. framlag og 1 millj. ikr. lán til hafnargerðar í Rifi. Jafnframt vora sendir menn til stjómarvaldanna og fengu þeir loforð um 700 þús. kr. til verksins, — en efndir urðu 100 þús. Þetta sem helzt hann varast vann . .. 1951. Baráttan fyrir höfn í Rifi varð ekki stöðvuð með sinnuleysi stjórnarvaldanna og um mánaðamótin marz— apríl neyddist Sigurður Ágústsson til að láta undan kröfum kjósendanna og flytja efnislega samskonar framvarp og Sósíalistaflokkurinn hafði flutt um 10 ámm áður. Árið 1951 hófst svo vinna við að steypa lágan garð ofan á Rifið — sem mun vera gamall jökulraðningur, björg er Snæfellsjökull hefur ein- hvemtíma aftur í grárri fom- eskju ýtt þangað á undan sér og hefur um ótaldar aldir verið öruggur brimbrjótur. 1953. Veittur var fimmti hluti þess fjár sem talið var að þyrfti til að gera nothæfa bátahöfn í Rifí. En vorið 1953 sendi hreppsnefndin enn á- skoran um framkvæmdir „svo aðstaða fáist til að hafa þar fiskibáta næsta haust, þar eð annars mun engin útgerð verða hér næstu vetraraertíð." Áskoran þessi var marg- ítrekuð, — jafnvel ungmenna- félagið sendi slíka áskoran. Ný hreppsstjórn 1954. I jan. 1954 kusu Sand- arar nýja hreppsstjórn og Skúla Alexandersson oddvita. Þetta er Rifshöfn eins og hún var í sumar. Sandinum fremst hefur verið dælt upp úr renn- unni inn að bryggjuspottanum. Fyrr á öldum var raunveruleg og örugg höfn þar sem sandur- inn er nú. Um það bil hnéhár garður úr steypu hefur verið settur ofan á Rifið, en það nær um 900 m Iengra fram í beina stefnu af garðinum. Yzti hlut- inn, „Taskan" sést um f jöru en þar fyrir framan er nóg inn- siglingardýpi fyrir hafskip. — Fjallið til hægri er Ólafsvíkur- enni. Vegurinn verður uppi á hjallamim sem er í skugga (dökkur). Húsin í Ólafsvík ná fast að skriðunum vinstramegin við Ennið. ☆ ☆ ☆ Og í júní það ár var Emil Jónsson þá vitamálastjóri neyddur vestur á Hellissand með Rifshafnamefndina, og hét hann þar á staðnum að á næstu vertíð skyldi kornin bátahöfn í Rifi. Sandarar keyptu þegar 2 báta — en heit Emils reyndist venjulegt íhalds-krataloforð svo annar báturinn flýði í aðra verstöð, en hinn var leigður til Reykjavíkur. 1955. En Sandarar létu stjórnarvöldin ekki sleppa, og árið eftir var lokið við að gera nothæfa rennu í sandinn innan Rifsins og gerð tré- bryggja fyrir 5 litla vélbáta. — Sandinum var dælt norður fyrir Rifið og skilaði hann sér þvi aftur inn í rennuna! Var þá farið að dæla sandinum upp að hamrinum þar sem verzlunarskip voru bundin fyrr á öldum. Ráðherra í kleppsleik Bátar gátu nú aftur flot- ið í Rifi — og ráðherrar brostu breitt. En það kom þurrkur — og sandurinn hrandi úr bökkunum niður í rennuna. Og svo kom rign- ing — og sandurinn rann nið- ur í rennuna. Ráðherrar þögðu gneypir. Aftur var dælt úr rennunni. Sandarar heimt- uðu stálþil, en ráðherrar létu reka niður nokkra greni- planka. Og sandurinn rann og sandu'rinn hrandi, plankarnir féllu og hurfu. Enn varð að dæla sama sandinum. Þenna leik innanklepps- manna hafa ráðherramir svið- sett annaðhvert ár síðan 1954. Fyrir þenna kleppsleik ráð- herranna hafa landsmenn orð- ið að borga hálfa miilj. á ári s.l. 8 ár. Vefkfræðingar vita- málastjómarinnar hafa orðið að stjóma fíflskap þessum — og mun vart smánarlegri raun hafa verið lögð á aðra verk- fræðinga á þessum hnetti. Rif ris a ny 1957—1958. Árið 1957 byggðu Sandarar verbúðir í Rifi fyrir 6 báta og 1957 lögðu þeir vatnsleiðslu þang- að. Fyrsta íbúðarhúsið í Rifi var byggt 1958. Nú eru komin 4 hús með 9 íbúðum. TJti á sandinum í hafnar- stæðinu hefur maður nokkur, sem kvað standa hægra fæti fastmúruðum hjá íhaldinu en þeim vinstra vallgrónum hjá Framsókn, verið að byggja einhverskonar slunkaríki á s.l. áratugi. Hve margar milljónir era komnar í þá „brimnessút- gerð“ verður ekki rætt að sinni. Þar hefur þó verið kom- ið upp bræðslu svo lifrarafli Sandara er ekki lengur veizlu- matur máfa, eins og hann var „nýttur“ fymim. 1963. Nú loksins má fullvíst telja að ráðherrar gefist upp við kleppslelk sinn og byggð- ur verði fyrsti áfangi raun- verulegrar hafnar, dælt upp sandinum og sett 250 m langt stálþil framan við uppfylling- nna. Verður þessi ósigur í- haldsráðherranna mikið fagn- aðarefni, ekki aðeins Söndur- um heldur og sjómönnum annarra staða, sem leitað hafa lægis í óveðram inni í rennunni í Rifi — og fá þar nú öragga höfn. En útgerðaraðstaðan? Frystihús er ekkert á Rifi, heldur úti á Hellissandi 2—3 km í burtu og inni í ólafs- vík nokkra lengra burtu. Hve inikið skyldi það hafa kost- að og koma til með að kosta þjóðina að þríflokkarnir þver- skölluðust gegn því í 20 ár að byggja höfn í Rifi? Kiósendahræðslan lifi! Annállinn hér að framan er sígilt dæmi um sinnuleysi Framh. á 8. síðu. I ! ! Bók um „hafmeyjar" á eyju í Japanshafi og fl. fró forlagi Schönberg Fyrir skömmu var sagt hér sérstaklega mikið saman við í þættinum frá nokkrum sjóinn að sælda og eru háðir bókum, sem forlagið Schönberg þeim auðæfum er úr sjó verða í Kaupmannahöfn hafði sent dregin; karlmennimir stunda Þjóðviljanum til umsagnar. Nú fiskveiðar með netjum á litl- hefur sama forlag enn sent um bátum en konumar kafa íf'á sér fjórar bækur, sem út fáklæddar allt niðcr á 25 metra komu fyrir mánaðamótin, og dýpi eftir gómsætum lindýrum verður þeirra getið lítillega og sjávangróðri. hér á eftir. Hekura-ey er ein af þeim fáu stöðum. sem fram til þessa hafa Hekura, eyja hafmeyjanna, komizt hjá innrás ferðamanna, er nafnið á einni bókinni, en og sagt er að ferðamenn séu höfundurinn er Fosco Maraini. þar engir sérstakir aufúsugest- Lýsir bókin lífi og lifnaðar- ir. Af þessum sökum verður háttum einangraðs þjóðflokks bók Fosco Maraini kannski enn sem lifir á Hekura, smáey í gimilegri til fróðleiks og ekki Japanshafi; hafa eyjarskeggjar spillir það útgáfunni, að í bók- HEKURA Kápusíðan inni eru birtar fjölmargar Ijós- myndir frá Hekura, nokkrar þeirra fallegar litmyndir. Höfundurinn er sonur ítalska myndhöggvarans Antonio Maraini og enskc skáldkonunn- ar Yoi Crosse, sem skrifaði undir dulnefninu Pavlovska. ^ Hann hefur ferðazt víðsvegar k um heiminn, en dvalizt lang- ™ dvölum (1938—1946) í Japan og b rannsakaði þá lifnaðarhætti J ýmissa þjóðarbrota. Mörg síð- I ustu árin hefur Maraini verið J búsettur á ítaliu og sent frá | sér fjöldann allan af greinum J og bókum um Austurlönd og I Austurlandabúa. k, ★ I De lyse mörke ár er nafn á k 165 bls. bók eftir Jens Eisen- ^ hart. Þetta er skáldsaga eftir k hinn unga, danska höfund, önn- " ur bókin sem frá hendi hans h kemur. Sagan gerist á hemáms- x árum Þjóðverja og lýsir fyrst | og fremst viðhorfum æskunnar J tii lífsins. *. Marlenc Dietrichs ABC er I 170 blaðsíðna bók, einskonar t. uppsláttarbók þar sem hin [ fræga kvikmyndaleikkona gríp- | ur á ýmsu frá sínum sjónarholi ^ séð. Fjórða bókin frá Suhön- | berkske er þýdd skáldsaga eftir " Englendinginn Anthony Burg- | ess og ber á dönskunni titilinn J ,,Du skal æde din næste‘1 wjmrjm'jsr a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.