Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.10.1963, Blaðsíða 12
1 I Vinnuskáli Sigurjóns senn risinn Eins og frá var skýrt I blaðinu fyrr í sumar standa nó fyrir dyrnm miklar framkvæmdir hjá Sigurjóni Ólafssyni, myndhöggvara. Verið er að reisa nýjan vinnuskála Sigurjóns, og er það bannig gert, að skálinn er byggður yfir hinn forna vinnubragga, sem siðan verð- ur rifinn. ☆ ☆ ☆ Ljósmyndari I»jóð- viljans og fréttamaður áttu fyrir helgi leið um Laugar- nesið, og datt í hug, hvað liði framkvæmdum. Sigurjón var ekki heima, en verka- mönnum hans sagðist svo frá, að senn yrði skálinn fok- heldur. Er það ekki vonum fyrr, að þessi ágæti lista- maður fái að minnsta kosti sæmileg vinnuskilyrði. — [(Ljósm. Þjóðv. A.K.) ! ólafur Bjarnason Doktorsvörn í Hí annan laugardag Laugardaginn 19. okt. n.k. kl. 2 e.h. fer fram doktorspróf í há- tíðasal Háskólans. Mun Ólatur Bjarnason dósent þá verja xit sitt „Uterine carcinoma in Ice- land“, eða Legkrabbamein á ís- Iandi, fyrir doktorsnafnbót í læknisfræði. Andmælendur af hálfu læknadeildar eru prófess- or Júlíus Sigurjónsson og Pétur Jakobsson yfirlæknir. öllum er heimill aðgangur. Norrænir leikhúsmenn þinga um leiklistarmál Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri er ný- kominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann sat ásamt Jóni Sigurbjömssyni norrænt leikhús- þing fyrir hönd íslandsdeildar Norræna leiklistar- sambandsins. Átti hann tal við fréttamenn 'fyrír helgina og skýrði þeim frá því helzta er til um- ræðu var á þinginu. leiklistarsambandið fyrir Norræna er félagsskapur allra leikhús- manna á Norðurlöndum Qg er deild hvers lands um sig mynd- uð af félögum leikhússtjóra, leikara, leiktjaldamálara, leik- ritahöfunda og gagnrýnenda. Aðilar að íslandsdeildinni eru þó aðeins Félag íslenzkra leik- ara, Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur. Þingið í Kaupmannahöfn stóð í þrjá daga og var það haldið í KristjánsborgarhölL Var fyrsta málið á þinginu, leikhúslöggjöf- in í Danmörku, en hún er ný- endurskoðuð og vargerðgrein Tíunda sýningin 1 dag verður opnuð 10. sýn- ingin í Áivrímssafni. í vinnu- stofu Ásgríms Jónssonar eru sýndar olíumyndir, en í heimili hans vatnslitamyndir. Flestar af myndum þessum hafa aldrei fyrr komið fyrir al- menningssjónir. Eru sumar af olíumyndunum með elztu myndum safnsins, m.a. tvær þeirra málaðar útum glugga i Vinaminni í Mjóstræti, en þar hafði Ásgrímur Jónsson vinnu- stofu árin 1909—15. Eru þær af höfninni í Reykjavík og húsa- þyrpingu í Aðalstræti. Olíumyndimar á þessari sýn- ingu eru aðallega frá árunum 1910—1930. Fundust þær í húsi Ásgrims eftir lát hans. og voru sendar til danska Ríkislista- safnsins, sem sá um hreinsun á þeim og viðgerð. Komu mynd- imar þaðan fyrir nokkrum vik- um. Vatnslitamyndimar í heimili Asgríms eru aðallega síðari tíma myndir. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðj i- daga og fimmtudaga frá kL 1.30—4. Aðgangur ókeypis. helztu breytingum sem orðið hafa á hennL Eitt aðalumræðuefnið á þing- inu var endurskipulagning leik- skóla. 1 Svíþjóð er nú í undir- búningi ný löggjöf um leikskóla er hefur í sér fólgna gerbreyt- ingu á allri starfsemi þeirra. Hingað til hafa leikskólamir jafnan verið reknir í sambandi við leikhúsin og starfsmenn þeirra kennt við skólana jafn- hliða því sem nemendumir nafa leikið smáhlutverk hjá leikhús- unum. Ætlun Svía er að ger- breyta þessu fyrirkomulagi og aðskilja leikskólana frá leikhús- unum. Ætla þeir að stofna einrii stóran leikskóla í Stokkhólmi er á að starfa á akademískum grundvelli, þ.e. kennarar við hann verða fastráðnir dósentar og prófessorar. Þetta á að vera þriggja ára skóli er starfar í 10 mánuði á ári og undirbúningsmenntunar eiga rnenn að afla sér í einka- skólum sem gert er ráð fyrir að starfi áfram. Kostir þessa fyrir- komulags eru taldir þeir að nemendur geti algerlega helgað sig náminu en séu ekki notaðir sem vinnukraftur í leikhúsunum en ýmsir benda aftur á móti á að óheppilegt sé að bægja þeim algerlega frá sjálfu leikhúslifinu. Frumvarp um þetta efni verður lagt fyrir sænska þingið í vetur og munu hinar Norðurlanda- þjóðimar hafa í hyggju að fara að fylgja sænska fordæminu, sagði Þjóðleikhússtjóri. Framhald á 2. síðu. Þjoðviljann vantar unglinga eða roskið fólk til útbarðar í eftirtalin hverfi: VESTURBÆ: Seltjamarnes IL Skjól Grímsstaðaholt Ilringbraut Tjamargötn f IILÍÐAR: Mávahlíð Miklubraut Drápuhlið f LAUGARNES OG KLEPPSHOLT: Laugarás Kleppsveg Voga. f SMÁÍBtJÐAHVERFI: Gerðin Heiðargerði. Sunnudagur 6. október 1963 — 28. árgangur 215. tölublað. Fyrsta síldin í haust Ólafsvík 5/10 — Hér kom inn í dag Hrafn Sveinbjarnarson með 80 tunnur af fallegri og stórri síld. Síldin veiddist 40 sjómílur vestur af Svörtuloftum á Jökuldjúpinu og er betta fyrsta síldin, sem veiðist á þessu hausti af svokallaðri Suður- landssíld. Engir aðrir bátar voru á þessu svæði. Sérstaka athygli vekur hvað síldin er stór og fal- leg. Hún fór til frystingar f Hraðfrystihúsi Ölafsvíkur. Elías. Hlaup á afréttum fyrir lítið Garði í Mývatnssveit 4/10 — Við eram búnir að fara fyrstu göngur á austurafrétt Mývetn- inga; sagði Starri bóndi í Garði og höldum upp í fyrramálið á nýjan leik í eftirleit. Við höfðum slæmar heimtur og lentum í hálfgerðum hrakn- ingum í vondri hestfærð vegna snjóa. Dilkamir eru ósköp rýrir og hefur verið vont til jarðar- innar í haust. Sláturtíð er ný- hafin og þær fréttir berast nú frá sláturhúsinu á Húsavík^ að dilkar hvaðanæva úr Suður- Þingeyjarsýslu séu hörmulega rýrir og verður afrakstur bænda með lélegra móti á þessu haustL Þá er uppskera á garðávöxt- um með lélegra móti og féll kartöflugras í frostakafla í sumar. Fyrri sláttur tókst sæmilega í sumar, þó að seinni sláttur færi út um þúfur vegna lélegrar grassprettu. Bændur hér eru þó sæmilega birgir af heyjum fyrir veturinn. Hér er annríki mikið og að mörgu að hyggja, þó að kaupið sé lágt. Þessi hlaup á afréttum er fyrir lítið. Starri. 14 þ'usund tunnur affallalaust Raufarhöfn 5/10 — Hér eru búnir að vera rússneskir yfir- tökumenn og hafa samþykkt 14 þúsund tunnur affallalaust af plönunum hér á staðnum, sagði Jón Þ. Ámason, framkvæmda- stjóri Hafsilfurs á Raufarhöfn í viðtali við Þjóðv.Vjann. Við höfum aldrei upplifað jafn þægilega afhcndingu og yf- irtöku til rússneskra yfirtöku- manna og á þessu haustL Er þetta líklega jaínbezta síid, sem söltuð hefur verið á Raufarhöfn til þessa. 1 næstu viku verða hér þrjú til fjögnr skip og taka 25 þúsund tunnur til Svíþjóðar og Sovétríkjanna. Vanhöld á kaupgreiðslum Grafamesi 4/10 — Hraðfrysti- hús Grundarfjarðar hefur stað- ið í byggingarframkvæmdum í sumar og er að láta byggja heila hæð ofan á frystihúsið. Er ætl- unin að hafa þama pökkunar- sali í framtíðinni. Þessi viðbót- arbygging er byggð úr svokall- aðri strengjasteypu og hafa heilu bitamir og loftin verið flutt á bilum sunnan úr Reykja- vík. Nýlega hafa orðið fram- kvæmdastjóraskipti við frysti- húsið og lætur nú Karl Stefáns- son af störfum og við tekur PálL Þetta hefur reynzt mikil fjár- festing fyrir fyrirtækið og eru vanhöld á kaupgreiðslum til verkamanna, sem vinna við þessa byggingu. Einnig gengur sjómönnum erfiðlega að fá greiddan hlut sinn eftir síldar- vertíðina, en frystihúsið gerir út tvo báta, sem heita Gnýfari og Blíðfari. Þó standa vonir til þess að úr rætist á næstunni. Sigurvin. Aflinn glæðist Neskaupstaður 5/10 — Þrjátíu trillur hafa gert út hér í sumar og hefur fiskirí verið með ein- dæmum Iélegt. Minni trillurnar hafa þótzt góðar að fá eitt skip- pund í róðri. Nú hefur afli hins- vegar glæðzt hjá stærri trillun- um og hafa þær fengið allt að 7 skippundum í róðri síðustu dag- ana. R.S. Leiðin styttist um 50 km. Laxárdal 4/10 — I sumar hef- ur verið unnið að vegarlagn- ingu 1 Laxárdal frá Gröf og fram að Hólkotsá og jafnframt smíðuð ný brú yfir ána. Er nú hægt að aka yfir Laxárdals- heiði niður í Hrútafjörð. Þessi litla samgöngubót er talin stytta leiðina til Vestfjarða um 50 km. og er nú hægt að aka Dalina vestur í staðinn fyrir að leggja á Holtavörðuheiði áður. Er þetta þörf vegarbót. Ragnar Metbræðsla Neskaupstað 5/10 — Síldar- bræðslan hér á staðnum hefur nú Iokið bræðslu. Hún bræddi samtals 270 þúsund mál af sild og síldarúrgangi í sumar. Okk- ur þykir þetta hressilega að ver- ið og gaukum við hér að þjóðar- búinu mikliun verðmætum. Framleiðslan reyndist 7760 tonn af sildarmjöli og 6200 tonn af Iýsi. Vinnslan gek’t. yfirleitt vel í sumar. Búið er að selja allt síldarmjölið, en er hér allt á staðnum ennþá. Þannig er mjölskemman yfirfull og mjöiið þar að auki geymt i þremur húsum hér í kaupstaðnum. R. S. ELDUR í FEITI Feiti á eldavél hefur nokk- uð oft valdið brunatjóni og slysi, en það er auðvelt að slökkva eld í feiti, ef rétt er að farið. Það er góð regla, þegar verið er að steikja á piinnu, eða kleinur í potti, að hafa alltaf við höndina hlemm af réttri stærð, því ef kviknar f fextinni, er gott ráð að leggja hlemminn yfir ílátið. Einnig niá auðveldlega slökkva eld í feiti í litlu í- láti með því að Ieggja hand- klæði eða þurrku yfir það, en þá þarf að gæta þess að halda rétt á stykkinu, þann- ig að það hlífi höndunum eins og mynd 3 sýnir. Munlð að það má aldrel skvetta vatni á logandi feiti, -iii_____ því þá verður sprenging, og eldurinn æsist. Það má heldur aldrei taka ílát með logandi feiti f með berum höndum og ætla að henda því í eldhúsvaskinn eða út um glugga, það get- ur valdið enn meira tjóni en orðið er. Bezta ráðið er að breiða yfir ílátið, slökkva á helluimi og færa síðan ílátið til á eldavélinni. Verið ró- leg og hugsið vel um hvað bezt er að gera, áður en þér framkvæmið. rœm' jkf" /mr œmr* \ «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.