Þjóðviljinn - 09.10.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 09.10.1963, Side 1
Miðvikudagur 9. október 1963 — 28. árgangur — 217. tölublað. Muníð crhnœlissöfnun Sósíalisfaflokks- ins til styrktar Þjóðvilganum. Skrifstof- urnar Þórsgötu 1 og Tjarnargötu 20 eru opnor kl. 10—12 órd. og 1- 6 síðd. Jóhannes Lárusson væntanlegur næstu daga ★ Þjóðviljinn spurði Þórð Bjömsson sakadómara í gær hvað liði rannsókninni vegna kæru Ágústs Sig- urðssonar gegn Jóhannesi Lárussyni lögfræðingi og Búnaðarbankanum. Þórð- ur kvað rannsóknina hafa tafizt vegna þess að Jó- hannes væri ekki enn kominn heim frá útlönd- um, hefði hann ýtt á eftir því að fá hann til landsins og mundi hann nú loksins væntanlegur eftir nokkra daga. Kvaðst Þórður þeg- ar hafa rannsakað þá þætti málsins sem unnt hefði verið að fjalla um í fjarveru Jóhannesar og yfirheyrt ýmsa menn í þvi sambandi. Hins vegar kvaðst hann vilja taka það skýrt fram að sér hefði eingöngu verið falið að rannsaka kæru Ágústs Sig- urðssonar. Lárus keypti víxilinn aftur! ★ Eins og kunnugt er skrifaði Ágúst víxil að upphæð 150.000 kr. en kvaðst aðeins hafa fengið 76.000 kr. greiddar af Jó- hannesi Lárussyni. Víxill- inn var síðan seldur Bún- aðarbanka Islands af Lár- usi Jóhannessyni, núver- andi forseta hæstaréttar. Komst hann þar í vanskil og mun bankinn nú hafa látið Lárus Jóhannesson kaupa hann á nýjan leik, en bankamir hafa þá reglu að seljendur vfxla, sem komast í vanskil, verða að kaupa víxlana aftur. Verður fróðlegt að sjá hvar þessi sögufrægi v'íxill skýtur upp kollinum næst. ÚTIBÚIÐ LÁNAÐI BRASK- ARA 2,5 MILLJÓNIR KRÓNA ■ Halldór Þorbjörnsson sakadómari verst enn allra frétta um rannsókn sína á svikamáli Sigur- bjarnar Eiríkssonar veitingamanns. Hins vegar mun margt furðulegt hafa komið í Ijós við rann- sóknina m.a. það að veitingamaðurinn hafði feng- ið að láni hálfa þriðju milljón króna í útibúi Bún- aðarbankans á Egilsstöðum. Þessi lánveiting hefur vakið mikla athygli og furðu. Otibúið á Egilsstöðum var að sjáifsögðu stofnað til hagræðis fyrir bændur í nærsveitum, og venjuleg lán til bænda nema yfirleitt lágum upp- hæðum til hvers og eins, enda er sjóður útibúsins ekki mikilL Engu að síður hefur braskari úr Reykjavík getað vaðið inn í þessa þjónustustofnun við bændur og hremmt þar tvær og hálfa miljón gegn tryggingum sem engan veginn munu vera fullnægjandi. Slíkt hefur naumast getað gerzt nema fyrir tilstuðlan mjög áhrifamik- illa manna. Bankastjóri Egilsstaðaútibúsins er Halldór Ásgrímsson, alþing- ismaður Framsóknarflokksins. Sigurbjörn Eiríksson naut einnig óvenjulega góðrar fyrirgreiðslu í annarxi fjármálastofnun Fram- sóknarflokksins, Samvinnusparisjóðnum; þar hafði hann mjög háa yfirdráttarheimild og haföi hagnýtt hana til hins ýtrasta. Eyjabátur seldi vel í Aberaeen Vestmanaeyjum 8/10 — Hér er mikið umtalað í Eyjum vel heppnuð ísfisksala hjá Farsæli VE í Aberdeen á dögunum. Seldi Farsæll fullfermi þar í borg fyrir 2197 £. Þykir þetta vel af sér vikið af litlum bát, en Farsæll VE er aðeins 50 tonn að stærð og fullfermi af ísuðum fiski er 19 tonn. Hvert fiskkíló hefur þannig selzt fyrir kr. 14,00 kílóið. Skáldatími kemur í verzianir í dau I dag kemUr í bókaverzlanir hin nýja bók Halldórs Kiljans Laxness, Skáldatími, en margir hafa beðið komu hennar með mikilli eftirvæntingu. 1 bókinni, sem er á fjórða Framhald á 2. síðu Það tók Farsæl jþrjá daga að fiska í sig fullfermi og 11 daga að sigla til Aberdeen og er há- setahlutur ikr. 12 þúsund. SMp- stjóri á bátnum er Bemharð Ingimundai'son hér heima, en á útsiglingu var sMpstjóri Jóhann Frímann frá Hafnarfirði. Við áttum stutt viðtal við Gísla Sigurðsson, eiganda báts- ins, og var hann kampakátur yf- ir þessum góða sölutúr. Hann telur hinsvegar erfiðleika á næstunni með löndunarleyfi fyr- ir svona litla báta í Englandi og segir að íslenzíkir togaraút- gerðarmenn líti þetta óhýru auga og þeim finnist þeir missa spón úr aski sínum og þetta skerðing á umsömdum kvóta Hinsvegar telur Gísli, að ís- lenzku togararnir hafi ekki undanfarin ár notað kvótann til hlítar frá okt. til áramóta samkvæmt samningum þeirra við brezka togaraútgerðar- menn. Hvers vegna mega þá ekki litlu kopparnir selja líka? REIÐMENN I RAUÐRI BREKKU SI. Iaugrardag opnaði Jóhanu Brlem listmálari málverkasýn- ingu í Bogasal Þjóðminjasafnsins og sýnir hann þar 28 olíumál- verk. Aðsókn að sýningunni var góð um helgina. Sýningin verð- ur opin til 13. þ.m. kl. 14—22 daglega. Myndin hér að ofan er af einu málverkanna á sýningunni og nefnist það Reiðmenn í rauðri brekku. Lélegur fískaffí í Eyjum VESTMANNAEYJUM 9/10 — Fjörutíu bátar hafa stundað humar- og fiskitroll hér í sumar. Framan af sumrinu öfluðu þessir bátax sæmilega, en eftir þjóðhátíð hefur ver- ið lélegt fiskerí hjá Eyjabát- um. Eru þeir nú yfirleitt að hætta þesa dagana. FJÓRIR STÓRIR bátar stunda nú hinsvegar línu og sigla með aflann til Englands og Þýzlcalands og liafa gert dá- góðar sölur undanfarið. Þannig seldi Kristbjörg VE nýlega í Cuxhaven. Hringver VE er að fiska í sig og siglir á næstunni til Þýzkalands. Eyjabergið er búið að fiska 17 tonn af 25—30 tonna fnll fermi og siglir til Aherdeen eða Grimsby. Þó eru taldar vænlegri söluhorfur í Grims- by næstu daga. ÞAÐ TEKUR allt að tíu daga fyrir bátana að fiska í sig fullfermi og aðra tíu daga sigling til Englands og Þýzkalands. Hásetahlutur er um tíu þúsund krónur eftir hvem sölutúr. Nokkuð þyldr óvíst um útgerð á haustsíld um næstu mánaðamót og eru sjómenn hér kviðnir um framtíðina vegna markaðs- örðugleika á Suðurlandssíld og hverskonar óáranar í þjóðarbúskapnum. — B. M. Vísisritstjórar dæmdir — Sjá 12. síðu. Heimildarlaus ráðstöfun ekki f járdráttur Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær upp- lýstist að Einar Péturs- son starfsmaður Reykja- víkurborgar hafði ráð- stafað til íbúðalána all- miklu fé sem hann hafði ildar hlutaðeigandi borgarýfirvalda. Misfellurnar sem Ein- ari hefði orðið á í starfi sínu væru ekki fjár- dráttur í auðgunar- skyni, og hefðu verið undir höndum, án heim- gerð skil fyrir tæpum i Æw jmmm mmmm ^mmm 1 A$Vsamþykkir uppsögn samninga Inóv. \ \ Síðast liðinn sunnudag var haldin á ísafirði ráð- stefna Alþýðusambands Vestfjarða um k'jaramál og sóttu 29 fulltrúar frá verkalýðsfélögunum á Vest- fjörðum ráðstefnuna. Að loknum umræðum um málið samþykkti ráð- stefnan ályktun þar sem lögð er áherzla á að tryggja beri kaupmátt launa með lækkuðu vöruverði. Jafn- framt er i ályktuninni skorað á verkalýðsfélögin á Vestfjörðum að segja upp núgildandi kjarasamning- um sínum fyrir 1. nóvember n.k. en verkalýðsfélögin á Vestfjörðum hafa ekki lausa samninga. Ályktun ráðstefnunnar verður birt í heild hér í blaðinu einhvern næstu daga. , helming fjárins, en um 800 þúsund eru úfi- standandi í lánum hjá ýmsum aðilum. Á borgarráðsfundi í gær flutti borgarendurskoðandi, Guttormur Erlendsson skýrslu run misfellur þær sem orðið hafa við innlheimtu í sambandi við sölu á íbúðum í húsum við Gnoðarvog, Grensásveg og Skálagerði, svo og ráðstöfnn á þvi fé, sem ekki hefur verið sMIað til borgargjaldkera inn á reikning hlutaðeigandi íbúðar- eiganda. " Samtals var um að ræða 1.514.000 kr. sem borgarstarfs- maðurinn Einar Pétursson hafði ráðstafað af innheimtum greiðsl um, sem ýmist voru útborg- anir í fbúðum eða afborganir af íbúðalánum borgarinnar. Alls mun hafa verið um að ræða 136 greiðslur. Óreiða þessi er Framhald á 2. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.