Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur D. október 1963 ÞIÓÐVILJINN SlÐA 3 ISABELLA Kvensokkar — ÆTÍÐ SÖMU GÆÐIN Notaðir af vandlátum um allt land. og vel klæddum konum konum Margra ára góð reynsla er bezta 'tryggingin. ,ISABELLA“ er skrásett vörumerki. Verð frá kr. 60.00 Helander skýrir ritvélabraskið STOKKHÓLMI 8/10 — Dick Helander biskup var í dag yfirheyrður í fjórar stundir um hin einkennilegu ritvéla- kaup hans á þeim tíma sem dreifibréfamálið alræmda var á döfinni í árslok 1952 og ársbyrjun 1953. Helander, sem er 67 ára gam- all, virtist mjög þreyttur og var fölur yfirlitum í réttarhöldun- um en sýndi stillingu. Sl. föstu- dag fékk ihann taugaáfall í rétt- arsalnum. Þátturinn um ritvélakaup Helanders var á sínum tíma þyngstur á metunum í réttar- höldunum 1953. Biskupinn gat nú ekki frekar en áður gefið fullnægjandi skýringu á hinum tíðu ritvélakaupum sínum, rit- vélasölu og ritvélaviðgerðum. Tvisvar keypti Helander rit- vélar undir fölsku nafni. í ann- að skiptið kvaðst hann heita Arvidsson en Magnusson í hitt sinnið. í dag gaf Helander nýja skýringu á þessu atihæfi sínu. Hann kvaðst hafa kvittað fyrir rifcvélarnar með fölsku nafni vegna þess að hann óttaðist ó- næði sölumanna. Hann kvaðst eitt sinn hafa keypt ritvél, er hann bjó í Lundi. Hefði hann þá í mörg ár haft ónæði af út- sendara verzlunarinnar, sem stöðugt hefði verið að heim- sækja hann til þess að skipta um borða í ritvélinni, hreinsa hana og pússa. f réttarhöldunum í Uppsöl- um 1953 skýrði Helander rit- vélabrask sitt með hinum flókn- ustu sögum, sem síðan leiddu til mótsagna í málflutningi hans. epoca eru búnir til í Svíþjóð og vandaðir að vinnu og efni svo af ber. í hverjum penna er stórt og vandað blekhylki, en blekið er sérstök tegund, sem ekki dofnar með aldr- inum. Skriftin er jöfn, mjúk og létt. Kúlan er af nýrri gerð sem tryggir jafna blekgjöf. Pennarnir sem endast. BALLOGRAF-EPOCA SELDIR UM ALLT LAND. Ógurlegt tjón af völdum ,Flóru' Havana og Miami 8/10 Fidel Castro, íorsætisráðherra Kúbn, komst í lífshættu í dag, er hann heimsótti svæðin, sem verst hafa orðið úti í fellibylnum „Flóra“. Castro var að ferðast í bíl um svæðin, sem flóð léku verst vegna fellibyljarins. Bíllinn tók skyndilega að sökkva er honum var ekið um vatnasvæðið. Bændur köstuðu kaðli til Castro og þriggja félaga hans í bíln- um, og voru þeir dregnir á þurrt. 1 Havans hefur orðið að minnka kjöt- og grænmetis- skammt um helming vegna náttúruhamfaranna. Um 60 pró- sent af kjötframleiðslu landsins kemur frá svæðunum þar sem fellibylurinn gerði mestan usla. Fellibylurinn „Flóra“ hefur valdið gífurlegu tjóni á eyjum Karíbahafs. f Tobugo á Trini- dad er greint frá 8 sjúkdómstil- fellum, sem óttast er að séu taugaveiki. Rúm vika er síðan fellibylurinn gekk yfir Trinidad. Heilbrigðisyfirvöldin á Haitii tilkynntu í dag, að vitað væri með vissu að 2.500 manns hefðu Lundúna- samningur Framhald af 12. síðu. irritaður, og tekur nú sem fyrr segir, gildi. Samningur þessi verður í stórum dráttum þannig fram- kvæmdur, að skipuð er aðal- nefnd samningslandanna, og heldur hún fundi sína í London. Heildarsvæðinu er skipt í þrjú undirsvæði, og er ísland á Norðursvæði. Skipaðar verða svæðanefndir, og undirbúa þær mál til afgreiðslu aðalnefndar- innar. f aðalnefndina mega að- ildarríki tilnefna tvo merin. Að- alnefndin hefur nú kosið sér stjóm. Er forseti hennar Skot- inn Aglenn, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, er 1. varafor- seti, en franski fulltrúinn 2. varaforseti. Alþjóðlega hafrann- sóknastofriunin í Kaupmanna- höfn er visindalegur ráðunaut- ur aðalnefndar jafnt og svæða- nefnda. farizt er fellibylurinn geysaði þar. Talið er að fjöldi dauðra verði 3—4 þús. á Haiti. Um 100.000 manns hafa misst heim- ili sín þar. Veðurfræðingar segja að felli- bylurinn fari með 120 km. hraða á klukkustund, og veðurhæðin muni aukast eftir þvi sem felli- bylurinn nálgast Bahama-eyjar. Sœrðist í fyrirhuguðum átökum! Morgunblaðið sl. sunnudag Finnlandsstjórn HELSINKI 8/10 — Athi Karjla- inen, forsætisráðherra Finn- lands, lagði í dag fram fyrir samstarfsflokka sína tillögur um skipan nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn sú, sem nú situr við völd í Finnlandi undir for- sæti Karjalainens, sagði af sér í haust vegna hækkunar á land- búnaðarvörum. Stjóm sú er samt enn við völd að beiðni Kekkonens forseta, sem hefur falið Karjalainen að reyna að mynda nýja stjóm. Samkvæmt þessari nýju til- lögu Karjalainens verður eina breytingin á stjórninni sú, að ráðherrarnir þrír, sem verka- lýðssamtökin hafa átt í ríkis- stjóminni, hverfa úr henni, en í staðinn komi ráðherrar frá svokölluðu Sósíaldemókratasam- bandi, sem er klofnings-krata- klokkur. Að öðru leyti er stjóm- in eins og áður skipuð fimm ráðherrum frá Bændaflokknum, þrem íhaldsmönrium, tveim frá Finnska þjóðarfloikknum og fcveim frá Sænsfca þjóðar- flofcfcnum. ÍBUÐ Kona óskar eftir I eða 2 herbergjum og eldhúsi, 3 í heimili. Einíhver fyrirframgreiðsla. Sími 34440. AUGL ÝSING um skoðun reiðhjóla með hjálparvél í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun reiðhjóla með hjálparvél fer fram í bifreiða- eftirlitS ríkisins, Borgartúni 7, sem hér segir: Fimmtudaginn 10. okt. R-1 til R-200 Föstudaginn 11. okt. R-201 — R-400 Mánudaginn 14. okt. R-401 — R-500 Þriðjudaginn 15. okt. R-501 — R-600 Miðvikudaginn 16. okt. R-601 — R-700 Fimmtudaginn 17. okt. R-701 — R-800 Föstudaginn 18. okt. R-801 — R-900 Mánudaginn 21. okt. R-901 — R-1000 Skoðun reiðhjóla með hjálparvél, sem eru í notkun hér í borginni, en skrásett í öðrum um- dæmum, fer fram sömu daga. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygg- ing fyrir hvert reiðhjól sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að vátryggingariðgjald ökumanna ber að greiða við skoðun. Vanræki einhver að koma reiðhjóli til skoðun- ar á réttum degi, verður hann látinn sæta sekt- um samkvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. október 1963. SENDLAR Sendlar óskast hálfan dagínri í yefur. OLÍUFÉLAGIÐ h.f Sími 24380. TILBOÐ óskast í nokkrar fólfcs- og vörubifreiðar sem. verða til sýnis á áhaldasvæði Rafmagnsveitna rikisins við Súða- vog, fimmtudaginn 10. október kl. 1—3 e.h. — Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 11. október kl. 10 fJh. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS. Auglýsing frá Framleiðsluráði landbúnaðarins Að igefnu tilefni skal það tekið fram, að verð það á súpukjöti sem Framleiðsluráðið hefur nýlega auglýst er miðað við, að frampartur skrokksins upp og ofan, ásamt síðu, sé selt blandað. Er verðið þá kr. 44,40 hvert kg. Séu hinsvegar hryggir, læri og frampartar sagaðir sam- an, má verðið vera kr. 49,75, enda séu þá stykki úr lærum og hryggjum að minnsta kosti helmingur kjöts þess sem afgreitt er og selt á því verði. Reykjavík, 5. október 1963. FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBÚNAÐARINS. Ljósmóðir Ljósmóðurstaða í Grindavík er laus til umsóknar. Hjúkr- unarmenntun er æskileg. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 15. þ.m. SÝSLUMAÐURINN í GULLBRINGU- OG KJÓSAR- SÝSLU, IIAFNARFIRDI. i á *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.