Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. október 1963 HÖÐVILIINN SlÐA § ★ Enskir skóladrengir geta nú skrifað undir samninga við atvinnu-knattspymufélög þegar þeir hafa náð 13 ára aldri, en fá þó ekki að taka þátt í keppni fyrr en beir Ok haf a fyllí 15 ár. Þetta er samkvæmt samningi milli enska knattspymusambands- ins og knattspyrausambands enskra skóla. Tilgangurinn með þessu samkomulagi er að binda enda á þá tog- streitu sem verið hefur milli 1 skólafélaga og knattspyrnu-1 félaganna um skóladrengina. ★ Bretar sigmöu Ungverja j|| — 143:124 — í Iandskeppni i í sundi í Blackpool um síð- ustu helgi. Á síðustu þrem p mánuðum hefur brezka sund- fólkið einnig sigrað í lands-1 keppni við Svíþjóð, V-Þýzka-| land, Italíu, Frakkland cg ’ ||||||| Holland. Skolinn Bobby Mc-g Gregor keppti nú i fimmta ' sinn í lauginni í Blacpool síð- an um miðjan júlí. Á þessum Wilma Budolph tíma hefur hann þrisvar sett heimsmet í 110 jarda skrið- sundi og jafnað metið einu sinni. Honum tókst ekki að setja nýtt met í keppninni við Ungverja, en hinsvegar vann hann bezta afrek móts- ins með því að synda 110 jardana á 55,0 sek. ★ Svíar og Danir hiðu þrennskonar landsleiki í knattspymu um síðustu helgi. A-landsliðin kcpptu í Kaup- mannahöfn og varð jafntefli — 2:2. 1 hléi stóðu Ieikar 2:0 fyrir Svía. 1 Uppsölum vann B-Iandslið Svíþjóðar B-lands- lið Danmerkur með 6:2. Uoks varð jafntefli hjá unglinga- landsliðum landanna í Deger- fors, og tókst hvorugum að- ilanum að skora mark. ★ Það þykir alltaf fréttnæmt ef að bræður eða systkini taka þátt í íþróttamótum. Það er þó sérstaklega í frá- sögur færandi þegar feðgar keppa á sama móti, enda er slíkt mjög sjaldgæft. Þó kast- ar fyrst tólfunum þegar mæðgur era farnar að leiða saman hesta sína í keppni og það í frjálsíþróttakeppni. f sumar hafa franskar mæðgur vakið athygli fyrir marga knálega keppni í 800 metra hlaupi kvenna. Frú Becquet hefur oftast komið á undan ungfrú Becquet í mark, en talið cr að sú litla muni bráðlega draga mömmu sína uppi á sprettinum. ★ Wilma Rudolph, sem vann tvenn gullverðlaun á síðustu olympíuleikum. hefur nú lok- ið kcnnaranrófi með ágætri einkunn. Hefur hún þegar verið ráðin lcennslukona við negraskóla £ heimabæ sínum, ClarksviIIe. „Svarta gazellan" hefur víst ekki sagt sitt síð- asta orð í frjálsum íþróttum. Hún er sögð æfa af kappi, enda mun hún ætla sér að verja. olympíuheiður sinn í Tókíó að ári. utan úr heimi Frjálsar íþróttir Pólverjar unnu V- Þjóðverja 113:99 Pólverjar og Vesturþjóðverjar háðu landskeppni í frjálsum íþróttum í Varsjá um síðustu helgi. Pólverjar sigruðu með 113 stigum gegn 99. Gamla kempan Janus Sidlo vonn glæsilegasta afrek keppninnar — 81,72 m. í sp'jótkasti. OLYMPÍULEIKIRNIR KOSTA JAPANI 65 MILLJARÐA KR. Nýlega lauk Norðurlandsmótinu í knattspyrnu og varð KA Norðurlandsmeistari að þessu sinni. — Myndin er af meistara- liði KA. f mótinu tóku þátt Akureyrarfélögin KA og Þór og Héraðssamband Þingeyinga. Siglfirðingar gátu ekki tekið þátt í mótinu að þessu sinni, en þeir eiga nú gott knattspyrnu- lið. — ýLjósm. G.P.K.), Japanir virðas't ekki ætla að láta sitt eftir liggja með að vanda til olympíuleikanna á næsta ári. Sam- kvæmt fréttum frá Tókíó munu leik- irnir kosta Japani um 65 milljarða króna. Skipulagning OL 1 Tókíó er sérstaklega erfið vegna þess hve rnKYD MfiA umferðar-glundroði ríkir í --------borginni. Hefur því þurft að stór- breyta öllu samgöngukerfinu vegna hinnar Spennandi augnablik x úrslitaleik Norðurlandsmótsins milli KA og Þórs, sem KA vann mcð 1:0. Þórs-menn eru í hvítum skyrt- um, og sjást úr þeirra liði Kári Árnason (t.v.) og Steingrím- ur Bjiirnsson (lengst til hægri). Einar Helgason, markvörður KA, slær knöttinn frá en félagi hans, Jón Stefánsson, er til- búinn að skalla. Haukur Jakobsson snýr baki í þá. Ljósm. G.P.K.) miklu íþróttahátíðar. Það hefur orðið að endur- byggja allt samgöngukerfið í stórum hluta Tókíó til þess að umferðin um olympíutímann geti gengið nógu greiðlega. Vart mun nokkur milljónaborg í heimi búa við annað eins skipulagsleysi í umferðarmál- um og Tókíó. Flestar götur eru nafnlausar, en þær sem nafn hafa. eru aðeins með japönsk nöfn. Þetta eitt er óhæft þeg- ar um risastór alþjóðamót er að ræða. Það munu vera um 16.000 leigubílstjórar í Tókió, en aðeins 100 þeirra skilja önn- ur mál en japönsku. Allt þetta torveldar ferðafólki að komast áfram. Úr þessu reyna jap- önsku olympíuyfirvöldin að bæta með því að þjálfa fjöl- mennt starfslið og leiðbeinend- ur fyrir olympíugesti. Leikvangur tllbúinn Nýir vegir hafa verið lagðis eða eru í byggingu í Tókíó. M. a. hefur verið lagður nýr breiðvegur frá flugvelli borg- arinnar, sem styttir ökutím- ann inn í miðborgina um helm- ing. Ný hraðbraut verður tek- inn í notkun á leiðinni Osaka- Tókíó, og fer hún með 200 km hraða á klukkustund. Sjálfur olympíuleikvangur- inn, sem rúmar 80.000 áhorf- Ársþing KKÍ Ársþing Körfuknattleikssam- bands Islands verður haldið í KR-húsinu við Kaplaskjólsveg sunnudaginn 17. nóv. n.k. Þingið hefst klukkan 10 ár- degis, og er áformað að Ijúka því um kvöldið. Ársþing HSÉ Vegna þrengsla á síðunni verður greinin um Ársþing Handknattleikssambands Isl. að bíða til morgun. endur, er nú fullbyggður. Þetta er endurbættur leikvangur frá fjórða tug aldarinnar. Ætlunin var að hann yrði vettvangur olympíuleikanna, sem fram áttu að fara árið 1940. Alþjóða- olympíunefndin ákvað þá að banna Japönum framkvæmd leikanna vegna ofbeldisárásar Japana á Kínverja, og skömmu síðar skall heimstyrjöldin á og olympíuleikamir voru ekki haldnir fyrr en 1948 í London. Nú er röðin komin að Jap- önum aftur. Og það er sama sagan og alltaf gerist á hverju olympíuári: Þetta eiga að verða stórkostlegustu olympíu- leikar sögunnar. brautir þv>í mjög þungar. — Helztu afrek: 100 metra: 1) Hebauf (Þ) 104 2) Foik (P) 10,4 400 metra: 1) Badenski (P) 46,4 2) Kinder (Þ) 47,4 1500 metra: 1) Baran (P) 3.45,7, 2) Norpoth (Þ) 3,49,0 5000 metra: 1) Zimmy (P) 14,12,6 2) Kubicki (Þ)’ 14.13,8 10000 metra: 1) Kubucki (Þ) 30,01,8 110 metra grindahlanp: 1) Gerbig (Þ) 14,7 400 metra grindahlaup: Alfred Hebauf 100 m. á 10,3 sek. 1) Gierajevski (P) 4x100 metra: 1) Þýzkaland 2) Pólland Hástökk: 1) Czecnik (P)j Langstökk: 1) Schmidt (P) 2) Klein (Þ) Þrístökk: 1) Schmidt (P) 2) Malcharczyk (P) Kúluvarp: 1) Komar (P) 2) Sosgomik (P) Krínglukast: Pitakowski (P) 29 Begier (P) 4x400 metra: © Þýzkaland Spjótkast: 1) Sidlo (P) 2) Salomon (Þ) Sleggjukast: 1) Cieply (P) 2) Rut (P) 800 metca: 1) Kreugtr (Þ) 2) Baran (P) 51,5 40,2 sefc. 40,4 sefc. 2,06 7,74 7,72 16,08 15,78 18,53 18,08 56,31 54,98 3.08,8 81,72 76,61 Janus Sidlo vann bezta afrekið. Eftir fyrri daginn höfðu Pól- verjar hlotið 57 stig en Þjóð- verjar 49. Rigning var meðan keppnin fór frarn og voru 65,56 64,91 1.51.5 1.51.6 Það vekur athygli að heims- methafinn í þrístökki, Pólverj- inn Schmidt, vann einnig lang- stökkið með góðu afreki. Af- rekin í köstum eru mjög góð, svo og í öðrum greinum miðað við hinar slæmu keppnisað- stæður. GRINDA VÍK Þessar tvær japönsku stúlkur eru í starfsliðinu, sem þjálf- að hefur verið fyrir olympíu- ieikana á næsta ári Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld í Grindavikurhreppi fyTir árið 1963 ásamt fjárfhagsáætlun hreppsins liggur frammi , Kaupfélagshúsinu '(vefnaðarvörudeildinni) og í Verzluninni Kötlu frá 4. okt. til 18. okt. 1963. Kærur út af útsvörum skal senda til oddvita hreppsins, en út a£ aðstöðugjöldum til skattstjóra Reykjanesum- dæmis í síðasta lagi þ. 18. þ.m. Grindavík, 3. okt. 1963. ODDVIH GRINDAVÍKURHREPPS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.