Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 6
f SÍÐA w wb' m I I ÞJÓÐVILIINN Miðvikudagur 9. október 1963 AthyglisverSur árangur kvenlœknis i Uppsölum Kafhátur Irnúinn kiumorku HORMÓNALÆKNiNGAR VALDA TVÍBURAFÆÐiNGUM Kouan, sem fyrir ári fæddi fyrstu fjórburana, sem faeðzt hafa áratugum saman í Sviþjóð, var einmitt útskrifuð frá Gemzell próf- essor. Gemzell segir, að það sé tiltölulega iitill hluti barnlausra kvenna, sem þeir geti hjálpað, — aðeins 5%, og einungis konur, sem eru ófrjóar vegna hormónatrufl- ana. Hinum sé ekki hægt að hjálpa með þessari aðgerð. Gemzell, sem er frægur í heimalandi sínu sem „tvi- buraprófessorinn“ hefur fundið upp aðferð til þess að láta eggið þroskast og egg- losið fylgja í kjölfarið. Margar þessara kvenna hafa þurft að ganga oft undir sömu aðgerðina, en í sumum tilfellum hafa þær borið á- rangur þegar í stað, meira að segja þegar sjúklingar voru konur, sem aldrei höfðu haft tíðir. Meðalið, sem notað er. er aðallega sett samn úr gona- dotrópínum, þ. e. svokölluð- um yfirkynhormónum, sem myndast í framhluta heila- dinguisins og stjóma hor- mónamyndun kynkirtlanna. Einn þessara yfirkynhor- móna er lúteimseringarhor- mónn, eða IjH, sem kallar fram egglos, eftir að eggið er þroskað. Yfirkynhormónar voru fyrst unnir úr heiladingliun dýra, en svo kom í ljós, að þeir örvuðn myndun mót- efna, sem unnu gegn tilætl- uðum áhrifum hormónanna. Nú eru þeir unnir úr heila- dingli látinna manna. Sjúklingurinn fær yfir- kynhormóna í tiíu daga og á þeim tima þroskast eggið, en til þess að fá fram egglos þarf konan síðan að fá skanrmt af EH, sem unninn er úr þvagi þungaðra kvenna gert sér ferð til Svíþjóðar til þess að ráðfæra sig við prófessor Gemzell, einkum frá Austurlöndum, þar sem bamleysi er oft enn þung- bærara en hér á Vesturlönd- um, vegna rakjandi erfða- venja og þjóðfélagshátta. Nokkur sænsk hjón hafa flutt um stundareakir til Uppsala í sömu erindagjörð- um. Gemzell prófesor segir, að þessi aðferð gefi ekki endan- legan bata, heldur sé einung- is unnt að skapa líkt ástand ■ Carl-Axel Gemzell, prófessor í Uppsöl- um, hefur fundið tvíburauppskriftina. Hann hefur með hormónaaðgerðum ráðið bót á ófrjó- semi margra barnlausra kvenna, og meira en helmingur þeirra fæðir tvíbura. eða kvenna, sem komnar eru úr bameign. Þegar konan hefur tekið inn UH hormón í 3 daga, losnar eggið. Hægt er að segja nákvæmlega til um hvenær eggið losnar með mælingum og rannsóknum. Samfarir eiga að fara fram á næstu 12 tímum eftir egg- losið. Mörg útlend hjón hafa endurtekin. Þess vegna sé ekki um endanlega bót á ó- frjósemi að ræða. Á hinn bóginn er aðgerðin ekki skaðleg og börnin, sem fæð- ast eru að engu leyti frá- brugðin öðrum bömum. Og svo eiu það tvíburarn- ir. Gemzell brýnir alltaf fyr- ir sjúklingum sínum, að ef og við tíðir, en ef aðgerðin hefur engin áhrif er hún þær verði þungaðar, megi þær búast við að fæða fleiri en eitt barn. Tvíburafæðing undir slikum kringumstæð- um er svo algeng að líta verður á hana sem reglu frekar en undantekningu. Og sjúklingamir virðast hæstá- nægðir með þessa skipun mála. Við venjulegar aðstæður þroskast vanalega aðeins eitt egg, og hin ná ekki þroska. En mannslíkaminn er afar fíngerð vél, og erfitt að likja eftir starfsemi hans. Þegar honum em gefnir inn slikir hormónar, veltur mik- ið á magninu, sem þær fá. Ef þær fá of lítinn skammt til þess að áhrifin séu tryggð vaxa líkurnar á því, að fleira en eitt egg þroskist og losni, en egglos er skilyrði fyrir þungun. Fræðilega séð eru engin takmörk fyrir því, hve mörg egg geta þroskazt og losnað í einu, en aðrar að- stæður vega upp á móti og valda því, að sjaldan losna fleiri en þrjú egg í einu. Með stöðugum rannsóknum er reynt að finna rétta skamt- inn. En Gemzell prófessor segist enn um hríð verða að búa sjúklinga sína undir a.m.k. tvíburafæðingu. ÓGNARÖLDIN í ALABAMA’ 12 MORÐARASIR OG AÐEINS EIN UPPLYST Það var við ffuðsjónustu í Alabama. Texti dagsins hljóðaði svo: „Ástin, sem fyrirgefur“. Og ástin sem, fyrirgefur, er sú ást, sem Jesús talaði um í fjallræðunni, þegar hann sagði: Elsk- íð óvini yðar! En það er erfitt að elska óvini sína. Sérs'tak- lega er það erfitt í Alabama, þar sem negrarn- ir hafa um aldir rétt fram hinn vangann til þess að taka við nýjum kinnhesti. Það kom einmitt í Ijós þennan dag í Alabama, hve erfitt er að fyrirgefa. Sunnu- dagaskólanum var lokið og börnin voru að ljúka við að skipta um föt. Nokkur þeirra áttu að syngja með kórnum i kirkjuhvelfingunni fyrir ofan skrúðhúsið, þar sem kennslan hafði farið fram. önnur áttu að þjóna kirkjugestum og visa fólki til sætis. Skyndilega kvað við gífur- leg sprenging. Það var eins og kirkjan öll myndi hrynja til grunna. Múrsteinar og loft- bitar þyrluðust yfir kennara og nemendur, ljós slokknuðu og allt huldist í miklum ryk- mekki. Kveinandi bamaskar- inn ruddist til dyra skelfingu lostinn, og skerandi sársauka- kvein bárust frá hinum særðu. Pjórar litlar stúlkur, ellefu til fjórtán ára gamlar, æptu hvorki né grétu. Þær láu kramdar undir múrsteina- hrúgunni. Ein af 42 Sprengjuárásir eru ekki neitt nýtt fyrirbrigði í Ala- bama. Pjörutíu og tvisvar sinnum hefur sprengjum verið varpað að svertingjum þar um slóðir síðan 1947 og 21 sinni í Birmingham. Af þessum 42 morðárásum er aðeins ein þeirra til lykta leidd af lög- regluyfirvöldunum. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem árás er gerð á kirkj- ur. 1 seinni tíð hafa ofstækis- mennimir einbeitt sér sér- staklega að kirkjum og heim- ilum presta. Venjulega eru kirkjumar eini staðurinn, þar sem negrarnir geta hitzt ó- truflaðir, og þess vegna hafa þær verið mikið notaðar sem samkomustaðir. þar sem mót- mælaaðgerðir eru skipulagðar, dreifimiðum er útbýtt og fjár- framlögum safnað. Og því telja ofstækismennimir sig hafa fullgilda ástæðu til að varpa að þeim sprengjum. En það sem var nýtt við árásina 15. september síðast liðinn var, að þá voru í fyrsta sinn valin böm sem skotmark fjT- ir dínamítsprengjur. Trúaðir negrar í Birming- ham leggja nú mikla áherzlu á eitt af því sem gerðist þenn- an dag: Þegar sprengjan sprakk brotnuðu allar rúður í kirkjunni á samri stundu, meðal annars stór kristmynd sem gerð var úr lituðu gleri. Myndin er óskemmd að öðru leyti ttt því, að ásýnd Krists hefur algjörlega þurrkazt út Þeir segja, að frelsarinn hafi ekki megnað að horfa á þau ósköp, sem framin vom í hans nafni. Olía á eldinn Þessi svívirðilega sprengju- árás hafði lík áhrif og þegar oliu er skvett á opinn eld. Þegar fréttin barst um svert- ingjahverfin í Alabama, varð hið hörundsdökka fólk gripið æðisgenginni reiði. Það æddi út á götur og stræti og tók á móti lögreglunni með grjót- kasti. Margir telja það krafta- verk, að þennan dag skyldu aðeins tveir láta lífið til við- bótar. Þessi tvö fórnarlömb vom negradrengir, — annar var skotinn af lögreglunni, þegar hann hlýddi ekki fyrir- mælum um að hætta að kasta grjóti, en hinn, þrettán ára unglingur, var hreinlega myrt- ur af hvítum mönnum, og við yfirheyrslu lýstu þeir því yfir, að þeir hefðu ekki haft hug- mynd um, á hvað þeir skutu. Þessi atburður vakti gifur- lega athyglí um heim allan og Framhald á 9. síðu. Bandarískur kjarnorkukafbátur á siglingu ofansjávar. Báturinn er af sömu gerð og „Thresher“ sem fórst fyrir nokkrum mánuð- um með allri áhöfn. Fyrsti kjarnorkuknúni kafbátur Bandaríkj- anna var sjósettur 21. janúar 1955. Goulart hættir við umsátursástand Margir drepnir í óeirðum vegna verkfalls í Sao Paulo RIO DE JANEIRO 7/10 — Franska fréttastofan AFP skýrir frá því að margir menn hafi fallið og aðrir særzt hættulega þegar lög- regla hóf skothríð á verka- menn sem lagt hafa niðnr vinnu við hið mikla Usiminas- stáliðjuver í Sao Paulo í dag. Nánari fréttir hafa ekki bor- izt af þessum atburði, en for- seti Brasilíu, Joao Goulart, hætti í dag við að lýsa yfir umsátursástandi í landinu, sem hann hafði boðað fyrir helgina. Hann segist hafa hætt við það eftir að hemaðarráðu- nautar hans höfðu fullvissað hann um að ekki væri þörf á slíkri ráðstöfun. Goulart hafði viljað fá aukin völd í hendur, samkvæmt lögum um umsát- ursástand, í 30 daga vegna hinnar miklu ólgu sem er á vinnumarkaðnum í landinu. Verkamenn í flestum helztu starfsgreinum hafa ýmist lagt niður vinnu eða boðað verk- föll til að fylgja eftir kröf- um sínum um miklar kaup- hækkanir, allt að 40 prósent. Óðaverðbólga hefur verið i Brasilíu siðustu misseri og launamenn ekki fengið hana bætta að neinu ráði. Talið er að Goulart hefði einnig ætlað sér að nota aukin völd til að láta til skarar skríða gegn svamasta and- stæðingi sínum, Carlos Lac- erda fylkisstjóra i Guanabara- fylki, sem ásakaður hefur verið fyrir að efna til innan- landsóeirða. Sedoff ber til baka blaðafregnir Mannað geimfar verður ekki sent til tung/sins i bráð BRUSSEL 7/10 — Hinn kunni sovézki geimvísinda- maður, Leoníd Sedoff, bar til baka í Brussel í dag blaða- fregnir þess efnis að Sovét- ríkin hefðu í hyggju að senda mannað geimfar til tunglsins á næstunni. Fréttamenn höfðu haft þetta eftir Teresjkovu geimfara sem ræddi við þá í Havana á Kúbu. Hins vegar, sagði Sedoff, að á næstu fimm áram væri von til þess að aflað myndi slíkrar vitneskju að hægt yrði að senda slíkt geimfar á loft. Meginvandinn sem væri úr að ráða væri að finna ráð til að vemda líf og heilsu þeirra manna sem veldust til slíkrar ferðar, en þar skorti mikið á enn. Sedoff er gestur sovétvina- félagsins belgíska, en kom til Brassels frá París, þar sem hann sat 14. þing geimvís- indamanna. Hann vildi ekki segja neitt frá þeim geim- skotum sem væra í undirbún- ingi í Sovétrikjunum, en sagði að áður en öldin væri liðin, myndu þau geta sent mörg hundruð lesta gervitungl á loft. Aðspurður sagði hann að vafalaust myndi samstarf Bandarikjanna og Sovétríkj- nnna um geimrannsóknir gefa góða raun, en slíkt samstarf væri háð margvíslegum vand- kvæðum, ekki sizt pólitísks eðlis. Hann bætti við að rík- in hefðu í hyggju að taka upp samstarf um veðurathugana- tungl. ■ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.