Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.10.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. október 1963 ...... HðÐVILIINN SÍÐA 1 Á síðari árum hafa læknavísindin veitt da»8- anum mikla athygli, rannsakað hegðun hans í hverju smáatriði mjög ítarlega. Þessar rannsóknir hafa stefnt að því að fundnar verði aðferðir til að skerða ríki dauðans, grípa fram fyrir hendur hans í dauðastríði og neyða hann til undanhalds eða jafnvel vekja menn upp frá dauð- um í bókstaflegum skilningi. Fæðzt hefur ný vísindagrein — reani- matologia — eða ,,endurlífgunarfræði“, sem stunduð er víða um heim. f Sovétríkjunum fara rannsóknir á þessu sviði einkum fram í Endurlífgunarstofu Vísindaakademíunnar, sem hefur starfað í 27 ár og náð heimsfrægum árangri. BERGMANN UPPVAKNINGAR í MOSKVU Vísindalegur dauði Á skurðborðinu iiggur sof- andi himdur. Mjög þokkaleg- ur ihundur, ekki ósvipaður Læku þeirri sem fór út í geiminn. Yfir hundinum stend- ur prófessor Negovskí og aðr- ir jþjónar vásindanna. Tilraun no. 3527. Þennan hund á að drepa og vekja síðan aftur til lífsins. Opnar eru slagæðar á báð- um afturfótum hundsins. Það- an streymir blóð hans í glös. Línuiit á sivalningum sýna hjartslátt og andardrátt og önnur lifsmerki. Smám saman jafnast iínurnar, hjartað slær veikar, öndunarfærin lamast, hundurinn geispar ákaflega í andarslitrunum. Eftir fjórtán minútur hafa glösin tekið við meir en lítra af blóðl hunds- ins og hann er dauður hinum svokallaða klíníska dauða. Upprisa Hinn klíníski dauði er á- stand lífverunnar frá því að hjartað hættir að slá þar til heilabörkurinn deyr af nær- ingarskorti. Þetta varir ekki lengi — aðeins fimm eða sex mínútur, þó er þessi timi nokkuð breytilegur eftir aldri lífverunnar svo og hitastigi. En einmitt á þessum stutta tíma verða utanaðkomandi á- hrif að koma til sögunnar ef takast á að bjarga hinum dauða. Að honum liðnum er hægt að bjarga einstökum Iíf- færum, en heilabörikurinn og þar með meðvitundin verða ekki vakin framar. Og hverjar verða þá þessar utanaðkomandi aðgerðir? Víkjum aftur að hundinum. Þegar hann hafði verið klín- ískt dauður í fjórar mínútur skipaði prófessor Negovskí svo fyrir að nú skyldi hafizt handa. Hann fékk væna innspýt- ingu af blóði í slagæð, hjart- anu til næringar. Um leið var stungið upp í hann slöngu og lofti dælt ofan í lungun. Smám saman tóku hjartað og öndtmarfærin aftur til starfa. 1 slíkum tilfellum sýnir hjart- að oft af sér ýmsa duttlunga, titrar og skelfur í óvissu um framtíðina, og er þessu kippt í Iag með aðstoð srvokallaðs devibrators: fjögur þúsund volta rafstraumi var hleypt á hjartað — en aðeins í einn hundraðasta hluta úr sek- úndu. Eftir nokkrar mínútur voru línuritin farin að hoppa all- glæsilega. Það var vist að hundurinn myndi lifa. Myndin sýnir bráðabirgðamorð á hundi, framkvæmt í þágu vísindanna. Blóð hundsins streymir upp í giösin lengst til hægri — eftir nokkrar mínútur er hann dauður klínískum dauða. En á morgun mun hann aftur gclta eins og ekkert hafi x skorizt. — Tit vinstri prófessor Negovskí. möguleikum hans í alllangan tíma eða þar til læknisaðstoð barst. Þess vegna verður hú<n nú tekin til kennslu á nám- skeiðum í hjálp í viðlögum. ☆ ☆ ☆ Að Iokinni þessari fræðslu er hundurinn kvaddur — en okkur er sagt að hann vakni ekki til meðvitundar fyrr en eftir sólarhring. Manneskjum- ar eru hins vegar miklu fljót- ari að jafna sig eftir hinn klíníska dauða en dýrin sem notuð eru til tilrauna — þess era dæmi að dauðir menn eigi samræður við björgunarmenn sína aðeins 20—30 mínútum eftir að aðstoð barst. Á.B. Þusundir mannslífa Tilraunir sem þessar eru ekki gerðar í bríaríi. Með ná- kvæmlega sömu aðferðum er hægt að lífga mann sem lát- izt hefur af hjartaslagi, af blóðmissi, drakknað — eða af öðrum þeim orsökum sem ekki hafa skaddað verulega þýð- ingarmestu líffæri mannsins. Og hefur mönnum þegar ver- ið bjargað svo þúsundum skiptir 1 Sovétríkjunum ein- xun. Þó er ótalin ein sú aðgerð sem oft þarf að giúpa til, en kom ekki við sögu í ofan- greindri tilraun, en það er að nudda hjartað. Það er gert með því að ýta á neðri hluta brjóstholsins, og er hjartanu þannig þrengt upp að hryggn- um og síðan slakað á. Ef þetta dugar ekki verður að opna brjóstholtið og taka hjartað sér í hönd í bókstaf- legum skilningi ☆ ☆ ☆ Blóðgjöf, gerfiöndun, raf- lost, hjartanudd — þetta eru helztu atriði endurlifgunar- innar. Og margt er í þessari aðferð auðvelt viðureignar, enda eru þess dæmi að menn, lítt fróðir um lækningar, hafi með einföldu hjartanuddi og með því að dæla lofti í lungu liins dauða haldið við lífs- myndlist EVRÓPSK AÐALSMÆR 06 FÍGÚRA TÍV LIST Hér er mynd af Guðmundi Karli Ásbjörnssyni, Iistmálara, og unnustu hans Elísabetu Hangartner Zandomini. Myndin er tekin á heimili foreldra lians síðastliðinn sunnudag. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Nýlega heimsóttum við Guðmund Karl Ásbjömsson, listmálara hér í bæ, en hann hefur stundað nám við ítalska ríkisskólann í Flórenz undan- fama þrjá vetur. 1 næstu viku leggur hann af stað héðan til Flórenz með þýzka unnustu og sportbíl, og verð- ur þetta fjórði og síðasti vet- ur hans við þennan gamal- fræga listaskóla. Guðmundur Karl hefur dvalizt hér í sumar og unnið að nokkrum portrait-mynd- um eftir þriggja ára sam- fellda dvöl í ítalíu og Þýzka- landi. Unnusta hans heitir Elísabet Hangartner Zando- mini og er af gömlum evr- ópskum aðalsættum. Hún er fædd í Freiburg í Schwarz- wald og hefur stundað nám við háskólann í Flórenz og lagt stund á listasögu, heim- speki og tungumál. Hún á í fórum sínum nokkrar heim- spekiritgerðir, talar fimm tungumál og er vart komin af tvítugs aidri. Elisabet er náskyld franska greifanum Kopf, en það er einn af auð- ugustu milljónamæringum Frakklands í dag. Þessi greifafrænka er þó bláfátæk og þolir súrt og sætt með íá- tækum. íslenzkum listmálara í þeirra lífsstríði. Franslú greifinn fékk þó samvizkubit nýlega gagnvart þessari frænku sinni og gaukaði að henni sporbíl. En þau eiga stundum ekki fyrir benzíni á bílinn. Guðmundur Karl segist vera fígúratívur málari og dregur skýrar línur milii abstraktlistar og fígúrativ- isma. Hann hefur drukkið í sig ítalska erfð gamalla meistara og abstraktlist hefur fallið í skuggann fyrir þeirri reynslu. Aðalkennari hans í Flórenz er Primo Conti, en hann er einn af frægustu portrait- málurum ítala í dag. — Góð abstraktmálverk eru þó til í heiminum segir hann, en telur islenzka ávexti i þeirri listgrein heldur lítil- fjörlega og lítið til að státa af hér á landi. íslenzka hst- gagnrýni telur hann ofur- selda gagnrýnislausu viðnorfi til abstraktlistar. Guðmundur Karl sýndi okkur málverk af uppstilling- um i gömlum stíl og ávexti í skál og fleira í þeim dúr. Hér er málverk af uppstillingu frá skólaárum Guðmundar ^ Karls í Flórenz og er unnin veturinn 1961 (Ljm. Þjóðv. A.K.) Þá hefur hann unnið að por- trait-myndum hér í sumar og sýndi okkur eina ófullgerða mynd af manni í yogastsll- ingum og var maðurinn i fötum frá ÍJltíma. Fyrir- myndin er víst dulspeking- ur. Við héldum fyrst, að þetta væri Sigvaldi á Al- þýðublaðinu. En þetta er víst Zóphónías Pétursson hjá Tryggingastofnun ríkisins. Margir útlendingar gtunda listnám í rikisskólanum í Flórenz og eru nemendur að- allega frá Austurlöndum. Sérstaklega eru áberandi ung- ir listnemar frá Arabiu, Pers- íu, Grikklandi og jafnvel Japan. Guðmundur Karl seg- ir að arabískir stúdentar fái ríkulegustu styrkina frá hinu opinbera. Þeir fá allt að þrjátíu þúsund krónur á mánuði í styrki og berast mikið á í borginni. íslenzka ríkið er heldur lúsarlegt í þeirra augum með fjögur þúsund krónur á mánuði. Þau halda sem sagt suður á bóginn með heldur létta pyngju. — g.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.