Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. október 1963 — 28. árgangur — 218. 'tölublað. Enn um húsnæðismálin Þjóðviljinn ræðir húsnæðismál- in við leigumiðlara Sjá 12. síðu Búa flug- vélarnar kjarnorku- sprengjum PARÍS 9/10 — Fréttarit- ari Associated Press skýrir svo frá, og kveðst hafa eftir áreiðanlegum heim- ildum, að Frakkar séu teknir að búa sprengju- flugvélar af Mirage-gerð kjamorkusprengjum. Franski flugherinn hefur eftir sem áður yfirstjóm þessara véla. Ekki hefur enn fengizt opinber stað- festing á þessari frétt. Ályktanir fulltrúafundar ASV: Óhjákvæmilegt að verklýðsfélög krefjist verulegra kauphækkana Heyköggla- verksmiðja í Gunnarsholti Komið hefur verið á fót hey- kögglaverksmiðju í Gunnarsholti og var fréttamönnum boðið að skoða hana í fyrradag. Myndin hér að neðan sýnir þegar heyinu er mokað á færibönd, sem flytja það inn í Þurrkarann. Sjá frétt á 12. síðu. H Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær boðaði^ stjórn Alþýðusambands Vestfjarða til full- trúafundar sambandsfélaganna sl. sunnudag á Isafirði til þess að ræða kaupgjalds- og ^kjaramál og taka ákvarðanir í þeim efnum. Sóttu fundinn 29 fulltrúar. Forseti ASV, Björgvin Sig- hivatsson, setti fundinn og gerði grein fyrir þeim málum sem á dagskrá voru. Á fundinum urðu miklar umræður um kaupgjalds- málin og voru fundarmenn á einu máli um það að núverandi ástand í þeim efnum hvað verkafólki viðvikur væri slíkt að ekki yrði við unað. Eftirfar- andi tillaga var samþykkt með öllum atkvæðum: „Fulltrúafundur Alþýðusam- bands Vestfjarða, haldinn á ísafirði 6. okt. 1963 ítrekar fyrri yfirlýsingar 6ambandsins þess efnis að leggja beri höfuð- áherzlu á að tryggja kaupmátt launa og stöðuga atvinnu, sam- fara því grundvallarsjónarmiði verkalýðssamtakanna að 8 stunda vinnudagur eigi að nægja til að tryggja launþeg- um mannsæmandi lífskjör. Með tilvísun til þess að fjöl- margar launastéttir þjóðarinnar hafa á síðustu mánuðum feng- ið verulegar launahækkanir jafnframt þeirri óiheillaþróun að vaxandi 1 dýrtíð hefur gert að engu þær launahækkanir sem undanfarnar kauphækkanir höfðu átt- að færa verkafólkinu telur fundurinn ekki lengur hjá því komizt að verkalýðsfélögin Framhald á 2. síðu. 1— % v.V í V•• X y. o KÖNNUN Á RJÚPNAVEIÐI Þessx mynd er tekin í Hrísey nú £ haust. I Hrísey og við Eyja- fjörð fara aðallega fram rannsóknir á rjúpnastofninum og er fylgzt með stofninum þar allt árið um kring. I Hrísey voru í vor 53 rjúpnahreiður og þar eru rjúpurnar mjög spakar og auðvelt að fylgjast með þeim enda hefur ekkl verið skotin rjúpa í Hrísey í mörg ár. Sést á myndinni að þær halda sig alveg heima við hús og hræðast ekkii manninn. Nú er verið að hef ja undirbúning að könn- un á því, hve mikið af rjúpum er veitt á öllu Iandinu. Sjá frétt á 12. síðu Tók lánið á vegum hf. Kaupskips Þjóðviljanum barst í gærkvöld svohljóðandi yfirlýsing frá hlutafélaginu Kaupskip með beiðni um birtingu: „Vegna fréttar. í blaði yðar í gær um lánsviðskipti útibús Búnaðarbanka Islands á Egils- stöðum vi4 .Sigurbjöm Eiríksson, skal það upplýst, að umrædd lánveiting átti að fara fram á vegum Kaupskip h/f gegn jafn- háum sparifjárinnlögum, er hluthafar höfðu útvegað og lögð höfðu verið inn í bankann. Bankanum voru ennfremur s-ett- ar tryggingar fyrir greiðslu láns- ins. Samkvæmt samningi er því umrætt lán á vegum Kaupskip hTf. Stjóm Kaupskip h7f.“ Alþingisett Alþingi verður sett í dag að lokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. 12270 nemendur í Reykj» vík á skyldunámsaldrinum I vetur eru 9370 börn á barna- fræðslualdri I Reykjavík. Af þeim eru 8650 böm í barnaskðl- um borgarinnar eða 92.3%. Af- gangurinn er í einkaskólum hér í borg. I fyrravetur vom 8470 börn í barnaskólum Reykjavíkur og nemur aukningin 180 börnum. Þrísetningu í baraaskólum er nú að hcita má útrýmt. 1 skólum gagnfræðastigsins em 4680 nemendur í 170 bekkj- ardeildum í vetur. I fyrra voru 4490 nemendur f 167 deildum og er aukningin 190 nemendur. Af 1211 nemendum, sem stóð- ust unglingapróf hér í Reykja- Ráðstefna ASÍ hefst á laugardag RAÐSTEFNA sú um kaup- gjaldsmálin, sem Alþýðusam- band íslands hefur boðað til og áður hcfur verið skýrt frá hér í blaðinu, hefst í Reykja- vík síðdegis á laugardaginn. BOÐIÐ HEFUR verið tii ráð- stefnunnar fulltrúum frá fjórðungssamböndum verka- lýðsfélaganna, fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík og stærstu verkalýðsfé- lögunum. ! ! Það hefði einhverntíma þótt skrítin ráðstöfun að staðsetja hér í Gunnars- holti verksmiðju til að vinna úr heyi. Það eru ekki liðin nema 25 & 30 ár síðan Gunn- laugur Kristmundsson sandgrœðslustjóri villtist hér í sandbyl. Bóndinn sem hér var gafst upp 1925, en heyfengurinn hér í Gunnarsholti var hálfur kýrmeis sumarið 1923. Innan girðingar hér í Gunnarsholti eru 11 þús. 1500-1600 FJÁR OG 250-300 NAUT þar sem áður var eyðisandur ha., þar áf aðeins rúmur þriðjungur nýttur enn. En hér verða i vetur á fóðrum 1500—1600 fjár og hátt á 300 nautgripir. í fyrra s'ettum við á 215 nautgripi en nú 260—270. Á þessa leið mcelti Páll Sveinsson sandgræðslu- stjóri í viðtali við blaða- menn í fyrradag. — I Gunnarsholti er aðalstöð Sandgrœðslunnar, en hún starfar á 65 stöðum í 12 sýslum landsins. vík síðastliðið vor og luku þar með skólaskyldu, hafa nú 1140 nemendur hafið nám i 3. bekk gagnfræðaskólanna eða yf- ir 94%. Er aukningin 3% frá því í fyrra. Samanlagður nemendaf jöldi i barna- og unglingaskólum borg- arinnar er þannig 13330 nem- cndur og er aukningin 370 nem- endur frá síðasta skólaári. Kennarar við þessa skóla verða um 600 talsins. Þessar upplýsingar gaf Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Reylíja- víkurborgar í gær á fundi með fréttamönnum blaða og útvarvs við upphaf þessa skólaárs. Barnaskólar eru nú 13 talsins hér í borginni, fyrir utan einka- skóla. Fjölmennastur þeirra er Breiðagerðisskóli með 1425 böm, þá Melaskóli með 1130 börn og Austurbæjarskóli með 1060 börn. Einkaskólar í borginni eru aðal- lega æfingardeild Kennaraskól- ans, Skóli Isaks Jónssonar, Landakotsskólinn og Aðventista skólinn. Starfandi fastir kennarar við barnaskólanna eru nú um 250 og auk þeirra 54 stundakennarar. Hefur föstum kenni.mmi fíölonð Framhald á 2. síðu. .<■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.