Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. október 1963 ÞIÖÐVILIINN SlÐA 5 ,Bíngó' fyrír íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins ,Fram' ! Knattspyrnufélagið Fram hefur fengið land- rými norðan Miklubrautar fyrir félagsstarf- semi sína. Framarar ætla sér að hefja bygg- ingarframkvæmdir á íþróttasvæðinu að vori. í fjáröflunarskyni efnir félagið til bingókvölda í vetur og verður fyrsta „Fram-bingóði“ í Há- skólabíói annað kvöld. Fram er nú að hefja margs konar starfsemi til fjáröflunar fyrir hið nýja svæði. Annað kvöld hefst í Háskólabíói, fyrsta Fram — BINGÖIÐ", en þau munu verða þar annan hvem föstu- dag í vetur og hefjast kl. 21. — Spilað verður um glæsi- lega vinninga, hverju sinni og auk þess 'koma fram vin- sælir skemmtikraftar. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að vinningar þeir, sem spilað verður um í vet- ur, verða til sýnis í Há- skólabíói, á sérstaklega af- mörkuðu svæði í fordyri bíósins. — Stjómandi verður Jón B. Gunnlaugsson. Framarar binda miklar vonir við hið nýja iþrótta- svæði sitt. Forráðamenn fé- lagsins áforma að bygginga- framkvæmdir verði hafnar af fullum krafti þegar næsta vor. Fram hefur undanfarin ár búið við ófullnægjandi skil- yrði hvað alla félagsstarf- semi snertir, vegna þess að gamla íþróttasvæðið, norðan Sjómannaskólans, fullnægir enganveginn þeim lágmarks- kröfum, sem nú em settar til slíkrar starfsemi. Viðburðaríkt handknattleiksár framundan: Þátttaka i heimsmeistarakeppni karla, Norðurlanda- meistaramóti kvenna og Norðurlandamóti ung.linga. HandkUattleiksmótin innanlands hefjast eftir rúma viku. Myndin er af íslandsmeisturu m Ármanns í handknattleik. Handknattleikur ÍSLANÐ Á EVRÚPU- BIKARMÓTIÐ 1964 Sjöunda starfsár Handknattleikssambands Islands er nú hafið. Eru óvenjumikil verk- efni við að glíma á komandi ári, og er þá mikið sagt. HSl er ungt að árum, en hefur þegar leyst hin erfiðustu verkefni. Nú er ákveðið að Islandsmeistararnir 1964 taki þátt í næstu Evrópubikarkeppni, sem hefst að hausti. Að vísu hefur yfirstjómin ekki verið ein að verki. Hand- knattleiksmennirnir sjálfir hafa einnig komið þar við sögu, svo Og aðrir velviljaðir aðilar, sem greitt hafa götu handknatt- leiksins. Nú stendur fyrir dyrum að halda hér á landi Norðurlanda- meistaramót kvenna í hand- knattleik á sumri komanda. Landslið karla fer snemma á næsta ári til þátttöku í heims- meistarakeppninni í Prag, og unglingaliðið tekur þátt í Norðurlandameistaramóti ung- linga i Sviþjóö í marzmánuði n.k. Þessi upptalning sýnir að ærin verkefni eru framundan á handknattleikssviðinu, og ‘ISÍ fær nóg að sýsla á starfs- árinu. Fróðlegur annáll Formaður HSÍ Ásbjörn Sig- urjónsson setti 7. þing HSX um síðustu helgi og bauð gesti velkomna, en þeir voru: Bene- dikt G Waage heiðursforseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, Baldur Möller form. ÍBR og Hermann Guðmundsson, framkvstj. ÍSÍ. Hófust síðan almenn þingstörf, kosning starfsmanna þingsins, og ýms- ar nefndir voru á stofn settar. Að því loknu las Ásbjörn skýrslu stjórnarinnar. Skýrsl- an er upp á 30 blaðsíður í stóru broti, mjög ýtarleg og vel lögð fram. Er þar ýmsan fróðleik að finna en hér verð- ur aðeins stiklað á stóru. Stjórn HSÍ var þannig skip- uð á starfsárinu: Formaður Ásbjörn Sigurjónsson, varafor- maður Axel Einarsson, gjald- keri Þórður Stefánsson, ritari Valgeir Ársælsson og bréfrit- ari Axel Sigurðsson. Komið var á tvöfaldri um- ferð í 1. deild karla sem tókst Ásbjörn Sigurjónsson formaður HSf. mjög vel, þrátt fyrir mikla framkvæmdaerfiðleika. Vill HSÍ þar sérstaklega þakka framkvæmdaraðilanum HKRR, sem vann í því sambandi tíma- frekt og örðugt starf. Sambandinu barst á árinu höfðingleg gjöf frá Trygging- armiðstöðinni h.f., en forstjóri hennar. Gísli Ólafsson, hefur oft áður sýnt sambandinu mik- inn velvilja. Er þar um að ræða 25 litla bikara og bikar einn mikinn og veglegan, sem ætlaður er til keppni í 1. deild karla. Talsvert var um ferðalög á vegum sambandsins til útlanda og unnu leikmennimir sjálfir að því að gera ferðimar sem ódýrastar. Þrátt fyrir það verða leikmenn oft á tíðum að borga talsvert mikið úr sinni eigin buddu til að gera ferðina mögulega. Unglinga- landsliðið fór til Noregs og keppti þar á Norðurlandamót- inu, landslið karla fór til Frakklands og Spánar, sem var undirbúningur undir HM í Tékkóslóvakíu 1964. Eins og kunnugt er af fréttum, þá er fsland eitt af átta liðum sem fara beint í úrslitakeppn- ina. Evrópubikarkeppnin Réttindi milliríkjadómara HSf voru endumýjuð en það eru þeir: Frímann Gunnlaugs- son, Hannes Þ. Sigurðsson, Valgeir Ársælsson og Valur Benediktsson. fslandsmeistar- ar Fram tóku þátt í EM á vegum sambandsins og hefur verið ákveðið að íslandsmeist- arar 1964 (innanhúss) öðlist þátttökurétt í næsta EM sem verður haldið veturinn 1964— 1965. Fjármál sambandsins standa ekki á traustum fótum og stafar það af því að í stórt og mikið hefur verið ráðizt. Vonandi tekst sambandinu að rétta skútuna við og gefa henni byr undir báða vængi svo að við getum áfram hald- ið að vera ein mesta hand- knattleiksþjóð veraldar. Stjóm sambandsins var end- urkjörin, nema í stað Þórðar kemur Björn Ólafsson. Á þinginu kom það fram, Framhald á 10 .síðu „For-olympíuleik- arnir" hef jast í Tokíó á morgun Rúmlega 370 þátttakendur frá 29 löndum taka þátt í tilraunaleikjunum, eða svoköll- uðusm ,,for-olympíuleikjum“, sem hefjast á morgun í Tokíó. Þetta stóra íþróttamót stemdur til n.k.. miðvikudags, 16. okt. Japanir hafa nú nær því fullgert olympíumannvirkin fyrir OL á næsta ári. Þetta mót, sem hefst á morgun. á að verða einskonar „general- prufa“ fyrir odympíuleikana sem verða á sama tíma að Fjölmenni Það eru hvorki meira né minna en 33.000 þátttakendur í mótinu frá gestgjafalandinu sjálfu. Erlent íþróttafolk verð- ur 413 að tolu. Flestir eru frá Vestur-Þýzkalandi eða 117. Keppt verður í frjálsíþróttum. sundknattleik, fimleikum. skylmingum, róðri, si-glingum,^ hjólreiðum og skotfimi. Stjörnur 1 frjálsíþróttakeppninni taka þátt m.a. fimm heimsmethaf- ar í karlagreinum og fjórir í kvennagreinum: Stangarstökkv- arinn John Pennel (USA), sleggjukastarinn Harold Conn- ölly (USA). langstökkvarinn Igor Ter-Ovanesian (Sovétr.), hindrunarhlauparinn Gaston Roelants (Belgiu) og Nýsjá- lendingurinn BiU Baille, sem á heimsmet í 20 km. hlaupi og klukkustundarhlaupi. Enn- fremur úr hópi kvenna: Tam- ara Press frá Sovétríkjunum. (heimsmethafi í kúluvarpi og kringlukasti kvenna), Jolanda Balas frá Rúmeníu (heims- methafi í hástökki kvenna) og sovézku stúlkumar Elvira Ozo- lina (heimsmethafi í spjótkasti kvenna) og Tatjana Tsjelja- kova (heimsmethafi í lang- stökki kvenna). : ; -x JOHN PENNEL er meðal keppenda sitt af hverju tÍH Evrópumeistaramót I * körfuknattleik cr nú háð í : Wroclaw . í Póllandi, og er j forkeppni í riðlum lokið. j Keppt var í tveim riðlum ; og urðu úrslit þessi: A-rið- ; ill: 1) Júgóslavía, Búlgaría og j Ítalía 4 stig hvert. 2) Ung- j verjaland og Belgía 3 stig ; hvort. 3) Tyrkland, fsrael og ■ Holland 2 stig. B-riðiIl: Sov- j étríkin og Austur-Þýzkaland j 4 st. hvort. 2) Tfkkóslóvakía, j Rúmenía og Pólland 3 stig ; 3) Finnland og Spánn 2 stig. ; Norðurlandameistararnir frá j Finnlandi virðast því ekki ! hafa komizt Iangt í keppn- ■ inni. tírslitin em eftir. utan úr heimi SKÓRIMPEX LÓDZ SKÓRIMPEX LÓDl Pólski skófatnaðurinn er þekktur um land allt og þykir ódýr og smekklegur. Tveir fulltrúar ’frá Skórimpex, Lódz, verða staddir á skrifstof- um vorum næstu daga, og hiafa með sér ný skófatnaðar-sýnis- horn og verðtilboð. Einkaumboðsmenn Skórimpex, Lódz: r Islenzk-Erlenda Verzlunarfélagið hJ. Tjarnargötu 18 — Símar 20400, 15333. t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.