Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudasur XO. október 1963 ÞIOÐVIUINN StÐA 7 HANN „RETTIR ÞA AF // ■ Hans líkar eru ekki á hverju strái. Lík- lega eru ekki þeir skipstjómarmenn hérlend- ir að þeir rati ekki til hans. Þeir fara nefni- lega til hans þegar þeir þurfa að láta „rétta sig af“ því það er ekki gott að skipstjórnar- menn séu ruglaðir og áttavilltir. A eina gömlu verbúðina við Reykjavíkurhöfn stendur letrað stórum stöfum: Konráð Gísla- son. Kompásaviðgerðir. Þang- að lagði ég nýlega leið mína þótt ég sé aðeins vessell land- krabbi. — Hvað er þér á höndum, um hvað ætlarðu að tala við mig? spyr Konráð. Ég vil ekki neitt..... — Viltu ekki neitt hvað! Ég ætla aðeins að tala við þig um lífið, tilveruna og komp- ásana. — Já, ég get talað við þig um það, en ekki...... — Ekki hvað! Við ætlum ið Jakobína Sigurðardóttir: Kveðja til Þuru frá Garði Á laufblaði einnar lilju lagði hún út á Rín, kvik eins og kátur geisli, kankvísa stakan þín. Farkostur furðulegur flaut þegar stærri gnoð stormhrakin steytti á skerjum, stjómlaus með fellda voð. Skammdegisskuggar herja, skarið á kveiknum dvín, kvikar þá kátur geisli, kveður við stakan þín. Syngur á suðurglugga, svífandi létt og kát. Ömurleikinn er óðar orðinn heimaskítsmát. Glitrandi í geði döpru geislar bregða á leik. Endast mun lengur en ljósið loginn á slíkum kveik. Stúrin stend ég í fjöru. Ströndinni frá þig ber á laufblaði einnar lilju. Mig langar að fylg’ja þér eitthvað á leið. Því ósagt var ýmislegt, systir góð. Lengra frá landi ber þig liljublaðsferjan hljóð. Vík er á milli vina — En vængjaða stakan þín á laufblaði einnar lilju leikur sér enn um Rín. Hlær úr hugunum myrkur, hrakfaraspár og vol. Glæðir hugrekki og hlýju, hamingjuvonir og þol. — Á laufblaði einnar lilju, lengi mun fara um Rín, kvik eins og kátur geisli. kankvísa stakan hín. (Birt i Verkamanninum 4. október s.l.). tala um lífið — hvenær byrj- aði það hjá þér, hvenær og hvar ertu fæddur? — Það gerðist í Hafnarfirði 10. október 1903. — Var gaman í Hafnarfirði þá, — gekkstu þar í skóla? — Það var ágætt að vera í Hafnarfirði þá. Ég var þar í bamaskóla og í Flensborg. Ögmundur Sigurðsson var þá skólastjóri. — Hvað vannstu sem ung- lingur? — Ég vann í frystihúsi hjá Ingólfi Flygenring. Þá var tek- inn ís — ræktaður ís — í tjörn við frystihúsið, en vitanlega ekki nema á sumrin. Svo fór ég til sjós, á Nönnu, með Guðmundi Magnússyni, pabba Guðmundar f. Það var fínasti maður — og það var Guðmundur sonur hans raun- ar líka þangað til hann komst í pólitíkina hjá Stebba Jó. Ég var kokkur hjá Guðmundi eitt eða tvö sumur — og þá urðu karlamir svo horaðir að það heyrðist á mæli þeirra í sím- anum frá Keflavik til Hafnar- fjarðar! Svo tók Guðmundur mig sem háseta þegar ég tófc lokapróf úr Flensborg. — Svo fór ég á Gylfa, með Hafsteini Bergþórssyni. Hann var eini togaraskipstjórinn sem tók unglinga. Hann hafði alltaf 3-4 unglinga með sér. Þama lærðum við vinnubrögð og reglusemí. Hann var strang- ur nokkuð. en góður gagnvart mönnum sínum. Ég var hepp- inn að lenda hjá góðum mönn- Konráð Gislsson kompásasmiður sextugur um. Ég er á því að ef margir togaraskipstjórar hefðu naft sama sið og Hafsteinn væri nógur mannafli á togurunum í dag. Áður en ég var á Gylfa hafði ég raunar verið á ensk- um togara, frá Hull, með lóni Hanssyni. Eftir að ég var á Gylfa fór ég á þýzkan togara, frá Cuxhaven, var þar heilan vetur og fram á sumar, en veiktist þá og kom heim síð- sumars og var settur í sótt- vamarhúsið. — Hvernig fannst þér að vera með þessum ,,þjóðum“? — Það var ágætt að vera hjá Bretagreyunum, og lfka gott hjá Þjóðverjunum — en fremur fannst mér Þjóðverj- arnir þó leiðinlegt fólk. Skip- stjórinn þar var með bölvuð merkilegheit við hásetana. Meðan ég var í Farsóttar- húsinu skrifaði ég skólastjóra Stýrimannaskólans um það hvort ég kæmist ekki í skól- ann þótt ég gæti ekki byrjað fyrr en 10. október. Ég fékk aldrei neitt svar. Niðurstaðan varð því sú að ég las utan- skóla um veturinn og tók próf um vorið — fiskimannapróf vitanlega; það varð svo að vera. því mig vantaði siglinga- tímann á farskipi, en á 5,Foss- SULTUR Eitt alvarlegasta vandamál samtíðarinnar er, að um tveir þriðju hlutar mannkynsins svelta. Því eru nú margar af stofnunum SÞ farnar að kanna þetta og reyna að bæta úr ástandinu. Að þessu hefur nú verið unnið í nokkur ár. 1 fyrstunni gekk allt á aftur- fótunum, en nú er kominn skriður á málið, og standa vonir til að einhvcr bót fá- ist. Það sem hér er átt við er ekki tómleikatilfinningin, sem við fáum fyrir máltíðir, heldur hinn eini sanni sultur — þ. e. sjúkdómur, sem stafar af of litlum eða einhliða mat. Hvar svelta menn? I Evrópu og öðrum háþró- uðum heimsálfum þekkist fyr- irbrigðið sultur varla. En þeg- ar farið er að kanna ástandið í hinum þéttbýlli löndum horfir málið öðru vísi við. Þessi lönd liggja flest í hitabeltinu eða tempraða beltinu. Fólksfjöldi jarðar eykst, og hraðar með hverju ári sem líður. Fólksfjölgunin er einmitt mest í umræddum löndum. Fólksfjölgunin í heiminum nemur um 1,7% á ári. En á Indlandi t.d., þar sem flestallir svelta, fjölgar fólkinum um 2% á ári, í Kína um 2,5% og í Columbíu, Ceylon og Malaja um 3,5%. Fólkið í vanþróuðu löndunum er tiltölulega, verst sett efnahagslega. T.d. er í- búatala Suður-Ameríku 7,04% af íbúafjölda jarðar, en þess- ar þjóðir fá bara 4,7% af heimsframleiðslunni. Sömu tölur fyrir Austurlönd nær eru 4,51% og 1,8%, fyrir Af- ríku 7,1% og 2,2%, fyrir Austurlönd fjær 52,41% og 12,3%, fyrir Norður-Ame- ríku 6,79% og 39,8% og fyrir Evrópu (+’ Sovétrfkin) 21,94 % og 37,7%. Ekki þarf að íhuga lengi þessar tölur til þess að sjá hve slæmt ástand- ið er. Nú er kannske einhver, sem heldur að ástandið fari batnandi —, að bilið milli ríku og fátæku landanna minnki, og gæðin dreifist jafnar. En þvi fer fjarri. Þvert á móti eru allar lákur til þess, að munurinn aúkist með ári hverju, ef ekkert verður gert til þess að stöðva þessa öfug- þróun. Fólksfjölgunin Margar ástæður eru til þess, að fólkinu fjölgar svona ört. íbúatala Evrópu óx úr 180 milljónum í 400 milljónir á einni öld, 1800 til 1900, en það var fyrst og fremst út- rýmingu sjúkdóma að þakka. Sama má segja um þróunar- löndin í dag. Sumir álita að lausn vandamálsins sé tak- mörkun barneigna. En það er Frafhald á 10. siðu. ana“ var helzt ekki hægt að koma nema maður væri undan einhverjum sem átti mikið af hlutabréfum. Eftir prófið í Stýrimanna- skólanum fór ég um tíma á Gylfa, en hætti þar þegar nýr skipstjóri tók við honum og fór þá á Surprise, til Sigurjóns Einarssonar. — En hvenær komu kompásamir til sögunn- ar? — Eftir að ég fór að vinna aftur fór ég að fá kvalir þeg- ar ég þreyttist. Læknamir héldu helzt að það væri að mér tóbakseitnm, þangað tilað fór að blæða — þá uppgötv- uðu þeir að ég væri með maga- sár. Þetta varð til þess að mér datt í hug að læra kompása- viðgerðir. Loftskeytamaðurinn, Siggi Bjömsson, og ég skrifuð- um 3 fyrirtækjum í Englandi. Eina fyrirtækjð sem svaraði mér var Gillie gamli, og hjá honum lærði ég og við það fyrirtæki hef ég skipt síðan. — Það hefur hvergi verið hægt að læra þetta hér heima? — Nei. En ég fékk að vera á verkstæðinn hjá GiHie gamla og læra verkið þar — en ág mátti ekki vera í skóla af því ég var útlendingur og ekki helcjur taka próf, það mátti ég ekki fá því það veitti atvinnu- réttindi í Bretlandi, — en karl- inn lét mig sarnt læra allt sem þurfti við þetta. — Og hvenær hófstu svo kompásaviðgerðir? — Það eru liðin 35 ár í haust, ég kom upp 28. nóvem- ber 1928. — Og það hefur ekki staðiö á að nóg væri að gera. — Þegar ég kom upp fór ég í einfeldni minni í stjómarráð- ið með meðmælabréf frá Gillie og ætlaði að fá rðiiindi til að leiðrétta kompása. Tryggvi Þór- hallsson var þá atvinnumála- ráðherra og Vlgfús Einarsson skrifstofustjóri hans. Þeir sendu bréfið frá Gillie til Páls Halldórsson skólastjóra Btýri- mannaskólans. Páll svaraði því að það stæði hvergi í bréfinu að ég kynni þetta! Það byrjaði þvi ekki efnilega! En þá stðpp- uðu í mig stálinu þeir Magni lipri og Axel Túliníus svo ég sendi skeyti til Gillie, sem skrifaði þegar til baka að ég kynni þetta starf. En það var ekki sopið kálið þótt í ausuna væri komið, þvi nú uppgötvuðu þeir í stjómar- ráðinu að þeir gætu hvorki leyft mér þetta né bannað, því það væri engin reglugerð, hvað þá stafkrókur í islenzkum lög- um til um þetta starf! Aftur stöppuðu sömu menn í mig stálinu og ráku mig til Morg- unblaðsins til að auglýsa að ég væri tekinn til starfa við kompásaviðgerðir! — Og hvar hafðirðu bæki- stöð? — Bækistöð hafði ég í kjall- ara á Hverfisgötu 99 hjá móð- urbróður mínum. Auðvitað var ég félaus til að byrja þetta, en móðursystir mín og Sigurjón Einarsson skipstjóri lánuðu mér peninga og Gillie gamli lánaði mér verkfæri upp á greiðslu þegar ég væri búinn að vinna svo mikið inn að ég gæti borgað. Ég hef alltaf skipt við fyrirtæki hans síðan og alltaf fengið lánað eftir hörf- um. GiIIie gamii sagði við m!g þegar ég fór frá honum: Hugs- aðu ekki um að verða ríkur, en gcrðu vel, — þá muntu kr t 'ast vel af. — Gerði hér enginn við kompása áður? — Páll Halldórsson hafði það með Stýrimannaskólanum að leiðrétta kompása. Ég hafði lofað þvi í Englandi að halda mig við taxta. Gillie var í al- þjóðasamtökum kompásasmíða og lét mig lofa því að halda taxtann, sagði að hann gæti eijki kennt mér ef ég gerðist svo taxtabrjótur á eftir. Páll leiðrétti togara (þ.e. kompás- inn) fyrir 35 krónur, en ég samkvæmt taxtanum fyrir 55 krónur. Ekki get ég sagt að menn sneiddu beinlínis hjá mér þess vegna, — en eKki flýtti þetta fyrir viðskiptum við mig. — Hvað var fyrsta skipið sem þú leiðréttir? — Fyrsta skipið var Ár- mann frá Akranesi og bað næsta togarinn Surprise. Þá stóð Sigurjón Einarsson við hliðina á mér og studdi mig taugaveiklaðan. — Taugaveiklaðan? — Já, auðvitað var ég ,,pikkandi nervös'* að leiðrétta fyrsta togarann. Eftir þetta fóru fleiri að koma, aðallega mótorhátar fyrst, en svo fór það að spyrjast að ég gæti gert þetta, og þá fór vinnan að aukast. Síðan hef ég alltaf haft eitthvað að gera. — Eittihvað? — Hefur þetta ekki verið ónæðissamt starf? — Jú, það var ónæðissamt starf. Það var segin saga að ef maður hafði ákveðið að gera eitthvað þá var hringt, — þótt það hefði ekkert verið að gera lengi! 1 þá daga var hringt á öllum tímum sólar- hringsins, það er orðið miklu skaplegra núna. En það er engin andskot. þjónusta að vera með svona fyrirtæki lokað. Það á að vera til staðar nokkumveginn þeg- ar menn þurfa á að halda. Það er ekki hægt að loka á föstu- degi og segja: Ég opna ekki aftur fyrr en á mánudegi! Þó finnst mér það lágmark, að þeir sem' þurfa að láta gera Konráð Gíslason eitthvað á laugardegi láti vita það a.m.k. fyrir hádegi þann dag. — Og hvemig hefur þetta gengið? — Þetta hefur gengið stór- slysalítið. Ég hef verið hepp- inn að gera nokkumveginn rétt Ég þakka það sjómönnun- um. Þeir hafa alltaf gefið greinargóða „sjúkdómslýsinguK á kompásum sínum, þeir hafa sagt hvað væri að hverju isinni svo maður hefur getað fundið út hvemig það yrði bezt lag- að. — Hvað hefur verið ánægju- legast í þessu langa starfi? — Aðalánægjuefnið hefur verið þegar tekizt hefur vel að leysa erfið viðfangsefni. — Nú er ekkert félag komp- ásasmiða til hér á landi — en þú hefur verið í samtökum farmanna? — Já, ég var lengi í Skip- stjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur, áður en það gefck sem heild í ölduna. — Já, og ég man svo langt að þú varst i stjóm Farmanna- sambandsins. V — Já, ég var víst f stjóm þess fyrstu tíu ár þess. — Og svo hef ég frá upphafi verið vinur og styrktarmaður Þjóð- viljans — og er stoltur af því. Mér þykir vænt um hann. I nafni Þjóðviljans þakka ég Konráð vináttuna og stuðning- inn og óska honum allra heilla á sextugsafmælinu. Það er því miður fyrir hina óteljandi vini Konráðs Gísla- sonar kompásasmiðs, alveg til- gangslaust að fara heim til hans í dag til að kreista á hon- um hendina, því hann er far- inn af landi burt. Þeir verða að geyma það þangað tiLhann kemur heim aftur. J. B. ,Fl6nið‘ frumsýnt í gærkvöld I gærkvöld var frumsýning í Þjóðleikhúsinu á lcikritinu „Flón- inu“ eftir franska skáldið Marcel Achard. Þýðinguna gerði Erna Geirdal, en Ielkstjóri er Lárus Pálsson. — A myndinni sjást þrír af aðalleikendunum í „Flóninú1: Ævar Kvaran, Kristbjörg Kjeld og Bessl Bjamason, , i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.