Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.10.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA------------------- -------------------------------þjÓÐVILJINN---------------------------------- ----■— Fimmtudagur 10. október 1963 S KOTT A — Nú má aðeins tala þrjár minútur í einu í símann... ég verð að hringja tuttugu og sjö sinnurn í Stinu til að segja henni frá síðasta stefnumóti. SULTUR sagði skólastjórinn. — Ég varð að segja yður það. — Það er allt i lagi. Við ráð- um einhvem veginn fram úr þessu. — Paton! — Fáðu okkur niggarann, Paton! Raddimar voru orðnar há- værar. Harley Paton þrýsti öxl- ina á Jóa og læsti innri dyrun- um vandlega. Síðan lokaði hann glugganum og settist. Hann tók eftir því að ungfrú Angoff var farin. — Hvaða skýringu finnurðu á þessu? spurði hann og reyndi að vera rólegur. — Það er þessi Cramer, sagði Jói. — Ég held hann hljóti að hafa fengið hana til þess, svo að þeir losnuðu við mig. Með því heldur hann að hann losni við alla hina. — En hvers vegna í ósköpun- um ætti hún að samþykkja sh'kt? — Það get ég ekki sagt, herra Paton. Ég veit það ekki. Mér sýndist hún vera góð stúlka. — Hún er góð stúlka. •— Sýndu á þér fésið, ncgra- sleikja! — Sígarettu? Jói var skjálfhentur. en hann þáði sígarettuna. Hún var góð, Ihún róaði hann ögn. — Þetta er slæmt ástand Sagði Harley Paton. — Jafnvel þótt hún hefði beðið þig um hjálp, þá hefðirðu átt að vita betur. — Ég veit það. En ég hélt að þar sem hún var dóttir herra McDanieis og herra McDaniel gerði þetta fyrir okkur — Hávaðinn úti hljóðnaði allt í einu. Einstök rödd kallaði hátt: — Paton, þú ættir að sýna þig! Harley Paton sagði: — Fyrir- gefðu, og gekk að glugganum og opnaði hann. Hann Ieit niður á hópinn og sá að Adam Cramer var fyrir honum. — Hvert er erindi ykkar? Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINTJ og DÓDÓ Eaugavcgi 18 m. h. Oyfta) 1 SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21. SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og I snyrtistofa. I Dömur! Hárgreiðsla við allra hæf) TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. —• SfMl 14662. hArgueiðseustofa Í AUSTURBÆJAB (María Guðmundsdóttir) Eaugavegl 13 SlMI 14656 Z — Nuddstofa á sama stað, — — Þér vitið það vel. Við vilj- um fá niggarann sem nauðgaði hvítri stúlku í skólanum yðar. — Ég ráðlegg ykkur — — Við höfum ekki áhuga á ráðleggingum yðar, Paton! Við höfum aðeins áhuga á einu — réttlæti! Þér hafið nákvæmlega fimm mínútur. Ef þessi niggari er þá ekki kominn út, þá för- um við inn og sækjum hann! Adam Cramer sneri sér að hópn- um og hrópaði: — Er það ekki satt? Hrópin kváðu við samstund- is. — Fimm mínútur, Patofi! Skólastjórinn lokaði gluggan- um aftur og gekk fram í mót- tökuherbergið. Spivak og Cran- dall voru famir. Dyrnar voru ólæstar. Hann læsti þeim aftur og fór siðan inn í skrifstofu sína. — Lögreglustjórinn stöðvar þá, sagði hann. Jói kinkaði kolli. Hvíta skyrt- an hans var vot af svita. — Já, herra, sagði hann. Paton leit aftur út um glugg- ann, en engin lögregla sást. — Auðvitað, sagði hann næst- um hljóðlaust. — Cramer var kominn í sömu vandræðin og allir sjálfiskipaðir einræðisherr- ar komast í fyrr eða síðar. Hann átti upptökin, en svo réð hann ekki við hreyfinguna. Hann var ekki maður til að stjóma henni. Og þegar allt var að komast í vandræði, þá fylltist hann örvæntingu. Sástu greinina sem skrifuð var um hann? — Nei, en ég hef heyrt um hana. — Athyglisverð'greiri, Jói. Við þurfum að spjalla um hana ein- hvem tíma. Mjög athyglisverð. Hann hlaut að vita að hann gæti aldrei hlaupið frá sinni fyrri ævi. En vitandi það, hvers vegna byrjaði hann þá á þess- ari starfsemi? Paton talaði hratt, en hann gaut augunum til gluggans öðru hverju. Fyrir utan stóð fólkið rólegt, eins og herdeild í hvíldarstöðu. — Fjórar minútur, Paton! Jói horfði á hendur sinar; síðan þurrkaði hann þær á buxunum og stóð á fætur, fann svimandi óttann gagntaka sig, en vissi að það skipti ekki máli núna. — Þér standið með okkur, er ekki svo? sagði hann. Harley Paton gagði: — Já, Jói, það geri ég. — Mér datt það í hug. En nu haldið þér að við séum yfir- unnin. Skólastjóririn leit aftur að glugganum. Hann reyndi að svara, en hann var þreyttur á að segja ósatt og leika og hann gat ekki logið nú. Ég hélt það líka í fyrstu, sagði Jói. — Frá upphafi trúði ég ekki á að þetta væri til neins. En svo skipti ég um skoðun. Og vitið þér hvers vegna? Ég sá fólk eins og yð- ur og Finley Mead og herra McDaniel og ungfrú Angoff og krakkana í skólanum og fólkið í bænum, og ég sá að þið trúð- uð öll á okkur og réttlætið og vilduð hjálpa — ég vildi að ég gæti saigt þetta. Ég vildi óska að ég gæti komið orðum að því. — Þrjár mínútur! — Það er kannski þetta, sagði Jói og færði sig nær dyrunum. — Ég var vanur að halda að þeir væru hvíta fólkið — hann benti í átt að glugganum, •— — en svq komst ég að því að svo var ekki. Hvað eru margir þarna fyrir utan núna? Þrjá- tíu? Fjömtíu? Fjörutíu manns i sextán þúsund manna borg. Þér skiljið hvað ég á við. Ég hafði hleypidóma, herra Paton, vegna þess að ég dæmdi allan hvíta kynstofninn eftir þeim — hóp af óþokkum og vesalmenn- um. Ég sagði: Þeir breytast aldrei; og það var auðvitað rétt. Þeir gera það ekki. Þeir verða alltaf til. Þeir hafa alltaf ver- ið til — og ekki aðeins hér, heldur alls staðar. Það eru nokkrir slíkir uppi í Hlíðinni. Þeir þurfa alltaf að vera á móti einhverju eða einhverjum, annars eru þeir efcki ánægðir. Ég veit ekki hvers vegna. En eitt veit ég: þeir eru ekki fólk- ið, herra Paton. Hitt fólkið sem er andvigt okkur, það er allt öðm vísi. Rétt eins og ég hef- ur það hugsað á séstakan hátt alla ævi, og það er ekki auð- velt fyrir það að breyta um; en það kemur. Það þarf aðeins að fá tima til að átta sig. Það kemur. — Tvær mínútur! — Hugsið ekki um símann, herra Paton. Ég býst við að lögreglustjórinn verði dálítið seirin á sér. — Jói — Harley Paton var þurr í kverkunum. — Jói, það liggur við að ég skammist mín. Ég hefði átt að fræða þig á þessu. — Það skiptir ekki máli, herra. Við vitum báðir að þetta er satt, og það er aðalatriðið. Jói opnaði dymar. Skólastjórinn gekk til hans hröðum skrefum. — Komdu með mér, sagði hann. — Bíllinn minn er við bakdyrnar. Ég skal aka þér til Farragut, og við get- um að minnsta kosti veitt þér vemd þangað til þessi — — Nei, sagði Jói. — Það er það sem Adam Cramer vonar að við gerum. Hann er í vand- ræðum og þetta verður allt að ganga eins og smurt, annars a hann sér ekki viðreisnar von í Caxton. — Hvað ætlar þú að gera? —■ Eyðileggja dálítið fyrir honum. — Eriga vitleysu. Ef þessi vitleysingur hann Parkhouse kemur ekki, þá get ég náð í Harmer í Farragut. Þeir þora ebki að brjótast inn í skólann. — Þetta fólk er í uppnámi, herra Paton. Það þorir hvað sem er. Ef við gefum því tæki- færi. Við getum ekki flúið núna og við getum ekki falið okkur. Skólastjórinn tók í handlegg- inn á Jóa. — Ég leyfi þér ekki að fara þama út. — Það verður allt í lagi. Ef Gramer er enn við stjóm, þá býst ég ekki við að hann leyfi þeim að misþyrma mér um of. Það væri ekki sigurstranglegt — En er það hann sem stjóm- ar? Jói yppti öxlum. — Við mun- um komast að því. Hann losaði tak Harleys Patons og gefck fram i ganginn sem var hljóður og mannauður. — Mér dettur nokkuð í hug, sem hershöfðingi skrifaði einu sinni, sagði hann. — Hann skrifaði: Það er hægt að tapa mörgum orustum en vinna samt stríðið. Það sem nú gerist, er ekki aðalatriðið, herra Paton. Við munum sigra. Jói brosti til grannvaxna mannsins, sneri sér við og gekk rösklega fram ganginn í átt til dyranna. Adam Cramer horfði á þessa fimmtíu karla og konur fyTir aftan hann og á hundruð ung- linga fyrir innan skólagluggana, síðan leit hann á úrið sitt og kallaði: — Ein mínúta, Paton! Séra Lorenzo Niesen kinkaði kolli. Hann hafði hendur á mjöðmum og augu hans glóðu svört undir þykkum augnalok- unum. Bart Carey stóð gleiðstígur á grasflötinni. Hann hélt á nýju gleraugunum í annarri hendi og þurrkaði þau látlaust á skyrtu- lafinu. Abner West og Phil Logen höfðu komið sér fyrir beint fyr- ir aftan Veme Shipman, sem stóð teinréttur og gagntekinn heilagri vandlætingu. andlitið alvarlegt og einbeitt. Adam Cramer virti fyrir sér augu þessa fólks og sagði: — Munið það, að ekki má beita of- beldi. Við lofuðum lögreglu- stjóranum að fara með hann í fangelsið. Við erum enginn múgur. Við erum nefnd borg- ara. Við viljum bara tryggja það, að þessi niggari laumist ekki burt. Þið skiljið þetta? Enginn svaraði. — Segðu þeim það, Carey, hvíslaðd hann. Bart Carey hélt áfram að þurrka gleraugun sín. — Ekkert ofbeldi. Það kemur ekki til mála, sagði Adam Cramer. Kurrinn fór vaxandi meðal fólksins eftir þvi sem sekúnd- umar liðu. — Hafðu enggr áhyggjur, sagði Vema Shipman. — Þeir sjá hverju þeir k<jmu til leiðar. Og þeir sjá hvemig við afgreið- um það. Hafðu engar áhyggj- ur. Nieen sló saman lófunum allt í einu. — Jæja, kotnið þið, æpti hann. — Við skulum sækja niggarana. Hópurinn losnaði eins og úr fjötmm; fólkið fór að þoka sér nær breiðu steinþrepunum. Um leið opnuðust aðaldymar og Jói Green gekk út Hann var einn. Lorenzo Niesen stanzaði og hitt fólkið stanzaði líka og ttóð eins og stimað. Jói Green gekk mjög hægt niður þrepin. íþróttir Framhald af 5. sáðu. að fulltrúamir, svc> og stjórri samibandsins, eru mjög svo óánægðir með það hvað íþróttakennaraskólinn, undir yfirstjóm íþróttafulltrúa rík- isins, hefur látið handknatt- leikinn sitja á hakanum. Taldi þingfheimur það óviðunandi að áðumefndir aðilar skuli hafa tekið handknattleikinn af dag- skrá í námi verðandi íþrótta- kennara og sett körfuknattleik í staðinn sem aðal-innanhúss- kriattleik. Við svo búið megi ekki lengur sitja, og verði hér að verða breyting á. h. Framhald af 7 .síðu. fyrirfram dauðadæmt, algjör- lega óframkvæmanlegt. Trúar- siðir og ýmsar venjur koma í veg fyrir takmörkun bama- fjölgunarinnar í flestum þess- um löndum. Ef kjörin í þess- um heimsálfum eiga að batna verður að fara aðrar leiðir. Þess skal getið, að vísinda- menn hafa fnndið beint sam- þar sem lífskjörin eru lág fæðast tiltölulega fleiri böm en í hinum, þar sem lífskjörin em hærri. Prófessor nokkur hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofmm SÞ hefur gefið eftirfarandi lýsingu á lífskjöram í van- þróuðu landi: „Greinilegt er, að fátækt og veikindi mynda vítahring, sem ekki verður komizt út úr. Fólkið er veikt af því að það er fátækt, það verður enn fátækara af því að það er veikt og veikara af þvi að það er orðið enn fátæk- ara.“ Sultur og veikindi eru tviburar, og ekki stoðar að berjast gegn öðrum nema út- rýma einnig hinnm. Viljum við hjálpa þeim milljómim sem svelta, gerum við það ekki með því að gefa þehn eina magafylli — við verðum að leyfa þedm sjálfum að leiða sinn mat. Sængurfatnaður — hvítar og mislitar Rest bezt koddar. Dúnsængur. Gæsadúnsæn gur. Koddar. Vöggusængur og svæflar. FatabúBin r o z o oo Ui X O 1 Sfe A z i .< Þetta eru tveir og hálfur metri. Það er alveg nógu stðrt, ég ætla-að kanpa stað- izax Ætlarðu að fara að opna skó- burstanarstofu. Nei ekki álp deilis. Bíddu bara og sjáða. Skólavörðustíg 21. Brunatrygging þefar þér % þá er það orðið ofseinf Með einu símtali getið þér gengið frá tryggingu á eigum yðar. Skrifstofur Laugavegi 105. Sími 24425. Umboðsmenn um land allt Brunabótaféiag íslands Orjótið glerið band milli kjaranna, sem fjöl- skyldan býr við og barna-1®" f jöldans. Ljóst er, að í löndum i i s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.