Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. október 1963 — 28. árgangur — 220. tölublað. Hannibal Valdimarsson, forsetiASI: SJÖTUGUR Dr. Páll ísólfsson tónskáld er sjötugur í dag og verður hann heiðraður á marga lund í því tilefni. Eins og getið hefur verið flutti Sinfóníuhljómsveit- in verk eftir hann á fyrstu tónleikum haustsins og í dag klukkan tvö verða ljóðatónleikar með verk- um Páls í Þjóðleikhúsinu. Klukkan fjögur í dag býður menntamálaráðherra til veizlu honum til heiðurs í ráðherrabústaðnum við TJarnargötu og í kvöld halda vinir hans honum samsæti í Sigtún- um (áður Sjálfstæðishús). Á bls. 7 er viðtal við Pál og afmæliskveðja frá Stokkseyringi. •$>- ALÞYÐAN MUN FORDÆMA KLOFNINGSTILRAUNINA Engar ffréttir enn að fá af pökkunarmálinu EINS OG frá hefur verið skýrt f fréttum kærði verðlagseftir- litið nýverið tvö fyrirtæki fyrir laka vigt á pökkunarvör- um frá þeim. Þjóðviljinn sneri sér til Gunnlaugs Briem sakadómara ,er hefur rann- sókn þcssa máls með höndum og innti hann frétta af henni. SAGDI GUNNLAUGUR að rétt- arhöldin í máli þessu væru Iokuð og rannsóknin enn á frumstigi og gæti hann þvi engar frekari upplýsingar gefið um málið að þessu sinni. Hannibal Vaidimarsson JT •• A GOTUNNI M£Ð • • FJOLSKYLDUNA Daglega berast Þjóðviljanum ótrúlegustu fréttir af vand- ræðum húsnæðisleysingja í Reykjavík, húsaleiguokri o.fl. og birtist hér ein frásögn af mörgum. Ungur verkamaður, sem ekki vill láta nafs síns getið að sinni, kom að máli við blaðið í gær. Hann hefur verið á götunni frá því í júní í sumar með konu Qg eitt barn en konan þunguð. Um tíma fengu þau inni í Golfskálanum en það varð að- eins til bráðabirgða; eftir það urðu þau að koma reitum sín- um í geymslu, konan og barnið fengu inni hjá ættingjum en maðurinn varð að fara úr góðri vinnu hér og ráða sig út á land. „Það fáa sem mér hefur boð- izt", sagði hann, „hefur verið of dýrt til að ég ráði við það. Á- standið er nú að verða mjðg slæmt hjá okkur og ég hef mik- ið verið frá vinnu að undan- förnu til að reyna að ráða fram úr þessu, svo nú er pyngjan orð- in ískyggilega létt ofan á allt aimað. Og hef ég enga von sem stendur að úr þessu rætist", Frá Sósíal- istafélagi Akraness Aðalfundur Sósíalistafélags Akraness verður haldinn í Rein, mánudagirtn 14. október, kl. M.00. STJÖRNIN. sagði þessi húsnæðislausi verka- maður að lokum. í viðtali við Hannibal Valdimarsson, forseta Alþýðusambands Is- slands, sem fer hér á eftir, fordæmir hann harðlega klofningsiðju þá innan alþýðusamtakanna, sem blöð ríkisstjórnarinnar boð- uðu í gaer, hrekur tylliástæður klofningsmanna og hvetur ménn verkalýðsfélaganna til einingar í kjarabaráttunni, hvar í flokki sem þeir standa. Ráðstefna Alþýðusambands Islands um kjaramálin hefst í dag, laugardag, kl. 4 í fundarsal ASl, Laugavegi 18. Þjóðviljinn hefur snúið sér Hl * Hannibals Valdimarssonar, for- seta Alþýðusambandsins, og spurt um álit hans á hinni sam- hljóða nafnlausu og heimildar- lausu grein, sem birt var í gær i blöðum ríkisstjórnarinnar, Morgunblaöinu, Alþýðublaðinu og Vísi: — Ég tel það alveg fráleitt tiltæki af meðlimasamtökum innan Alþýðusambandsins að neita að senda fulltrúa á ráð- stefnu sem Alþýðusamband Is- lands boðar til í því skyni að bera saman ráð sin um hin sér- stæðu viðhorf kaupgjaldsmál- anna^ svarar Hannibal. Ég tel slíka afstöðu lýsa glóru- lausu pólitísku ofstæki, en jafn- framt bregðast slík félög grund- vallarskyldum sínum við heild- arsamtökin. •k Víðtæk þátttaka fyrirhuguð — Hverju svarar þú ásökun stjórnarblaðanna um „gjörræðT Framhald á 2. siðu. Birgir Finnsson kjörinn farseti Sameinaðs þings Ólafur Ttoors forsætisráðtoerra var leystur. frá aldursforseta- störfum í sameinuðu Alþingi á síðdegisfundi í gær, er Birgir Finnsson, þingmaður Alþýðu- flokksins af Vestfjörðum, var kjörinn þingforseti með 32 at- kvæðum stjórnarflokkanna. Deildarforsetar voru kjörnir þeir sðmu og gegndu forseta- störfum á síðasta þingi, Jóhann Hafstein í neðri deild og Sigurð- par Ö. Úlafssoo i efri deild.— Sjá nánar frétt á 4. síðu. Tvö alvarleg bifreiiaslys s Hafnarfirði í gærdag I gær urðu tvö alvarleg: umferðarslys í Hafnar- íirði. Á nýjum vegi, um það bil einn kílómetra fyrir sunnan Hvaleyrarholt rákust á vörubíll og fólksbifreið. Karl og kona, sem í fólksbílnum voru, slösuðust illa, en bifreiðarstjórinn á vöru- bílnum og briðji maður í fólksbílnum sluppu ó- meiddir. I»á var ekið aftan á stúlku á Suðurgöt- unni til móts við Melhús. Slysið fyrir sunnan Hvaleyr- holt var tilkynnt lögreglunini í HVERNIG STOÐ A LAN- VEITINGU ÚTIBÚSINS? Mikla athygli og furðu hefur vakið sú ráðstöf- un bankaútibúsins á Egilsstöðum að lána Sigur- birni Eiríkssyni veitingamanni hálfa þriðju millj- ón króna. Stjórn Kaupskips h.f. hefur sent frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem sagt er að „umrædd lánveiting átti að fara fram á vegum Kaupskip h.f.", hvernig sem ber að skilja það orðalag. Ennfremur kveðst félagið nú bera ábyrgð á lánveitingunni og hafa sett fyrir henni trygg- ingar. Væntanlega skýrast ýms at- riði í sambandi við þetta dul- arfulla mál Sigurfojarnar Eiríks- sonar þegar Halldór Þorbjarn- arson sakadómari gefur skýrslu um niðurstöður rannsóknar sinnar. En yfirlýsing Kaupskips h.f. breytir engu um furðu manna yfir ráðsmennsku úti- búsins. Hlutverk þess er að lið- sinna bændum í nærsveitum Eg- ilsstaða, og lán til þeirra hafa Hvernig má það vera að hinn grandvari og gætni útibússtjóri á Egilsstöðum gerir annað eins og þetta? Sigurbjörn Eiriksson hafði aðalviðskipti sín við Sam- vinnubankann og fékk þar ákaf- lega mikla fyrirgreiðslu úr sjóði samvinnumanna. Svo var kom- ið að ýmsir háttsettir valdamenn Framsóknarflokksins munu hafa talið öhjákvæmilegt vegna ör- yggis Samvinnubankans að á- byrgðinni yrði dreift. Er eitt- hvað samtoengi milli • þessa og lánveitingarinnar á Egilsstöð- um? verið skömmtuð af mikilli gætni og náfcvæmni, þannig að ýms-. um hafa þótt þúsundirnar nokk- uð naumt klipnar. En svo kem- ur fjármálamaður úr Reykja- vík og hirðir í einu vetfangi hálfa þriðju milljón úr sjóði bænda! Miðað við fjármuni úti- búsins mundi þetta jafngilda því að banki í Reykjavík lán- aði fjármálamanni 50 milljónir króna einn góðan veðurdag. Hafnarfirði kl. 8.50 í gærmorg- unn. Hafði fólksbifreiðin G-3023 ekið fram úr vöruibflnrum G-24. þagar áreksturinn varð. Vöubíll- inn skemmdist töluvert og fólks- bifreiðin er hroðaleg útlits. Sem fyrr aegir voru þrir menn í fólksfoifreiðinni. Tveir þeirra, karl og kona, voru flutt á Slysa- varðstafuna, og þaðan á Landa- kot. Þjóðviljinn hringdi upp á Landakot í gær og fékk þær upplýsingar, að hér væri um útiendimga að ræða, og mun maðurinn vera Júgóslavi, en konan Ungverji. Karlmaðurinn er eitthvað meiddur á höfði. en ekki er ennn vitað hve illt högg hann hefur hlotið. Konan er öllu betur farin, hún hefur fengið skrámu á hnakka, og skurð á hægri handlegg. Slysið á Suðurgötunni varðum fimmleytið í gær. 15 ára stúlka var á gangi eftir Suðurgötunni. Þegar kom á móts við Melshús ók bifreið aftan á stúlkuna, og ók kona bifreiðinni. Fékk hún taugaáfall, en gefur þá skýr- ingu helzta á slysinu, að hún hafi blindazt af sól. Með telpuna var farið á Slvsa- varðstofrona og þaðan á Lands- spítalann. Þjóðviljinn hafði samband við Landsspítalann á tólfta tímanum í gærkveldi og var líðan etúlk- unnar þá sögð góð eftir atvlfc- um. Tvö umferðar- slys á Laufásvegi 1 gær urðu tvö umferðaslys hér í borgirmi. Fyrra slysið varð um kl. 12 á hádegi á Laufásvegi móts við húsið nr. 60. Varð fjögurra ára drengur Aðalsteinn Júh'us Magnússon, Laufásvegi 65 þar fyrir bifreið og meiddist hann á höfði, þó ekki alvarlega. Hann var fluttur á slysavarðstof- una og síðan leyft að fara heim til sín. Síðara slysið varð á mótum Hringbrautar og Larafásvegar um kl. 15. Varð kona að nafni Soffía Þórðardóttir, til heimilis að Laufásvegi 60 þar fyrir bif- reið og meiddist nokkuð. Var hún flutt í slysavarðstofuna. Örslit í 2. flokki fara fram í dag. Úrslitaleikur í landsmóti ann- ars flokks í knattspyrnu fer fram á Melavellinum kl. 4 i dag. KR og Keflvíkingar leika. FULLYRT AÐ MÁTT HEFÐI AFSTÝRA HARMLEIKNUM í PIAVEDAL- 12.SÍÐA l.„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.