Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 12, október 1963 ÞldÐVILTINN SlÐA 5 Ludwig Erhard Harold Macmillan Spádómar eru alltaf var- hugaverðir, en óhætt er að gera ráð fyrir því að síðar meir verði talið að eftirstríðs- tímabilinu í sögu Vestur- Evrópu hafi lokið þessa haust- daga sem nú eru að líða. Á sömu vikunni láta tveir aldur- hnignir íhaldsforingjar af hendi stjórnartaumana í öflugustu ríkjum álfunnar, og þótt látið sé heita svo að ellihrumlciki bindi endi á kanslaradóm Ad- enauers og þvagteppa felli Macmillan úr forsætisráð- herrastól, vita allir að þeir láta af völdum tilneyddir sök- um þess að fylgismenn þeirra telja forustuskipti nauðsynieg til að bjarga flokkunum sem i hlut eiga frá stóráföllum. Stefna beggja í hinum veiga- mestu málum hefur beðið skip- brot og þar á ofan bætast hneyksli á æðstu stöðum, bæði í London og Bonn. Hvort- tveggja veldur því að báðir gömlu mennirnir hljóta að líta á brottför sína úr embætti sem mesta stjórnmálaósigur <5em þeir hafa nokkru sinni beðið. Konrad Adenauer, sem stjórn- að hefur Vestur-Þýzkalandi samfleytt frá því ríkið var stofnað fyrir fimmtán árum, verður að sætta sig við að af- henda stjórnartaumana þeim samstarfsmanna sinna sem hann sízt ann upphefðar og frama. Harold Macmilian skil- ur þanraig við Ihaldsflokkinn brezka að fyrirsjáanlegt þykir að nafni hans Wilson. nýbak- nður foringi Verkamanna- SIGRADIR MENN KVEDJA flokksins, verði seztur að í for- sætisráðherrabústaðnum við Downing Street áður en næsta ár er á enda. Vissulega getur Adenauer stært sig af að hann hafi aldrei tapað kosningum, en engu að síður hverfur hann af stjómmálasviðinu sigraður maður. Utanrikisstefna hans er í rúst og ofmetnaður hans og ódrengileg framkoma gagnvart stjómmálaandstæðingum, sem lengi vel færðu honum hvem sigurinn á fætur öðrum, sviptu hann fyrir réttu ári áhrifa- valdi í innanlandsmálum. Frá öndverðu var það stefna Ad- enauers að tengja Þýzkaland Frakklandi svo nánum böndum að ófriður milli þessara erfða- fjenda væri útilokaður, en eyða afleiðingum ósigurs Hitlers- Þýzkalands í austri með fuli- tingi Bandaríkjanna. Um skeið veittist honum auðvelt að sam- ræma þessi tvö markmið, en upp á síðkastið hafa þau rek- izt æ harkalegar á. Gereyðing- arjafnvægið milli Bandaríkj- anna og Sovétrfkjanna hefur gert að engu draum þeirra vin- anna Adenauers og Dullesar heitins um að beita hemaðar- mætti A-bandalagsins til að breyta ríkisskipan og þjóðfé- lagsháttum á svæðinu frá Sax- elfi til landamæra Sovétríkj- anna. Það kemur æ betur í ljós að markmið núverandi stjómar í Washington er þvert á móti að draga úr hættunni á árekstrum við Sovétríkin, meðal annars með samningum sem fela í sér óbreytt ástand í Mið-Evrópu um fyrirsjáan- lega framtið. „Ég þoli ekki lengur þennan viðurstyggilega þvætting um að draga úr við- sjám,“ varð Adenauer að orði í kveðjuveizlu sem hann hélt ritstjórum og biaðaútgefendum fyrra miðvikudag. Rlofningurinn í A-bandalag- inu milli Bandarikjanna og Frakklands gerði það að verk- um að áhrif Adenauers i Washington þverruðu að sama skapi og hann vingaðist við de Gaulle. Lágmarki náðu þau í sumar, þegar þýzki kanslar- inn var á báðum áttum hvort hann ætti að fylgja Kennedy og undirrita samninginn um stöðvun kjamorkutilrauna eða slást í för með de GauUe og virða samninginn einskis. Tví- vegis ákvað Adenauer að hafna undirritun, en í bæði skiptin fengu yngri samstarfsmenn hans talið honum hughvarí. Klofningurinn í Kristiiega demókrataflokknum út af ut- anríkismálum er athyglisverð- asta stjórnmálafyrirbærið sem gætt hefur í Vestur-Þýzka- landi síðustu stjómardaga Ad- enauers. Bæði innan ríkis- stjómarinnar og utan skiptast flokksmenn í andstæðar fyik- ingar eftir því hvort þeir meta meira bandalagið við Frakk- land eða Bandaríkin. Franz Josef Strauss, sem varð að láta af embætti landvamaráð- herra fyrir forustu í aðför þeirra Adenauers að vikuritinu Der Spiegel í fyrra haust, ein- beitir sér nú að því að komast tii vegs í Bonn á ný með þv" að notfæra sér forustuna fyrir kristilega flokknum í Qajem. Hann og von Brentano, fyrr- verandi utanríkisráðherra, veita forustu þeim armi flokksins sem fyrir hvem mun vill halda óbreyttri stefnu gagnvart Aus.t- ur-Þýzkalandi og öðrum ríkj- um Austur-Evrópu, jafnvel þótt það kosti að standa með de Gaullé gegn Bandaríkjunum í A-bandalaginu. Viðnámið gegn þessum eftirlegukindum kalda stríðsins hefur hingað til einkum mætt á Schröder utanríkisráðherra, en talið er víst að Erhard, sem taka á við kanslaraembættinu á miðviku- daginn, sé sama sinnis. Til þessa hefur Erhard forð- azt að láta nokkuð uppi um breytingar sem hann fyrirhug- ar á ríkisstjóminni og stefnu hennar. Krónprinsinn sem Ad- enauer reyndi árum saman að ráða pólitískt af dögum hefur lært varíæmi í hörðum skóla. Allur ferill Erhards hingað til, ekki sízt viðbrögð hans síðast- liðinn vetur þegar de Gaulle útilokaði Bretland frá aðild að ERLEND TÍÐINDI EBE, bendir til að hann láti samstarfið við Bandaríkin ganga fyrir bandalaginu við Frakkland hvenær sem á reyn- ir. Varla getur hjá því farið að átök innan Kristilega demó- krataflokksins fari harðnandi. Bæði veldur því ágreiningur um utanríkisstefnuna og ekki þó síður almennt álit að Er- hard sé bráðabirgðakanslarí. Yngri menn eins og Strauss, Schröder, von Brentano og Dufhues, framkvæmdastjóri flokksins, keppa um að taka við flokksforustunni af honum þegar þar að kemur. Þingkosn- ingar eiga að fara fram í V- Þýzkalandi 1965, og sósffll- demókratar gera sér vonir um IBretlandi spyrja menn vart lengur hvor stóru flokkanna sigri í kosningunum sem fara eiga fram fyrir næsta haust, heldur hvenær að því komi að Verkamannaflokkurinn taki v;ð stjóm. Mánuðum saman hafa úrslit skoðanakannana og auka- kosninga bent til að Verka- mannaflokkurinn sigri með allt að 200 þingsæta meirihiuta þegar Bretar ganga að kjör- borðinu. Ekki er nema rúmt misseri liðið síðan Harold Wil- son tók við forustu Verka- mannaflokksins, en meirihluti landa haps Htur nú þegar á hann sem tilvonandi forsætis- ráðherra að kosningum aí- stöðnum. 1 forustuliði íhaids- manna er ekki lengur rætt um það hvort flokknum auðnist að halda meirihluta á þingi, heid- ur hvort tök séu é að afstýra að fyrirsjáanlegur ósigur verði svo stórkostlegur að jafngiídi hruni. Vemlegur hluti þing- flokksins krafðist þess fyrir nokkrum mánuðum að Mac- millan léti af stjómarforustu og flokksleiðtogastarfi þegar í stað, svo að nýjum manni gæfist tækifæri til að bjarga Ihaldsflokknum úr ógöngum. „ITvað sem á dundi var ég fl staðráðinn í að láta ekki tvær mellur fella ríkisstjóm hennar hátignar,‘f sagði Mac- millan í sjónvarpsviðtali i sumar eftir að mesti gaura- gangurinn út af kvennafari Profumo landvarnaráðherra Konrad Adenauer Butler að þegar þær eru afstaðnar komi það í fyrsta skipti í þeirra hlut að mynda ríkis- stjórn. Frjálsir demókratar, sem nú ríða baggamuninn á þingi milli stóru flokkanna, breyttu nýlega um stefnu. Hingað til hafa þeir hafnað samstarfi við sósíaldemókrata, en nú hefur flokkurinn ákveð- ið að styðja þann flokkinn til stjórnarmyndunar sem fleiri þingmenn fær, hvort sem það eru kristilegir demókratar eða sósíaldemókratar. Síðan í kosn- ingunum 1961 hafa kristilegir 242 þingsæti í Bonn en sósíal- demókratar 190. hans var liðinn hjá. Harðnað- ur blöðruhálskirtill bjargar honuV nú frá að falla á þessu hneykslismáli, en hógværlega orðuð skýrsla Dennings yfir- dómara er í raun ogveruharð- ur áfellisdómur yfir stjómar- forustu Macmillans. Áður beið stjóm hans herfilegan ósigur á alþjóðavettvangi, þegar um- sókn hennar um aðild Bret- lands að EBE var vísað á bug. Ástæðan til umsóknarinnar var stöðnun í atvinnulífi Bretlands; með tilheyrandi gjaldeyris- vandræðum og atvinnuleysi. Nýafstaðið flokksþing Verka- mannaflokksins gerði það meg- inatriði í kosningastefnuskrá hans að ráða bót á ófremdar- ástandinu, sem íhaldsstjómin skilur eftir, með mannsaldurs- langri áætlun um sókn til bættra lífskjara, aukinnar menningar og útrýmingar stéttamunar. Þetta hyggst flokkurinn framkvæma með því að hagnýta vísindi og nýjustu tækni til hins ýtrasta í þágu þjóðarheildarinnar og ryðja úr vegi eínkahagsmunum sem eru hemill á hagvöxt eða skaða á annan hátt almanna heill. Erfitt mun reynast fyrir nýja íhaldsforingjann, hvort sem hann heitir Butler, Hailsham, Maudling, Heath eða eitthvað annað, að reisa flokkinn við á þeim skamma tíma sem nú er til kosninga. Ihaldsmenn kjósa ekki foringja sinn, heldur ræð- ur fámenn forustukiíka hver teljast skuli njóta trausts þorra þingflokksins. Af þeim sem nú koma til greina er Butler líklegastur til að verða eftirmaður Macmillans. Verði hann fyrir valinu er sýnt að tjaldað er til einnar nætur. Butler er litlu yngri en Mac- millan og var helzti keppi- nautur hans um flokksforust- una eftir Súezófarir Edens. Geri máttaryöld Ihaldsflokks- ins hann nú að eftirmanni Macmillans, merkir það að þau ala enga von lengur um sigur í kosningunum sem framundan eru, en treysta Butler bezt til að halda flokknum saman þangað til úrslit fást í bar- áttu yngri mannanna um völd- in. M. T. ó. Rafvirkjameistarar BUSCH-JAEGER-efni af öllum gerðum komið, bæði inn- fellt og utanáliggjandi. Einnig DURO-rofar og tenglar, í brúnum og hvítum lit. SENDIÐ PANTANIR SEM FYRST. ELECTRIC h/f. Túngötu 6. — Simi 15355. Sendisveinn óskast strax. Afgreiðsia Þjóðviljans Sími 17 500 Bifreiðaleigan HJÓL H

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.