Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.10.1963, Blaðsíða 10
JO SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagror 12. október 1963 Páll fsólfsson einu orði af því sem harm seg- ir. Séra Lorenco Niesen hrópaði: — Hvað á allt þetta kjaftæði að þýða? Ef við eigum að gera eitthvað, þá vindum okkur í það! — Alveg rétt! sagði Adam. — Veme, hlustaðu á: Ef Mc- Daniél var reiðubúinn að para á spítala vegna þess ama, þá veiztu h'ka að hann lætur sig ekki muna um a& láta nauðga dóttur sinni! Hópurinn þokaði sér til, færði sig ögn nær. Bart Carey sagði: — Sem ég er lifandi, já auð- vitað. — Við erum að sóa tímanum, hrópaði enn einn. En Shipman hreyfði sig ekki. Hann var orðinn fölur í andiiti. Við Ellu sagði hann: — Stúlka mín, hlustaðu á mig. Af hverju í ósköpunum fannstu upp á að segja þes;|i sögu, ef hún Var ekki annað en tilbúningur? Sam Griffin hló lágt. — Þessa spumingu lagði ég ein- mitt fyrir sjálfan mig, sagði hann. — Og þess vegna fór ég í heimsókn til ungfrú McDaniel — Af hverju hafið þér svona mikinn áhuga á þessu máli? greip Shipman fram í. — Af persónulegum ástæðum, sagði Sam og drap tittlinga framan í Adam. — En sjáið þér til, mér fannst svolitill óþefur af allri sögunni, rétt eins og yður firmst allt í einu, herra Shipman. Það var einmitt lóð- ið: Af hverju ætti hún að segja svona sögu, ef hún væri ekki sönn? — Nú? — Jú, bíðið hægur. Hún vildi ekkert segja í fyrstu og afi hennar var ekkert lamb að leika sér við. En sjáið til, ég hef at- vinnu af því að kynna mér fólk; ámm saman hef ég feng- izt við það. Og ég gef henni langa línu og vind inn með hægð svo að hún taki ekki eft- ir neinu. Ég sagðist hafa verið að líta í kringum mig og at- huga allt þetta mál og ég væri með tilgátu. Tilgáta mín væri eú, að hann Cramer okkar héma Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDrt Laugavegi 18 III. h. (lyftal SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 “ Nuddstofa á sama stað. — hefði neytt hana til að ljúga þessu — — Veme, hlustaðu á! Þessi maður er geðveikur. Ég — Shipman leit illilega á Adam. — Þegiðu, sagði hann; svo bætti hann við: — Haldið áfram Griff- in. Við hlustum. — Jæja, það stóð heima, sagði Sam. — Hann Adam gamli er býsna útsmoginn. Það sem hann gerði var að segja ungfrú Mc- Daniel að faðir hennar yrði drepinn, ef hún gerði ekki eins og henni væri sagt; það er allt og sumt. Eftir það sem kom fyrir Tom McDaniel, er ekki að undra þótt hún tryði honum! Hún varð dauðhrædd. Og það hefðu fleiri orðið. Shipman sneri sér að Ellu. — Er þetta satt? sagði hann. Hún kinkaði kolli. — Hann lofaði mér að það yrðu engin vandræði. Ég á við það að hann sagði að ekkert yrði gert nema strákurinn yrði rekinn úr skól- anum. Mér þykir þetta leitt. Hún leit á Jóa. — Fyrirgefðu; ég ætlaði — — Farðu aftur inn í bílinn, sagði Sam. — Ég kem rétt strax. Ella leit sem snöggvast á Ad- dam, tók síðan á rás. — Ekkert vit í þessu. sagði Shipman við engan sérstakan. Sam hristi höfuðið. — Það er rétt, þegar farið er að skyggn- ast betur inn í þetta. En þér verðið að skilja, herra Shipman, að hann ungi vinur yðar var alveg að missa móðinn. Ég á við það, að hann var að missa allt út úr höndunum á sér sem hann hafði verið að byggja upp. Og sannleikurinn var sá, að þér voruð i vandræðum líka, vegna þess að þér stóðuð með honum. Þið voruð báðir — — Veme! — í slæmri klípu, herra Ship- man. Ég er ekki að segja, að þér hafið vitað neitt um þennan litla sjónleik: kannski hafið þér gert það, en þó held ég ekki. Ég held það þurfi alveg sérstak- lega viðbjóðslega skapgerð tilað finna upp á öðrum eins óþverra. Sam leit framani Adam. — En það skiptir samt ekki máli-, sagði hann. — Þegar allt kem- ur til alls. Jafnvel þótt ég hefði ekki fengið ungfrú McDaniel til að segja sannleikann. Vegna þess að fólkið var aldrei með þér, drengur minn. Það hefði snúizt gggn þér í tíma, eins og ævinlega þegar einhver reynir að selja því eitthvað sem það kærir sig ekki um. Manstu? Þetta hefði endað eins, hvort sem ég hefði farið að reka nef- ið í þetta eða ekki. Nema þá hefði saklaus drengur verið drepinn og fáeinir heimskir fantar með blóðflekkaðar hend- ur! Hópurinn var þögull. Það var eins og fólkið væri frosið. Adam Cramer horfði á það standa þama eins og hálfgerð- ar höggmyndir í sólskininu og hrópaði: — Lygi! allt i einu, án þess að ætla sér það. — Lygi! Eins og guð er yfir mér þá er Framhald af 7 .síðu. bam strjúki móðurkinn, þegar logn og ládeyða gerir spegil- sléttan hafflötinn að endalausri víðáttu svo langt sem augað eygir. Við hafið eiga allir þeir, sem á Stokkseyri hafa dvahð lengri eða skemmri tíma minn- ingar bundnar ljúfar og sárar. Til hafsins hafa gengnar kyn- slóðir Stokkseyrar sótt Hfsbjörg sína oft við erfiðar aðstæður um ára og aldaraðir. Hafið krafði þetta litla þorp líka oft stórra fóma og minnti íbúanaá hættur þær og mannraunir, sem samfara em sjósókn í okkar fiskimannalandi. Páll Isólfsson ólst upp við hafið. Lék sér bam á strönd- inni og í fjömnni. Hlustaði hugfanginn á raddir sjávarins þegar brimið hóf upp sinn seiðmagnaða söng. Og Páll tók ástfóstri við hafið. Þar kaus hann að eiga hús, þegar starfsdegi tæki að halla og tóm gæfist til hressingar og hvfldarstunda frá erilsömum hversdagsstörfum. Húsið hans Páls er sumar- bústaður. Og vél fer á þvi að Páll búi í sumarhúsi þegar hann dvelur á Stokkseyri. Sumar og sólskinsskap fylgja Páli Isólfssyni. Hans létta skap, bráðfyndnu tilsvör og hisp- urslaus framkoma við háa og lága hafa gert Pál að vinsæl- um félaga og samferðamanni. En þó að Páll Isólfsson sé gamansamur og léttur í lund, er hann alvörumaður og fast- ur fyrir, er vandamál samfé- lagsins ber á góma og fund- vís á haldgóð rök fyrir skoð- unum sfnum á þjóðfélagsmál- um og þeim viðfangsefnum, sem ræða þarf um og leysa hverju sinni. Bemskuárin á Stokkseyri hafa verið Páli ísólfssyni minnisstæð í gegnum líf hans og starf. Um það bera glöggt vitni samtöl hans og frásagmr við ótal tækifæri. Stokkseyr- ingar standa í mikilli þakkar- skuld við Pál fyrir vináttu hans og tryggð við bemsku- stöðvamar. Marga mæta menn hefur Stokkseyri alið og fóstr- að, sem goldið hafa Stokkseyri ríkulega sín fósturlaun, en fáa sem Pál. Svo heilsteypt er drenglund hans, vinátta og ræktarsemi í öllu því, sem að Stolckseyri snýr. Ekki veður minnzt svo á Pál að ekki sé getið hans frábæru eiginkonu, Sigrúnar Eiríks- dóttur, sem með alúðlegri framkomu sinni og vinsamlegu viðmóti hefur unnið hug og hjarta Stokkseyringa þann tíma, sem hún hefur dvalið á Stokkseyri. Gestrisni þeirra hjóna er viðbrugðið. Þar er þeim sem að garði ber tekið opnum örmum af aðalslund íslenzkrar gestrisni eins oghún hefur bezt þekkzt. Oft hefur húsmóðirin í Isólfsskála átt annasaman dag við móttöku gesta. Þar var ejckert eftirtalið og vedtt af þeirri rausn og höfðingskap, sem ékki gleym- ist þeim, er notið hafa. Stokkseyringar heima og heiman senda í dag Páli Is- ólfssyni hugheilar hamingju- óskir í tilefni af þessum merku tímamótum í lífi hans. Þakka honum tryggð hans og vináttu við litla þorpið á sjávarströnd- inni og bera þá ósk að hann megi í bústaðnum sínum á sjávarbakkanum við góða heilsu og hamingju, eyða ævi- kvöldi gifturíkrar starfsævi um mörg ókomin ár. Ég er einn í þeim stóra hópi sem tek undir þær hamingju- óskir af heilum huga og bið honum og fjölskyldu hans blessunar til leiðarloka. Bjðrgvin Signrðsson. Námsstyrkir og námsíán Umsólknir um styrfci eða lán af fé því, sem Mennta- málaráð kemur til með að úfhluta næsta vetur til ís- lenzkra námsananna erlendis, eiga að vera komnnar til skrifstofu Menntamálaráðs að Hverfisgötu 21 eða í póst- hólf 1398, Reykjavík, fyrir 1. desemlber n. k. Til ledðbeiningar umsækjendum vill Menntamálaráð taka þetta fram 1. Námsstyrkir og námslán verða eingöngu veitt ís- lenzkum ríkisborgurum til náms erlendis. 2. StyTkir eða lán verða ekki veitt til þess náms, sem auðveldlega má stunda hér á landi. 3. Umsóknir frá þeim, sem lokið hafa kandidatsprófi, verða ekki teknar til greina. 4. Framhaldsstyrkir eða lán verða ekki veitt, nema um- sófcn fylgi vottorð frá menntastofnun þeirri, sem um- sækjendur stunda nám við. Vottorðin eiga að vera frá því í október eða nóvember. 5. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðublöðum, sém fást í skrifstofu Menntamálaráðs og hjá sendiráðum fslands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með umsóknum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar eð þau verða geymd í skjalasafni Menntamálaráðs, en efcki endursend. MENNTAMAI,ARA» ÍSLANDS. S K OTTA Láttu mig vita ef þú ert í vandræðum með að finna rúmið þitt. M.a. mikið úrval af kápum með litlum skinnkrögum. MARKAÐURINN Laugavegi 89 IB 0 ÐÓSKAST 3 stúlkur í góðum stöðum óska eftir 3—4 herbergja íbúð. Reglusemi. Hreinlæti. — Upplýsingar í síma 14284. Innheimtustörf Duglegir unglingar óskast til innheimtustarfa nú þegar, hálfan eða allan daginn. ÞjóBviljinn Sími 17-5-00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.