Þjóðviljinn - 13.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.10.1963, Blaðsíða 5
HðÐVILIINN SlÐA 5 Sunniudagur 13. október 1963 Störf kjararannsóknarnefndar um fangsmikil og tímafrek Þjóðviljanum hefur borizt svofelld ,,Ti],kynning um störf kjararannsóknarnef ndar ‘ ‘. „1. Upphaf þess, að kjara- rannsóknamefnd var sett á laggirnar, er að rekja til til- kynningar frá ríkisstjóminni, þann 16. júní sl. 1 þeirri til- kynningu var m.a. tekið fram, að ríkisstjómin beindi þeim eindregnu tihnælum til sam- taka launþega og vinnuveit- enda, að þau létu í samein- ingu fara fram athugun á því, hversu milril kauphækkun megi verða til að hún komi að gagni fyrir launþega. Hét ríkisstjómin stuðningi sínum við gerð slíkrar athugunar, m. a. því, að hún væri reiðubúin að greiða kostnað athugunar- innar. 2. Þegar tilkynning rí'kis- stjórnarinnar birtst stóðu yf- ir kjarasamningar milli vinnu- veitenda og verkalýðsfélaga á Norðurlandi. Samtök vinnu- veitenda svöruðu orðsendingu ríkistjómarinnar með yfirlýs- ingu, þ. 17. júní, á þá lund, að þau lýstu sig fús til að taka þátt í þess háttar athugun. Samninganefnd verkalýðsfé- laganna á Akureyri og Siglu- firði svaraði orðsendingu ríkis- stjómarinnar þ. 18. júní. Var í því svari m.a. tekið fram, að samninganefndin mælti með því, að miðstjóm Alþýðusam- bands íslands tæki upp við- ræður við fulltrúa atvinnu- rekenda um sameiginlega hag- fræðilega athugun, sem að gagni mætti koma til þess að létta fyrir kjarasamningum. Ennfremur var tekið fram, að tækist samkomulag um slíka atihugun, vildi nefndin treysta þvi, að bráðabirgðaniðurstaða þeirra lægi fyrir ekki síðar en 15. október og að gildis- támi væntanlegra samninga yrði miðaður við þann dag. 3. Með tilliti til ofangreinds, tilkynnti Alþýðusamband Is- lands, með bréfi dags. 16. júlí 1963, helztu samtökum at- vinnurekenda, að Alþýðusam- bandið væri reiðubúið að taka upp viðræður um sameigin- lega hagfræðilega rannsókn, er stuðlað gæti að því að auð- velda kjarasamninga, að upp- fylltum ýmsum skilyrðum. Meðal þeirra skilyrða var, að greitt yrði fyrir öflun allra þeirra gagna, sem fulltrúar verkalýðssamtakanna telja, að auðveldað geti kjarasamninga og að rannsökuð yrðu sérhver þau atriði efnahagskerfis og atvinnulífs, sem þýðingu hafi fyrir markmið rannsóknarinn- ar. Eftir að viðræður milli Alþýðusambandsins og sam- taka atvinnuveitenda höfðu farið fram, í júlálok, varð samkomulag um, að sam- eiginleg sex-manna nefnd, skyldi sett á laggirnar. Eftir- greindir vom tilnefndir full- trúar Alþýðusambandsins nefndinni: Bjöm Jónsson, Sigurvin Einarsson og Hjalti Kristgeirsson. Fyrir samtök atvinnuveitenda höfðu þá eft- irtaldir fulltrúar verið til- nefndir: Björgvin Sigurðsson fyrir Vinnuveitendasamband Islands, Helgi Bergs fyrir Vinnumálasamband samvinnu- félaganna og Þorvarður Alfonsson fyrir Félag ís- lenzkra iðnrekenda, Síðan um miðjan september hefur nefndin haft til eigin afnota eigið húsnæði og hafa starfað á vegum hennar hagfræðing- amir Hjalti Kristgeirsson og Einar Benediktsson og ein skrifstofustúlka. 4. Kjararannsóknarnefnd, sem svo hefur valið sér heiti, brunatryggingar ALMENNAR TRYGGINGAR hf kom fyrst saman til fundar þ. 13. ágúst og hefur alls haldið 32 fundi. Nefndin átti í byrj- un viðtöl við fulltrúa ýmissa opinberra stofnana, s.s. Hag- stofu Islands, Efnahagsstofn- unarinnar, Seðlabanka Islands og Fiskifélags Islands um öfl- un gagna. Þá fóm tveir nefnd- armenn, Þorvaldur Alfonsson og Hjalti Kristgeirsson, í stutta ferð til Noregs, og kynntu sér hagrannsóknar- starfsemi samtaka launþega og atvinnurekenda, þar í landi. Er álit nefndarinnar, að af þeirri starfsemi megi ýmsan gagnlegan lærdóm draga fyrir Islendinga. 5. Nefndin hefur tekið sér fyrir hendur að athuga þróun launa og verðlags og þjóðar- tekna undanfarinn áratug, með það fyrir augum að varpa Ijósi á samhengi þessara þátta. Auk þess sem nefndin hefur kannað þær upplýsingar, sem Efnahagsstofnunin hefur afl- að um þessi atriði, hefur nefndin ráðizt í aukna upplýs- ingasöfnun og hefur m.a. Hagstofa Islands tekið að sér að gera fyrir nefndina könnun á launatekjum ýmissa stétta í sl. septembermánuði. Einnig hefur verið leitað upplýsinga beint frá ýmsum launþega- samtökum um kjör meðlima þeirra. 6. Jafnframt hefur nefndin talið nauðsynlegt að kanna af- komu atvinnuveganna, en hef- ur í upphafi lagt aðaláherzlu á höfuðútflutningsatvinnuveg- inn, sjávarútveginn með tilliti til þess hve umfangsmikið verkefnið er. Viðtöl hafa farið fram við fulltrúa ýmissa hags- munasamtaka innan sjávarút- vegsins, s.s. Landssambands íslenzkra útvegsmanna, Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda og Samlags skreiðarframleiðenda, og gagna aflað um rekstursaf- komu sjávarútvegs og fisk- vinnslu. 7. Frá upphafi þótti ljóst, að athuganir sem þessar yrðu umfangsmiklar og tímafrekar í framkvæmd og hefur svo reynzt. Nefndin telur æskilegt, að athuganir af þvií tagi, sem hún er nú að framkvæma, yrðu gerðar að staðaldri í framtíðinni af stofnun, sem til þess hentði, og með hliðsjón af þvi hefur hún metið meira að leitast við að leggja traust- an grundvöll að slíku starfi, en að hraða niðurstöðum úr hófi. Nefndin mun þá láta þeim samtökum, sem að henni standa, í té skýrslu um ein- staka þætti úr niðurstöðum sínum jafnóðum og þær verða til, til .þess að þær geti sem fyrst orðið að liði í samninga- gerðum aðilanna. Reykjavík, 11. október 1963 Kjararannsóknamefnd. ÞJONUSTA110 AR STÆRSTA URVAL HUSGAGNA Við fögnum 10 ára starfsafmæli verzlunarinnar 9.—16. október, með því að veita einhverjum þeirra viðskiptavina vorra, sem verzla hjá okkur á þessu tímabili, möguleika á glæsilegum vinning fyr- ir viðskiptin. — Að viðskiptavikunni 9.—16. október lokinni, verður dregið úr viðskiptanótum tíma- bilsins og sá sem hlýtur númer, fær húsgögn eftir eigin vali, fyrir allt að 10.000,00 krónum al- veg ókeypis. KJÖRGARÐI SKEIFAN SÍMI 16975

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.