Þjóðviljinn - 13.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.10.1963, Blaðsíða 8
w J SÍÐA-----------------------------——----------------------------------------HÓÐVIUINN----------------------------------------------------------------Sunnudagur 13. október 1963 Hér sýnir Ingibjörg Ásgeirs- dóttir samkvæmisgreiðslu. Hár- ið er litað með perlulit og er eiginlega Ijós lilla bleikt. Rauði liturinn á hárinu á Ragnheiði Jónsdóttur, ku vera einn sá vinsælasti núna. Hann heitir sparkling cherry. Díana Magnúsdóttir er hér með sérkennil. samkvæmisgreiðslu. Hárið er Iitað kolsvart, en i rauninni er hún Ijóshærð. MARGLITT HÁR Á hárgreiðslusýningu í Súlna- sal Hótel Sögu síðastliðið þriðjudagskvöld mátti sjá hár f hinu fjölbreyttasta litaúrvali. Stúlkur með allavega rautt, bleikt, Ijóst, dökkt, röndótt, brúnt og lillalitað hár gengu um salinn og sýndu gestum nýjustu greiðslur. Það var hárgreiðslustofan R A F F Ö á Hverfisgötu sem stóð fyrir þessari kynningu á hárlitjn. Hinir svokölluðu perlulitir virðast eiga miklum vinsæld- um að fagna. Þegar þeir eru notaðir verður að fjarlægja hinn eðlilega lit hársins og lita það síðan aftur perlulitum sem til eru í allavega Ijósum af- brigðum. Stúlkurnar vöktu að vonum mikla athygli og er bað trú mín að mikið annríki verði í hárgreiðslustofunni RAFFÓ á næstunni. Eigandi hárgreiðslu- stofunnar, Guðfinna Breiðfjörð annaðist sýninguna. Myndimar á síðunni tók Guðgeir Magn- ússon. Ekkl vitum við hvemig eðll- legur háralitur Herthu Araa- dóttur er, en hér birtist hún tnjög Ijóshærð, með hátízku- lega samkværr.i'ijreiðslu. Tveggja hæða greiðslur hafa mikið verið í tízku undanfarið. Hér sýnir Ragnheiður Júlíus- dóttir eina slíka. Hárið er auð- vitað litað í mjög ljósum perlulit. Hér kemur svo ung stúlka með sinn eðlilega háralit. Hún heit- ir Helga Torberg. Greiðslan er látlaus og hentug fyrir ung- Iingsstúlkur. Margt skrítið í sokkatíikunni Margrét Tryggvadóttir var sú eina sem var með röndótt hár. dökkt mcð ljósar randir í hvirflinum. Gamla Vín ncfnist þessi greiðsla sem Inda Benjamins- dóttir sýnir. Fléttan er ekta. Til þess að fylgja duttlung- um tizkunnar ganga stúlkur i þunnum nylonsokkum, sumar og vetur. Auk þess hve slíkur klæðnaður getur að vetrarlagi verið hættulegur heilsu kvenna er þeim lítill fegurðarauki að því að bláir og kuldabólgnir fætur þeirra sjáist í gegnuni hýjalínið. Því miður eru slíkir sokkar líka ákaflega ónýtir, endast oft ekki nema tvo til þrjá daga. Kostnaður vegna þessa nauð- synlega klæðnaðar er þess vegna mikill hjá kvenþjóðinni. En miðað við verð hinna upp- runalegu sokka megum við sannarlega prísa okkur sælar. Þá voru það aðeins auðkýfing- ar og yfirstéttarfólk sem gat veitt sér þann munað að ganga í sokkum. Fyrstu sokkar í lík- ingu við þá sem við eigum að venjast í dag voru undarlegt sambland af háleistum og bux- um. Þeir voru eingöngu búnir til úr leðri og entust von úr viti, en höfðu þann leiða löst að ómögulegt var að þvo þá! Þótt prjónlistin sé ævaforn, var það ekki fyrr en um miðja 16. öld að menn komust upp á lag með að nota sér þá tækni til sokkaframleiðslu. Fyrstu prjónuðu sokkarnir sem sögur fara af voru Hinrik 8. konungi í Englandi færðir að gjöf frá Spáni árið 1547. Voru þeir úr silki og þóttu hin mesta ger- semi. 1 lok 16. aldarinnar var gangverð á sokkum í Dan- mörku þrír dalir og væru þeir rauðir eða gulir gat verðið far- ið upp í fjóra dali. Til saman- burðar má nefna að góður eld- isuxi kostaði þá sex dali. Það kom margt skrítið fram í sokkatízkunni þegar frá leið. Ullarsokkar þóttu ágætir til hversdagsnota en við hátíðleg tækifæri voru silkisokkar ó- missandi. Þeir voru að visu ekki eins hlýjir og ullarsokkam- ir og til að forðast kulda tóku menn það ráð að klæðast mörgum pörum af sokkum í einu. Tólf pör þótti engin ó- hæfa. Það er sagt að franska skáldið Malherbe hafi þegar hann klæddist, alltaf haft hjá sér teninga jafnmarga sokkun- um sem hann svo skipti bróð- urlega niður um leið og hann fór í hvem sokk. Þá átti hann ekki á hættu að fara í of marga sokka á annanhvom fót- inn. Árið 1680 komu bómuHar- sokkarnir til sögunnar og stuttu síðar áttu lang- og bver- röndóttir sokkar sitt fyrsta blómaskeið í tízkuheiminum. Afleiðingar þessa urðu sífellt djarfari skreytingar á sokkun- um. Oft var íburður þeirra svo mikill að þeir voru dýrari en fínasti alklæðnaður. Það var árið 1589 sem prest- urinn W. Lee fann upp fyrstu priónavélina. Líklega eigum við honum að þakka á hve hátt stig sokkaframleiðslan er komin. i Hibylapryöi. Höfum fengið söluurr boð fyrir nýtízkulegustu húsgögnin markaðnum SYSTEM PYRAMID o PIRA HILLUSETTIN. Við bjóðum yður fjölbreyttasta og ný- • tízkulegasta húsgagnaúrval landsins, Híbýlaprýði h.f. sím! 3S177 - Hallarmúla i 4 í \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.