Þjóðviljinn - 13.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.10.1963, Blaðsíða 12
F LUGSKOTU VEIÐAR Innst í sainum gengur lítið miUiþil fram á gólfið og bak við þetta milliþil hangir merkilegt málverk eiginlega hálffalið umheiminum úti í hinum stóra sai. Frammi í salnum hanga rismikii verk eftir innlenda og erlenda meistara og menn kíkja seint og um síðir bak við þetta þil. Þarna er litill heirnur út af fyrir sig og tjáir merkiiega IffSreynslu ekkert síður en hinir miklu lífsháskar andlegra átaka frammi í salnum. Hvað eru tii dæmis flugskötuveiðar? Veit nokkur maður hér á landi, hvað flugskata merkir? Óþekktur nýgræðingur í list- inni tjáir þó reynsiu sína af þessum merkiiegu kvikindum og fjailar málverk hans um slíkar veiðar. Hver er þessi Óþekkti listmálari? Hvar hefur hann stundað fluguskötuveiðar? Hann sýnir nú í fyrsta skipti verk eftir sig á haust- sýningu niður í Listamanna- skála þessa daga. Þetta er eina málverkið hans á sýningunni. Hann er hjá Ríkisskip Við fundum hann niður við höfn og vinnur hann sem hafnarverkamaður hjá Rík- isskip. Hann stóð í lúgunni um borð í Esju og handlék dúsin af linubölum, sem áttu að fara til Eskifjarðar. Hann var eiginlega á leið- inni niður í lest. Málar þú flugskötur?, spyr ég. Hann verður einkennilegur tdl augnanna. Svo hlær hann. Já, — ég er flugskötumál- arinn. Mér finnst þær eiga það skilið að komast á léreft. Hefur þú stundað flug- skötuveiðar? Ég er eini lslendingurinn, sem hef séð flugskötu. Hef verið sjómaður síðan ég var fimmtán ára. Það er stutt síðan ég kom í land. Hann heitir Eggert Magnús- son. Við föðurkné Ég er fasddur að Njálsgötu 17 hér í bæ og er fjörutíu Eggert Magnússon hafnarverkamaður og listmálari á vinnustað. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). og átta ára gamall. Faðir minn hét Magnús Jónsson frá Breiðholti. Faðir minn hafði góða frásagnarlist og sagði mér oft sögur, þegar ég stóð lftfll við föðurkné, og það voru merkilegar sögur. Hann stundaði hvalveiðar við Suð- ur-Afríku árið 1911 með átta löndum sínum og fóru þeir þangað á vegum Ellefsen. Þessi Ellefsen var norskur maður og rak hvalveiði- stöðvar vestur á f jörðum. Þeir sigldu oft um Gíneuflóann og rákust þá á merkiieg kvik- indi. Þetta voru einkennileg kvikindi í frásögnum föður míns. 1 bemsku ól ég löngun til þess að fara einhvertíma á þessar söguslóðir og stunda sjómennsku þar. Fimmitán ára byrjaði ég á Skúla fó- geta og hef stundað sjó á togurum og mótorbótum lop- ann úr minni ævi. Annars erum við feðgar oft kenndir við Engjabæ i Laugadai. Fað- ir minn rak þar h'tið fjárbú og vann í bæjarvinnunni á efri árum. Listhneigðina hef ég sennilega úr móðurættinnL Móðir mín teiknaði forkunn- arvel. Ég á sex systur, sem teikna og mála meira og minna. Móðurafi minn hét Málverkið ,,Flugskötuveiðar“ — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Eggert Noo-ðdahl, bóndi frá Hóimi. Móðuramma mín hét Valgerður Guðmundsdóttir. Hún var föðursystir Guð- mundar frá Miðdal. Á Ljóna- ströndinni Bernskudraumur minn komst í framkvæmd árið 1950. Labbaði ég mig inn á nýlendudeild brezka heims- veldisins í London og réði mig semn reyndan fiskimann á Ljónaströndina. Ég átti að kenna Súdan- negrum að veiða fisk. Þama var ég sex mánuði og hét dvallarstaður minn Bathrust í Gambíu. Kongóflóiinn breiðir úr sér og er sjórinn 32 gráður á Celsíus. Heitir vindar blása innan úr Saharaeyðimörkinni og sóiin stingur geislum sín- um þráðbeint ofan á kolla mannfóíllksins. Ég fékk bát með dieselvél til umráða og fimmtíu nem- endur. Þeir voru allir Mú- hameðstrúar. Þeir kunnu ekk- ert, þegar ég fór. Ég hef aldrei kynnzt eins bænheitu og trú- uðu fólki. Þeir lágu síknt og heilagt á bæn og vildu ekki læra fiskveiðar. Framan af veidd- um við hákarl í hænsnafóður. Síðan áttum við að snúa okkur að túnfiskveiðum. Þeir lofuðu okkur í London að senda okkur kæliskip. Þegar það kom loksins á vettvang eftir sex mónuði, þá þoldi ekki kælikerfið hitann í sjón- um. Þá gafst ég upp og fór heim. Lífsdramað 1 morgunsárið brutumst við gegnum frumskóginn nið- ur á ströndina og ýttum fleytu okkar úr vör. Kongó- flóinn er einkennilega blár og er sjávardýpi allt að þrjú þúsund xnetrar. Allan daginn háðum við bardaga við há- karla ofan í hænur brezka heimsveldisins og lögðust nemendur mínir oft á bæn. Einn dag í ofanverðum ágústmánuði skeði svo mitt lífsdrama. Ógurlegt flykki flaug allt í einu upp úr sjáv- arskorpunni á stjómborða og tók að svífa kringum bátinn. Þetta var flugskata. Halinn stóð þráðbeint út í loftið og skældur kjaftur brosti niður til okkar. Nem- endur mínir urðu hvítir af skdlffingu. Þessar skötur blaka til börðunum á flugi og þetta eru engar smáræðis skepnur. Þær vega allt að 1200 pund á þyngd. Þær ná allt að átta metra hæð upp í lofftið og geta haldið sér á lofti í tíu mínút- ur í senn. Þessi skata hefur sennilega verið tuttugu fet á breidd og þama hringsól- aði hún kritngum bátinn. Englendingar kalla þetta fyr- irbæri djöflafisk. Hvað er list? Fáir menn í heiminum hafa séð flugskötur Djúga í kring- um bátinn sinn og er þetta sérstasð íslenzk reynsla. Mér hefur fundizt hún svo merki- leg, að ég ákvað að festa hana á léreft. Enginn þarf að furða sig á, þó að allt sé morandi af fiugskötum í myndfletinum. Svo hefur mér þetta kvikindi orðið hugstætt gegnum árin. Ein er þó sýnu stærst og ber af hinum að öllum gildleika og hef ég annað augað blátt og hitt grænt og nota þar steind litagler. Hún er kannski held- ur vinaleg um kjaftinn og er þó ástæða til þess að óttast þessi kvikindi. Sumir hafa furðað sig á þessu vopnaða liði í stafni bátsins og rísa þar bugspjót, sveðjur og korðar til himins. Það er ekkert spaug fyrir mótorbát úti á opnu hafi, ef þetta flykki skellir sér yfir bátinn. Hún getur hvolft honum. Þetta eru hættulegar veiðar. Einn korðinn er kokkteidpinni af bar hér í bænum. Á hvaða bar fékkstu þennan kokkaeil- pinna? spurði dómnefndin á sínum tima. Ég neita að svara þessari spumingu. Það kemur ekki list við. g-m. Skaddaðist illa / andlití við sprengingu Um kl. 12.50 í gær varð það slys inni í Bústaðahverfi að 15 ára drengur, Viggó Guðmunds- son, Bústaðahverfi 8, slasaðist Illa í andliti við sprengingu. Rannsóknarlögreglan skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að drengurinn hefði verið inni í skúr sem hann á sjálfur við húsið heima hjá sér ásamt fé- laga sínum og voru þeir eitt- hvað að fikta með hvelibettu, sem Ihann hafði fengið á vinnu- stað sínum. Var þráður við hvellhettuna og mun hann hafa sett hann í samband við vasa- ljós. Sprakk hvellhettan við andlitið á drengnum og skadd- aðist hann illa. Var hann þeg- ar fluttur í Landsspítalann þar sem gert var að sárum hans. Ekki var enn vitað hve alvar- leg meiðsli drengsins voru er blaðið fór í prentun í gær. Sunnudagur 13. október 1963 — 28. árgangur — 221. tölublað. |»H |@| T§; 1P11 Síldaryfirtaka á Siglufirði gengur vel SIGLiUFlRÐI 9/10. — Undan- fama daga hefur nússneskur yfirtökumaður á síld verið hér á Siglufirði og hefur yfirtakan gengið vel og árekstralaust. Eg hef átt tal við yfirmenn á þrem plönum og ber þeim öllum sam- an um þetta. Kristján Ásgríms- son yfirmaður á plani Einars Sigurðssonar sagði að yfirtakan hjá sér hefði gengið vel enda síldin ágæt vara en ekki væri von til að yfirtökumennimir létu bjóða sér hvaða vöra sem væri. Á þessu plani fór fram yfirtaka á 1500 tunniun af síld. Skafti Stefánsson sem rekur söltunarstöðina Nöf sagði einn- ig að yfirtakan hefði gengið vel. Hins vegar benti hann á, að í fyrra hefðu saltendur fengið 115 krónum hærra verð fyrir hverja cutsíldartunnu er seld var tíl Sovétríkjanna heldur en fyrir það sem fór til Svíþjóðar og Finnlands. Þessi verömunur stafar bæði af því að það er 5 kg meira í tunnunni af Rússa- sildinni en liinum og einnig á hann að vega upp á móti meiri sorteringarkostnaði sem er við Rússasíldina. Enn hefur ekki verið ákveðið hver verðmunur- inn verður í ár, en hann þarf að hæltka frá því í fyrra, sagði Skaftí, því að vinnan við sorter- inguna er mikil. Bjami Þorsteinsson hjá Pól- stjömunni h.f. sagði að yfirtak- an þar hefði gengið vel. Hins vegar taldi hann sig hafa orðið varan við að þessi nýi yfirtöku- maður Rússanna gerði strang- ari kröfur en áður hefðu verið gerðar varðandi þomún í síld- inni, — hann vildi meta hana sem þráabyrjun — en þomun er rannar byrjunareinkenni á þráa. — K-F. Talstöð í Siglufjarðarskarði Siglufirði 12/10 — Siglufjarð- arskarð er nú fært á nýjan leik smærri og stærri bifreiðum. Skarðið varð ófært aðfaranótt fimmtudags og stöðvaðist þann- ig áætlunafbifreiðin í efstu brekkunni, sem heitir Péturs- brekka og var þó hægt að sél- flytja fólkið á smærri bifreiðum yfir háskarðið. Endurbætur hafa farið fram á skýlinu, sem staðsett er í háskarðinu og hef- ur nú verið komið upp talstöð í skýlinu og getur fóHk í hrakn- ingum náð sambandi við um- heiminn. Talstöðvarmálið hefur verið baráttumál hjá Kvenna- deild Slysavamafélagsins í tólf ár og er nú loksins komin við- eigandi lausn á þessu máli. — Kolbeinn. i Einn bátur kominn á síld Grindavik 12/10 — Sjósókn liggur bér niðri að mestu um þessar mundir og er verið að dytta að flotanum. Þrír stærri bátar eru þó byrjaðir á trolli og fjórar trillur eru á línu, en lítill afli fæst þó þessa daga. Hafrenningur var til dæmis að koma inn áðan og fékk lítið. Einn bátur er byrjaður héðan á síldveiðum, en það er Hrafn Sveinbjamarson HI. og hefur hann verið viku úti. Síðastliðna nótt fékk hann 150 tunnur af síld í Jökuldjúpinu og lagði afl- ann upp í Hraðfrystihús Ólafs- víkur. — Hafdís. Hrútasýning á Skeið- vellinum í dag kl. 10 Klukkan tíu fyrir hádegi í dag, verður sýning á kyn- bótahrútum á skeiðvelli Fáks við Elliðaár. Það eru Fjár- eigendafélag Reykjavíkur og Búnaðarfélag íslands, sem standa að sýningunni. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Braga Kristjánssyni úr stjórn Fjáreigendafélags Reykjavíkur. Búnaðarfélagið, sagði Bragi, gengst fyrir slíkum sýningum í hverju héraði fjórða hvert ár og er þessi sýning liður í þeirri starfsemi þess. Það er Pébur Hjálmsson sem gerir mælingar og dæmir hrútana, en ég, fyrir hönd Fjáreigendafélagsins, og ef til vill einhverjir fleiri, verð- um honum til ráðuneytis og að- stoðar. Gera má ráð fyrir að mi'lli tuttugu og þrjátíu hrútar verði sýndir þama og eru þrenn peningaverðlaun veitt: leggur Búnaðarfélagið fram 1/3 þess fjár en félag viðkomandi fjár- ei-genda 2/3. Auk þessara sýninga hefur Fjáreigendafélag Reykjavíkur alla tíð gengizt fyrir millisýn- ingum og þar veitt samskonar verðlaun. Nú getur fleiri en einn hrútur hlotið fyrstu verð- laun og því var það að fyrir sex árum gaf Þorkell Einars- son farandbikar er veita skyldi vænsta hrút af fyrsta flokks hrútum á hverri sýningu. Hand- hafi þessa bikars er nú Ólafur Jónsson á Reynisvatni. Sýning Fjáreigendafélagsins feHur nið- ur á þessu ári og verður næsta sýning væntanlega næsta haust. I stjóm Fjáreigendafélags Reykjavíkur eru nú þessir menn: Ingimundur Gestsson, formaður, Hjalti Benediktsson, varafor- maður, Sigfús Bjarnason, ritari, Ágúst Kristjánsson, gjaldkeri, og meðstjómandi Bragi Krist- jánsson. ,.Fðrantlsön?v- ararnir" svngja Fyrsta söngskemmtun „Far- andsöngvaranna" á Akranesi er í dag, sunnudag. I hópnum eru þessir listamenn: Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested. Erlingur Vigfússon, Jón Sigurbjömsson og Ragnar Bjömsson, sem annast undirleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.