Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. október 1963 — 28. árgangur — 222. ;tölublað. Ráðstefna ASÍ beinir til sambandsfélagannc \ að fylkja sér um þessar kröfur: £Æ THELMA „MISS SKANDINAVIA ¦ Thelma Ingvarsdóttir, fegurðardrottning íslands 1963, var um helgina kjörin „Miss Skandinavia" 1963. Fór keppnin urn titilinn fram í Helsinki. Að launum hlýtur hún ferð til Beirut í Libanon á keppnina um titilinn „Ungfrú Evrópa" og mánaðardvöl þar, veg- legan silfurbikar með áletruninni „Miss Skandinavia" svo og margar góðar gjafir. Thelma sem er aðeins 18 ára að aldri sigraði með glæsibrag í keppninni en önnur í röðinni varð dönsk stúlka. Var keppninni sjón- varpað og vakti mikla at- hygli. Nú að lokinni keppninni hcldur Thelma til Kaap- mannahafnar þar sem hún fer að starfa sem sýningar- stúlka hjá A. C. Bang og heldur hún strax í sýningar- ferðalag um ýmis lönd Evr- ópu. Þjóðviljinn óskar Thclmu til hamingju með sigurinn. ! Almennt kaup 40 kr. á klst. Vinnu- tími styttur, verotrygging kaupsins ^ Ólöglegar tundurdufla- veiðar! 1 GÆRMOKGUN kom varðskip- ið Öðinn til Reykjavfkur og hafði með sér togarann Geir, sakaðan um ólöglegar tund- urduflaveiöar. Togarinn var að veiðum út af Garðskaga í skjóili næturinnar. Stóðst það á endum, að um sama leyiti og varðskipið renndi upp að Geir fengu skipverj- ar stóreflis tundurdufl í vörpuna. Getur skipstjóri nú sagt með skáldffliu: Sjaldan er ein báran stök. VIÐ MÆLINGU reyndist togar- inn um það bil halfa aöra sjómílu innan fiskveiðitak- markanna. Réttarhöld hófust í málinu í gser. Forseti A.S.1. Hannibal Valdimarsson, talar á ráðstefnunni. A myndínni sjást auk hans m.a. Einar ögmundsson, Jón Snorri Þorleifsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jóns- son, Hermann Guðmundsson og Snorri Jónsson. — (Ljósm. Þjéðv. A. £.). Hærra kaup — verndun kaup- máttar — styttur vinnutími Fyrstu verS- launa brútar Þessi myndarlegi hrútur heit- ir Barði og fékk 1. verðlaun á sýningu er haldinn var á Skeiðvellinum hér í Reykja- vík á sunnudag. — Sjá nán- ar á 12. síðu. — (Ljósmynd Þjóðviljans A.K.).___________ A mjög fjölmennum fundi Dagshrúnar í Iðnó í gærkvöld um verka mannasamband og kjaramálin var eftirfarandi samþykkt í kjaramálum gerð einróma: ¦ Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinri 14. okt. 1963, samþytokir eftirfarandi að- alkröfur við í höndfarandi samningagerð við atvinnurekendur: 1. Almenni taxtinn hækki í kr. 40.00 á klukkustund og hliðstæð hækkun verði á öðru kaupi. Z. Ráðstafanir verði gerðar til að vernda kaupmáttinn með verðtryggingu pess kaups sem um semst. 3. Að vinnutíminn verði styttur án skerðlngar á kaupl. ¦ Fundurinn felur stjórninni að ganga frá kröfum félagsins í smærri atriðum í samráði við einstaka starfshópa, eftir því sem við verður komið. ¦ Fundurinn telur æskilegt, að sem viðtækast samstarf takist með verklýðsfélögunum í þeim örlagaríku samningum, sem nú fara í hönrt — og samþykkir að félagið taki þátt í myndun landsnefndar almennu verkalýðsfélaganna, sem fari með samninga og hafi for- ustu um nauðsynlegar aðgerðir af þeirra hálfu. Guðmundur J. Guðmunds- son varaformaður Dagsbrúnar hafði framsögu um kjaramál- ta og verður efni ræðu hans rakið hér í blaðinu á morg- un. Eðvarð Sigurðsson formað- ur Dagsbrúnar hafði fram- sögu um stofnun verka-. mannasambands og ræddi þar m.a. undirbúning að skipu- Framhald á 3. síðu Mesla verðbólgustökk í sögu fslands! - Sfá frétt á tólftu síðu WMtMHMMMlMMniUaiHUM *¦¦¦ Ráðstefna Alþýðusambands íslands um kaupgjalds- og kjaramál var haldin um helgina með þátttöku ijórðungs- sambandanna þriggja, Alþýðusambands Vestfjarða, Al- þýðusambands Norðurlands og Alþýðusambands Austur- lands og verkalýðsfélaga í Reykjavík, Árnessýslu, Vest- mannaeyjum, Suðurnesjum, Hlíf og Iðju í Hafnarfirði, fé- lögum á Akranesi og Snæfellsnesi auk miðstjórnar Alþýðu- sambandsins, en þar eiga sæti ýmsir helztu forystumenn verkalýðs- og iðnaðarmannafélaga Reykjavíkur. Kröfur verkamanna 1 lok ráðstefnunnar var samþykkt einróma ályktun um kaup- gjaldsmálin, sem birt er í heíld á Z. síOu. Þar er sýnt fram á hvernig kaupið hefur orðið Iangt á eftir verðlaginu, minnt á kaup- hækkanir annarra starfsstétta undanfaríð og að lokum beinir rið- stefnan þvi til sambandsfélaga Alþýðusambandsins að þau fylki sér um eftirfarandi meginkröfur: 1. Að almennt kaup verði 40.00 kr. á klukku- stund. 2. Lögð verði áherzla á fullnaegjandi ráðstaf- anir til verðtryggingar og varðveizlu kaup- máttar þess kaups sem um semst. 3. Að vinnutími verði styttur og sanlið verði um hámark vinnutíma verkafólks og sér- staklega barna og unglinga. Landsnefnd Þá taldi ráðstefnan að mynda bærl Iandsnefnd almennra verka- týðsfélaga og félaga iðnverkafólks sem fari með samninga og hafi forystu um nauðsynlegar aðgerðir af þeirra hálfu. FlýBu, viSreisnina' — til Ungverjalands! Nýlega héldu níu Ungverjar héðan heim til Ungverja- lands og eru þá liðlega tuttugu Ungverjar búsettir hér á landi af 52 sem komu hér í desember 1956. Þjóðviljinn hafði tal af dr. Gunnlaugi Þórðarsyni í gær og staðfesti hann fregnir. sem blað- inu höfðu borizt um að þrír af hverjum fimm Ungverjum er hingað flýðu 1956 væru ,,flúnir" frá Islandi. Er þetta einhver þyngsti áfeUlisdómur sem við- reisnarstjórnin gat hlotið þvi að frá nágraninalðndum okkar hef- w enn ekki nema fimmtungur ungverskra flóttaimanna snúið aftur heim eða Qutzt til annarra landa, samkvæmt upplýsingum dr. Gunnlaugs. Fjórtán Ungverjar hafa snúið aftur heim til Ungverjalands og tekið með sér börn, sem hér eru fædd. Þannig fór níu manna hópur áleiðis til Búdapest með síðustu ferð Gullfoss, sagði dr. Gunnlaugur. en af þvi voru þrjú börn fsedd á Islandi. Þá hafa fjórir Ungverjar flutzt héðan til Astralíu, tveir til Þýzkalands, einn til Sviss en tveir hafa látizt hér. Átján Ung- verjar hafa fengið íslenzkan rík- isborgararétt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.