Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 5
Þriðjydagur 15. okitóber 1963 HÖÐVIUINN SlÐA Skemmtilegt af mælismót FRAM í handknattleik HandknattleiksdeÍld Fram hélt hátíðlegt 55 ára afmæli félagsins að Hálogalandi um helgina og bauð þangað til leiks við sig öll- um Reykjavíkurfélögunum og FH frá Hafn- arfirði. Hápunktur afmælisins var þegar hinir | „tveir stóru“, Fram og FH, mættust í Meist- | araflokki karla en FH fór þar með stærri | sigur en búizt var við, 25:16. Enn fremur var þarna nýstárleg keppni í vítaköstum og i bar Þróttur sigur af hólmi í þeirri viðureign. „Old boys“ Fram og Ármann (1950) luku leik sínum með jafntefli. Leikur „risanna“ var Jrá upphafi skemmtilegur, en ekki var laust við að hann hafi verið full grófur á köflum. Hafnfirðingamir tóku leikinn föistum tökum strax í upphafi og var það Birgir sem setti fyrsta markið. Á 2. mín. fékk hann sendingu fram völlinn og sikoraði óverjandi. Orn baetti betur stuttu síðar með langskoti og Ragnar setur þriðja markið úr sendingu frá Hjalta markverði rétt á eftir. Frammarar fara nú að láta finna fyrir sér en þeim er tek- ið hálf illa af varnarmönnum FH sem létu hendur standa fram úr ermum og voru fastir fyrir í vörninni. Vítakast er daemt á Ragnar en Ágúst skaut í stöng. En Ágúst send- ir stuttu síðar laglega inná línuna til Jóns sem setur fyrsta mark Fram í leiknum. Þorgeir missir síðan aftur fyrir sig skot Páls Eiríkssonar og er þá staðan orðin 4:1 fyr- ir FH. Framarar vilja ekki una þessum úrslitum og gera harða hríð að marki FH en Hafnfirðingarnir voru ekki með nein vettlingatök og á næstu mínútum eru Fram dæmd þrjú vítaköst. Ingólfur framkvæmdi þau í öll skiptin og skoraði fast og örugglega úr þeim öllum. Staðan var því orðin jöfn 4:4. En FH tekur forustuna aftur og var þar að verki Kristján Stefánsson sem skoraði eftir ágætan samleik með góðu skoti í gegnum vörn Framara. Einar fór eins að stuttu síðar er hann setti. 6. markið en þar hefði Þorgeir átt að geta varið að manni fannst vegna þess að skot Ein- ars var laust. Tvö vítaköst eru því næst dæmd á FH og skor- aði Ingólfur úr því fyrra en Sigurður Einarsson úr því síð- ara. Voru þá leikar aftur orðn- ir jafnir 6:6. Birgir nær síð- an forustu fyrir FH með ó- dýru marki og stuttu síðar verður að vísa Auðunni af leikvelli í 2 mín. til að ,.kæl- ’ann“. Karl Ben. jafnar fyrir Fram og Einar nær forustu stuttu síðar og rétt Jyrir hlé skorar Örn 9. markið úr víta- kasti. Sex mörk í röð hjá FH gerðu út um leikinn Það virtist ekki ætla að byrja neitt illa fyrir Fram í síðari hálfleik, Ingólfur byrj- ar á að skora með lúmsku jarðarskoti í gegnum varnar- vegg FH. En það var lognið á undan storminum. Nú var eins og „Flora“ næði tökum á leikmönnum FH, þeir geist- ust um völlinn sem hvirfil- vindur væri á ferðinni og sex mörk í röð lágu í netinu hjáf^ Fram án þess að þeir fengju rönd við reist. Þar með hafði FH tryggt sér sjö marka for- ustu og öll völd á vellinum og sigraði örugglega með 9 marka mun. Af fyrsta leik keppnistíma- bilsins að vera þá var leikur þessi mjög góður og er ekki annað hægt en að líta björt- um augum til vetrarins. Að vísu saknaði Fram þriggja ágætra leikmanna sinna, Guð- jóns, Erlings og Sigurjóns markvarðar og er ekki að efa að leikur þeirra hefði orðið með öðru sniði ef þeirra hefði notið við. Leikmenn beggja liða áttu furðanlega góð grip í þessum fyrsta leik og gerðu margt laglega. Mörk FH settu þeir: Ragn- ar 9, Birgir, Einar, Páll og Örn 3 mörk hver, Auðunn 2, Guðlaugur og Kristján 1 mark hvor. Fyrir Fram skoruðu: Ingólf- ur 9 (5 úr víti), Karl og Hilm- ar 2 mörk hvor, Jón, Tómas og Sigurður 1 mark hver. Gylfi Hjálmarsson dæmdi leikinn yfirleitt mjög vel. Skemmtilegur leikur Leikur öldunganna var al- varlegri en almennt hafði ver- ið búizt við enda voru þarna á ferðinni sannkallaðir keppn- ismenn sem aldrei hafa látið^- Sigurvegarar Þróttar í vítakastskeppninni um heigina. Ljm. Bj.Bj. sitt eftir liggja. Margir þeirra eru þó hættir handknattleik fyrir nokkrum árum en keppn- isskapið kom upp í þeim og ekkert annað en sigur kom til mála hjá báðum liðum. Enda fór svo að liðin skildu jöfn og var það ágæt lausn á málinu. Ármann setti fyrsta markið og var þar að verki Stefán Gunnarsson en Svavar Friðriksson jafnaði stuttu síð- ar og bætti einu betur fyrir Fram. Kristján Oddsson setti þriðja markið en Siigurður Jörgensson minnkar bjilið og Kjartan Magnússon jafnar leikinn, 3:3. Hilmar Óilafsson, sem enn í dag leikuir með Fram skoraði fjórða markið rétt fyrir hlé og lauk þannig fyrri hálfleik. Kjartan jafnar fyrir Ár- mann strax I síðari hálfleik og nær forustu stuttu síðar en Svan jafnaði leikinn, 5:5. Kristján setur síðan sjötta Framhald á 6. síðu. sitt af hverju Italska knattspyrnusam- bandið hcfur gert samn. við stærstu gervicfnavcrksmiðju þar í landi um að verksmiðj- an framleiði piast-ábreiður til að breiða yfir knattspyrnu- velii. Ábreiðumar eru teknar af völlunum rétt áður cn kappleikir hefjast, og þurfa leikmenn því ekki að Ieika á blautum og þungum völlum. Knattspyrnumenn lofa mjög þetta framtak. T<rl Floyd Patterson, fyrrver* andi heimsmeistari í þunga- vigt hnefaleika, hefur til- kynnt að hann muni koma aftur fram á sjónarsviðið í kappleik í Stokkhólmii 6. jan. n. k. Það er Edwin Alhquist fyrrv. umboðsmaður Inge- mars Johanssons, sem skipu- Ieggur þessa keppni. Ekki er enn ákveðið hver verður and- stæðingur Pattersons í þess- um kappleik. Floyd Patterson hefnr ekki keppt í hnefa- leikum síðan Sonny Liston rotaði hann í 1. lotu keppn- innar um heimsmeistaratitil- inn í júlímánuði s.l. ★ Hreinn ágóði af sænsku knattspymugetraununum í ár var um 6 milljónir sænskar krónur (um 480 milljónir ísl. kr.). f fyrra var ágóðinn 69 milljónir sænskra króna, en var minni í ár vegna hinna óhagstæðu veðurskilyrða s.L vor, sem tmfluðu alla geí- raunastarfsemi í Evrópu. -fc, f tugþrautarkeppninni í Liibeck á dögunum náði sig- urvegarinn, von Moltke, þess- um árangri í hinum einstoku greinum: 100 m. 10.7 — iang- stökk 6,82 — kúluvarp 15,74 — hástökk 1,70 — 400m. 49,8 — 110 m. grindarhl. 14.9 — kringlukast 49,20 — stangar- stökk 4,20 — spjótkast 57,58 — 1500 m. 4.59,6 min. utan úr heimi Frjálsar íþróttir UNGVERJAR UNNU BRETA -160:154 Tvö Evrópumet (í kvennagreinum) og fimm lands- met voru sett í landskeppni Ungverja og Breta um síð- ustu helgi. Ungverjar unnu samanlagða keppnina með 160,5 stigum gegn 154,5 stigum Breta. Bretar unnu karla- keppnina naumlega — 106,5 :105,5, en Ungverjar kvenna- keppnina — 55 : 48. Brezka stúlkan Dorothy Hy- man setti Evrópumet bæði í 100 m. og 200 m. hl. kvenna. Eftir fyrri daginn voru stigin jöfn í karlakeppninni 53:53, en ung- versku stúlkurnar höfðu betur 25:23 stig. Öll var keppnin jöfn og spennandi. Frammistaða Ungverja vekur athygli, þar sem brezka lands- liðið hafði skömmu áður sigrað það sovézka í frjálsáþróttalands- keppni, og var það fyrsti ósigur Sovétmanna í frjálsíþróttalands- keppni (karla og kvenna saman- lagt). Helztu úrslit: ,OId hoys úr Ármanni. Frá vinstri: Kjartan Magnússon, Magnús Þórarinsson, Sigurður Jörgens- son og Stefán Gunnarsson. — (Ljósmyndari Bj. Bj.). Karlar: 100 m. hlaup: 1) D. Jones (B) 10,3 sek. 2) Csutoras (U) 10,5 sek. 200 m. hlaup: 1) D. Jones (B) 20,9 sek. 2 — 3.) Csutoras (U) og Steane (B) 21,2 sek. 400 m. hJaup: 1) Brightwell (B) 46,2 sek 2) Gyulai (U) 47,3 sek. 800 m. hlaup: 1) Garter (B) 1— 48,7 mín. 2) Fleet (B) 1.49,2. mín. 1500 m. hlaup: 1) Parsoh (U) 3.45,0 mín. 2) Taylor (B) 3.45,- 4 mín. 5000 m hlaup: 1) Anderson (B)’ f 13.51,6 mín, 2) Maesar (B) 13.53.6 mín. 10000 m hlaup: 1) Beatty (B) 29.14.6 mín. 2) Sútö (U) 29.16,4 mín. 110 m. grindahlaup: 1) Parker (B) 13,9 sek. (brezkt met) 2) Ta- itt (B) 14,1 sek. 400 m. grindahlaup: 1) Coop- er (B) 51,4 sek. 2) Woodland (B) 52.1 sek. 3000 m. hindrunarhlaup: 1) Mascar (U) 8.35,0 mín 2) Herr- iot (B) 8.35,4 mín, brezkt met. Langstökk: 1) Davis (B) 7,53 m. 2) Kalocasy (U) 7,50 m. Stangarsitökk: 1) Tomas (U) 4.30 m. 2) Stevenson (B) 4.30 m. Þrístökk: 1) Kalocsai (U) 15,71 m. 2) Ralph (B) 15,62 . Hástökk: 1. Medovarzky (U) 2,- 01 m. 2) Nozaly (U) 1, 98 m. Kúluvarp: 1) Nagy (U) 18,84 m. 2) Varju (U) 18,64 metra. Sleggjukast: 1) Zsivotzky (U) 66,96 m. 2) Ecksehmidt (U) 62,- 98 metra. Framíhald á 6. síðu. Hyman 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.