Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 7
Þriðj-'jdagur 15. október 1963 ÞJðÐVIUINN SlÐA 7 Sigursveinn D. Kristinsson: ÞRETTANDA GREININ „Mikki refur" 1 tímaritinu SJÁLFS- BJÖRG, sem samnefnt landssamband fatlaðra gefur út einu sinni á ári, birtist á þcssu hausti grein sú eftir Sigursvcin D. Kristinsson sem hér fer á eftir. Þar sem ætla má að greinin cigi erindi til fleiri en tímaritið sáu hef- ur Þjóðviljinn fcngið leyfi til að birta hana. Sú löggjöf mun fágæt, ef nokkur er, sem snertir jafn- marga þjóðfélagsþegna á Is- landi um þessar mundir eins og lög um almannatryggingar. Viðskiptin við þessa löggjöf byrja með hreingemingu ljós- móðurinnar um það leyti sem við lítum dagsins Ijós í fyrsta sinn og þau enda með loka- baðinu í sjónum eða hinum al- kunnu rekum, sem þjónar drottins moka yfir okkur á leiðarenda. En þótt athafnasvið al- mannatrygginganna hafi þann- ig á síðari árum þanizt út, allt þar til fáar mannlegar athafn- ir eru þeim óviðkomandi, má það ekki gleymast, að upp- runalegur tilgangur löggjafar- innar var fyrst og fremst sá að tryggja afkomu þeirra þjóðfé- lagsþegna, sem örðugast eiga uppdráttar. Og það er enn þá hinn eini raunhæfi mælikvarði á gildi slíkrar löggjafar, hvem stuðning hún veitir þeim þjóð- félagsþegnum, sem lífsbaráttan er erfiðust. AUt frá upphafi var stefnan sú, að bótaréttur skuli vera ó- háður efnahag. Það var alltaf litið á frávik frá þessari meg- instefnu sem bráðabirgða- ákvæði. Þannig var greinilega tekið fram í lögunum frá 1956, að skerðingarákvæði 22. gr. skyldi niður falla í árslok 1960, Enda var það líka gert. Þetta sjónarmið er sérstak- lega áréttað í nefndaráliti, sem prentað er með hinu endui- skoðaða frumvarpi til laga um almannatryggingar, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi. Á bls. 29 er rætt um ranglæti, sem enn sé í gildi í lögum um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Þar segir svo: „Á því leikur ekki vafi, að núverandi skipan þessara mála getur hvorki talizt réttlát né hagkvæm.“ — „Verður að telja fráleitt, að trygging sjúkra- húsvistar geti fallið niður eftir svo stuttan tíma vegna efna- hags hins tryggða, ekki sízt þegar þess er gætt, að stöðugt er stefnt í þá átt að gera bóta- rétt óháðan efnahag." I ljósi þessarar stefnu verður hér rætt um reglugerð þá, sem nú gildir um úthlutun örorku- styrkja dags. 27. nóv. 1961 og 13. gr. laga um almannatrygg- ingar sem taka gildi 1. janúar 1964. Fyrsta málsgrein þrettándu greinarinnar hljóðar svo: „Rétt til örorkulífeyris eiga þeir menn á aldrinum 16—67 ára, sem eru öryrkjar til lang- frama á svo háu stigi, að þeir eru ekki færir um að vinna sér inn V4 þess, er andlega og líkamlega heilir menn eru van- ir að vinna sér inn í því sama héraði við störf, sem hæfa lik- amskröftum þeirra og verk- kunnáttu og sanngjamt er að ætlast til af þeim, með hlið- sjón af uppeldi og undanfar- andi starfa.“ Umreiknað í tölum, miðað við núverandi ástand í launa- málum, þýðir þetta hér um bil: Sé miðað við 80 þúsund króna árslaun, sem er miklu hærri upphæð en árslaun fullvinn- andi verkamanns, si>wi vinnur löghelgan vinnudag, fellur nið- Verðlagsráð sjávar- átvegsins skipað Sjávarútvegsm.ráðherra hef- ur nýlega skipað fulltrúa 1 Verðlagsráð sjávarútvegsins til tveggja ára samkvæmt ákvæð- um laga nr. 97/1961. Skipunar- tími hinna nýju fulltrúa er frá 1. október 1963 til 30. septemb- er 1965. Eftirtaldir menn eiga sæti í Verðlagsráði næstu tvö ár: Stofnanir: Landsamband Isl. útvegsmanna. Aðalmenn: Sigurður Péturs- son útgm. Rvík. Ingimar Einars- son, fulltrúi Rvík. Bjöm Guð mundsson. útgm.. Vestmanna- eyjum. Varamenn; Mathhías Bjarna- son alþm. Isafirði. Ölafur Tr. Einarsson útgm. Hafnarfirði. Kristján Ragnarss, fulltr., Rvík. Alþýðusamb. lslands: Tryggvi Helgason, Akureyri. Varamað- ur: Sigurður Stefánsson, Vest- mannaeyjum. Sjómannasamb. íslands: Jón Framhald á 10. síðu. ur réttur til örorkulífeyris við 20 þúsund króna vinnutekjur. Jafnvel þótt tekjumar næðu aðeins 16 þúsund krónum gaeti rétturinn til örorkulífeyris ver- ið umdeildur. Þetta þýðir aft- ur, að öryrkinn þyrfti óhjá- kvœmilega að biðja um sveitar- styrk sér til lífsframfæris, því enginn gæti ætlazt til þess, að maður héldi lífi á Islandi yfir 12 mánuði árið 1963 fyrir 16 til 20 þúsund krónur. Efnahagsmannréttindi eru að sjálfsögðu háð þjóðhagslegri viðmiðun, ekki sfður en aðrir þættir mannlegra viðskipta 1 fátæku þjóðfélagi eins og okkar var fram undir miðja öldina horfði setning þessarar lagagreinar til stórbóta, en ár- ið 1963 er hún ekki lengur réttlát, miðað við efnahag þjóðfélagsins. Þess vegna þarfnast hún breytinga. öryrkjar sem starfa með )ik- um afköstum og heilbrigt fólk, vinna að öðru jöfnu undir þyngra álagi en þeir, sem heil- brigðir eru. Er orkunýtingm þeim mun meiri, sem örorkan er á hærra stigi. Af þessu leið- ir, að búast má við að starfs- aldur öryrkja sé styttri en heilbrigðs fólks. Þetta mkil- væga atriði í lífi og afkomu öryrkja verður að þessu sinni ekki rætt nánar, en aðeins bent á eitt atriði í reglugerð um úthlutun öryrkjastyrkja, sem umbóta þarf. Margar húsmæður, sem eru mikið fatlaðar, munu vera meðal þess fólks, sem í síðustu lög gefst upp fyrir eriiðleik- unum í starii sínu, en annast heimilisstörf sín svo lengi sem kraftar endast, jafnvel þótt þær bíði við það aukið tjón á heilsu sinni, Um réttindi slíkra húsmæðra segir í reglugerð um úthlutun örorkustyrkja, út- gefinni af félagsmálaráðuneyt- inu 27. nóv. 1961: „Ekki skal úrskurða húsmóð- ur örorkustyrk, nema að sann- að þyki, að um verulegan aukakostnað sé að ræða við heimilishaldið vegna örorku hennar, svo sem aðkeypta húshjálp, eða atvinnuleysi fyr- irvinnunnar af þeim sökum.“ Þetta reglugerðarákvæði get- ur hvorki talizt réttlátt né hagkvæmt, svo að notað sé áð- ur tilvitnað orðalag úr því nefndaráliti, sem áður var minnzt á. Það vekur jafnvel nokkra undrun, að þeim ágætu húsmæðrum, sem í nefndinni voru, skyldi ekki takast að fá þessu ákvæði breytt til betri vegar. Þetta ákvæði er óréttlátt m. a. vegna þess, að það stefnir í öfuga átt við almenna þróun trygginganna um bótarétt án tillits til efnahags og reyndar í fleiri greinum. Þctta ákvæði er óhagkvæmt, séð frá þjóðhagslegu sjónar- miði, vegna þess að hér er um mikilvæg störf að ræða. Það er þess vegna hagkvæmara að veita húsmóður með mikið skerta orku einhverja hjálp tal þess að annast heimilisstörfin, jafnvel þótt kostnaðurinn verði ekki sannaður með reikningum (að ekki sé minnzt á hitt at- riðið, að i f jölskyldufaðirinn þurfi að leggja niður vinnu), heldur bíða þess, að kosta þurii sjúkrahúsvist fyrir hana sjálfa, þegar orka hennar er tæmd vegna ofþreytu, og sjá þá bömum hennar fyrir upp- eldi eftir öðrum leiðum. örorkulífeyrir á að greiðast án tillits til efnahags, eins og aðrar bætur almannatrygginga. En meðan efnahagur þjóðfé- lagsins þykir ekki bær þess, að öryrkjar hafi full bótaréttindi, þari að minnsta kosti að hækka að mun frá því, sem nú er, það tekjuhámark, sem nið- urfeUing réttar til örorkulíf- eyris er við miðuð. Einnig þarf að breyta reglum um útihlutun örorkustyrkja, dags. í félagsmálaráðuneytinu 27. nóv. 1961. Það er eitt af aðkallandi verkefnum öryrkjasamtakanna að fá framgengt breytingum í þessa átt. Á Jónsmessu 1963. Sigursveinn D. Kristinsson. Hið vínsæla barnaleikrit Thorbjörns Egncrs „Dýrin í Hálsa- skógi“ verður sýnt aftur á næstunni í Þjóðleikhúsinu og verður fyrsta sýningin næstkomandi sunnudag kl. 3. Leikurinn var sýndur 42 sinnum á síðastliðnum vetri og ávallt fyrlr fullu húsi. Um 24 þúsund leikhúsgestir sáu sýninguna þá. Aðalleik- aramir í leiknum eru þeir Ámi Tryggvason, Bessi Bjarnason, Baldvin Halldórsson, Ævar Kvaran og Jón Sigurbjörnsson. — Myndin: Bessi í hlutverki „Rebba”. <S>- Allt er á hreyfingu og ekkert stendur í stai /# Síðustu ár íhefur að nýju vaknað áhugi á kenningu Al- freds Wegeners um tilflutning meginlandanna, Og það vakti hina mestu athygli, er þrír ástralskir jarðfræðingar, E. Irving, W. A. Robertson og P. M. Scott skýrðu frá því snemma sumars, að þeir teldu sig hafa mælt hreyfingu meg- inlands Astralíu: Meginland- ið flyttist úr stað tvo þuml- unga á ári. iTlflutningur þessi hefði varað nær 100 milljónir ára. I öndverðu hefði megin- landið legið þar sem syðra suðurskautið er nú, í Suður- lieimskautslandinu. Þótt jarðfræðingar séu ekki á einu máli um upphaf megin- landanna, virðast þeir nokk- umveginn sammála um þessi atriði: I upphafi jarðsögunn- ar fyrir um það bil 4 millj- 1 HLAUPUM UNDIR BAGGA \ Þjóðviljinn er í f járþröng, eins og oft áður. Og nú er vandinn meiri en hann hefur verið um langan tíma. Orsakir þess eru ýmsar, en þó fyrst og fremst þær, að ráðizt hef- ur verið í mikiar og fjár- frekar framkvæmdir til þess að bæta útgáfustarf- semi blaðsins. Nýjar prentvélar hafa verið keyptar, miklar breyt- ingar gerðar á húsnæði og blaðið sjálft stækkað. Allt hefur þetta kost- að mikið fé og auðvitað aukið á greiðsluerfiðleika blaðsins í bili. En vonir standa til, að þessar fram- kvæmdir eigi eftir að skila góðum árangri í betra blaði, útbreiddara blaði og kröftugra mál- gagni. Nú er Þjóðviljinn í vanda staddur. Blaðið vantar óhjákvæmilega all- mikið fé, ef það á ekki að dragast saman eða stöðv- ast. Nú ríður því á, að allir velunnarar blaðsins, allir þeir sem vita að Þjóðviljinn er þeirra blað, sem berst fyrir þeirra málstað, þeirra réttindum, þeirra bagsmunamálum, sýni blaðinu velvilja sinn og skilning í verki. Nú þurfa margir að leggjast á eitt og færa blaðinu stuðning. peningalegan Ég vil beina því til allra sósíalista og allra stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins að veita nú Þjóðviljanum fjárhags- stuðning og það sem allra fyrst. Sameiginlegur stuðningur margra verður að bjarga Þjóðviljanum. Lúðvík 'Jósepsson örðum ára huldi jörðina sam- felld skorpa, brennd í eldi úr ryki og gösum úr geimnum. Upp frá storknun jarðskorp- unnar, sem sáðar kólnaði og skrapp saman, hefur liðið langt skeið, ef til vill milljarð- ur ára, áður en lægsta lendið fylltist vatni og úthöfin komu fram á sjónarsviðið. Megin- löndin eru talin hafa mynd- azt þá um leið og hafa hald- izt nokkurn veginn í sinni upphaflegu mynd. Megin- löndin ern sögð vera hvert öðru áþekk að byggingu og hvfla á hellum úr granít- kenndu bergi að þykkt um 22 málur að meðaltali og hvíla þær á þyngra efni. Aður en Alfred Wegener setti fram kenninguna um hreyfingu meginlandanna, höfðu margir veitt athygli, að vesturhluti Afriku virðist falla inn í austurströnd Suð- ur-Afríku, þegar á þær er litið á korti. Sú surning sem fyr- irbæri þetta bauð heim, heill- aði Alfred Wegener. Hann varði mörgum árum til að leita að verksummerkjum, sem gætu verið prófsteinn þess, hvort meginlöndin hefðu ein- verju sinni verið samfelld. Alfred Wegener gat bent á, að jarðlög meðfram ströndum Brazilíu og Vestur-Afríku sviað svoi mjög hvomm til annarra, að þau virtust hafa myndazt samtímis. Þá gat hann einnig bent á, að á korti yrði Norður-Ameríka færð yf- ir til Evrópu þannig, að í ljós kæmu hliðstæðar jarð- myndanir í Appalakeafjöllum og í hálendi Skotlands og Skandinavíu. Athuganir leiddu einnig í ljós, að steingerving- ar jurta og dýra sitt hvoru megin Atlanzhafsins voru svo áþekkir, að ekki yrði betur séð en þessar steinmnnu lif- verar hefðu lifað samtímis í samskonar umhverfi. (Og steingervingar einnar líf- veru, skríðdýrsins Mesosourus, hefðu fundizt í Brazilíu og Suður-Afríku, en hveri annars staðar). Þá varð Alfred Weg- ener einnig starsýnt á, að verksummerki ísaldar fundust ekki aðeins á hálendi Norður- Ameríku og á meginlandi Ev- rópu og Asíu, heldur og í Ástralíu, Indlandi, Afriku og Suður-Ameriku, og verksum- merki þessi voru í bergi frá sama tímabili. Kenning Alfreds Wegeners um tilflutning meginlandanna féll í góðan jarðveg meðal veðurfræðinga og liffræðinga. Hinum síðamefndu var nefni- lega ráðgáta, hvernig á því stóð, að þróun lífvera virtist haldast í hendur í heimshlut- unum. Jarðfræðingar tóku aftur á móti þessari kenningu hans fálega. Rök þeirra voru fernskonar. Ekki var kunnugt um neitt afl sem flutt gæti meginlöndin úr stað. Jarð- lögin undir meginlöndum virt- ust föst. Ef meginlöndin væru á hreyfingu, hlytu að finnast verksummerki þess í samtið- inni. Þessum mótbárum veitt- ist Alfred Wegener erfitt að svara. Hljótt varð um þessa kenningu hans í nokkra ára- tugi. Nú er komin til sögunnar fræðigrein sem rennt hefur stoðum undir kenningu Al- freds Wegeners, jarðsegul- mælingar. Bergtegundir verða segulmagnaðar. Af þessum or- sökum verður lesin úr bergi stefnan á pólana við storknun þeirra. Og niðurstöður jarð- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.