Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJðÐVILHNN Þriðjudagur 15. október 1963 FISKIMAL - Eftir Jóhann J. E. Kúld BETRA AÐ BLÓDGA LAX, EINS OG ANNAN FISK? Menn deila um allt milli himins og jarðar, og nú er ris- in upp deila í Noregi um það, hvórt betra sé að blóðga lax- inn eins og annan fisk, um leið og hann veiðist, eða flytja hann áfram óblóðgaðan á markað eins og verið hefur aðállega til þessa. Mikill fiskikaupmaður á Finnmörku, sem um langt ára- bil hefur fryst lax til útflutn- ings, byrjaði á því á sl. vori að kaupa ekki annan lax en þann, sem var blóðgaður um leið og hann var veiddur. Út- flytjandi þessi segir að hinn blóðgaði lax hafi líkað sér- staklega vel á mörkuðunum, Og og heldur betur en óblóðg- aður lax, að því er hann full- yrðir. Út af þessu hefur risið mis- klíð á milli norskra laxút- flytjenda, og skiptast þeir í tvo hópa með eða móti því að blóðga laxinn. Þetta mál hefur nú komið til kasta norsku fiskimálastjórnarinnar og hefur hún ákveðið að úr þessari deilu verði skorið á hávisindalegan hátt. í Björgvin eru nú liggjandi á vegum fiskimálastjórnarinn- ar tvær sendingar af frosnum laxi, önnur óblóðguð og hin blóðguð. Á næstunni munu færustu sérfræðingar rann- saka laxinn í báðum sending- unum á strangvísindalegan hátt, og verður síðan felldur dómur um hver áhrif það hef- ur að blóðga laxinn strax lif- andi, og eins hitt að blóðga hann ekki. Það getur verið fróðlegt fyrir íslenzka lax- veiðimenn að fylgjast með þeirri niðurstöðu sem þarna verður fengin, því að rann- sóknina framkvæma færustu fisk- og matvælasérfræðingar Norðmanna. Eru franskar botnvörpur veidnari? Það hafa verið uppi um það háværar raddir meðal norskra togaraskipstjóra að undan- fömu, að franskar botnvörp- ur væru veiðnari heldur en bæði enskar og þýzikar, en Norðmenn hafa notað enska gerð af botnvörpum síðan að þeir hófu togveiðar fyrir fá- um árum. Per Eilefsen, skipstjóri á togaranum Vogtind frá Melbu, er nýkominn heim frá Frakk- landi, þar sem hann hefur að undanförnu kynnt sér fransk- ar botnvörpur. Hann ákvað, eftir að hafa kynnt sér fransk- ar botnvörpur, að kaupa vörpu af Boulogne-gerð fyrir skip sitt Vogtind. Við heimkomuna segir Eilefsen, að verð þessar- ar vörpu sé mjög svipað og á enskum og þýzkum botn- vörpum. f viðtali við norsk blöð saigði Eilefsen skipstjóri að það hefði hrifið sig mest í þessari ferð, hve náin sam- vinna væri í Frakklandi milli sjómanna og tæknifræðinga. Segja mætti að hvert franskt fiskiskip tæki þátt í að reyna nýjan tæknibúnað til að gera veiðarnar léttari, en um leið arðsamari. Hér er ekki aðeins um að ræða breytingar á veið- arfærunum sjálfum, heldur tilraunir með margskonar hjálpartæki, og í þeim hópi eru tæki sem gera það kleift að fylgjast með veiðinni neð- ansjávar. Á þessu sviði segir Eilefsen að Frakkar standi nú framarlega. Hann telur að enn bjóda lægstu fargjölð DAGLEGAR FLUGFERÐIR TIL OG FRA NEW YORK Suznaríargjöld: •Vetrarfargjöld:' E *nmabil velrar- og fiólskyldufargjalda: Fró Reykfavík (II New York 16. okf.—30. júní. Ftá New York lii, Reykjavikur 16. ágúst—30 .apríl aðra leið kr. 6890 báSar leiSir kr. 13091 báðar leiðir. kr. 10593 mismunur kr. 2498 Vetrarfargiöld: báSar íeiðir kr. 10593 21 daga íerS: báSar leiSir kr. 8905 mismunur kr. 1688 Sumarfargiöid: aðra ieið kr. 6890 báðar leiðir kr. 13091 Fiölskyldufargjöld: aðra leið kr. 3230 báðar leiðir kr. 5383 mismunur kr. 3660 mismunur kr. 7708 Norðmenn vanti þá skipulögðu samvinnu sem nú sé í fullum gangi í frönskum fiskveiðum á milli fiskimannanna og sér- menntaðra tæknifræðinga. Per Eilefsen er í hópi norskra aflaskipstjóra og nýtur mikils álits meðal norskra fiski- manna; tel ég því rétt að segja frá þessu hér. En í sambandi við þetta mál er rétt að spyrja: Hvernig erum við íslending- ar á vegi staddir í þessum efnum nú í dag? Erum við ekki á sviði togaraútgerðar að slitna úr tengslum við þá hraðfara þróun sem á sér stað nú í togveiðum, ekki bara hvað skipslagið snertir, held- ur einnig ýmiskonar veiðiút- búnað sem miðar að því að gera störfin léttari, og veiðarn- ar arðsamari? Fiskiðnaðar- sýning í Perú Nú í þessum mánuði verður haldin Kyrrahafsfiskiðnaðar- sýning í Lima í Peru. Fjöldi Evrópuþjóða tekur þátt í þess- ari sýningu og meðal þeirra frændur okkar Norðmenn. Þau norsk fyrirtæki, sem mér er kunnugt um að taka þátt í þessari sýningu, eru: Norges Exportrád, Kristian- sands Fiskegamsfabrik, Berg- ens Notforretning, Wichman Motorfabrikk, Frekihaug Metall- stöperi, Hydraulic, Polyform og Eriksens Oljeklædefabrikk, og efalaust fleiri fyrirteeki. 'Eins og ég sagði frá nýlega hér í þættinum, þá er Perú orðin annað landið í röðinni með fiskafla á heimsmæli- kvarða, Japan er eitt landa þar fremri, hvað magni við- kemur. Það er því eðlilegt að þjóðir sem hafa þróaðan iðn- að í sambandi við fiskveiðar -<$> vilji kjmna framleiðslu sína hjá slíkri þjóð, sem verður að flytja inn, enn sem komið er, í sambandi við fiakveiðar og fiskiðnað. Verð á saltfiski Mikill skortur er nú á salt- fiski og verðið hagstætt. í ágúst og septembermánuði hafa Norðmenn keypt 4000 tonn af saltfiski frá Færeyj- um og Nýfundnalandi, og verður sá fiskur verkaður í Noregi til útflutnings, þar sem norskur saltfiskafli nægir engan veginn handa þeim mörkuðum sem Norðmenn hafa. í endaðan september keyptu Norðmenn saltfisk af Færey- ingum fyrir 95,5 sterlingspund tonnið upp úr skipi og mátti 10% af magninu vera undir 12 tommu lengd. Þetta er í íslenzkum peningum rúmar 12 krónur fyrir kg. En síðustu fréttir sem ég hef af saltfiskverði upp úr skipi eru frá Esbjerg og eru einnig frá síðustu dögum sept- embermánaðar, en þá var greitt fyrir saltfisk upp úr skipi þar 107 sterlingspund, sem verður í íslenzkum pen- ingum kringum kr. 1.285. Þeg- ar tekið er með í reikninginn að þetta er hvoru tveggja fisk- ur af Grænlandsmiðum, og fiskurinn ekki metinn í gæða- flokka, þá verður þetta verð að teljast hagstætt. Rússneskar tæknifréttir Þær fréttir berast frá Lenin- grad að rannsóknarstofnun, sem vinnur í þágu rússneskra fiskveiða, hafi fundið upp ís- vél, sem á að staðsetjast um borð í fiskiskipum og getur framleitt allt upp í 12 tonn af skelís á sólarhring. Þessi ís- framleiðsla er sögð fram- kvæmd þannig, að röku lofti er dælt á sívalning sem mynd- ar um sig íslag, hnífar skafa íslagið jafnharðan burtu. Þetta virðist sem sé byggjast á sömu hugmynd og þegar skelís er framleiddur úr vatni. Hér er bara rakt loft notað í stað vatns, en það gerir vélina hentuga til ísframleiðslu um borð í skipi. j laugavegi 26 simi 20 9 70 LÆRIÐ FUNDARSTÖRF 0G MÆLSKU HJÁ ÓHÁÐRI 0G ÓPÓLITÍSKRI FRÆÐSLU- .. ST0FNUN _______ Nú er hver síðastur að innrita sig. t'V Kennsla hefst 20. október. Námsflokkamir verða einnig reknir fyrir einstök félög eða starfsmannahópa. ef óskað er. Innritunar- og þátttökuskírteini fást í Bókabúð KRON f BankastrætL Önnur bókin í bókasafninu komin út. FJÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karls og konu, þ.á.m. um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaðarvarnír, bama- uppeldi, hjónalifið og hamingjuna. Þessi bók á erindi til allra kynþroska karla og kvcnna. félagsmAlastofnunin Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 19624. Sendisveinn óskast strax. Afgreiðsla Þjóðviljans Sími 17 500 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.