Þjóðviljinn - 16.10.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.10.1963, Qupperneq 1
Enginn franskur hermaður eftir í Túnis Hermenn Aisírs og Marokkó berjast enn Sjá síðu e Ályktun Dagsbrúnar í skipulagsmúlam: VERKAMANNASAMBAND STOFNAÐ INNAN ASÍ ■ „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 14. okt. 1963, samþykkir að félakið beiti sér fyrir því, ásamt Verkalýðsfé- laginu Einingu á Akureyri og Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði, að stofnað verði landssamband almennra verkalýðsfélaga — verka- mannasamband — og jafnframt að gerast stofnfélag slíks sambands. ■ Fundurinn felur stjórn félagsins framkvæmdir í þessu máli, þar á meðal að boða til stofnþings sambandsins ásamt með framan- greindum félögum.“ Ályktunin hér að framan var samiþykkt á Dagsbrúnarfundi s. 1. mánudag með atkvæðum allra fundarmanna gegn fjórum. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, rakti í framsögu- ræðu það starf sem unnið hef- ur verið á undanförnum árum til undirbúnings skipulagsbreyt- inga á Alþýðusambandinu, en um það mál hefur verið fjallað á Alþýðusamibandsþingum og verið starfandi milliþinganefnd- ir, þar til nú. Starfsgreinasam- bönd Ráðgert hefur verið að starfs- greinarnar myndi samþönd og síðan yrði Alþýðusambandið byggt upp af slíkum sambönd- um, en ekki einstökum félög- um eins Qg verið hefur% Þegar eru starfandi innan ASÍ sam- bönd eins og bílstjórasamband- ið og sjómannasambandið. Það er því eigi að ófyrirsynju að komið hafa fram stöðugt háværari raddir um að hin al- mennu verkamanma- Qg verka- kvennafélög stofnuðu sitt eigið samband. Hugmynd þeirra fé- laga er hugsa til framkvæmda í þessu efni er að slíkt sam- band yrði að sjálfsögðu innan Alþýðusambandsins, en meðan | skipulagsmálin eru enn á þessu stigi verði hvert félag innan Al- þýðusamband,sins og eigi þar sína fulltrúa og eftir sem áður verði samningsréttur lögform- lega í höndum hinna einstöku félaga. Með kjaradómi er stefint að miklum launamismun. Þar er stefnt að því að mynda há- launastétt, almenna millistétt og Ennþá eitt stórfellt lögbrotamál í rannsókn MORGDNBEAÐIÐ skýrði frá því í gær að komizt hafi upp um stórfelldar ólöglegar söl- ur á islenzkum peningaseðl- um erlendis. Segir blaðið að hér muni um að ræða hundr- uð þúsunda króna og sé a.m. k. vitað með vissu um tvær sölur er hafi átt sér stað í sumar með fárra vikna milli- mili, hafi í annað skiptið ver- ið seldar um 300 þús. ísl. krónur en um 350 þús. krón- ur í hitt skiptið. ÞJÓÐVILJINN snéri sér í gær til Seðlabankans og leitaði upplýsinga um þetta mál. Skýrði Björn Tryggvason skrifstofustjóri svo frá að gjaldeyriseftirlitið hefði 11. þ.m. óskað rannsóknar á á- kveðnu tilfelli þar sem grun- ur léki á um ólöglega gjald- eyrissölu. Væri mál þetta nú til meðferðar hjá rannsóknar- Iögreglunni og væri rann- sóknin á byrjunarstigi. Frek- ari upplýsingar kvaðst skrif- stofustjórinn ekki geta veltt á þessu stigi málsins nema þær að samkvæmt lögum væri bannað að flytja is- lenzka peninga inn eða út úr landinu, þó mættu ferða- menn flytja með sér ákveðna upphæð, innlendir ferðamenn kr. 2.500 og erlendir ferða- menn kr. 5000 inn f landið en kr. 2500 út úr landinu. almerm verkamarinafélög sem standi miklum mun neðar. Það Ákveðið hefur nú verið, að hús Handritastofnunarinnar Verði reist á gömlu Háskólalóðinni, og kveðst dr. Einar ÓI. Sveinsson, forstöðumaður stofnunarinnar, vonast til þess, að framkvæmd- ir hefjist þegar næsta vor. Prófessor Einar Ólafur skýrði fréttamönnum frá þessu í gær. Ekki kvað hann enn ráðið, hvort reist yrði sérstakt hús eða við- Skipstjórínn ó Geir dæmáur í sakadómi í sakadómi Reykjavíkur var í gærkvöld kveðinn upp dómur í máli sfeipstjórans á togaran- um Geir, sem tekinn var í land- helgi fyrir nokkrum dögum. Var skipstjórinn dæmdur í 260 þúsund króna sekt til Land helgissjóðs og afli og veiðar- færi gerð upptæk. Skipstjóri var einnig dæmdur til að greiða sakarkostnað. Hann áfrýjaði dómnum til hæstaréttar. bótarbygging við eitthvert af húsum Háskólans. Hann kvað það fyrirsjáanlegt, að safnhús- ið mikla, sem fyrirhugað er, rísi ekki næstu árin. Sé því eins og sakir standa nú, heppi- legasta lausnin s.ú, sem hér hef- ur verið farin, að reisa sér- stakt hús undir stofnunina, en húsnæðisskortur torveldar mjög Framhald á 2. síðu. er því sannarlega nauðsyn að Framhald á 2. síðu. Filmia hefur vetrarstarf Um næstu helgi hefur kvikmyndaklúbburinn Filmía vetrarstarf sitt og er þetta 11. starfsár hans. Mun klúbburinn sýna alls 10 myndir í vetur. Er sagt nánar frá vetrarstarfsemi klúbbsins á 2. síðu. — Myndin sem hér fylgir ef af atriði úr kvikmyndinni Sagan af óbreytta hermanninum en hún er ein þeirra mynda sem Filmía á í pöntun. Handritastofnun fær hús að vori Nýtt skip ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA ALÞÝÐUBANDALAGSMANNA: Samningar við NAT0 um framkvæmdir í Hval- firði eru óheimilir án samþykkis Alþingis Fyrlr skömmu kom til lands- ins nýtt fiskiskip, nefnist það Sólfari og verður gert út frá Akranesi. Sólfari er 182 tonn að stærð, hið veglegasta skip. Það er smið- að í Rosendal f Noregi, bjá Staalurens Skipsbyggeri. Skipstjóri á Sólfara er Þórður Óskarsson, og er bann áatnframt skráður eigandi skSpsSna. Skipið vcrður gert út tðl eíldveiöa. Þessi mynd er íeSSn á mánu- dag. Sólfari ætlaði þá út um kvöldið, svo framarlega veður leyfðL Myndina tók Ijósmyndari Þj'r' viljans, Ari Kárason. Fjórir þingmenn Alþýðu- bandalagslnSj þefr Ragnar Arn- alds, Gils G uðmundssan, Alfreð Gíslason og Einar Olgeirsson, hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Atlanzhafsbandalagsins í ‘ Hvalfirði. Tiillagan er Jþararig; .Alþingi ályktar að gefnu til- efni að lýsa yfir því, að ó- heimilt er að gera nokkra samn- inga við Atlanzhafsbandalagið um framkvæmdir í Hvalfirði, nema samþykki Alþingis komi til" Tillögunni fylgir ýtarleg grein- argerð, þar sem gangur mála síðasta áratuginn er rakinn, greint frá áhuga Bandaríkja- manna á að reisa flota- og kaf- bátastöð í Hvalfirði og undan- haldi fslenzku ríkisstjómarinnar í því máli. I lok greinargerðar- innar segir m.a.: „Við, þhtgmenn Alþýðubanda- Iagsins, teljum það furðulegt at- hæfi af ríkisstjórninni að leyfa stórfeildar hernaðarframkvæmd- ír í Iandinu á sama tíma og mjög hefur dregið úr stórvelda- átökum og friðvænlegar horfir í heiminum. Við teljum, að á- formin um flota- og kafbátastöð í Hvalfirði muni óhjákvæmiiega kalla yfir landið gifurlega tor- tímingarhætíu á stríðstímum. Jafnframt minnum við á, að samkvæmt stjórnarskránni hefur ríkisstjórnin enga hcimild til að gera slíkan samning við Atlanz- hafsbandalagið nema samþykki Alþingis Icomii til“. Greinargerðin >7eröur birt í heild f blaðinu á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.