Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlkA MÓÐVIUINN Miðvikudagur 16. október 1963 Cftgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Kröfur verkamanna \ hinni almennu ráðstefnu Alþýðusambands ís- lands um kaup- og kjaramálin, sem verka- lýðssamtök um allt land áttu hlut að, var því beint til sambandsfélaganna að þau fylki sér um þser meginkröfur að almennt verkamannakaup verði 40 krónur um tímann, að lögð verði áherzla á fullnægjandi ráðstafanir til verðtryggingar og yarðveizlu þess kaups sem um semst, að vinnu- tími verði styttur og samið verði um hámark yinnutíma verkafólks og sérstaklega barna og unglinga. Á fundum í þremur stærstu verka- mannafélögum landsins í fyrrakvöld samþykktu þau einróma aðalatriðin í kröfum sínum til at- vinnurekenda samkvæmt þessum meginlínum. Það er því nú Ijóst orðið í aðaldráttum hverjar kröfur verkamannafélögin bera fram í þeim samn- ingum sem nú hefjast. D ökstuðningur verkalýðshreyfingarinnar fyrir myndarlegri kauphækkun verkamanna er svo ^ugijós að réttmæti þeirrar hækkunar er almennt talin sjálfsögð. Svo er einnig um kröfuna um styttingu vinnutímans með óskertu kaupi. Um nauðsyn þessara ráðstafana er vart deilt lengur. En ástæða er til að vekja sérstaka athygli á kröfu .verkalýðshreyfingarinnar um verðtryggingu kaupsins, enda þótt sú krafa sé síður en svo ný. Fyrir tveimur áratugum tókst verkalýðshreyfing- unni eftir harða barátfu að fá inn í kaupsamninga ákvæði um breytingar á kaupi samkvæmt verð- lagsvísitölu. Sú verðtrygging kaupsins sem í því ákvæði fólst, var að vísu alltaf næsta ófullkom- in og óspart möndlað með vísitöluna verkamönn- um í óhag. En þessi ákvæði samninga verkalýðs- félaganna voru engu að síður viss trygging þess, að ríkisstjórnir gerðu sér ekki leik að því að sleppa lausri óðadýrtíð. jYúverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur- 1 inn og Alþýðuflokkurinn, unnu það gerræðis- fulla verk á Alþingi að gera að engu með laga- ákvæði þessi samningsbundnu réttindi verka- manna og annarra launþega, og hafa hrósað sér af. Afleiðingin hefur m.a. orðið að verkalýðsfélög- in hafa talið sig nauðbeygð nú um sinn að hreyfa samninga sína tvisvar eða oftar á ári, þar sem rík- issíjórn þessara flokka hefur fylgt eftir afnámi vísitöluákvæða samninganna með því að gefa braski og verðhækkunum lausan taum en jafn- framt reynt að halda kaupinu niðri. Atvinnu- rekendasamtök eins og Landssamband íslenzkra útvegsmanna sem í einu og öllu lýtur stjórn Sjálf- stæðisflokksins, hafa meira að segja verið látin fara í ósvífnar kauplækkunarherferðir gegn sjó- mönnum og ríkisvaldi beitt til að rýra hlut þeirra, eins og í Emilsgerðardómnum alræmda. Nú er þó svo komið að varla er heldur lengur deilt um nauðsyn þeirrar kröfu verkalýðssamtakanna að eftir myndarlega kauphækkun verði að krefjast verðtryggingar þess kaups sem um semst. Meira að segja þjónar ríkisstjórnarinnar í verkalýðs- hreyfingunni þykjast tilneyddir að taka undir þá kröfu. Reynslan frá því vísitöluákvæðið í kaup- gialdssamningum verkalýðsfélaganna var afnum- ið talar skýru máli til stuðnings málstað og kröfu verkalýðshreyfingarinnar, einnig í því máli. — s. ÞingsályktunartíMaga þingmanna Alþýðubandalagsins Tryggja þarf sérbætur allra sjómanna áíslenzkum skipum Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Geir Gunnarsson og Hannibal Valdimarsson, hafa flutt tillögu til þingsályktunar um sérstak- ar örorku- og dánarbætur sjómanna. ÞINCSIÁ ÞJÓÐVIL|ANS Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjóraina að láta undirbúa og Ieggja fyrir þetta þing frum- varp til laga, er tryggi, að alllr sjómenn á íslenzkum skipum njóti sérstakrar slysatryggingar, eigi lægri en 200 þús.kr., mliðað við fulla örorku eða dauða, vegna allra slysa, er verða um borð á skipi eða í Iandi.“ 1 greinargerð segja flutnings- menn: „Flutningsmenn þingsálykt- unartillögu þessarar hafa tví- vegis flutt á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar þess efnis, að auk almennra örorku- og dánarbóta njóti sjómenn á íslenzkum skipum sérbóta frá almannatryggingum að upp- hæð allt að 200 þús. kr., mið- að við fulla örorku eða dauða. Þegar fyrrgreint frumvarp var fyrst flutt, höfðu félög yf- irmanna á togurum og farskip- um náð fram slíkri sértrygg- ingu með kjarasamningum við samtök útgerðarmanna, og síð- ar fengu önnur sjómannafélög sams konar réttindi, hin fyrstu þeirra með verkfallsbaráttu. Sjómenn á bátum undir 12 tonnum að stærð njóta þó ekki enn sömu sérbóta og stéttar- bræður þeirra á stærri skipun- um, en kjarasamningar stétt- arfélaga ná ekki til skipa inn- an við 12 tonn, á þau er ekki lögskráð. I greinargerð með frumvarpi því, er að framan er getið, voru færð fram rök fyrir þvi að eðlilegt sé, að sjómenn njóti hærri örorku- og dánarbóta en aðrir, þar sem þeir taka að sér áhættusömustu störfin í þjóð- félaginu og um leið þau störf, sem óumdeilanlega eru einn aðalgrundvöllurinn undir þjóð- arframleiðslunni. Á þetta sjónarmið um iög- festingu slíkra sérbóta til allra íslenzkra sjómanna vildi Al- þingi þó eigi fallast, og við endurskoðun laga um almanna- tryggingar, sem síðar fór fram, voru ekki lögfestar sérbætur til sjómanna, sem náð höfðu beim fram með tímabundnum kjara- samningum, né þær fengnar þeim hluta sjómannastéttarinn- ar, sem algerlega var afskipt- ur um sérbætur. Hverja skoðun, sem menn hafa á því, hvort sjómenn eigi eð njóta sérbóta umfram slysa- og dánarbætur almannatrygg- inganna eða ekki vegna áhættu þeirrar, er þeir taka á sig við störf umfram aðra lands- menn, þá blasir það við, að vfirgnæfandi meirihluti sjó- mannastéttarinnar hefur nú þegar tryggt sér þessar sérbæt- ur með kjarasamningum. Hlns vegar er nokkur hluti sjó- mannastéttarinnar, þ. e. þeir sem starfa á bátum undir 12 tn., algerlega afskiptur í þessu efni. Úr þessu misrétti verður að bæta. Það er algerlega ó- viðunandi og ósæmandi, að er sjómenn farast jafnvel samtím- is við störf, séu sumir þeirra aðeins bættir hálfum þeim bót- um, sem greiddar eru aðstand- endum stéttarbræðra þeirra. Þá er einnig á því full þörf, að sú sértrygging, sem sjó- menn á stærri skipum njóta með kjarasamningum, verði lögfest, þannig að afstýrt sé allri hættu á, að réttur til sér- bóta tapist, vegna þess að út- gerðarmenn hafi látið undir höfuð leggjast að kaupa um- samda tryggingu, svo sem hef- ur átt sér stað. Nýleg lagaá- kvæði þess efnis, að skilríki frá tryggingafélagi um, að slík Gcir Gunnarsson Hannibal Valdimarsson trygging sé í gildi, skuli lögð fram við lögskráningu, eru ekki fullnægjandi í þessu efnij þar sem verulega skortir á om framkvæmd laganna. Það er skoðun flutningsmanna. að hámarksbætur sértrygging- arinnar þyrftu að vera all- nokkru hærri en 200 þús. kr.s en sú upphæð er hin sama og í núgildandi kjarasamningjm sjómanna og útgerðarmanna, 'én síðan þeir samningar voru gerð- ir, hefur gildi krónunnar rým- að verulega." ' ‘7 Leiðrétting í inngangi að frétt hér á síðunni í gær um fjárlaga- frumvarpið hafa fallið niður setningahlutar, svo að meinlegt er. Síðari málsgrein inngangs- ins átti að vera svohljóðandi: „f frumvarpinu er gert ráð fyrir að skattar og tollar nemi samtals 2.110.500.000 krónum, þar af aðflutningsgjöld 1.366.000.000 kr. Miðað við fjárlög yfirstandandi árs hækka rekstursútgjöld sam- kvæmt frumvarpinu um 329,2 milljónir króna“. Fastanefndir deilda voru kjörnar í gær Kosið var í fastanefndir beggja þingdeilda í gær, 8 nefndir í hvorri deild. Urðu úrslit hverrar kosningar jafn- an hin sömu: 1 neðri deild hlaut sameiginlegur listi stjórnarflokkanna, íhalds og krata, 21 atkvæði og 3 menn kjörna og listi Framsóknar- flokksins 13 atkvæði og 2 menn, en listi Alþýðubanda- lagsins 6 atkvæði og engan kjörinn. 1 efri deild hlaut sameiginlegur listi stjórnar- flokkanna 11 atkvæði og 3 menn kjörna, listi Framsókn- ar 6 atkvæði og einn kjörinn, en listi Alþýðubandalagsins 3 atkvæði. Varð því hlutkesti að skera úr um hvort kjörinn yrðl í nefndir efri deildar 2. maður á lista Framsóknar eða Alþýðubandalagsmaður. Unnu Framsóknarmenn hlutkestið sex sinnum en Alþýðubanda- Iagið tvisvar. Gils Guðmunds- son í bæði skiptin. Frumvarp um breyt- ingu á áfengislögum Meðal stjórnarfrumvarpa, sem lögð hafa verið fram á Alþingi, er frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum nr. 58. 24. apríl 1954. Frumvarp þetta er samið á vegum dómsmálaráðuneytis- ins á grundvelli tillagna sem fram koma i álitsgerð nefnd- ar, sem skipuð var af mennta- málaráðherra í júnímánuði s.l. í samráði við dómsmálaráðu- neytið, í tilefni atburða, sem gerðust í sambandi við ferðir æskufólks í Þjórsárdal um hvítasunnuhelgina 1963. — Nefndina skipuðu Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, Símon Jóh. Ágústsson, prófess- or, og Ólafur Jónsson, formað- ur bamavemdarn. Reykja- wíkur. f umræddum lögum er gert Framhald á 5. síðu. Fastanefndir neðri deildar eru þannig skipaðar: Fjárhagsnefnd Davíð Ólafsson, Matthías Mathiesen, Sigurður Ingi- mundarson. Skúli Guðmunds- son og Einar Ágústsson. Samgöngumálanefnd Sigurður Bjarnason, Jónas Pétursson, Benedikt Gröndal, Björn Pálsson og Sigurvin Einarsson. Landbúnaðarnefnd Gunnar Gíslason, Jónas Pét- ursson, Benedikt Gröndal, Ágúst Þorvaldsson og Björn Pálsson. Sjávarútvegsnefnd Svei-rir Júlíusson. Pétur Sig- urðsson, Birgir Finnsson, Gísli Guðmundsson og Jón Skafta- son. Iðnaðarnefnd Jónas G. Rafnar, Sigurður Ágústsson, Sigurður Ingi- mundarson, Þórarinn Þórar- inss. og Gísli Guðmundsson. Heilbrigðis- og félagsmálanefnd Matthías Bjarnason, Guð- laugur Gíslason, Birgir Finns- son, Jon Skaftason og Ágúst Þorvaldsson. Menntamálanefnd Einar Ingimundarson, Gunn- ar Gíslason, Benedikt Gröndal, Sigurvin Einarsson og Björn Fr. Björnsson. Allslierjarnefnd Einar Ingimundarson, Matt- hías Bjarnason, Sigurður Bjarnason, Bjöm Fr. Björns- son og Skúli Guðmundsson. Fastanefndir efri deildar eru skipaðar þessum mönnum: Fjárhagsnefnd Ólafur Bjömsson, Magnús Jónsson, Jón Þorsteinss., Karl Kristjánsson og Helgi Bergs. Samgöngumálanefnd Bjartmar Guðmundsson, Jón Ámason, Jón Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson og Ásgeir Bjarnason. Landbúnaðarnefnd Bjartmar Guðmundsson, Sigurður Óli Ólafsson, Jón Þorsteinsson, Ásgeir Bjarna- son, Páll Þorsteinsson. Sjávarútvegsnefnd Jón Árnason, Þorvaldúr G. Kristjánsson, Eggert G. Þor- steinsson, Helgi Bergs og Ólafur Jóhannesson. Iðnaðamefnd Magnús Jónsson, Þorvaldur G. Kristjánsson, Eggert G. Þorsteinsson, Hermann Jónas- son og Gils Guðmundsson. Heilbrigðis- og Félagsmálanefnd Auður Auðuns, Þorvaldur Kristjánsson, Jón Þorsteins- son, Karl Kristjánsson og Ás- geir Bjarnason. Menntamálanefnd Auður Auðuns, Ólafur Björnsson, Jón Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson og Gils Guð- mundsson. I, . Allsherjarnefnd Magnús Jónsson. Ólafur B.jörnsson, Eggert O Þor- steinsson, Ólafur Jóhannesson og Hermann Jónasson. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.