Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. efetóber 1963 HÓÐVIUINN SlÐA ER RÉTT AÐ BREYTA SKIPULAGI Í.S.Í.? Eins og áður hefur verið frá sagt, fluttu þrír fulltrú- ar á hinum ágæta fundi íþróttasambandsins í Hauka- dal, framsöguerindi um efnið: Á hvem hátt er hægt að auka íþróttastarfið? og hafa framsöguerindi tveggja þeirra verið birt hér nokkuð stytt. Þriðji maðurinn sem hafði framsögu í máli þesisu var íþróttafulltrúi rík- isins Þorsteinn Einarsson, en því miður var ræða hans ekki flutt af blöðum svo ekki er hægt að birta hana í heild eða hluta úr henni. Þorsteinn flutti mjög ýtarlega ræðu um þetta margþætta mál, c« lagði fram spurningar. sem svo að segja allar eru mikillar atíiygli verðar, og verða þær birtar hér á eftir. Ræddi hann hverja spum- ingu fyrir sig. og benti á það sem jákvætt væri í þeim og eins hvað væri tvísýnna. Kom hann víða við og var erindi hans hið merkilegasita, og ef menn fara að athuga spurning- amar, munu flestir komast að þeirri niðurstöðu að sumar eru þess eðlis að ein til tvær þeirra gætu verið nægilegt efn,i í sér- stakan fund eins og haldinn var í Haukadal. Bendir það á- kveðið til þess, að íþóttahreyf- ingunni sé mikil þörf á þvi að forystumenn hennar hittist mun oftar en verið hefur til að ræða mál þau, sem verða að teljast gundvallanndi fyrir framtíðar- starf fþróttahreyfingarinnar. Máli sinu til skýringar lagði Þorsteinn fram mikið af skjöl- um og gögnum sem höfðu að geyma mikinn fróðleik um ýms- ar athuganir sem verið er að vinna að varðandi íþróttamál. Verður fróðtegt að sjá, hver verða svör forystumanna í- þróttahreyfingarinnar við þess- um spumingum Þorsteins. Margt er það sem er aðkailandi að ræða, og vonandi verða þessar spumingar meira en pappírsplagg. 1 þessu sambandi má t.d. benda á spumingu nr. 2, þar sem vikið er að styrkjum frá Alþingi til íþróttamannvirkja. Munu margir þeirrar skoðunar að þar þurfi breytingar við, og að Alþingi þurii að sjá svo um að greiðslur tii mannvirkja verði 1 framtíðinni ekki svo mikið á eftir“ og verið hefur. Jafnhliða svarinu á annari spurningj, þar sem um er að ræða auknar fjárveitingar til bygginga íþróttamannvirkja, verður að koma greinargott svar við 5. spurningunni. sem beinist að þvi hvemig eigi að auka leiðbeinendafjöJdann inn- an íþróttahreyfingarinnar. Þá gæti verið skemmtilegt að fá svar við níundu spuming- VerkfræBingur eða iðnfræðingur óskast til starfa við meistaraskóla Iðnskólans í Reykjavík sem fyrst. — SKÓLASTJÓRI. UTBOÐ Tilboð óskast í sölu á vegg- og gó'Iífllísum til byggingar Borgarsjúkrahússins í Fossvogi. , Útboðsskilmála má vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR. Stafróf tónfræðinnar eftir Jón Þórarinsson, tónskáld Bók þessi kom út í fyrra, og seldist fyrsta prent- un upp á skömmum tíma. Önnur prentun kemur í bókaverzlanir og hljóð- færaverzlanir í dag. Stafróf tónfræðinnar er nauðsynleg bók hverjum þeim, sem stundar tónlistarnám eða söngnám. Hún á að geta komið að notum í öllum skólum, þar sem söng- eða tónlistarkennsla fer fram, allt frá barnaskólum til tónlistarskóla. Verð bókarinnar í bandi er kr. 80.00. Bókaútg’áfa Menningarsjóðs. unni. þar sem spurt er um það hvort Iþróttasambandið eigi að vinna að því í samvinnu við önnur æskulýðsfélög, að hindra að börn og unglingar vinni of langan vinnudag. Spurningarnar eru tíu: 1) Skal aðskilja íþróttaað- stöðu sköla annars vegar og hins vegar íþróttafélaga og al- mennings? 2) Á að breyta íþróttalögun- um í það hori, að til Aliþingis skuli sækja um styrk tii i- þróttamannvirkja, sem kosta meir en 1 millj., og Alþingi skuli ákveða til hverra sé veitt hverju sinni og þá um ákveðið árabil? Samtímis þessari laga- breytingu samþykki Alþingi að greiða „ógreidda áætlaða þátt- töku’- með jöfnum greiðslum ákveðið tímabil. — Eða skal unnið að því, að Aliþingi sam- þykki ákveðna áætlun vegna uppbyggingar íþróttamann- virkja. sem nái yfir ákveðið tímabil og greiði jafrrhliða ,,ó- greidda áætlaða þátttöku“? — 3) Væri rétt að skipuleggja<$> byggingu ISl að nýju og miða þá skipulagningu við kjördæm- in? — Láta hverja sýslu og kaupstað um sín samtök vegna fjármála og keppni? 4) Á að hætta styrkveiting- um, sem metast sarnkv, gef- inni og keyptri kennslu eftir á? — eða láta félög, héraðssamb., iþróttabandalög og sérsambönd sækja um fjárstuðning fyrir- fram vegna áætlaðra kennslu- starfa? 5) Skal leggja áherzlu á öfl- un leiðbeinenda heima fyrir i hverju héraði og félagi — eða skal heildin sjá um mennntun leiðbeinenda og annast dreif- ingu þeirra? 6) Ætti að taka upp þá reglu, að ekkert félag gæti talizt í- þróttafélag ef það á eigi eða hefur aðgang að hæfri aðstöðu til iðkunar þeirra íþrótta, sem það hyggst láta stunda og á á hvejum tíma hæfa leiðbein- endur? 7) Skal afla löggjafar, sem heimilar frádrátt til skatts þeim fyrirtækjum sem hafa i þjónustu sinni einstaklinga, sem annast reglubundin leiðbein- ingastörf í félögum, 8) Skal afla löggjafar, sem heimilar sýslu- og bæjarfélög- um í samvinnu við samtök í- Knattspyrnumót Ung- mennafélags Austurlands Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi ríkisins þróttafélaga að ráða til sín héraðsíþróttakennara og greið ist laun þeirra að öllu eða ein- hverju leyti úr ríkissjóði? 9) Er rétt að ÍSl leiti sam- vinnu við önnur æskulýðsfélög um athugun á því, hvað unnt sé að gera til þess að hindra, að böm og unglingar vinni of langan vinnudag? 10) Væri rétt að ÍSl leitaði samvinnu við önnur æskulýðs- fólög um, að fyrirtæki og stofn- andr, sem hafa mörg böm eða unglinga í vinnu, séu skylduð til þess að hafa í þjónustu sinni starfsmann, sem annist líkam- lega og félagslega heilbrigði þeirra? , Knattspymumót U. 1. A. var haldið á Seyðisfirði dagana 28 - 29 sept. sl. Fjögur félög sendu úð til keppni. Austri, Eskifirði. Huginn, Seyðisfirði. Leiknir. Fáskrúðsfirði og Þróttur. Nes- kaupstað. Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir. Lelknir — Huginn 8 — 0. Austri — Þróttur 3 — 0. Leiknir — Þrótbur 5 — 0. Austri — Huginn 4 — 0. Huginn og Þróttur kepptu ekki sín á milli. Til úrslita kepptu Austri og Leiknir og varð jafntefli 0 — 0 eftir fram- lengdan leik, og verða því að keppa aftur, en sá leikur fer sennilega ekki fram fyrr en að vori. Huginn, Seyðisfirði sá um mótið, sem fór vel fram. KR sigraði Kefla- vík í 2. fiokki Landsmóti 2. fl. í knatt- spyrnu er nú lokið, en það hefur dregizt að úrslit fengj- ust vegna þess að síðast skildu liðin jöfn, 0:0. Úrslitaletkurinn fór svo aft- ur fram á laugardaginn á Melavellinum og sigruðu KR- ingar með einu marki gegn engu. Það var Hörður Mark- an sem skoraði í fyrri hálf- leik en Keflvíkingar sóttu engu að síður þótt þeim tæk- ist ekki að skora. Klerkur glaður og reifur Áfengislögin Framhald af 4. síðu. ráð fyrir, að endurskoðun þurfi að fara fram á nokkr- um ákvæðum laga og reglu- gerða. — Þær ábendingar um endurskoðun áfengislaga, sem fram koma í tillögunum, eru að mestu teknar til greina í ákvæðum lagafrumvarps þessa og varða einkum ákvæði, sem stuðlað gætu að því, að koma í veg f-yrir áfengisneyzlu ung- menna. Má sérstaklega benda á ákvæði sem bannar hvers konar afhendingu áfengis til ungmenna og bindur viðurlög- um. Enn fremur bann við flutning leigubifreiða á ölvuð um ungmennum o.g bann við dvöl ungmenna á veitingastað að kvöldlagi, svo og ákvæði um upptöku áfengis í vörzlu ungmenna og í vörzlu ölvaðra manna, svo Qg áfengis, sem reynt er að flytja inn á veit- ingastað. — Loks er hert á nokkrum sektarákvæðum. Erf- itt hefur reynzt um fram- kvæmd á hinum almennu ald- ursmörkum áfengislaganna um sérreglur fyrir ungmenni, þ.e. 21 árs aldurinn. Ekiki felast í þessu frumvarpi tillögur um breytingar á því aldursmarki. í einu nýju bannákvæði frum- varpsins, er þó miðað við lægra aldursmark. Aðrar tillögur nefndarinnar um endurskoðun gildandi á- kvæða, sem undir dómsmála- ráðuneytið heyra, varða breyt- ingar á ýmsum reglugerðum eða setningu reglna, sem unnt er að koma fram án þess að lagabreytingar þurfi til. Þá má geta þess, að veigamestu ráð- stafanirnar, sem bent er á í tillögunum, um útgáfu per- sónuskilríkja til ungmenna á tilteknum aldri, eru þegar í undirbúningi að tilhlutan dómsmálaráðuneytisins, segir í athugasemdum sem frumvarp- inu fylgja Vatnsfirði 15/10 — Sr. Baldur Vilhelmsson var glaður og reitur í andanum, þegar Þjóðv. hafði samband við prest í dag og spurði tíðinda úr sveitinni. Héraðe.- skólinn í Reykjanesi er byrjaður og verða nítján nemendur í skól- anum í vetur. Barnaskólinn er hinsvegar ekki ekki venja að hjá blessuðum en sláturtíð er ur tekið upp í nú auð jörð um daginn. byrjaður og er byrja uppræðslu bömunum fyrr lokið. Snjó hef- Vatnsfirði og er eftir hausthretið Sæulfurinn siglir iít Tálknafirði 15/10 — Sæúlíur- inn leggur af stað í dag með ísfiskfarm til Bretlands og hyggst selja hann þar næstu daga, annaðhvort í Grimsby eða Aberdeen, en söluhorfur þykja þar góðar sem stendur. Þetta er fyrsta sökiferðin út. Hann hef- ur keypt fisk hér af bátunum vegna siáturtíðar í hraðfrysti- húsinu, en það hefur ekki get- að súnnt fiskmóttöku meðan á henni stendur. Guðmundur á Sveinseyri og Tálknfirðingur eru nýbyr-jaðir að róa með línu og hafa fengið 8 tonn að jafnaði í róðri. Þeir róa frekar grunnt eða þrjá og hálfan tíma út. Nýlega fóru héðan 170 tonn af beinamjöli og síldarmjöli með þýzku skipi á vegum SlS. Fyr- irsjáanleg mannekla verður í atvinnulífinu hér næstu mánuði. — J.L.E. Gerður afturreka M.s. Tungufoss fer áætlunarferð frá Reykjavík, í stað m.s. „MÁNAFOSS", laugardaginn 19. október til Isafjarðar, Sauðárkróks. Siglufjarðar, Dalvikur. Akureyrar og Húsavíkur. Vörumóttaka verður ó miðvikudag og fimmtudag. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. Þúfum 15/10 — Ma gengur að fá fóðurbæti hingað í sveitina. Við sendum mann suður á dög- unum til þess að ræða við SlS og fá einhverja úrlausn áður en vegir tepptust. Honum var sagt að koma ekki aftur næsta hálfan máinuðinn. Er þetta bagalegt fyrir sveitina. Sláturtíð er nú í fullum gangi. — A.S. Fjórir stórir bátar Þingeyri 15/10 — Fjórir a*6rir nokkuð óráðið, hvenær ræðst úr bátar eru að hefja róðra næstuþeim vandræðum. Tíð hefur daga og hefur sjósókn legiðverið rysjótt. Sláturtíð er lokið. niðri hér undanfarið. Vantar þó— G.F.M. mannskap á þessa báta og er Skortur á verkafólki Bíldudalur 15/10 — Bátar hér eru nú óðum að hætta á snur- voð og hefur þeim gengið vel í sumar. Þeir búa sig nú út á rækjuveiðar. Tvær verksmiðjur verka rækju hér á staðnum. Stærri verksmiðjan heitir Mat- vælaiðjan, eign kaupfélagsins, áður rekin af Gisla Jónssyni, fyrrverandi alþingismanni, og horfir til vandræða með rekst- urinn vegna manneklu. Minni verksmiðjan er rekin af hluta- félaginu Gragði og hefur einn bát, Jörund Bjarnason, til þess að fiska fyrir sig. Hafa þeir nóg fólk. Pétur Thorsteinsson og Andri róa báðir þessa dag- með línu og fá fimm til 8 tonn að jafnaði. Þó fékk Pétur 12 tonn i róðri í fyrradag. Hér er yfirdrifin atvinna á staðnum og skortur á verkafólki. — Heimir. Einar ÍS rær Hnífsdal 15/10 — Sjóróðrar liggja hér niðri að mestu og eru menn að þrífa báta sína. Einn bátur hefur þó róið með lfnu undanfarna daga og sótt á mið- in út af Ritnum. Hvorttveggja er að tíð er rysjótt og afli tregur Hefur Einar IS fengið þetta fjögur til fimm tonn í róðri. Ö- fært er bílum á heiðunum hér í kring. — Hélgi. Vantar fræðarann Siiðavík 15/10 — Einn 40 tonna bátur er að hefja héðan róðra á nýjan leik og heitir bátur- inn Trausti. Hefur hann þegar beitt lóðir fyrir fyrsta róður, en ekki hefur gefið á sjó enn- þá og hefur tíð verið rysjótt. Barnaskólinn er ekki byrjaður ennþá og vantar hér kennara að skólanum. Nú hafa öll hús í þorpinu verið tengd nýrri vatnsveitu. en gerð hennar er ekki lokið ennþá. Sláturtíð er lokið og era dilkar mun rýr- ari en í fyrra. — Albert I I \ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.