Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA Frægt hjónarúm ti! sö/u— Þetta fræga hjónarúm verður til sölu innan skamms á upp- boði hjá }»eim fræga fomsala Satheby í Lundúnum. Sæng þessa átti Napólcon Bonaparte og önnur kona hans, Marie Louise. Islenzkar húsmæður hafa víst ekki efni á að bregða sér til Lundúna til þess að bjóða í gripinn. Blaðaskrif í Þýzalandi Um veitingu frið- arverðlauna 1963 1 „Die Welt”, blaði, sem kem- ur út í Hamborg og á að heita hlutlaust birtist fyrir stuttu leiðari um veitingu friðarverð- launa Nóbéls fyrir 1962. Segir þar, að nefndin hafi enn einu sinni vakið aimenna undrun og gefur blaðið í skjm að hér eftir verði borin minni virðing fyrir þessum verðlaunum. ,,Die Welt” heldur áfram, eft- ir að hafa látið i ijós ánægju sína með valið fyrir 1963, en fyrir það ár fékk Rauði Kross- inn verðlaunin: Ekki munu allir eins sam- mála um veitingu verðlaun- anna fyrir 1962 eins og fyrir 1963. Linus Pauling, sem 1954 fékk N óbelsverölaun í efna- fræði, hefur vafalaust gert meira en flestir aðrir til þess að vara menn við eitrun and- Framhald á 9. síðu. ÞJÖÐVILIINN Miðvikudagur 16. október 1963 VINSÆLDIR DEGAULLE FARA ORT MINNKANDI ■ Franskir kommúnistar hafa skorað á aðra flokka að hefja sameiginlega baráttu gegn á- formum de Gaulle, forseta, um sjálfstæðan, franskan atómher. Talið er, að álit og vinsæld- ir de Gaulle hafi mjög rýmað eftir að hann neit- aði að undirrita Moskvusáttmálann. Áskorun franska kommún- istaflokksins var send til Sósí- alistaflokksins, Róttæka flokksins og verklýðshreyfing- arinnar, og eru þar allir and- stæðingar de Gaulle ihvattir til að sameinast í andspymunni gegn kjamorkuáætlun forset- ans. 1 áskoruninni er því haldið fram, að á'hrif Gatdlista í frönskum stjómmálum fari ört minnkandi, og áætlun rik- isstjómarinnar um verðjöfn- un, sem nýlega var lögð fyrir þingið, sé aðeins bragð til að leiða athygli almennings frá þeirri staðreynd, að það era 100.000 fylgdu Piaf til grafar PARÍS 14710 — Franska söng- konan Edith Piaf var jarðsett í dag og fylgdu um 100.000 Parísarbúar henni til grafar. 15.000 komust fyrir i kirkjugarð- inum, en tugþúsundir stóðu fyr- ir utan hann. ! I I I ! vinnustéttirnar sem verða að borga milljónirnar, sem de Gaulle eys í framleiðslu kjamorkuvopna. Niðurstaða skoðanakönnunar Það ihefur komið í ljós nú seinustu vikumar við skoð-x anakannanir meðal almenn- ings í Frakklandi, að persónu- legar vinsældir de Gaulle hjá kjósendum eru miklu minni en oft áður. SérstaQdega rýmaði álit forsetans, eftir að ljóst varð, að Frakkar mundu ekki undirrita samning þann um bann við tilraunum með kjamavopn, sem 104 þjóðir heims hafa nú samþykkt. Andstæðingar de Gaulle vonast til, að þessi afstaða forsetans muni verða. til að Meypa af stað magnaðri bar- áttuherferð gegn honum, og jafnvel þó sósíalistar og rót- tækir hafi fram að þessu ver- ið mjög varkárir í samstarfi við kommúnista og litt viljað starfa með þeim, er þess nú vænzt, að tilboð kommúnista- flokksins muni nú fá jákvæð- ari viðtökur en áður. 80% gegn de Gaulle? Fyrrvei-andi forsætisráð- herra Frakka og foringi sósí- aldemókrata, Guy Mollet, full- yrti fyrir nokkrum dögum í viðtali við bandaríska vikurit- ið U. S. News and World Report, að de Gaulle, forseti, mundi híða mikinn ósigur, ef þjóðaratkvæði yrði látið fara fram um afstöðu Frakklands til Moskvusáttmálans. Sagði Mollett, að 80% af frönsku þjóðinni væri ósammála de Gaulle í þessu máli og myndu kjósa, að Frakkar undirrituðu eamninginn um tilraunabann. Hin neikvæða afstaða de Gaulle til þessa samnings, hef- ur leitt til þess, að Frakkar em nú einangraðri í heimin- um en nokkm sinni fyrr, sagði Mollet og bætti því við, að ríkisstjóra de Gaulle stydd- ist eingöngu við persónulegt vald forsetans og gæti á eng- an hátt talizt lýðræðlsleg. Hann sakaði de Gaulle um að hafa veikt Atlanzhafsbanda- lagið með hvatvísum ummæl- um sínum um ýmis viðkvæm mál. Suður-A fríkumaður flettír ofan af sænskum vopnasala Svíar hcldu til skamms tíma, að skeytin frá Suður- Ameríku um að fyrirtæki í Jóhannesarborg hafi verið boðin mikil vopnasending frá nafnlausu fyrirtæki í Gauta- borg, væri stjómmálabragð. EFTIRMALI AD KLAUFASKAP ★ Leroy Gordon Cooper lenti geimfari ofan í mitt Kyrrahaf í lok maí og var tekið með siguröskri og heilu eldgosi af þjóðarstolti. Þar með lauk einum lið á geimfaradagskrá Merkúrí í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu kom í ljós, að aðeins einskær hundaheppni bjargaði Merkúrífluginu frá sorglegum enda- lokum. ★ Yfirstjórn loft- og geimsiglinga, NASA, gaf 444 síðna skýrslu um Merk- úríflugið. Þessi skýrsla kemur hárinu til að rísa á höfði manns, svo óhugnan- leg eru mistökin, klaufaskapurinn og kæruleysið hjá fyrirtækjunum, sem byggðu hylkin og bjuggu þau tæk'jum. 1 skýrslunni frá NASA segir, að fyrirtækin hafi lát- ið frá sér fara hylki með meira en 500 göllum og varahluti, sem vom meira en 50% gallaðir. f þessum 6 flugferðum Merkúrís með menn innan borðs voru að meðaltali 10 tæki í ólagi, og hefði hver bilun um sig get- að valdið stórslysi. Aðeins fyrirtaks björgunarútbúnað- ur og kunnátta flugmann- anna forðaði slysi. NASA ásakaði einnig einkaframleiðendur fyrir vítaverða seinkun á Merkúrí- dagskránni, sem kostaði 384 milljónir dollara. Fyrst var ráðgert að senda fyrsta bandaríska geimfarið á loft í apríl 1960, eða næstum ári áður en Sovétríkin fyrst skutu mönnuðu geimfari. 1 þess stað var flugi John Glenns frestað um 22 mán. Allan þennan tíma var eytt tíma og peningum til þess að gera við galla og skipta um efni, af því að einhver hafði ekki farið eftir gefnum fyr- irskipunum. NASA bendir ekki á neinn sérstakan sem sekan. Aðalfyrirtækin vom 12, undirfyrirtækin 75, og 7.200 fyrirtæki er komu lítill. við sögu. Meðal þeirra fyrir- tækja, sem aðallega stóðu að byggingu geimfaranna vom Aerospace Corp., Chrysler Corp., General Dynamics/ Astronautics, General Elec- tric Co., Burroughs Corp., B. F. Goodrich Co., McDonnelI Aircraft Corp., North Amer- ican Aviation, Inc., Pan American World Ainvays, Inc., Philco Corp., Thiokol Ohemical Corp- °S Western Electric Co. Fara hér á eftir nokkur atriði úr skýrslu NASA: Áður en skotið var mönn- uðum geimförum sást á kvikmynd, að skifur, virhút- ar, boltar og skrúfur skröltu þyngdarlaus í hylkinu. — Þegar farið var yfir út- búnað Glenns áður en hann flaug kom í ljós, að raftengl- ar voru skakkt lóðaðir sam- an í björgunartumunum, hæði í hylki Glenns og björgunarhylkinu, og vom því björgunartækin óvirk. — Þegar verið var að imd- irbúa flug Walters Sohirra, varð að skila 14 rafgeymum, þar sem þeir láku. — Ameðan á flugi Schirra stóð fóm kælitæki hylkisins úr lagi, svo að geimfarinn átti erfitt með að stilla hit- ann. — Vegna þess að tækni- fræðingar gerðu sér venju- lega ekki ljóst hversu mfkils hreinlætis er krafizt af þeim, var vatni og súrefni spillt. — Þegar Cooper flaug slitnuðu þræðirnir ekki, sem tengja starfsflaugina við hylkið, af því að tækin, sem áttu að aðskilja þau voru ekki hiaðin réttu magni af sprengiefni. — I sömu ferð bilaði út- búnaður, sem á að eyða raka í hylkinu. — 1 björgunarhylki Coop- ers fundust 720 gallar og stöfuðu 526 þeirra beinlínis af óvönduðum vinnubrögð- um. ! i ! En iþannig er því auðsjáan- lega ekki varið. Fyrirtækið í Gautaiborg hefur nefnilega fengið nafn. Vopnakaupmaður nokkur í Jóhannesarborg hefur skýrt frá, að sænska fyrirtækið heiti Abadk og fyrirtæki með þessu nafni er einmitt til I Gautaborg. Eigandinn er Grikki Zdenek Krenek að nafni, og er hann nú sænskur ríkisborgari. Vopnakaupmaðurinn frá Suður-Afríku segir, að þegar hann skrifaði Krenek til þess að panta nokkrar veiðibyssur hafi Krenek svarað um hæl, og bætt því við, að vopna- kaupmaðurinn geti fengið skammbyssur, vélbyssur, skriðdreka og flugvélar. I stuttu máli sagt, ekki vom til þau vopn, sem fyrirtækið gat ekki útvegað. — Eg var næstum búinn að fá taugaáfall, þegar ég fékk bréfið frá Gautaborg og vissi ekki hverju ég átti að svara. En eftir að hafa hugsað mál- ið, held ég að ég panti nokkr- ar veiðibyssur. Eins og allir vita, hefur Sví- þjóð staðið í broddi fylkingar þeirra, sem neita að verzla við Suður-Ameríku. Svíar héldu því, að skeytin væru send í áróðursskjmi fyrir þvi, að opinber afstaða Svia nyti ökki stuðnings þjóðarinnar. Sviar hugga sig þó við, að Krenek er Grikki, þótt hann hafi sænskan ríkisborgararétt. Blaðamenn hafa árangurs- laust reynt að nú sambandi við Krenek. Hveitisamnsnga- menn á förum MOSKVU 1470 Sovézk samninga- nefnd undir forystu aðstoðar- ráðherra fyrir utanríkisverzlun, Sergei Borissoff, leggur af stað á morgun, þriðjudag til Wash- ington að semja um hveitikaup í Bandaríkjunum. I Buenos Aires er haft eftir embættismanni að Sovétríkin hafi lýst sig fús að kaupa hálfa milljón lesta af argentísku hveiti. ef uppskeran verður svo góð að Argentína sé aflögufær. i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.