Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 1
DIOÐMIN Fimmtudagur 17, október 1963 — 28. árgangur — 224. tölublað. UmræBur um Hvalfjörð á Alþingi í gær : ENN OSAMIÐ-MÆL- INGAR STANDA YFIR Ekkert að frétfcs Víxlamálið Þjóðvil jinn snéri sér í gær til Þórðar Björnssonar saka- dnmara og innti faann frétta af rannsókn víxilmáls þeirra Ágústs Sigurðssonar og Jó' bannesar Lárussonar. Sagði dómarinn að ekkert værí enn af því máli að frétta. Nauðgunarmálið Þjóðviljinn snéri sér einnig í gær til Ólafs Þorlákssonar sakadómara og spurðist fyr- um það hvað liði rannsókn nauðgunarmálsins er upp kom í sumar, er áhugaljós- myndari nokkur var kærðut fyrir að hafa nauðgað telpu úr Kópavogi. — Dómarinn kvaðst cnn ekki hafa fengið í hendur niðurstöður geð- rannsóknar er framkvæmd var á sakborningnum og væri því ekkert markvert af mál- inu að frétta. ¦ Nokkrar umræður urðu utan dagskrár sameinaðs þings í gær og var tilefni þeirra svohljóðandi fyrirspurn frá Eysteinj Jónssyni, formanni Framsóknarflokksins til utanríkisráðherra, Guðmundar í. Guðmundsson- ar: Hefur ríkisstjórnin í huga eða hefur hún gert, samninga við Atlanz- hafshandalagið um mannvirkjagerð í Hvalfirði? Og ef svo er, hvernig eru þeir samningar? Eins og kunnugt er af frétt- uim, lögðu fjórir þingmenn Al- þýðubandalagsins fram á mánu- dag þingsályktunartillögu ,,um framfcværndir á vegum Atlanz- hafsbandalagsins í Hvalfirði" (sjá 7.. síðu) og á fundi sam- einaðs þings í gær tovaddi Ey- steinn Jónsson sér hljóðs utan dagskrár og bar fram fyrir- spurn til utanrikisráðherrans um þetta mál. Rakti Eysteinn 6Ögu málsins eða frá því að tilkynning rík- isstjórnarinnar um að viðraeður hefðu farið fram milli hennar og Atlanzbafsbandalagsins var birt 7. ágúst síðastliðinn. Gat Eysteinn mótmælasarniþykktar Framsóknarflokksins frá 9. ág- úst og fór hörðum orðum um útvarpið sem eins og kunnugt er neitaði að birta mótmæli Frarnsóknarflokfcsins en engin blðð komu út frá 1—15: ágúst vegna verkfalls blaðamanna. Kvað Eysteinn þetta hafa verið freklegt hlutleysisbrot af hálfu útvarpsins og illa komið lýð- ræði í landi þar sem stjórnar- andstaðan gæti ekki komið á- róðurslausum yfirlýsingum umn Áœflun um stórfelldar hernaSarframkvœmdir á Islandi gerS i marz '56 Ólafsvíkurennisvegur Það er hríkalegt ir og vcgarstæðið undir Ólafsvíkurenni. Sjá fleiri mynd- frásögn á 12. síöu. — (Ljósm. E. V.). stærstu mál á framfæri opinber- lega. Neitað að kalla utan- ríkismálanefnd saman Eysteinn skýrði einnig frá því að Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn hefðu krafizt þess strax eftir tilkynningu rík- isstjórnarinnar að utanríkis- málanefnd Alþirigis yrði þegar kölluð saman til fundar en til vaTa fór stjórnarandstaðan fram á viðræður við utanríkisráð- iherra. Ríkisstjórnin neitaði að verða við fyrri kröfunni og bar því við að umboð utanríkismála- nefndar hefði fallið niður við þingslit en féllst aftur á móti á að ræða málið við fulltrúa st j órnarandstöðunmar. Eins og áður hefur verið skýrt frá, kom fram í þeim viðræð- um að ríkisstjórniri hefði rætt við Atlanzihafsbandalagið uim eftirtalda manavirkjagerð í Hvalfirði: f fyrsta lagi: Stóra olíubirgðastöð [(25—28 geymáy, í ððru lagi: Hafskipabryggju og í þriðja lagi: Legufæri (múrn- inga) í firðinum en notkun þeirra skyldi háð sérstöku leyfi ríkisstjórnaririnar á hverjum v.tíma. Þegar fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í þessum viðræð- um spurði utanríkisráðlherra hvort þarna mætti leggja kaf- bátum, svaraði Guðmundur í. því til, að við legufærin mætti leggja hvaða skipum sem vera vill. Kemur Alþingi ekki vift Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra tók næstur til máls. Skýrði hann svo frá að engir samningar hefðu enn ver- ið gerðir um framkvEemdir í Hvalfirði en mælingar færu nú fram þar. Kom þó skýrt fram Frá Hvalfirði. Séð frá Hvítanesi, gömlu herstöðinni sunnan meg- in f jaxðarins. í ræðu hans að ríikisstjórnin teldi sig ekki þurfa sarnþykki Alþingis til að gera samninga um hernaðarframkvœmdir í Hvalfirði. Sagði utanríkisráð- herra að frá því að herinn kom hér 1951 hafi samningar um slíkar framfcvæmdir aldrei verið bornar undir Alþingi. Sjóðurinn Hingað til hafa Bandaríkin borið allan kostnað af hervæð- ingu íslands en þessar fram- kvæmdir — ef til kemur — verða kostaðar úr sameiginlegum sjóði Atlanzhafsbandalagsins. Hlutverk sjóðsins er einkum að standa straum af kostnaði við flugvallagerð, birgða- og sprengjugeymslur. Samkvæmt reglugerð sjóðsins skal það ríki, sem byggt er í hverju sinni, leggja fram tiltekinn hluta af kostnaði á móti sjóðnum. Nú muriu Bandaríkin af stór- mennsku sinni ætla að greiða hlut íslands við fyrirhugaðar framkvæmdir. Á þessari stað- reynd byggir síðan ríkisstjórn- in þá skoðun sína að hún sé enn að semja beint við Banda- ríkjamenn en ekki Atlanzhafs- bandalagið sem slíkt. Sé hún því ekki samkvæmt þeirri hefð Framhald á 2. síðu. Járnsmiðirnir ein- huqa um kröfurnar Kjarasamningar Félags ;járn- líðnaðamiaiuia við Meistarafélag járniðnaðarmaima féllu úr gildi 15. október, eins og hjá flestum öðrum verkalýðsfélögum. Á fundi í félagi járniðnaðar- manna mánudaginn 14. október voru samþykktar samhljóða til- lögur til breytinga á samningum félagsins vSð Meistarafélag járn- iðnaðarmanna. Þriðjudaginn 15. október var svo haldinn viöreeðufundur milli • • MGíNKROFUR VERKAMANNA AFHENTAR Verkamannafélagið Dagsbrún sendi þegar á þriðjudag meginkröfur félagsins um breytingar frá fyrri samningum til atvinhurékenda, og kvaðst reiðubúið að hefja umræður um þær breyt- ingar ásamt fullírúum .Verkamannafélágsins Hlíf- ar, Hafnarfirði og Verkalýðsfélagsins Eining- ar, Akureyri. Umræður hafa enn ekki hafizt. Samiimgar félaganna runnti út 15. október eins og kunn- ugt er, en samkomulag er um það við vinnuveitenda- samtökin líkt og áður, þegar eins hefur staðið á, að farið skuli eftir samningum þeim sem giltu til 15. október þar til annað verður-ákveðið. sarnnninganefndar Pélags járn-'f iðnaðanmaima og stjórnar Meist- arafélagsins og voru tillðgurnar þar afhentar og skýrðar. Hafa meistarar þær nú til yfirveg- unar. JárnsmTiðir hafa 1T50 kr. viku- kaup. Tillögur um breytingar á sarnn- ingum félagsins eru miðaðar við niðurstöðu ráðstefnu Alþýðu- sambands Islands og einnig við úrskurð kjaradóms um laun og vinnutíma starfsmanna ríkisins og kauphækkanir bæjarstarfs- manna. Kaup járnsmiðanna er fast vitoukaup. sem hæst er eftir fimm ára starfsttma hjá sama fyrir- tæki og er þá K50 kr. á viku. Akvæðisvinna er nær engin í járriiðnaði. SH heldur fund um vandamál frystihúsa Sölumiðstöð • hraðfrystihús- anna hefur boðað til aukafund- ar í Reykjavík þriðjudaginn 22. október.n.k. Á fundinum mun m.a. verða rætt um reksturs- vandamál hraðfrystihúsanna, en afkomú ' þeii-ra hefur hrakað mikið að undanf örnu vegna stöðúgt hækkandi reksturskostn- aðar. Niðurstöður athugana á afkomu frystihúsa munu verða lagðar fyrir fundinn og fjallað verður.um starfsgrundvöll hrað- , frystihúsanna. Tolleringar 1 gær fóru fram hínar árlegu tolleringar í Menntaskólanum i Reykjavík og sést einn nýsveinn- inn fljúga í loft npp. Fleiri mynd- ir frá tolleringunum eru á 2. síðu. Sleppt úr gæzlu- varðhaldi í gær ÞJÖÐVILJANUM tókst ekki að ná tali af Halldóri Þorbjörnssyni sakadómara í gær til að fá staðfesta þá frétt, að Sigurbirni Eiríkssyni veitingamanni hafi verið sleppt úr gæzluvarðhaldi í gærdag. Sigurbjörn hefur nú setið í varðhaldi nær þrjár vik- ur. Dómarinn hefur tii þessa verið sagnafár um málsrann- sókninak

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.