Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÓÐVILHNN Harkaleg innheimta hjá Cjaidheimtunni í gær kom enn einu sinni maður að máli við Þjóðviljann til að kvarta yfir ónákvæmni og stirðbusahætti gjaldheimt- unnar í Reykjavik. Lagður fram upp- dráttur að barna- heimilinu við Dalbraut Á borgarráðsfundi 15. þ. m. var lagður fram uppdráttur að fyrirhuguðu bamaheimili við Dalbraut en bamaheimila- og leikvallnncfnd hafði samþykkt hann fyrir sitt leyti á fundi 14. þ.m. Hefur Skarphéðinn Jóhanns- son arkitekt gert uppdráttinn. Borgarráð féllst á teikninguna og samþykkti að fela arkitektin- um að halda áfram að vinna að uppdrættinum og undirbúa hann undir útboð. Áætlað er að bamaheimili þetta taki 32 böm, 3—15 ára, og á það að koma í staðinn fyrir SilungapolL Uppdrátturinn er i samræmi við nútímakröfur um bamaheimili en Skarphéðinn hefur ásamt fræðslustjóra kynnt sér rekstur barnaheimila á Norð- urlöndum og nýjungar í þeím efnum. Páll Sigurðsson verkamaður, Heiðargerði 33, kom að máli við blaðið í gær og hafði þessa sögu að segja af viðskiptum sín- um við gjaldheimtuna. í júní sl. var hann á förum úr bænum til sumardvalar í Siglufirði, en þaðan er hann fluttur til Reykjavikur fyrir tólf árum. Hann kvaðst aldrei hafa lent í vanskilum með opinber gjöld og fór til gjaldheimtunn- ar áður en hann fór norður, borgaði skuld sem hann vissi af þar og spurði hvort hann skuld- aði fleira. Var kveðið nei við því. Stuttu seinna, er Páll er kominn norður í Siglufjörð, sendir gjaldiheimtan lögtaks- kröfu á Pál til lúkningar á skuldum samtals að upphæð kr. 1773,00 og var þar ekki frá- dregin sú skuld er Páll greiddi áður en hann fór norður. Dótt- ir Páls komst nú í málið og borgaði þessa upphæð að frá- dregnu því sem faðir hennar hafði kvittun fyrir að hann væri búinn að greiða. En inn- heimtukostnað varð hún að greiða af allri upphæðinni. Ekki sagðist Páll þó ætla að gefa_þeim þær krónur eftir. Þessi litla saga fjallar ekki um háar upphæðir heldur stirð- busahátt og óþarfa leiðindi og eril sem heiðarlegu fólki er bak- að af stofnun, sem vissulega hefur fengið nógu margar á- minningar til að taka þær til greina og mætti þá byrja á því að setja starfsfólki sínu betri siðareglúr. Mein- semdin 1 ræðu sinni á Varðarfund- inum kom Bjarni Benedikts- son með mjög athyglisverða skýringu á hruni viðreisnar- innar. Hann sagði: „Á síð- ustu tveim árum hafa þeir atburðir gerzt, sem ýtt hafa undir ójafnvægi í íslenzku efnahagslífi. 1962 var meiri sildveiði en nokkru sinni áð- ur í sögunni. Þjóðin öll hagnaðist á því, en einkan- lega var það þó tiltölulega lítill hluti þeirra, sem sjáv- arútveg stunda, sem hlaut mjög ríflegar tekjur...... Þegar þessi starfshópur fékk miklar tekjur, og miklu meiri en nokkurn tíma áður, tóku aðrir að bera sig sam- an við þá. Þar að auki gátu þessir menn lagt fram meira fé til að bæta hag sinn, ekki sízt til húsbygginga, sem leiddu til þess, að þær urðu miklu meiri en vinnuafl var til að sinna. Af því leiddi yfirborganir. sem aftur sköpuðu enn meiri óróa á vinnumarkaði. Okkar þjóðfé- lag er því miður svo lítið, að tekjur nokkurra fiskimanna geta sett hér allt úr skorð- um. Þannig stafar allt ólánið af því að 1962 varð síldar- afli meiri en nokkru sinni áður í sögunni. 1 öðrum löndum myndi þvílíkur at- burður vera talinn stórfellt happ og forsenda velsældar, en samkvæmt viðreisnarkenn- ingum Bjama hefur hann svipuð áhrif hér og fellibyl- ur, veldur stökkhækkun á kjöti og mjólk og allsherjar óðaverðbólgu. Meinsemdin var þó sérstaklega sú, að sögn Bjama, að nokkrir fiskimenn fengu stórauknar tekjur fyrir aUa síldina sem þeir fluttu á land og notuðu fjármunina til jafn skelfi- legra verka og þeirra að koma sér upp ibúðum. 1 öðrum löndum þykja íbúða- byggingar ein mesta nauð- syn hvers þjóðfélags, en hér eru þær semsé óhæfuverk sem grefur undan efnahags- kerfinu. Atburðir eins og þessir nefnast „ójafnvægi" að sögn valdamesta mannsins í ríkis- stjóminni. Og leiðin til að ná jafnvægi er þá auðvitað að koma í veg fyrir önnur eins áföll og þau að óeðlilega mikill sjávarafli berist á land. Á því sviði getur fljót- lega rætzt úr, því viðskipta- stefna ríkisstjómarinnar veldur því að nú eru taldar mjög erfiðar horfur á sölu verkaðrar suðurlandssíldar, og veiksmiðjumar geta ekki afkastað nema tiltölulega litlu af gúanói. Auk þess er ríkisstjórnin að selja togar- ana einn af öðmm, en bindur suma, til þess að minni hætta sé á því aÆ fiskimenn geti unnið sér fyrír fbúðum. Hið fullkomna jafnvægi næst sem kunnugt er aðeins með algerri stöðhun. — Austri. Fimnttudagur 17. október 1963 XXL.SÖLU: ú 2 herb. kjallaraíbúð við Holtsgötu, sér hitaveita, sér inngangur. 1. veðr. laus. , 4 herb. hæð við Bergstaða- stræti í standsetningu, ný raflögn, miðstöð með sér hitaveitu, tvöfalt gler í gluggum, harðviðarhurð- ir. Hagstæð áhvílandi lán. Stofa, éldhús og bað, við Kópavogsbraut, sér inn- gangur. Góð kjör 3 herb. jarðhæð og 6 herb. hæð við Lyngbrekku, selst fullbúið undir tréverk, allt sér fyrir hverja íbúð. Einbýlishús við Skeggja- götu, 6 herb. glæsiíeg íbúð á tveim hæðum, tveggja herb. íbúð í kjallara. Bíl- skúr g stór trjágarður. Glæsileg hæð við Hjálm- holt 130 ferm., all,t sér, selst fokheld, bílskúr. 170 ferm. glæsiQeg hæð við Safamýri, fokheld, allt sér, bílskúr. 100 ferm. jarðhæð 3 herb. íbúð við Digranesveg, selst fokheld með allt frágeng- ið utanhúss., ÍBtJÐIR ÖSKASX: 2 og 3 herb, íbúðir. nýj- ar eða í smíðum, 3—4 herb. ris og kjallara- íbúðir. Ilæðir með allt sér. Einbýlishús. — Miklar út- borganir. 6 ný prestsembætti f gær barst Þjóðviijanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu biskups. Umsóknarfrestur um prests- embætti þau í Reykjavík, er auglýst hafa verið til umsóknar. rann út í gær. Þessir umsækjendur hafa gef- ið sig fram: Um Ásprestakall: Síra Grímur Grímsson Síra Jónas Gíslason Síra Leó Júlíusson. Um Bústaðaprestakall: Síra Ingólfur Guðmundsson Síra Ólafur Skúlason Um Grensásprestakall: Felix Ólafsson cand. theol. Síra Ragnar Fjalar Lárusson. Um Langholtsprestakall: Síra Magnús Runólfsson Síra Sigurður Haukur Guð- jónssoh. Um Ncsprestakall: Frank M. Halldórsson cand. theol. Síra Hjalti Guðmundsson. SkálaferS Farið verður í Skálann um helgina. Lagt verður af stað frá Tjamargötu 20 kl. 4.30 síðdegis. SKÁLASTJÓRNIN. vantar unglinga 1 eða roskið fólk til útburðar i eftirtalin hverfi: Grinistaðaholt l. og II. Tjarnargata Meðalholt Laugarás Héiðargcrði Herskólahverfi Vogar. nihin Þjéðviljann TOLLERAÐ Síðdegis í ,gær var mikið um að vera á menntaskólalóðinni. Þar fóru sem sé fram toReringar á busunum en á síðustu árum hefur verið. tekinn upp sá .háttur að taká dag til þess. að fram- kvæma bá athöfn og fer hún fram undir eftirliti kennara.. Er þetta gei't til að forða á- tökum og meiðslum. Þéttá ■ er að sjálfsögðu mik- iil hátíðisdagur í skólanum hjá nemeridum og háns beðið með triikiíli 'éft'irværitingú.' Myndimar sem hér fýlgja voru teknaf af tolleringunni í gæi- og þurfa þær 'ekki frek- 'ari skýririga Við. — (Ljósrii. Þjóðv. A. K.). i Rætt um Hvaifjörð Frarwhald af er hemámsflokkarnir hafa skap- að, skuldbundin til að bera samninga um Hvalfjörð undir Alþingi frekar en aðra samn- inga sem íslenzkar ríkisstjómir hafa gert við Bandaríkjamenn um hemaðarframkvæmdir hér. Vitnaði Guðmundur m.a. til samninga um Lóranstöð á Snæ- fellsnési. Þær framkvæmdir hefðu verið grelddar af hinum sameiginlega sjóði Nató og um þær samið í ráðherratíð Krist- ins Guðmundssonar án þess að samningurinn væri borinn und- ir Alþingi. Utanríkisráðherra minnti jafnframt á að Kristinn Guðmundsson hefði verið for- seti fastaráðs Atlanzhafsbanda- lagsins í marz 1956, þegar höf- uðáætlun þess um hervæðingu fslands hefði verið samþykkt. Gaf Guðmundur í skyn að Framsóknarmenn létu nú stjórn- ast af öðrum hvötum en þeir létu uppi í afstöðunni til þessa máls. Aætlanlr í París koma okkur ekki við. Eysteinn Jónsson svaraði þess- um aðdróttunum utanríkisráð- herra og hélt því fram að í hvert skipti sem samninga um hemað- arframkvæmdir í Hvalfirði hefði borið á góma hefði Framsóknar- flokkurinn snúizt gegn samning- um. ,,Að okkar dómi hefur slfkt aldrei komið til mála. Hvað sett hefur verið i áætlun úti í Parfs kemur okkur ekki við. Afstaða okkar er hrein og klár”, sagði formaður Framsóknarflokksins. Framsókn vissi um áætlunina 1956. Guðmundur 1. Guðmundsson tók enn til máls og upplýsti að 1. marz hefði fastaráð AHanzhafs- bandalagsins samþykkt mikla á- lyktun um hervæðingu íslands og hefði utanríkisráðherra Fram- sóknarflokksins þá verið í for- sæti ráðsins. Þyrftu menn ekki að deila um það að þá stóð ekki á íslendingum að Ijá máls á framkvæmdum í Hvalfirði. Aftur á móti hefði samþykkt Alþingis um uppsögn vamarsamningsins, sem gerð var 28. þess sama mánaðar, komið í veg fyrir að frekar yrði af viðræðum um á- ætlunina. Afstaða Alþýðubandalagsins. Af hálfu Alþýðubandalagsins töluðu þeir Hannibal Valdimars- son, Gils Guðmundsson og Einar Olgeirsson. Hannibal Valdimarsscn gat þess að óvanalegt væri að ræða þingmál þannig fyrirfram utan dagskrár en eins og þingmönnum væri kunnugt lægi fyrir þing- inu ályktunartillaga frá Al- þýðubandalagsþingmönnum um þetta mál. Hann sagði að af- staða Alþýðubandalagsins væri sú að ríkisstjómin hafi ekki heimild til að gera samninga um hernaðarframkvæmdir á nýjum landsvæðum án þess að samþykki Aliþingis komi til og krefðist Al- þýðubandalagið því þess að engir slíkir samningar yrðu gerðir án þinglegrar afgreiðslu. Gerlð enga samninga. Einar Olgeirsson lagði höfuð- áherzlu á, að samningar eins og þeir sem fyrirhugaðir eru um Hvalfjörð, boði þáttaskil í sögu hemámsins og væri grundvallar- mismunur á slfkum samningum og þeim sem gerðir hafa verið til þessa. Skoraði hann á ríkis- stjómina að gera ekki samninga fyrr en þingið hefði rætt fram- komna tillögu frá Alþýðubanda- laginu og tekið afstöðu til máls- ins. Þingsályktunartillaga Alþýðu; bandalagsins verður væntanlega tekin til umræðu næstkomandi Einstefnuakstur verði tekinn upp í fjérum Hlíðanna Á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag var lögð fram tillaga frá umferðamefnd um að taka upp einstefnuakstur á Mávahlíð, DrápuhWð og Blönduhlíð frá Lönguhlíð að Reykjahlíð, svo og á Barmahlíð frá Lönguhlíð að Engihlíð. Borgarráð samþykkti að mæla með tillögunni við borgarstjóm. miðvikudag og mun þá fyrsti flutningsmaður hennar Ragnar Amalds gera frekari grein fyr- ir afstöðu Alþýðúbandalagsins í framsöguræðu með tillögunni. Verður þessi ræða jafnframt jómfrúarræða Ragnars. IM.R. Um Háteigsprestakall: Síra Arngrímur Jónsson Síra Ásgeir Ingibergsson Síra Lárus Halldórsson Síra Yngvi Þórir Amason. SOIIIBH ÞlONIISUN LAUGAVEGI 18 SfMI 19113

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.