Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlDA ÞíðÐVIUINN Fimmtudagur 17. október -1S63 Ctgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.S, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. MarkmiS rikisstjórnarinnar l>jami Benedikísson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, hélt ræðu á Varðarfundi í fyrradag. Munu ýmsir hafa beðið orða hans með nokkurri eftir- væntingu og búizf við að þar yrði að finna ein- hverja vísbendingu um fyrirætlanir ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum, en um þau efni ha'fði ræðan fátt nýtt að geyma. Ráðherrann sagði að yísu að gengisfelling væri ekki nein lausn með þeim aðalrökum að hún mundi „stórskaða traus't okkar erlendis“ og staðfesti með því að erlendir aðilar hefðu bannað ríkisstjórninni að grípa fEil þess ráðs sem hún h'efur þegar hagnýtt 'tvívegis á örskömmum tíma. Sagði hann að eftir þau mála- lok væri nú loks verið að vinna að því „að a’thuga þær leiðir sem heppilegastar væru“ og minnt- ist óljósum orðum á „vinnuhagræðingu“ og „starfsmat“ í því sambandi. En þó kom eitt at- riði fram í ræðu hans sem vert er að veita sér- staka athygli. Hann sagði: „Öflugt alúminíum- fyrirtækj í Sviss hefur, eins og skýrt hefur verið frá, áhuga á að semja við okkur um orkukaup til reksturs alúminíumvers. Úr þessu stormáli verð- ur að skera í sambandi við ákvörðun um næstu stórvirkjun“. Einnig minntist hann á kísilgúrverk- smiðju og olíuhreinsunarstöð og sagði: „Ef að slík- um rekstri yrði horfið yrði sjálfsagt að hafa sam- vinnu við erlenda aðila fyrst í stað, bæði vegna fjárútvegunar og tækniþekkingar“. ¥ hrunadansi viðreisnarinnar undanfarin ár hafa stjórnarvöldin haft eina lífhöfn fyrir augum, þátttökuna í Efnahagsbandalagi Evrópu. Ríkis- stjórnin ætlaði að láta leysa öll okkar vandamál með því að sameinast í stærri heild, með því að gera okkur örlítinn hluta af ofurstóru kerfi, þann- ig að lögmál þess skæru úr málum hér; framtíð- arsýn hennar var að leggja niður sjálfstætt þjóð- ríki á íslandi en gera okkur að útkjálkahreppi í miklu vesturevrópsku ríki. Svo staðráðin var rík- isstjórnin í því að stefna að þessu marki, að ráð- herrarnir fengu andlegt áfall þegar Frakkar bundu endi á áformin; þegar það gerðist hrópaði Gylfi Þ. Gíslason í örvæntingu að ekkert verra he'fði getað komið fyrir. En af ummælum Bjarna Bene- diktssonar má sjá að ríkisstjórnin stefnir nú enn að sama marki eftir öðrum leiðum. Fyrst ekki var hægt að nota Efnahagsbandalagið til þess að beygja okkur undir ofurvald erlends auðmagns, skal samið beint við einstök fyrirtæki sem á ör- skömmum tíma myndu gnæfa yfir íslenzku efna- hagslífi og geta skipað málum að eigin geðþótfa. Alúminíumverksmiðja á íslandi og aðrar smærri verksmiðjur í erlendri eigu myndu binda endi á e'fnahagslegt sjálfsforræði íslendinga; erlent fjár magn myndi ásamt erlendri hersetu drottna örlögum landsmanna. Þetta er hin raunverulega „lausn“ stjórnarvald- • anna hvernig svo sem þau klóra sig út úr þeim vanda sem nú blasir við. Og því aðeins verð ur þeirri lausn hnekkt að fólk geri sér þess grer hvert stefnt er, að nú sem fyrr er miklu meira húfi en hin tímabundnu efnabp«slegu vandamá1 jafn alvarleg og þau eru þó. — m. I VERKAMANNAKAUP VERÐ- STÓRHÆKKA Á Dagsbrúnarfundin- inum sl. mánudag hafði Guðmundur J. varafor- maður Dagsbrúnar fram- sögu um kjaramálin og mælti m.a. á þessa leið: Það eru tvö höfuðatriði sem verkamenn þurfa öðrum frem- ur að líta á, hið fyrra er verðlagsþróunin í landinu og síðara atriðið ér kauphækkan- ir annarra stétta. Verðlagsþróunin Ég vil aðeins víkja lauslega að verðlagsþróuninni, þeim lið vísitölunnar, sem kallaður er A-liður. Á þeim lið er flest- öll matvara, hiti, rafmagn, álnavara og almennur fatnað- ur. Ef við lítum aðeins á þessa vísitölu sem er nú svona næst sanni, þó þar vanti mikið á að öll útgjöld verkamannafjöl- skyldu séu mæld í þessari vísitölu, þar er rafmagn og hiti rösklega 400 kr., svo að ekki er nú geyst farið í. Ef við lítum á kaup í marz 1959, rétt eftir að það var stórlækkað með lögum, þá gerði 8 stunda vinnudagur hjá Dagsbrúnarverkamanni yfir árið kr. 49 608. Þessi liður vísi- tölunnar var þá 48 310 kr. Verkamaður átti þá eftir þeg- ar hann var húinn að borga það sem tilheyrir þessum lið: einföldustu matvöru, hita og rafmagn og svona almennasta fatnað, þá átti hann eftir af 8 stunda vinnudegi 1290 kr. eftir árið, En hvernig er þetta núna? Nú kostar sama magn, samkvæmt visitölunni 78 746 kr. en kaupið er 67 200 eða: 1959 átti hann 1290 kr. eftir, nú vantar hann 11566 kr. til þess að geta keypt þessa ein- földustu vöru samkvæmt vísi- tölunni sjálfri. Þarna hallar á verkamann- inn á þessu tímabili, bara á þessum eina lið, að visu al- mennasta Iiðnum, um 13 þús. krónur. Það mæti telja svona enda- laust, en ég held þetta dæmi sýni nokkuð vel hvernig hefur hallað á verkamanninn og kaupmátt launa hans. Síðan að kaup var hækkað í sumar um 7,5% hefur vísitalan hækk- að um 6 stig og þá er eftir að koma inn í hana landbúnaðar- afurðum, sem hækka hana um önnur 6 stig og þriðju 6 stigin eru greinilega framund- an, Það gerir 18 stig, sem sam- kvæmt fyrri vísitölu væru 36 stig, meðan kaupið hefur hækkað um 73/2. Hér áður fyrr var okkur sagt: höfuðorsök dýrtíðarinnar er sú, að kaupið hækkar um svo mikið í einu, og vegna þess hvað kaupið hækkar kemur dýrtíðin á eftir. Þegar búið var að kyrja þetta lengi var kaupið hækkað um aðeins 5%, þó það væri að- eins örlítill hluti af dýrtið- inni, og síðar um 7,5%, allt aðeins örlitill hluti sem hægt var að sýna fram á að dýr- tíðin hefði raunverulega auk- izt. En hvað skeður þá núna, eftir þessar hógværu kaup- hækkanir. stendur þá eithvað á dýrtíðinni? Hún hefur aldrei verið magnaðri, aldrei stærri kauphækkanir hiá öðrum stétt- um, og dýrtíðarbálið orðið slíkt. að það hefur aldrei þekkzt annað eins um árabil og erum við þó ýmsu vanir í þeim efnum. Ég þarf ekki að lýsa fyrir ykkur hækkun á mjólk um 25%, kjöti um 40%, síma um 20%, betta er aðeins rétt byrjunin. Á næsta leiti eru hækkanir á strætis- vögnum, hækkun á rafmagni. sækkun á hitaveitu, tvöfóldun ’ sjúkrasamlagsgjöldum. Qg •vona mætti lengi telja. URAÐ Húsaleiga Ég þarf ekki að tefja tím- ann með því að lýsa verð- hækkkunum fyrir yikkur, en ég held að hver maður viður- kenni, að nú er skollið yfir það dýrtíðarbál, að það brenn- ir upp öll almenn laun og þau hrökkva hvergi til. Á sama tíma og hægt er að sanna með óteljandi tölum, eins og ég lýsti hér áðan hvernig kaupið raunverulega er leikið, þá eru þessa dagana að prédika rit- stjórar dagblaða, sem sjálfir stóðu í verkfalli og fengu upp undir 40% kaupihækkun, nú Skrifa þeir aðvörunarorð til verkamanna og segja að þeir megi nú ekki leiða þá ógæfu yfir sjálfa sig að hækka kaup- ið. En hvað sem þvi líður. Tök- um örfá dæmi, það er af nógu að taka. Húsnæðisfulltrúi Reykjavíkurborgar, mætur og gegn starfsmaður, hefur sagt í blaðaviðtali að í þau 5 ár, sem hann sé búinn að gegna þessu starfi hafi hann „aldrei vitað til þess að húsaleiga hækkaði jafn ofsalega og hún Guðmundur J. Guðmundsson hafi gert í sumar“. íbúð, sem hefur verið leigð á frjálsum markaði á 3 þús. í vor, eða seinnipartinn í fyrravetur sé nú komin upp í 5 þúsund, og það er varla til sú gömul leiga, að hún hafi ekki stórhækkað. Húsaverð þýtur upp. Allt hefur þetta stór og mikil áhrif. Ég skal geta þess í þessu sam- bandi, að í vísitölunni þá er húsaleigukostnaður á fjöl- skyldu reiknaður á 900 kr, og það talið mæla nokkumveg- inn húsnæðiskostnað á mán. Skattar Litum aðeins á skattana. Fyrir nokkrum árum var tekjuskattur lækkaður, en skattstiginn, hann er alltaf sá sami. Verkamaður sem vinnur eftir- og næturvinnu, er kom- inn upp í hátekjuskala og er skattlagður samkvæmt því. Af hátekjum, segjum 120 þús. kr. fyrir 6—8 árum, má segja að enginn sé ofsæll núna. En eftir allt þetta verðbólguflóð og gerbreyttar tölur, þá er skattstiginn sá sami og þýtur upp um leið og komið er yfir 90 þúsunr, Þetta kannizt þið við sem hafið haft langan vinnudag og verið hart leiknir af sköttufn. En hitt er annað mál, að í sambandi við skatt- ana er áberandi, þegar maður fer yfir skattskrá rekst maður á að verkamenn og ýmsir op- inberir starfsmenn eru aldeil- is lygilega háir í sköttum os útsvörum á móti ýmsum öðr- um stéttum. Ég gerði það í f.yrra, að þá tók ég 6 menn sem vinna á vélskóflu. sem eru með tekiuhæstu mönnum í Dagsbrún, fyrst og fremst vegna langs vinnudags, og lagði saman útsvör og skatta vélskóflumannanna 6 og tann- lækna, — það mætti nefna fleiri en tannlækna, en það er sagt að þeir séu hvað tekju- hæstir í bænum,— og með þvi að leggja þessi útsvör saman eru vélskóflumennirnir ögn hærri. Þeir höfðu 30 kr. á tím- ann, eftir þessu ætti tann- læknirinn að hafa 29. Svona má telja endalaust. Það má taka forstjóra fyrir stórum atvinnufyrirtækjum og síðan má tína upp verkamenn í þeirra þjónustu, sem eru rrjeð mikið hærra útsvar og skatta. Sannleikurinn er sá, að Það þarf að gerbreyta skattstigan- um og færa hann til samræm- is við þann krónufjölda sem nú er, en ekki miða hann við tekjur sem voru kannski fyr- ir 10 árum. Eftir að verka- maður er búinn að leggja á sig ofurmannlega vinnu, verð- ur hann að gefa upp hvern eyri, og þá er tekinn af hon- um kúfurinn af öllum hans tekjum. Á sama tíma og þetta á sér stað, þá er áætlað að innheimta á söluskatti hjá kaupmönnum og verzlunum og öðrum þvílíkum, sé í hæsta lagi 70%, hitt rennur í vasa kaupmanna og allskonar verzl- unarhölda sjálfra, að ekki sé minnzt á þá sem reka um- fangsmikil viðskipti og eru með þriðjung af útsvari verka- manns. Ég get ef óskað er á eftir komið með óteljandi dæmi, jafnt úr opinberum skýrslum, sem einstök dæmi um ástand í launamálum, en ég held að hver og einn maður viður- kenni, sem á annað borð vill viðurkenna staðreýhdir, að verkamannakaup, sem um ára- bil og alltaf hefur verið of lágt, hefur aldrei verið lægra og er á góðrl leið með að hrynja ennþá stórkostlegar. Launahækkanir Þá kem ég að hinum liðn- um, það eru launahækkanir hjá öðrum stéttum. Eins og þið munið og minnzt var á hér áðan, þá voru kjaramál opin- bera starfsmanna leyst með kjaradómi, kjaradómi sem skipaður var af ríkisstjórninni og hún sjálf sem því raun- verulega ákvað þessi laun. Hækkanir gegnumsneitt hjá opinberum starfsmönnum, það eru að vísu miklar tilfærslur á milli flokka, eru reiknaðar að séu til jafnaðar um 45% og allt upp í 90%, en meðal- tal er reiknað um 45%. Þar er cinkennið það, að þcir sem höfðu hæst laun fyrir, þeir hækka mest, hinsvegar er reynt að hækka minna þá sem lægra eru launaðir, þá sem vínna einhver hliðstæð störf og verkamenn til þess að sam- anburðurinn væri ekki auð- veldur, fyrir t.d. Dagsbrún. Nú ætla ég að skýra ykkur frá nokkrum dæmum i því efni, en vll i upphafi taka fram að mcð þessum k.iaradómi cr raunverulega verið að skapa alveg nýtt þjóðfélag i landinu. Skrifstofumenn og opinberir embættismenn fara langt upp fyrir menn sem hafa verið svona 10—20% fyrir ofan verkamenn, og ef þetta ástand héldist lengi kæmi mjög fljót- lega stórkostlegur munur á verkamanni og manni sem t.d. vionur einföld skrifstofustörf, og það sem meira er, að hærri launaflokkarnir fara upp í tvöföld, þrcföld, fjór- föld og jafnvcl fimmföld verkamannalaun. Ég skal taka nokkur dæmi til þess að þið getið áttað ykkur á þessu, en ég tek það skýrt fram að ég tek menn sem eru í lægri flokkunum, og ég er alls ckki þar með að sjá ofsjónum yfir þeirra tekjum eða telja þá ofhaldna af því, síður en svo, ég er aðeins að sýna hvað þessi launalög raunverulega gilda gagnvart kaupi verka- manna. : . i Samanburður Tökum fyrst stúlku sem 'ér byrjandi á skrifstofu, er við. vélritun og símavörzlu. Ef við reiknum kaupið hennar, hvaði hún hefur á tímann — hún lendir í 4. launaflokki — þá \ hefur hún í dagvinnu 41 kr. 33 aura. Verkamaðurinn 28 kr. '■ í Eftirvinnu 66,13 kr., verka- maðurinn 44,80 kr. í næt- urvinnu 82,66, verkamaðurinn \ 56 krónur. j Ef við tökum aðra hlið- stæðu, bréfbera, pósta, menn sem alla tíð hafa verið illa launaðir og vinna erfið störf, og eru að mínu áliti sízt of haldnir af þeim launum sem þeir fá þarna. Og ef við tök- um t.d. menn hjá togaraaf- greiðslunni, sem ég held að sé almennt viðurkennt að sé ein' erfiðasta og óþrifalegasta vinna sem hægt er að fá, og afköst manna sem þár vinna aldeilis geysileg, þeir komast með því að vinna hvern virk- an dag í mánuði þ.e. , 8 tíma { upp í 6550 kr. á mán. Póstur- • inn byrjar í 6110,00 og fer upp : í 8040,00. Togaraafgreiðslu-; maðurinn vinnur í 48 tíma, pósturinn í 42 og hefu.r 1500 . kr. hærra á mánuði eftir að f hann er búinn að Vinna í full- ’ an starfstíma. Ef við tökum! þennan opinbera starfsmann, þá hefur bréfberinn í eftir- vinnu 74,35 kr„ togaraaf- greiðslumaðurinn 52,40 kr. í næturvinnu hefur pósturinn 92,94 kr„ togaraafgreiðslumað- urinn 65,50 kr. Á sömu vél Ef við tökum verkamenn á þungavinnuvélum, krönum, því í Reykjavíkurborg hagar þann- ; ig til að 23 starfsrriannanna eru Dagsbrúnarmenn en þriðj- ungurinn opinberir starfsmenn. , í sumum tilfellum vinna þess- ir menn hlið við hlið á sömu j vél, annar opinber starfsmað- ur hinn Dagsbrúnarmaður. j Dagsbrúnarmaðurinn getur ; komizt upp í 9770.00 fyrir dag- vinnu, en ef hann er starfs- maður bæjarins byrjar hann með 6800,00 kr. og fer upp : í 8360,00 kr. í eftirvinnu hef- j ur Dagsbrúnarmaðurinp á í vinnuvélinni 54,16, fasti sfarfs- maðurinn við hliðina á hon- : um 82,45. í næturvinnu: Dags- j brúnarmaðurinn 67,70, á fastl ! starfsmaðurinn 103,06. Ef við I tökum sorphreinsunarmenn, Dagsbrúnarmenn og fasta I starfsmenn þá hefur Dags- brúnarmaðurinn 5690,00 kr. starfsmaðurinn byrjar á 5880,00 , og fer upp í 7250,00. Dags- , brúnarmaðurinn hefur í eftir- vinnu 45,52, en hinn hefur 71,57, næturvinnu 56,90, hinn 89,46. Þarna tek ég menn j mjög lágum launaflokkum. Skrif- stofumaður, almennur skrif- stofumaður sem lendir í svona 15. flokki, hefur háft ujn 20% hærra en Dagsbrúnarmenn venjulega, þetta er nú mjög misjafnt, en þeir eru' býsria margir í 14,—15. flokki. þeir eru með fast á mánuði 8 þús. Framh; á 8. síðu. Úr ræiu GUÐMUNDAR J. á Dagsbrúnarfundi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.