Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.10.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÖÐVILJINN Fimmtuclagur 17. október 1963 Ræða Swðmundar J. Framhald af 4. síðu. og fara upp í 10 þús og 500. í eftirvinnu hafa þeir 100 kr. á tímann, í næturvinnu 125. En ég vil aðeins með þessu benda ykkur á hvað raunverulega hefur skeð í þjóðfélaginu. Ég held áfram, án þess að vera að ráðast á viðkomandi stéttir, skólastjóri hækkaði um 7 þús. kr. eða hækkunin ein var 1400,00 kr. meiri en Dagsbrúnarmaður hefur í mán- aðarkaup. Námsstjóri hækkar um 8 þúsund, ráðherra hækk- ar um 11 þúsund. Ég dreg saman hækkanir sem orðið hafa á kaupi frá 1950 til dagsins í dag, til að sýna stöðu verkamannsins. Verkamaðurinn hefur hækkað í kaupi mjög nálægt 200%, ráðiherrann hefur hækkað um 510%. Fulltrúi í stjórnarráð- inu hefur hækkað um 396%, barnakennari um 353%, lög- regluþjónn um 310%. Ég held að ég þurfi ekki að rekja þessa sögu lengur, en ég vil aðeins með þessu sýna ykkur hvað raunverulega hefur skeð í þjóðfélaginu og hvar kaup hins almenna erfiðisvinnumanns stendur í dag. Ég dreg aðeins saman: Opin- berir starfsmenn hafa hækkað að jafnaði um 45%, starfs- menn Reykjavíkurbæjar og kaupstaðanna um svipað, ekki minna, baníkastarfsmenn um 40—50%, blaðamenn um tæp 40% og kröfur verzlunarmanna nálgast að vera um 50%. Ef verkamenn gera ekki stórar kröfur núna, þá sam- þykja þeir að löggilda í þjóðfélaginu um ókomin ár að þeir séu sérstök lágstétt, sem hafi ekki kaup nálægt öðrum stéttum. Það er hvorki meira né minna sem er i húfi. Það er ekki að- eins dýrtíðin, hcldur cr það framtíðarstaða stéttarinnar í heild, sem að þarna er í veði. Menn sem vinna, tökum t.d. í frystihúsum, menn sem vinna hafnarvinnu og annað þvíumlikt, eru eft- ir þessu dæmdir til þess að vera 30—50—70% fyrir neðan — ég vil segja hlið- stæðar stéttir. Kona sem er orðin þraut- þjálfuð i frystihúsi getur hæst náð 28,45 á tímann. Ef hún skellir sér inn á skrifstofu byrjar hún á 41,33. Ég held að það sjái hver maður, að þjóðfélag sem refsar öllum sem vinna að framleiðslu og refsar öll- um þeim sem vinna erfið- isstörf, fái ekki staðizt. 200-510% Ég hef rakið þetta lauslega og ætla nú aðeins að nefna yf- irborganir. Raunverulega má segja að þegar rætt er um verkamannakaup hafi yfirborg- anir átt sér stað í ákveðnum atvinnugreinum. Þá virðist þjóðfélagið ekki vera að fara á höfuðið. f byggingarvinnu býst ég við að 30 og upp í 45 kr. sé töluvert algengt og eins í verkstæðum hverskon- ar og öðru þvílíku, en öllum þorranum af Dagsbrúnarmönn- um, í frystihúsum, bæjar- vinnu, hafnarvinnu, er borg- að á hinum lága taxta. Á ráðstefnu Alþýðusam- bandsins upplýstist að í Hvera- gerði væri almennt hvergi borgað lægra en 33 kr. og yfirleitt 35. Á síldarplönunum austur á landi í sumar var borgað 35 og 40 kr. og frítt fæði. Eftirsókn atvinnurekenda í næturvinnu og sunnudaga- vinnu sýnir að þeir víla ekk- ert fyrir sér hvort þeir láta vinna á sunnudegi, meira að segja segjast fremur vilja láta vinna á sunnudögum, það sé þægilegra að ýmsu leyti. En á þessu sést að kaupið virðist oft vera lítið atriði. Arangurinn kom- inn undir einhug Nú mun kannski einhver segja: Ástandið er orðið ein- tóm vitleysa: dýrtið, kaúp- hækkun, dýrtíð. En má ég benda á að í samningum und- anfarín ár hefur Dagsbrún hamrað á, að ef ríkisstjórnin og atvinnurekendur gætu boð- ið vörulækkanir þá tækjum við það frekar, — en þessu hefur alltaf verið hafnað. Verkamenn hafa aðeins ver- ið að berjast við að reyna að fá dýrtíðina uppbætta, því dýrtíðin hefur hækkað mikið meira en kaupgjaldið. Enginn maður getur kennt verkamönn- um með 28 kr. á tímann um -------------------------<$ bridge l>að er óalgengt í keppn- um, að spilaður sé tromp- samningur í sama lit, á öðru borðinu á n—s spilin og á hinu borðinu á a—v spilin. Þetta kom þó fyrir á síðasta Evrópumóti milli sveita Nor- egs og Austurríkis. Spilið var eftirfarandi, austur gef- ur og allir á hættu. Norður A 9-6-2 ¥ D-10-8-2 ♦ 10-7-4 * K-8-5 Vestur A Á-K-G-10-5 Austur ¥ 9-7-5-3 A 3 ♦ 6 ¥ K-G-6-4 * G-4-2 ♦ Á-K-D-9-3-2 10-7-4 . * 10-9 Suður A D-S-7-4 ¥ Á ♦ G-8-5 * Á-D-7-6-3 Þar sem Norðmennirnir sátu n—s, gengu sagnir þannig: A S V N 1 ¥ D P 1 G 2 ♦ 3 * 4 ¥ P P P Austurríkismaðurinn varð tvo niður, en hefði vestur doblað þrjú lauf sleppur suður aldrei með minna en þrjá niður. Við hitt borðið, þar sem Austurríkismennirnir sátu n—stóku sagnirnar allt aðra stefnu: A s V N 1 ♦ D 1 A P 2 ♦ P P 2 ¥ P P P Vestur þorði ekki heldur að dobla á þessu borði og var það heldur raunalegt, þar sem norður varð fimm niður og gat orðið sex. Austur tók þrisvar tigul og vestur losnaði við tvö lauf. Enn kom tígull og vestur henti síðasta laufinu. Sagnhafi trompaði heima og spilaði laufi, sem vestur trompaði og trompaði síðan út. Enn kom lauf, sem vest- ur trompaði og hefði hann nú spilað trompi fær sagn- hafi ekki fleiri slagi. En vestur tók tvo hæstu í spaða og meiri spaða og þar með slapp norður með „aðeins" fimm niður. dýrtíðina, þar eru aðrir aðilar að verki. Nú, þegar dýrtíðarbálið blossar um okkur, vöruverð hækkar daglega, aðrar stéttir stórhækka sitt kaup — hvaða leið á þá verkamaðurinn? Á hann að standa kyrr með sín- ar 28 kr. — meðan aðrir eru helmingi hærri — og segja: Ég tek ekki þátt í þessu? Sú afstaða leiðir til eins, og að-^" eins eins, að þá fyrst verður verkamaðurinn að fullu und- ir í dýrtíðinni. Dýrtíð, fossandi dýrtíð leik- ur um okkur og mun stærri stéttir en Dagsbrún fá yfir 40% kauphældkanir — með dómi ríkisstjórnarinnar sjálfr- ar. Samtök verkamannanna eru nú^ lífsvon þeirra. í þessum kröfum okkar er verðtrygging kaups ein aðal- krafan. Við munum halda fast við, eins og við höfum áður reynt að gera, að verðtryggja þá samninga sem við náum, að vísitala eða önnur verð- trygging komi á kaupið, þann- ig að ef vöruverð hækki, þá hækki kaupið, eða aðrar hlið- stæðar ráðstafanir. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári, — slík er dýrtíðin — sem Dagsbrún stendur frammi fyrir því að gera nýja samninga. Hraðinn á þessu er slíkur. Alþýðusamband Vestfjarða og Alþýðusamband Norður- lands hafa haldið sín þing. Þau eru ekki með sama orða- lag í ályktunum sínum, en niðurstaðan er sú sama: kaup verður að hækka og það verð- ur að stórhækka. Á ráðstefnu Alþýðusambands íslands voru mættir íulltrúar víða að af landsbyggðinni, um það var enginn ágreiningur að kaup þyrfti að stórhækka. Hvaða leið á verkamaðurinn? Þó er ekki hægt að mimn- ast svo á þessa ráðstefnu, þeg- ar verkalýðsfélögin standa á jafnaivarlegum tímamótum og jafnörlagaríkum stundum og nú fara í hönd. en að geta bess, að þá skuli félög innan Al- þýðusambandsins boða til ann- arrar ráðstefnu sem fjallar um kaupgjaldsmál. Það virð- ast vera grimm örlög sem þurfa að ganga yfir þessa verkalýðsihreyfingu, að á slík- um stundum skuli vera aðil- ar innan samtakanna sem aug- lýsa sig fyrir alþjóð — með því að boða til sérstakrar ráð- stefnu. — Að vísu var ekkert andrúmsloft á þeirri ráðstefnu til að mótmæla því að dýrtíð væri mikil en samt, tilraunin, að geta ekki einu sinni sam- einazt á þessum punkti, hún er ískyggileg. Og ég vildi mega óska þess, á þeirri stundu sem Dagsbrún stendur núna, ásamt öðrum félögum, að slíkir tónar ættu ekki eftir að heyrast í þessu félagi. Við studdum það mjög ein- dregið á ráðstefnu Alþýðu- sambandsins, að félögin mynd- uðu landsnefnd og þá sér í lagi verkamannafélögin sem við teljum hvað harðast leik- in og við treystum því að það samstarf sem hafið er með þessum fundi í kvöld milli Dagsbrúnar, Hlífar og Eining- arinnar á Akureyri, eigi eftir að teygja sig til annarra fé- laga og það verkamannasam- band sem hér var til umræðu áðan eigi eftir að verða þess valdandi. að verkamenn haldi á sterkari samstöðu og þjanoi sér betur saman en verið hef- ur. hvar sem þeir eru á land- inu. Þegar við leggjum út í slíka kröfugerð sem er hærri, og það mun hærri en við höfum verið með um árabil og kannski nokkum tíma, þá vil ég minna ykkur á að það er ekki einungis dýrtíðin, heldur er það líka sú nýja stéttarskip- an og sá sess sem verið er að i ætla verkamanninum í þjóð-l Athugasemd félaginu, sem við þurfum að berjast gegn. Ég vil engu spá um þau átök og þá samninga sem íramundan eru, og ég vil engu spá um árangurinn, en ég vil hinsvegar segja eitt: eftir því sem Dagsbrúnarmenn bera gæfu til að leggja allan á- greining til hliðar og fylkja sér um þessar kröfur, því létt- ari og því meiri von er um árangur, og ekki einungis Dagsbrúnarmenn, lieldur er það og von okkar að verka- mannafélögin í landinu myndi nú órjúfandi keðju og þar verði sá samhugur ríkjandi sem einkennt hcfur Dagsbrún í hennar hörðustu átökum. Vespu stolið 1 fyrradag milli klukkan 13.30 og 19.30 var stolið vespuhjóli, R—11936 frá Langholtsvegi 88. Vespan er Ijósgrá með dökkgrá- um brettum og með skyggni en varahjólbarða vantar. Þeir sem kynnu að hafa orðið vespunnar varir eru beðnir að gera rann- sóknarlögreglunni aðvart. Kólera breiðist til Japan Dauðsföll af völdum kóleru í Suður-Kóreu eru nú komin yfir 20, og spurzt hefur frá Tókió, að pestin hafi breiðst til Japan. í höfuðborg Suður-Kóreu fer fram bólusetning gegn sýkinni og hafa þeir fengið yfir 500 þús. fersentimetra af bóluefni frá Japan. Meira bóluefni er væntan- legt frá Kína, Filippseyjum og Alþjóðlegu heilbrigðismála- stofnuninni. Jarðskjálfti á Kúrileyjunum TOKIO 14710 — Mikill iarð- skjálfti varð á Kúrileyjum á sunnudag og sýndu mælar að þetta myndi hafa verið einn mesti jaðskjálfti sem orðið hef- ur á þessum slóðum. Óttazt var að jarðskjálftinn myndi komaaf stað flóðbylgju á Kyrrahafi og voru aðvaranir gefnar út vxða m.a. á Hawaii. Engar sögur fara þó af henni. Formaður stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson, hefur sent Þjóðviljanum svo- fellda athugasemd til birtingar: „I leiðara í Þjóðviljanum í dag, þar sem rætt er um al- mennar kauphækkanir, er sagt, að fulltrúar neytenda telji að bændur hafi íengið verðhækk- un, sem jafngildi 50°/r. kaup- hækkun. Þetta er ekki rétt túlkun á úrskurði yfirnefndar um bú- vöruverðið. Kaupliður bóndans hækkar skv. úrskurðinum um 25,9%, frá því sem samið var um í september 1962. Þetta er heldur minni hæfckun en launa- tekjur urðu hjá sjómönnum, iðnaðarmönnum og verkamönn- um á öllu landinu að meðaltali á sl. ári, skv. launaúrtaki Hag- stofu íslands, að viðbættum taxtahækkunum síðan. En vegna þess að í úrskurði yfir- nefndar fá bændur ekki tek- inn aukinn kostnað vegna meiri fóðurbætis og áburðar- notkunar, sem meðfram staf- ar af lakara árferði, nú tvö síðustu ár, fer fer alltað helm- ingur þeirrar kauphækkunar, sem þeim er reiknuð til að mæta þeim aukna reksturs- kostnaði. Ég tel því að raunveruleg kauphækkun geti ekki talizt meir en 12—13%. Hækkun bú- vöruverðs vegna hækkunar á verði rekstrarvara er ekki hægt að reikna neinum manni sem laun. Ég vil biðja yður að birta þessa athugasemd í blaði yðar. Skilningur á milli stétta er nauðsynlegur og þeim stéttum, sem er búinn lakastur kostur svo sem bændum og verka- mönnum, er brýn nauðsyn að sýna hvor öðrum velvilja og skilning. Reykjavík, 10. okt. 1963. Gunnar Guðbjartsson." Þjóðviljinn hefur aldrei hald- ið því fram að bændur séu of- haldnir af þeim bótum sem þeir hafa fengið fyrir óðaverðbólgu ríkisstjómarinnar og birt rök- semdir um það efni. Hins veg- ar kom upp ágreiningur milli fulltrúa bænda og neytenda í sexmannanefndinni, m. a. um þau atriði sem Gunnar Guð- bjartsson ræðir um. og afleið- ingin verður að sjálfsögðu mis- munandi mat á því hver raun- veruleg kauphækkun bænda hafi orðið. En þótt slíkur á- greiningur sé staðreynd má hann að sjálfsögðu ekki spilla velvilja og skilningi milli bænda og verkamanna, sem eins og Gunnar Guðbjartsson tekixr réttilega fram er nú brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr. ULLARIÐNADUR Duglegur og áreiðanlegur maður óskast til starfa í Ullarverksmiðjunni Framtáðin, Frakkastig 8. Viljum einnig ráða pilt eða stúlku til aðstoðar við litun og þvott á bandi og ýmiss konar fyrirfallandi störf. Nánari upplýsingar í skrifstofunni, Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands M Ingvnr Helgnson heiI4ver*(un Á TKY6CVA60TU 4 SÍMI 1465?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.