Þjóðviljinn - 18.10.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 18.10.1963, Qupperneq 1
HundraB þúsund undir vopnum í Alsír Kekkonen heggur á Gordíonshnútinn Sjá síðu @ TILLAGA ALÞÝÐUBANDALAGSMANNA: Rannsókn lokið ímáli Sigurbjarnar Halldór Þorbjömsson saka- dómari skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að lokið væri frumrannsókn f máli Sigur- bjarnar Eiríkssonar vcitinga- manns í Glaumbæ en Iialldór hefur haft hana með hönd- um. Staðfesti dómarinn þá fregn sem Þjóðviljinn birti í gær að Sigurbjörn hefði verið látinn laus úr gæzluvarð- haldi í fyrradag og sagði jafnframt að málið yrði nu afgreitt til saksóknara ríkis- íns. Sakadómarinn varðist allra frétta um niðurstöður rann- sóknarinnar en lét þess get- ið að auk þess sem rann- sóknin hefði beinzt að brot- um Sigurbjarnar hefði hún einnig bcinzt að hugsanleg- um brotum bankastarfs- manna. Frekari upplýsingar kvaðst hann ekki geta gefið. PRENTARAR samþykktu einróma kröfur sínar Hið íslenzka prentarafélag er eitt þcirra félaga sem nú undirbýr breytingar á kjarasamningum sínum. Á félagsfundi á sunnudaginn var gekk félagið frá kröfum sínum um breytingar frá fyrri samn- ingum og voru þær einróma samþykktar af fundarmönnum. Félagi prentsmiðjueigenda hafa verið afhentar kröfur prentar- anna og munu atvinnurekendur þegar hafa rætt þær á fundi. Ekki hafði í gær verið haldinn neinn sameiginlegur samningafundur fé- laganna. Herstöð Bandaríkjamanna í Stokksnesi er hinsvegar ekki langt héðan. ★ Þjóðviljinn hafði samband við Hörð Helgason. deildarstjóra vamarmáladeildarinnar í gær. Hörður taldá ólíWegt að flugvéla- sprengja hefði sprungið þama á vegum Bandaríkjamanna og hefði sér verið tUkynnt sJíkt samstundis, ef svo hefði verið. Hinsvegar taldi Hörður þann möguleika vera fyrir hendi, að umrædd flugvél hefði sprengt hljóðmúrinn á ferð sinni. ■ Á fundi borgarsíjórnar Reykjavíkur í gær kom m.a. 'til umræðu og afgreiðslu svohljóðandi tillaga um hækkun eftirlauna frá fulltrúum Al- þýðubandalagsins: „Borgarstjómin samþykkir, að frá 1. júlí til árs- loka 1963 skuli eftirlaun starfsmanna Reykjavík- urborgar greidd með viðbót, er nemi 25%. yið- bótin greiðist úr borgarsjóði“. Afmælissöfnun Þjóðviljans 7 dagar eftir ® Það er oft giatt á hjalla í fri- mínútunum í skólunum þegar gott er veður svo að hægt er að fara í Ieiki úti. Myndin er tckin við Austurbæjarskólann í fyrra- dag en því miður vitum við ekki hvað ieikurinn heitir sem krakk- arnlr eru í. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). launa hefði farið sífellt minnk- andi og vísitala framfærslkostn- aðar hækkað t. d. á einu ári um 22 vísitöflustig. Hófsamleg tillaga Alfreð Gísla&on mælti fyrir til- lögunni. Benti hann á að eftir- laun starfsmanna Reykjavíkur væru mjög ófulinægjandi, fyrst og fremst vegna óðaverðbólgu undanfariruna ára. Kaupmáttur Alfreð minnti á að laun borg- arstarfsmanna hefðu í haust hækkað til jafns við launahækk- un ríkisstarfsm. en sú hækk- un var talin nema 45% að meðal- tali. Þessvegna værii tillaga um 25% hækkun eftirilauna mjög hófsamleg. Benti ræðumaður á að samkvæmt rekstrarreikningi Mfeyrissjóðs Reykjavíkur fyrir árið 1962 voru greidd eftirlaun úr sjóðnum á þvi ári samtals 6,4 millj. krónur. 25% hækkun ofan á þá upphæð í hálft ár því 800 þús. krónum, sem ekki væri há upphæð. Þetta mál sagði Aifreð, er fyrst og fremst sanngirnismál og um leið mann- úðarmál vegna þess hversu lág eftiíríiaunin nú eru. Til umsagnar Borgarstjóri taldi málsmeðferð- ina óeðJilega; rétt væri að kanna iþetta ýtarlega og fá tiliögur stjómar Ilfeyrissjóðsins, ásamt greinargerð um greiðslugetu hans. Lagði hann til að til- ILögu Alþýðubandalagsmanna yrði vísað til umsagnar stjómar Mfeyrissjóðs Reykjavíkurboirgar og borgarráðs. Alfreð Gíslason kvað AJiþýðu- bandalagsmenn eftir atvik- um geta fallist á tillögu borgarstjóra og þó aðeins í trausti þess að fyrmefndir að- iJar, Jífeyrissjóðsstjómin og borg- arráð snéra sér nú þegar að at- hugunum þeim sem borgarstjóri hafði talið nauðsynlegar. Að umræðum loknum var til- laga borgarstjóra samþykkt sam- hljóða. Missti þotan sprengju eða rauf hún hljóðmúrinn? DJÚPAVOGI 17/10 — Klukkan tíu mínútur yfir tólf í gærdag heyrðu þorpsbúar mikla sprengingu og barst hljóðið úr vesturátt ofan úr landinu. Skömmu síðar sást þrýstiloftsflugvél fljúga mjög hátt hér ýfir þorpinu og kom hún líka úr vesturátt og hélt austur út á haf. Nokkrir menn votu að vinna á jarðýtum í Álftafirði, en sú sveit er fjörutíu kílómetra héð- an í burtu og heyrðu þeir líka þessa sprengingu. Mönnum hér í þorpinu hefur dottið í hug að umrædd flugvél hafi misst sprengju og hún sprungið hér uppi í landinu. Ekki vitum við hverrar þjóðar þessi flugvél var. Flaug hún í slfkri hæð, að ekki var hægt að greina merki hennar. ÞRENGIST AÐ BORGAR- BÓKASAFNI RVfKUR Undanfarin ár hefur aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur ver- ið til húsa í Þingholtsstræti 29A, en sökum vaxandi bókakosts er nú svo komið að safnið á þar við mikla húsnæðisörðugieika að stríða. Er vandamál þetta margþætt og mjög knýjandi að tafar- Iaust sé hafizt handa um úrbætur. — Nánar er sagt frá þessi á 7. síðu blaðsins I dag, en myndin er af inngangi safnshússins við Þingholtsstræti. (Ljósmynd Þjóðv. A. K.). SANNGIRNISMÁL AÐ EFTIRLAUN HÆKKI Þá eru allar deildirnar komn- ar á blað nema 14. deild og all- góð sókn hjá mörgum deildanna. 1. deild ógnar nú 8. deild B með fyrsta sætið og 3. deild og 7. deild hafa sótt allvel fram. Nú er það síðasta vikan hjá okkur og við verðum að taka Btórt á. Við þökkum öll þau mörgu íramlög sem okkur hafa verið veitt síðustu dagana. í dag höfum við opið frá kl. 10—12 og 1—7 í Tjarnargötu 20 og á Þórsgötu 1. Röð deildanna er nú þannig: 1. 8.B deild 67% 2. 1. — 65% 3. 15. — 58% 4. 8.A — 40% 5. 3. — 24% 6. 10.B — 24% 7. 7. — 15% 8. 4.A — 13% 9. 13. — 13% 10. 5. — 12% 11. 6. — 10% 12. 16. — 9% 13. 4.B — 8% 14. 12 — 7% 15. 2. — 6% 16. 10.A — 6% 17. 9. — 2% 18. 11. — 1% HERÐUM SÓKNINA! Hvaða deild verður fyrst 100%? í Tillaga A Iþýðubandalagsmanna um 40% hækkun bóta og verðtryggingu Þingmenn Alþýðubandalagsins í efri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almanna- tryggingalögunum, þar sem gert er xáð fyrir að bæt- ur trygginganna hækki um 40% og jafnframt verði all- ar bótafjárhæðir verðtryggðar miðað við vísitölu fram- færslukostnaðar í þessum mánuði. — Frá þessu mikla hagsmunamáli bótaþega er nánar skýrt í þingsjá Þjóð- viljans á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.