Þjóðviljinn - 18.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Ctgefandi: Sameiningarilokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.>, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Verkamannasamband ^kvörðun þriggja a'f stærstu verkamannafélögum landsins um stofnun verkamannasambands er mjög mikilvæg ákvörðun og líkleg til að koma skriði á þær skipulagsbreytingar sem forystu- menn verkalýðssamtakanna hafa verið sammála um undan'farin ár að gera þyrfti. Það er Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði, Verkamannafé- lagið Dagsbrún í Reykjavík og Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri, sem samþykktu á mánudag- inn var svo ’til einróma að beita sér sameiginlega ’fyrir stofnun landssambands almennra verkalýðs- félaga, verkamannasambands, og jafnframt að þessi félög gerðust sto'fnfélög sambandsins. Stofn- un slíks sambands er heimil samkvæmt núverandi lögum Alþýðusambandsins, og er sjálfsögð fagleg ráðstöfun. 'l^erkalýðshreýfing Hvers lands hlýfur að þróast ’ og breytast í skipulagsformum e'ftir því sem þjóðfélagsaðstæðurnar breytast. Stofnun Alþýðu- sambandsins og Alþýðuflokksins 1916 var merkur ^ögulegur áfangi. Sama má segja um hina gagn- geru skipulagsbreytingu sem gerð var á Alþýðu- sambandinu 1940 og kom til fullra framkvæmda fveimur árum síðar, er skilið var skipulagslega milli Alþýðusambandsins og Alþýðu’flokksins. All- mörg ár eru nú frá því nefnd Alþýðusambands- ins náði samkomulagi um gerbreýtingar á skipu- lagi verkalýðshreyfingarinnar. Var þar fyrirhug- að að horfið ýrði frá að einstök félög yrðu beint aðilar að Alþýðusambandinu, heldur skyldu mynd- uð starfsgreinasambönd og yrði Alþýðusamband- ið bygg't' upp af þeim. Þrátt fyrir viljaýfirlýsing- ar síðustu Alþýðusambandsþinga um breýting- arnar hefur ekki náðst samkomulag um að hrinda í ffamkvæmd þeim rót’fæku skipulagsbreytingum sem fyrirhugaðar voru. En þar sem þegar he’fur verið farið inn á þá braut að stofna landssamtök einstakra starfsstétta hafa verkamenn talið óhjá- kvæmilegt og æskilegt að gengið yrði án frek- ari dráttar að stofnun verkamannasambands, — landssambands verkamannafélaganna. Þó er ekki ætlunin að verkamannasambandið kjósi fulltrúa á Alþýðusambandsþing, heldur verði hin einstöku verkamannafélög sjálf aðilar að sambandinu með- an ekki hefur verið gerð hin gagngera skipulags- breyting sem fyrirhuguð er, og samningsréftur- inn verði hér eftir sem hingað til lögformlega í höndum hinna einstöku félaga. Nöldur ríkisstjórnarblaðanna að verið sé að e'fna til klofnings á verkalýðshreyfingunni með stofnun verkamannasambands er tilhæfulaus og ómerkilegur áróður, og kemur reyndar úr hörð- ustu átt. Verkamenn telja sér nauðsyn að treysta og efla samtök hinna almennu verkamannafélaga og hugsa stofnun verkamannasambands sem á- fanga á vegi almennra og rótíækra skipulags- breytinga íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Stofn- un verkamannasambands nú á þessu hausti er eðlileg ákvörðun og hlýtur að treysta alla víg- stöðu verkamanna til sóknar og varnar. — s. ÞIÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1963 Tillaga Alþýðubandalagsmanna um breytingar á almannatryggingalögum: BÆTUR HÆKKI UM40%OG SÉU VÍSITÖLUTRYGGÐAR ■ Þingmenn Alþýðu- bandalagsins í efri deild, Alfreð Gíslason, Bjöm Jónsson og Gils Guðmundsson, hafa lagt fram frumvarp til breytinga á almanna- tryggingalögunum, þar sem gert er ráð fyrir að allar bætur samkvæmt lögunum hækki um 40%, og jafnframt að allar bótafjárhæðir trygginganna verði frá næstu áramótum verð- tryggðar og miðað við vísitölu framfærslu- kostnaðar í okfóber 1963. ■ Er hér um að ræða stórfellt hagsmunamál öryrkja, einstæðinga og gamalmenna, sem fylgzt verður af athygli með hvaða afgreiðslu hlýtur á þinginu. 1 greinargerð segja flutn- ingsmenn (mil'lifyrirsagnir Þjóð- viljans): I frv. þessu er gert ráð fyr- ir, að 1) allar bótafjárhæðir gild- andi laga um almannatrygg- ingar verði frá 1. júlí til árs- loka 1963 greiddar með upp- bót, er nemur 40%, og 2) bótafjárhæðir nýju lag- Deildafund- irígærdag Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær og í sameinuðu þingi. Næstu fundir Alþingis verða mánudaginn 21. október næstkomandi. f neðri deild var eitt mál á dagskrá, frumvarp til laga um loftferðir, er flugmálaráð- herra leggur fram. Frumvarp þetta er samið til að sam- ræma íslenzk lög um þessi mál alþjóðareglum og alþjóða- loftferðasamningum, sem ísland hnfur gerzt aðili að. Við samn- ingu frumvarpsins var höfð hliðsjón af lögum annarra þjóða um loftferðir, einkum lögum Dana og Norðmanna. Flugmálaráðherra, Ingólfur Jónsson, hafði framsögu með frumvarpinu en að framsögu lokinni Irvaddi Einar Olgeirs- son sér hljóðs og gerði þá at- hugasemd við frumvarpið, að í því væru engin ákvæði um vinnutíma flugmanna. Að umræðum loknum var frumvarpinu vísað til annarr- ar umræðu c*g samgöngu- málanefndar. Á dagskrá efri deildar var fyrsta mál á dagskrá frumvarp til laga um þinglýsingar og síðan fimm frumvörp önnur því tengd. Dómsmálaráðherra hafði framsögu og kvað eng- ar athugasemdir hafa verið gerðar við frumvarpið þann tíma er það lá frammi tii umsagnar hlutaðeigandi aðila. Var frumvörpunum öllum vís- að samhljóða til annarrar um- ræðu og allsherjamefndar efri deildar. Alfreð Gíslason anna, sem öðlast gildi 1. jan. n.k., verði hækkaðar um sama hundraðshluta og með þeirri hækkun taldar grunnupphæðir, er síðan fylgja breytingum á vísitölu framfærs'lukostnaðar, miðað við október 1963. Leiðrétting seint og síðar meir Það gildir um bótaþega al- mannatrygginga svipað og launþegana að þeir fá ekki leiðréttingu kjaramála sinna fyrr en seint og síðar meir. Dýrtíöin er í stanzlaus- um vexti, og með hverjum mánuði, sem líður, rýma trygg- ingabætumar. Þetta er bóta- þegunum þvi tilfinnanlegra sem kjör þeirra eru krappari en annarra marrna. Á missera eða árafresti tekur löggjafinn sig til og hækkar bætumar, en alla- jafna aðeins að nokkrum hluta þess, sem dýrtíðarvextinum nemur. Hækkunin kemur seint, og þegar hún kemur, er hún skorin við nögl. Oft hefur hlutur bótaþega verið lítill gerður, en liklega þó aldrei sem nú, enda dýrtíðar- aukningin örari en nokkru sinni áður. Skal nú farið um það nokkrum orðum. 1 marz 1960 voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar, og var hækkun bótafjárhæða megin- efnji þeirra. Sem leiðrétting á gömlu misræmi var þessi bóta- hækkun góðra gjalda verð, því að með henni þokaðist nokkuð í áttina til þess. sem gerist um tryggingabætur annars staðar á Norðurlöndum. Þannig mátti þó ekki líta á málið. Ríkisstjómin tók það skilmerkilega fram þegar í upphafi, að hækkun þessi væri fyrst og fremst til þess gerð að mæta nýju dýrtíð- arflóði, sem undirbúið var af kappi um þær mundir. Þótt þessi ráðstöfun væri aldrei hugsuð sem endurbót, leit hún ekki ilia út á pappím- um. Með henni skyldu böm, öryrkjar og gamalmenni tryggð fyrir skakkaföllum af völdum viðreisnarinnar. Siðar kom reynslan til skjalanna, og hún sýndi, að ráðstöfunin var ekki annað en kák og tryggingin svo gott sem haldlaus. Arið 1960 og fyrri hluta árs 1961 hækkaði allt verðlag svo mjög, að ríkisstjómin sá sig til knúða að auka tryggingabætur um 13,8% frá 1. júlí 1961. Þessi bragarbót reyndist þó skamm- góður vermir, því að áfram geysaði dýrtíðin. Þvi neyddust stjómvöldin enn til að fara 6 stúfana, og var ný bótahækkun ákveðin frá 1. júnf 1962. Hún nam 7% og tók aðeins til elli- og örorkulífeyris. Aðrar bætur héldust óbreyttar í það sinn. Þetta voru óverulegar kjara- bætur, enda runnu þær jafn- hraðan út í dýrtíðarsandinn, og því standa bótaþegar berskjald aðir nú, er haustdýrtíðin mikia skellur yfir. Tryggingalögin frá síðasta þingi verða þeim ekki neim brjóstvöm nú. Þau öðiast ekki gildi fyrr en 1. janúar n.k., og auk þess eru bótahækkanir þeirra mjög tak- markaðar, eins og sýnt skal fram á hér á eftir. Stórfelld kjararýrn- un tryggingabóta Kjararýrnun tryggingabóta má nokkuð marka af saman- burði talna. Síðan í marz 1960 hafa ellilífeyrir og örorkulíf- eyrir hækkað um 27%, barna- lífeyrir og mæðralaun um 18% og fjölskyldubætur um 15% Á sama tíma hefur matvara hækkað um 75% samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar i október, fatnaður um 46% og hiti og rafmagn um 37%. Heild- arvísitalan hefur hækkað um 54%, þrátt fyrir óeðlilega lágt reiknaðan húsnæðiskostnað. Á meðan ellilaun hækka um ein 27%, hækkar vistgjald á elliheimili um 73%. Það var 75 kr. á dag snemma árs 1960, en er nú 130 kr. Þessar tölur gefa bendingu um. hvert afhroð verst stæðu þegnar þjóðfélagsins hafa beðið síðustu fjögur ár, enda mun þeirra hlutur a'ldrei hafa verið jafnbágur og nú. Vísitala vöru og þjónustu er nú 163 stig. Ef við hana er mið- að, ætti elli- og örorkulífeyrir að hækka úr 18240 kr. í 23472 kr. eða um 29%. Sé hins vegar miðað við hækkun vistgjalda á stofnunum, þá þyrfti þessi lífeyrir að hækka um 36% frá þvi. sem nú er. Loks er ekki úr vegi að hafa í huga, að á þessu ári hafa laun opinberra starfsmanna hækkað verulega, og muni talið að sú hækkun nemi að meðaltali 45%. Með tilliti til þeirra virðist ekki fært að bera fram tillögu um bótahækkun, er nemi minna en 40%. 1 upphafi þings lagði ríkis- stjórnin fram frumvarp til laga um veitingu ríkisborgara- réttar. Eru nöfn fimm manna nefnd í frumvarpinu. Þeir sem lagt er til að öðl- ist ríkisborgararétt eru þess- ir: Bagutti, Sonja Jolanda (Ól- afsson), húsmóðir að Syðstu- Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu, fædd í Sviss 12. október 1935. Larsen, Benny Heinrioh, Gils Guðmundsson Um aðrar tegundir bóta er svipað að segja og lífeyrinn. Mæðralaun og bamalífeyrir þurfa að hækka um 38% til þess að ná áðumefndri vísitölu og fjölskyldubætur um 41%, svo að nefndar séu nokkrar mikilsverðar bótategundir. Tillaga um lág- markshækkun Sú hækkun, sem hér er lagt til að gerð verði, er lágmarks- hækkun þess, sem gera þarf á þessu sviði, ef almannatrygg- ingar eiga að halda gildi sínu og vera meira en nafnið eitt. Hér er ekki farið fram á raur,- • verulega aukningu, heldur að- eins að reynt verði að halda í horfinu. En hvað um nýju íögin um almannatryggingar? Er ekki þar að finna ríflegar hækkanir á öllum tryggingabótum, og er ekki rétt að þrauka, þangað til þau taka gildi? Samkvæmt þessum nýju lög- um, sem öðlast gildi eftir ára- mót, hækka að vísu sumar teg- undir bóta. Á meðal þeirra era fæðingarstyrkir, dánarbætur vegna slyss og ekkjulífeyrir. Þessum bótum öllum er það sameiginlegt, að þær höfðu dregizt mjög aftur úr, voru orðnar „lélegustu bætur, sem almannatryggingar veita. og vart nefa nafnið tómt‘, eins og höfundar lagafrumvai-ps'ins komast að orði um ekkjulífeyr- inn í greinargerð. Um sjúkra- dagpeninga, sem einnig eiga að hækka eftir áramót, komast sömu höfundar svo að orði: „Oft hafa sjúkradagpeningar verið undanskildir, þegar aðrar bætur hafa hækkað, og enn fremur hefur lágmarkið miðazt við bætur annars verðlagssvæð- is.‘ Þessi er skýringin á bóta- hækkun nýju laganna. Það er Framhald á 3. síðu. verkamaður í Reykjavík, fædd- ur í Danmörku 23. ágúst 1936. Olsen, Jörgeh Faurholt, garðyrkjumaður í Reykjavík, fæddur i Danmörku 10. nóv- ember (Fær réttinn 30. apríl 1964), Rasmussen, Finn, útvarps- virki i Reykjavík, fæddur í Danmörku 15. nóvember 1937. Östlund, Pétur Davíð. hljóð- færaleikari í Reykiavík, fædd- ur í Bandaríkjunum 3. des- ember 1943. ÞINCSIÁ ÞJÓÐVILJANS Frumv. um veitingu ríkisborgururéttur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.