Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ------------------ Tfmarif Máls og menningar Framhald af 12. síðu. tók saman, Þorsteinn frá Hamri, um Skriftamál uppgjafaprests eftir Gunnar Benediktsson og Hermann Pálsson, um Gráskinnu hina meiri. Þá er enn ótalið af efni rits- ins inngangsgrein heftisins eftir Sigfús Daðason er hann nefnir Viðreisnarlaerdómar svo og greinarkom um útgáfu Máls og menningar í ár. JdBjarni ÚÚhkgfe ÞlðSVZLIINN Laugardagur 19- október 1963 Vísindi Framhald af 6. síðu. líkama þeirra, þó það sé af föður þeirra eða móður. Við megum ekki afneita andlegum persónuleika hvers einstaklings. Maðurinn á ekki að játa trú ef hann hefur ekki köllun. Hann verð- ur að vera frjáls: það er ekki til það bóluefni, sem getur gert hann ónæman fyr- ir frelsisþörfinni. Þessi börf getur sprottið upp skyndilega án þess að til hennar hafi verið fundið; jafnvel þá meg- um við ekki afneita henni. Ef við viljum byggja sam- einaðan heim verðum við að afneita ofurmenninu, hann skildi sjálfan sig en ekki aðra. þetta er algjörlega í sam- ræmi við líffræði. Framtfðarsigrar læknisfræð- innar verða á sviði sjúkdóma- vama, jafnvel þótt þær gangi af lyflækningum dauðum, Vöm er betri en lækning. Framtíðarslgrar skurðlælm- anna stefna að því að endur- lífga starfskrafta líffæranna og búa til ný í stað þeirra, sem úr sér ganga. Og þá mun mannkynið líta betri daga. VE RKAMAN N ASAMBANDIÐ BRÝNT NAUÐSYNJAMÁL Margir eiga annríkt þessa dagana og ekki sízt formenn þeirra þriggja verkamannafé- laga sem samþykkt hafa að gangast fyrir stofnun verka- mannasambands og vinna að myndun landsnefndar verka- mannafélaganna í kjarabarátt- unni. Þjóðviljinn frétti til þeirra þriggja á fundi eftir hádegið í gær, Hermanns Guðmundsson- ar, formanns Verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirði, Eðvarðs Siffurðssonar formanns Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Björns Jónssonar formanns Verkalýðsfélagsins Einingar, Ak- ureyri, og tókst að fá örstutt viðtal um verkamannasambands- málið og fleira. Voru þeir allir þrír á elnu máli um það sem hér fer á eftir: ★ Verkamannasamband brýn nauðsyn Brýna nauðsyn ber til þess að verkamenn hafi sitt eigið sam- band til að ræða sérmál sín. Alþýðusambandsþingln eru orð- in of fjölmenn (og tími þeirra auk þess oft illa notaður) til þess að þar sé vettvangur að ræða vandamál einstakra starfs- greina. Á þingi Alþýðusam- bandsins er í hæsta lagi hægt að ætlast til að ræddir séu stærstu meginþættir verkalýðs- mála almennt en ekki sérmál starfsgreinanna. ★ Stæðu betur f kjara- málum Það háir orðið starfi hinna almennu verkamannafélaga að hafa ekki slíkan vettvang sem verkamannasambandið. Það er ekki sízt nauðsynlegt vegna þró- unarinnar í launamálum sem að mörgu leyti hefur verið óhag- stæð verkamönnum. Mörg þau úrlausnarefni sem nú eru mjög á dagskrá, vinnuhagræðing, á- kvæðísvinna og fleira slíkt, ger- ir nánara samstarf verkamanna- félaganna óhjákvæmilegt. Þann- ig hefðu verkamannafélögin nú staðið betur að vígi í kjaramál- unum ef verkamannasamband- ið hefði þegar verið kojnið á og tekið til starfa. ★ Klofningsásakanir þvættingur. Það er tilhæfulaus þvætting- ur sem fram hefur komið í blöðum, að með stofnun hins fyrirhugaða verkamannasam- bands sé verið að efna til klofn- ings á Alþýðusambandinu. — Verkamannafélögin verða eftir sem áður beinir aðilar að Al- þýðusambandinu meðan ekki hefur verið gerð á því almenn skipulagsbreyting. Sambands- stofnunin er gerð á grundvelli núverandi laga Alþýðusambands íslands, sem heimilar stofnun slíkra sambanda. Og þó slík sambönd kjósi ekki sjálf full- trúa á Alþýðusambandsþing, kemur engum til hugar að þau séu ekki jafnt fyrir þvi innan Alþýðusambandsins, eins og t.d. fjórðungssamböndin eða fulltrúa- ráðin, sem enginn mun bera brigður á að séu stofnanir inn- an Alþýðusambandsins eins og verkamannasambandinu er ætl- að að vera. Samningsrétturinn yrði líka áfram í höndum hinna einstöku verkamannafélaga enda þótt til- vera verkamannasamb. myndi Á- stæðan Ekki þarf það lengur að dyljast nokkrum manni að sjónvarpsstöð bandaríska her- námsliðsins á Keflavíkurflug- velli er fyrst og fremst starf- rækt til að hafa áhrif á ís- lendinga. Stöðin var endur- nýjuð frá grunni og stækkuð á síðasta ári í þeim einum tilgangi að sem bezt sæist til hennar í Reykjavík og á Suð- urnesjum. í fyrradag greindi Alþýðublaðið frá því að dag- skráin yrði „stórbætt", þar sem hún myndi nú fá efni sitt nýtt frá Bandaríkjunum áður en það yrði sent til sjónvarpsstöðvanna í Græn- landi og Kanada; jafnframt yrði dagskrárliðum fjölgað til muna Ekki er þessi breyting gerð af umhyggju fyrir dát- unum á Keflavíkurflugvelli sem eru nú mun færri en þeir voru fyrir nokkrum ár- um. heldur einvörðungu til þess að geta smeygt áróðrin- um inn á æ fleiri islenzk heimili Og ekki láta íslenzk- ir innflytjendur sitt eftir liggja, þeir keppast um að bjóða fram sjónvarpstæki og eru nú búnir að selja um 5.000 að sögn Tímans í gær; híngað hafa meira að segja verið flutt hræódýr sovézk sjónvarpstæki til þess að enginn þyrfti að missa af dýrð hinnar vesturheimsku menningar fyrir fátæktar sakir Heildsalablaðíð Vísir birtir daglega dagskrá dáta- sjónvarpsins, og nú er meira að segia farið að hafa ís- lenzka dagskrárliði stöku sinnum, allt frá fegurðar- samkeppni til vígsiu Skál- holtskirkju. Ekki er mér kunnugt um nokkra aðra þjóð sem á að heita sjálfstæð, en lætur það viðgangast að erlent ríki ann- ist fyrir sig jafn mikilvæga stofnun og sjónvarpið, en það er talið áhrifamesta áróðurs- tæki nútímans til góðs og ills, menningar og ómenning- ar. Þjóð sem afsalar sér for- ræði á því sviði hefur gef- izt upp á menningarlegu sjálfstæði sínu. Við gætum á nákvæmlega sama hátt lát- ið hernámsliðinu það eftir að starfrækja skólana á ís- landi, leikhúsin eða bókaút- gáfuna eða gefið þeim einka- rétt á að gefa út dagblöð í landinu. Þegar bandarískt sjónvarp er nú þegar orðinn fastur gestur og einkavinur bamanna á fimm þúsundum heimila og tala þeirra kann að margfaldast á næstunni, er lítið orðið eftir af hinni „sjálfstæðu íslenzku menn- ingu“ sem menn eru enn að miklast af í skálaræðum. Ekki fer mikið fyrir því að hernámsblöðin hafi á- hyggjur af þessari þróun. Þó bregður svo við i gær að bæði Tíminn og Alþýðublað- ið telja sjónvarpið stórskað- legt Ékki er þó ástæðan um- hyggja fyrir tungu eða menn- ingu eða andlegu sjálfstæði landsmanna, heldur sú ein að aðsókn að kvikmyndahúsum hefur minnkað um 20—25% síðan sjónvarpstækjum fjölg- aði svo mjög, og Háskólabíó er sagt rekið með tapi. Við lifum sem kunnugt er á við- reisnartímum og í brjóstinu slær lífæð buddunnar. — Austri. væntanlega leiða til miklu nán- ara samstarfs þeirra í kjara- málum. Og stofnun verka- mannasambands er ekki nýtt mál á þessu hausti. Það hefur verið rætt árum saman, en nauð- synin á stofnun þess hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú. ★ Kjarabaráttan undirbúin Félögin þrjú sem í upphafi samþykktu að mynda landsnefnd til samræmingar á kjarabaráttu verkamannafélaganna eru þeg- ar tekin til við undirbúnings- starfið og hafa tjáð sig fús til viðræðna við atvinnurekendur. Verkalýðs- og sjómannafélag Akraness hefur nú einnig sam- þykkt aðild að landsnefndinni. Þessi félög og fjöldi annarra verkamannafélaga eru að taka málin fyrir og mun frá þeim heyrast næstu daga. Almennu verkamannafélögin mega heita öll með lausa samninga síðan 15. október, nema hvað Vest- fjarðafélögin hafa einungis laus kaupgjaldsákvæði samninga sinna miðað við 15. október en eru nú með almenna uppsögn í undirbúningi, og rynnu þeir þá út 1. desember. Pionsim LAUGAVEGI 18 SIMI19113 TIL SGLU: Glæsileg hæð við Hjálm- holt 130 ferm., allt sér, selst fokheld, bílskúr. 170 ferm. glæsileg hæð við Safamýri, fokhead, allt sér. bílskú. 3 herb. góð kjaHaraíbúð á Teigunum, sér hitaveita, sér inngangur. 6 hcrb. glæsileg endaíbúð 130 ferm. við Fellsmúla, fullbúin undir tréverk 1 marz — aprfl. Sér þvotta- hús á hæð, stórar svallr, bflskúrsréttur. Allt sam- eiginlegt frágengið. Verð aðeins kr. 540 þús- IBÚE«R I SKIPTUM: 3 herb. góð íbúð við Miklu- braut með 2 herb. f kjall- ara. — 4 herb. íbúð ósk- ast í staðinn. 5 herb. endaíbúð við Laug- arnesveg. — 3 herb. ný- leg íbúð óskast í stað- inn. 3 hcrb. góð íbúð í stein- húsi við Njálsgötu. — 5 herb. íbúð óskast í stað- inn. Höfum kaupendur með miklar útborganiir að öll- um tcgundum íbúða. Úr útibúi Útvcgsbankans í Kcflavík. Útvegsbankaútibú opnai í Keflavík I dag opnar Útvegsbanki ís- lands útibú í KeEIavík. Verður það til húsa að Tjamargötu 3. Árið 1954 ákvað bankaráð Út- vegsbanka Islands að heimila framkvæmdastjóm bankans að festa kaup á lóð í Keflavík und- ir væntanlega byggingu banka- útihús þar á staðnram. Næsta ár, 1955, keypti Út- vegsbankinn mjög góða lóð, á homi Hafnargötu og Vatnsnes- vegar. Frekari aðgerðir voru þá ekki hafnar að sinni af ýms- um ástæðum. Snemma á þessu ári samþykkti bankaráð Útvegsbankans að hefja rekstur útibús í Keflavík. Bankastjómin leitaði strax fyr- ir sér um hentugt leiguhúsnæði og gerði samning til fimm ára um hluta af fyrstu hæð og kjall- ara í húseigninni við Tjamar- götu 8. Var þegar í stað haf- izt handa um breytingar og all- an búnað til bankareksturs í húsnæðinu. Er því nú lokið og hefst starfsemi bankans í dag, sem fyrr segir. Verður afgreiðslutími útibús- ins fyrst um sinn kl. 10—12.30 og ki. 2—4 alla virka daga nema á laugardögum kl. 10—12.30. Útibúið mun kappkosta að veita góða þjónustu á öUum sviðum og hafa með höndum alla almenna bankastarfsemi, þar á meðal gjaldeyrisviðskipti, og mun leigja út geymsluhólf og hefur næturhólf til afnota fyrir viðskiptamenn sína. Útibússtjóri er ráðinn Jón Is- leifsson, gjaldkeri HaHdór E. Halldórsson, bókari Júlíus Ein- arsson og ritari Alda Jensdóttir. 1 tilefni af opnun útibús Út- vegsbankans í Keflavík hefur stjóm bankans ákveðið að gefa slysavamadeHdunum á suður- nesjum kr. 100 þúsund til kaupa á tækjum til slysavarna. Hefur formanni kvennadeildar Slysa- vamafélags íslands í Keflavík, Jónínu Guðjónsdóttur, verið af- hent þessi gjöf, sparisjóðsbók nr. 1 í útibúinu með 100 þús. króna innstæðu. Trésmiðir og verkamenn óskast til vinnu við Kópavogshæli, löng vinna. Akvæð- isvinna. — Upplýsingar á vinnustað eða í sfma 51497. INGIBJARTUR ARNÓRSSON. Inniiegar þakkir til aHra þeirra, sem auðsýnt hafa okk- ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SNORRA ASKELSSONAR prentara og heiðrað hafa minningu hans. Foreldrar, systkin og aðrir vandamenn. Kaupfélagsst/órastarf Kaupfélagsstjórastarfið við Samvinnufélag Fljótamanna er laust til umsóknar nú þegar. Starfinu fylgir húsnæði í góðu einbýlishúsi. Umsóknir ásamt meðmælum, upplýsingum um fyrri störf og kaupkröfum, ser.dist til formanns félagsins, Her- manns Jónssonar, Yzta-Mói, Fljótum, eða starfsmanna- stjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, Jóns Arnþórssonar. STJÓRN SAMVINNUFÉLAGS FLJÓTAMANNA. O. J. Olsen flytur crindi, sem hann nefnir HVAÐ TÁKNA VIÐBURÐIR NÚTÍMANS? Erindið verður flutt í VÍK (efri sal) í Keflavík laugardaginn 19. okt. kl. 20,30 og i Aðventkirkjunni, Reykiavík, sunnudaeinn 20 okt., kl. 20,30. — Söng annast JÓN II. .TÓNSSON. ALLIR VELKOMNIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.