Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. október 1963 ÞlðÐVIUINN SlÐA Er nauðsynlegt fyrir utan- bæjarfélög að kljúfa KSÍ? Knattspyrnufélag Siglufjarðar hefur sent í- þróttasíðunni til birtingar langa greinargerð vegna deilu félagsins við Knattspyrnusamband íslands út af úrslitum eins leikjanna í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Greinargerðin er lengri en svo að unnt sé að birta hana í einu lagi, en fyrrihlutinn fer hér á eftir. Hinn 3. ágúst 6.1.. var sam- kvæmt keppnisskrá Knatt- spyrnusambands Islands, í ann- ari deild Isilandsmótsins, en í því móti tók Knattspyrnufélag Siglufjarðar þátt í fyrsta sinni, ákveðið að fram skyldi fara á Siglufirði knattspymukeppni milli Knattspyrnufélags Siglu- fjarðar annars vegar og Knatt- spymufélagsins Þróttar, frá Reykjavík hinsvegar. KS, en svo mun ég skamm- stafa Knattspyraufélag Siglu- fjarðar, hafði nofckru áður leik- ið einn af kappleikjum sínum í annari deild og þá orðið fyr- dr því óláni, að nokkrir úr kappliðinu, vinstri og hægri kantmenn, miðframherji, ann- ar bakvörðurinn og markvörð- urinn höfðu meiðzt svo, að allar líkur bentu til þess að KS mundi ekki geta, vegna manneklu, tekið þátt í áður auglýstum leik, nema því að- eins, að undanþága fyrir yngri leikmann fengist frá Knatt- spyrnusambandi íslands. Þar sem hér var um mjög takmarkaðan leikmannafjölda að ræða í svona litlu bæjarfé- lagi sem okkar, og því ekki nema um mjög fáa varamenn að ræða, þá ákvað KS, til þess að geta haldið áfram þátttöku í keppninni, að sækja um und- anþágu fyrir einn leikmann til að mega leika með liðinu, svo og annan sem varamarkvörð. Þegar fór að nálgast leik- tímann og leikmenn voru ekki orðnir fullfrískir vegna áður- nefndra meiðsla sinna, þá sendi KS, hinn 31.7. eftirfarandi sím- skeyti: Knattspyrnusamband Islands c/o Björgvin Schram Vesturgötu 20 REYKJAVÍK. Vegna meiðsla á mönnum i kappliði okkar óskast undan- þága fyrir Sigurjón Erlendsson til að keppa með okkur við Þrótt laugardaginn 3.8. stop einnig óskast undanþága fyrir Óla Birgisson sem varamark- mann stop s,var óskast strax vegna leiksins. Knattspyrnufélag Siglufjarðar Tómas Hallgrímsson. Þar sem skeyti þetta fór seint um daginn, eða um klukkan 15,30. þá þorði formaður KS ekki annað en að hringja einn- Tímarif Máls og Menningar 3. hefti 1963 Eftirmœli kalda stríðsins Jón Thór Haraldsson rekur niðurstöður banda- rísks sagnfræðings um gjaldþrot kalda stríðsins. Aðrar greinar: Þér prédikarar, verið miskunnsamir eftir Skúla Guðjónsson. Hið írska man eftir Hermann Pálsson. Esperantó sem þýðingamál eftir Baldur Ragnarsson. Saga: Ljósið í glugganum eftir Júrí Nagíbín. Ljóð eftir Majakovskí, þýtt af Geir Kristjánssyni, Þorstein frá Hamri, Jón frá Pálmholti, Þórir Ragnarsson. Umsagnir um bækur eftir Bjarna Einarsson, Þorstein frá Hamri, Hermann Pálsson. Auk tímaritsins fá félagsmenn á þessu ári þrjár bækur fyrir 350 króna árgjald Bókaskrá send hverjum sem þess óskar. m bsu og menning Laugavegi 18, sími 15055 og 22973. ig í hr. Björgvin Sshram form. KSÍ, og tjá honum alla mála- vexti varðandi undanþágubeiðni Sigurjóns Erlendssonar. I sím- talinu, sem átti sér stað fcl. 17 sama dag. (31.7.) sagðist for- maður KSl ekki hafa móttek- ið símskeytið ennþá, og bað hann þvf formann KS um að lesa fyrir sig efni skeytisins f símann. Eftir að hafa heyrt skeytið þá sagðist fonmaður KSl halda fund um málið í kvöld, og skyldi KS fá svar frá þeim (KSÍ) á morgun, ann- aðhvort með símskeyti eða með símtali. Hinn 1/8, klukkan 22 að kvöldi hringdi hr. Ingvar Pálsson (einn úr stjóm KSÍ). til formans KS og tilkynnti honum orðrétt: „Það er allt í lagi fyrir ykkur að láta þessa menn spila með á laugardag- inn“. Formaður KS bað þá Ingvar um að senda sér þetta í sím- skeyti, þar sem hann taldi sig þurfa að hafa þetta leyfi stað- fest vegna leiksins, og lofaði Ingvar Pálsson að senda sím- sikeytið strax næsta dag. Hinn 2.8. kom svo skeytið frá Ingvari, og taldi KS það vera staðfestingu á símtalinu við Ingvar kvöldið áður, þótt orða- lag væri þar breytt frá því, sem í símtalinu var, og sím- skeytið einnig sent í nafni KSÍ þótt undirskrift væri aðeins „Ingvar" Skeytið var þannig: Knattspyrnuráð Tómas Hall- grímsson SIGLUFIREŒ. Samkvæmt reglum um knatt- spymumót er knattspymuráð- um heimilt að veita allt að fjórum leifcmönnum yngri en 18 ára undanþágu til keppni með fyrsta flokki. Ingvar. Þar sem hér á staðnum er ekkert knattspymuráð starfandi enda er Knattspyrnfélag Siglu- fjarðar einasta starfandi knatt- spymufélagið á staðnum, og því beinn aðili að KSÍ, þá taldi KS þetta svar vera stað- festingu KSl á símtalinu frá kvö'ldinu áður. Laugardagurinn 3. ágúst rann upp bjartur og fagur, vöilurinn var merktur upp og allt haft tilbúið fyrir leikinn, sem átti að hefjast klukkan 16. Leikurinn hófst á tilsettum tíma, og er fyrri hálfleik lauk stóðu mörkin sem skoruð voru 2:0 Þrótti í hag. Svo hófst síðari hálfleikurinn, en þá skipti um fyrir Þrótti, getan yfirgaf þá og upplausn kom í liðið. KS skoraði í þeim hálfleik 4:0 Leiknum lauk því með 4:2 mörkum KS í vil. Það skal tekið fram að for- maður KS sýndi dómara leiks- ins hr. Frímanni Gunnlaugs- syni skeyti þau, er farið höfðu á milli KS og KSÍ, og var hon- um einnig skýrt frá samtölum þeim, sem farið höfðu milli formanna KS og stjórnarmeð- lims KSl, hr. Ingvars Pálssonar. Dómari hvað enga nauðsyn hafa verið til þess að tilkynna Þrótti um undanþágu þessara manna þar sem KS væri með leyfi fyrir þeim frá KSl, bæði samkvæmt símtalinu og sím- skeytinu, og væri því leikurinn löglegur. Þess skal hér strax getið, að hér var ekki farið í neinar fe’- ur með þennan undanþágu- mann, enda taldi KS sig hafa allt á hreinu varðandi hann og hefði ekkert verið falið, honum viðkomandi, þegar sótt var um keppnisleyfi fyrir hann til KSÍ. Þegar líða tók á daginn fór að fréttast að Þróttarar mundu ætla sér að kæra leikinn vegna þátttöku Sigurjóns, enda hafði liðsmaður Þróttar þau orð um þetta, ,,að það yrði erfitt að koma heirn aftur með tapið eftir að hafa átt svona góða vinningsstöðu í leikhléi, og því væri ekki annað að gera en kæra leifcinn”. Það er erfitt að taka þátt í leikjum og kunna ekki að taka réttlátu tapi með drenglyndi. En hvaðan vissi nú Þróttur öll þessi deili á hinum unga duglega undanþáguleikmanni, sem varð þeim þessi fjötur um fót, hvað hann væri gamall og hvenær hann var fæddur? Ekki stóð neitt um aldur hans í leikskránni né heldur, að und- anþága hafði fengizt fyrir hann til leiksins. Jú, allt þetta vissu þeir löngu áður en þeir mættu til leiks, og var þeim því hægð- arleikur að finna að því við dómarann áður en leikurinn hófst, að þessi olöglegi ungi maður væri þama í liðinu, og þeir mundu ekki hefja keppni^. fyrr en KS hefði skipt um mann. Þetta hefði verið heið- arlegt og hefði KS, ef því sýnd- ist svo getað skipt um mann. Þetta hefði verið drengilegt að gera fyrir þá Þróttara, en það hefur kannski verið ætlazt til of mikils af þeim með þessu, enda kom það á daginn. Það glopraðist nefnilega upp úr forráðamönnum Þróttar við frammámenn KSl, er þeir (Þróttarar) voiu spurðir um það, hvort þeir mundu hafa kært nefndan leik ef þeir hefðu unnið hann. Þessu svör- uðu „sigurvegarnarnir“ neit- andi. Hér má hver maður sjá, að þessi framkoma þeirra gefur til kynna að hér hafi aldrei átt að vera drengilegur leikur frá Þróttar sjónarmiði, heldur hitt, að ná sér í vinn- inginn án tillits til hvaða leið skyldi til þess farin. Það er tii vottföst yfirlýsinc áheyranda að því, að Þrótti var sagt frá unga undanþágu- manninum og öll deili á hon- um, sama daginn og leikurinn átti að fara fram. — Eft- ir komu Knattspyrnufélags- ins „Þróttur” til Reykjavíkur, þá barst formanni KS fyrsta vitneskjan um að Þróttur mundi ætla að kæra leikinn, en það var með eftirfarandi bréfi frá formanni Þróttar: Reykjavík 6.8.‘63. Knattspyrnufélag Siglufjarðar c/o hr. formaður Tómas Hall- grfimsson. Stjóm Knattspymufélagsins ,,Þróttur“ vill með bréfi þessu þakka Knattspyrnufélagi Siglu- fjarðar, og alveg sérstaldega formanni þess, hr. Tómasi Hall- grímssyni, fyrir frábærar mót- tökur á Siglufirði um síðustu helgi. Þátttakendur í ferðinni lýsa allir yfir ánægju sinni með dvölina, og segir þeim svo frá, að á móti þeim hafi ver- ið tekið af sérstakri gestrisni. Vonumst við til þess að geta endurgoldið ykkur þetta síðar. Því miður hefur samt borið skugga á. Það hefur komið í Ijós, að lið Siglufjarðar var ekki löglegt í leiknum við Þrótt, og sjáum við okkur tilneydda að kæra það. Vonumst við til þess að til slíks komi ekki aft- ur, og að samvinna okkar hald- ist þrátt fyrir þetta. Með beztu kveðjum, f. h. Knattspyrnufélagsins „Þróttur” Jón Ásgeirsson — sign — Þessi setning í bréfi Þróttar „Því miður hefur samt borið skugga á”, er dálítið brjóst- umkennanleg fyrir þá og sýn- ir þeirra „hreina og drengi- lega” innræti, með því að vor- kenna KS fyrir þennan ,skugga‘. En hvernig hefðu nú Þróttarar farið að ef þeir hefðu ekki haft þennan þeirra ,J>ví miður skugga“ til þess_ með hjálp skuggans og KSÍ-með- borgara sinna, að komast yfir sigurinn frá KS, og gerast þannig ,,sigurvegarar“ í sínum riðli. Nei, KSl-dóm- stóllinn gat ekki samfcvæmt lögum dæmt KS til refsingar fyrir réttilegan sigur þeirra yí- ir Þrótti, heldur hefðu þeir í hæsta lagi vegna þessara mis- taka KSl-,,drengjanna” látið leika leikinn upp aftur á Siglu- firði, en það hefði einnig ver- ið óréttlátt gagnvart KS. Nokkru síðar, eða hinn 9. ágúst, frétti formaður KS að þann dag á hádegi hafði borizt til KSl kæra dags. 6. ág. vegna leiks KS og Þróttar hinn 3. ágúst s.l. Iþróttabandalagi Siglufjarðar barst einnig samskonar kæra, sem tekin var hér fyrir á fundi íþróttahéraðsdóms hinn 11. ág.. og var þar með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, og hér að framan er getið, úr- skurðað, að leikurinn væri lög- legur og kærunni að öðru leyti vísað frá, sem of seint kominni. Þessari málsmeðferð undu þeir Þróttarar efcki og kærðu því áfram til KSl, sem síðan fékk Knattspyrnudómstólnum málið til meðferðar, en hann dæmdi það síðan Þrótti í vil, og var sú dómsniðurstaða til— kynnt KS hinn 3. september, með eftirfarandi símskeyti: Knattspyrnuráð Siglufjarðar form. Tómas Hallgrímsson SIGLUFIRÐI. Dómsorð knattspymudóm- stólsins vegna ólöglegs leik- manns í liði KS í kappleik í annari deild háðum á Siglu- firði 3. ágúst 1963 milli KS og Þróttar Reykjavík skal leikur- inn dæmdur tapaður fyrir KS, bréf á leiðinni. Knattspyrnusambandið. Fram— Víkingur í kvöid Reykjavíkurmótið í hand- knattieik hefst í fcvöld kl. 20.00. að Hálogalandi og fara þar fram 7 leikir, þar af þrír í m.fl. karla. Alls munu taka þátt í mót- inu um 500 keppendur en flest- ar leiksveitir senda Fram og Valur 10 hvort félag. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp hjá HKRR að láta að- eins leiki A-liðanna fara fram að Hálogalandi en færa B-liðin yfir í íþróttahús félaganna. Verður þvi hverju sinni um beztu liðin að ræða að Há- logalandi og ætti það að vera trygging fyrir góðum leikjum. Leikirnir í kvöld: 2 fl. kvenna Valur — Frám dóm- ar Rósmundur Jónsson 3. fl. karla KR — Víkingar dómari Jón Frfðsteinsson. M.fl. karla Ármann — IR dómari Sveinn Kristjánsson. M.fl. karla Fram — Víkingur dómari Magnús Pétursson. Valur — Þróttur dómari Stefán Gunnarsson. Á sunnudagskvöld heldur mótið áfram og verða þá þessir leik- ir leiknir: M.fl. kvenna Ár- mann — Þróttur dómari Gylfi Hjálmarsson. M.fl. kvenna Fram — Víkingur dómari Gylfi Hjálmarsson. 3. fl. karla IR — Þi'óttur dómari Pétur Bjarna- son, 3. fl. karla Fram — Valur dómari Gunnar Jónsson. 2. fl. karla Valur — Fram dómari Pétur Bjamason. 2. fl. karla IR — Víkingur dómari Gunn- ar Jónsson. Kveðjuorð Framhald á 2. sfðu. sem Sigurdór Sigurðsson. Þvi munu ekki hafa valdið af- skipti hans af félagsmálum staðarins, heldur það, að í svo ríkum mæli var honum gefið glaðlyndi, einurð og röskleiki, að sakir þessa eðlisþátta sinna skar hann sig úr öðrum mönn- um, hvar sem hann fór. Árin milli heimsstyrjaldanna var Sigurdór Sigurðsson einn helzti forystumaður í verka- lýðsmálum og sveitarstjórnar- málum Akraness, en á Akra- nesi var hann borinn og barn- fæddur. Sjó og landvinnu stundaði hann frá 12 óra aldri. Hann var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Akraness 1924 og um skeið formaður sjó- mannadeildar þess. Hann var einn af forystumönnum Jafn- Skálaferð Farið verður í Skálann um helgina. Lagt verður af stað frá Tjamargötu 20 kl. 4.30 síðdegis. skAlastjórnin. minningarspjöld ★ Flugbjörgunarsveitin gefur út minningarkort til styrktar starfsemd sinni og fást þau ð eftirtöldum stöðum: Bóka- verzlun Braga Brynjólfssonar Laugarásvegi 73. sími 34527. Hæðagerði 54, sími 37392, álfheimum 48. sími 37407. Laugarnesvegi 73 simi 32060. aðarmannafélags Akraness. f hreppsnefnd var hann kosinn 1934 og sat þrjú kjörtímabil. Þing Alþýðusambands íslands sat hann 1938 fyrir Jafnaðar- mannafélag Akraness. f hrepps- nefnd var hann kosinn 1934 og sat þrjú kjörtímabil. Þing Alþýðusambands íslands sat hann 1938 fyrir Jafnaðar- mannafélag Akraness og síðan gerðist hann einn stofnenda Sósíalistaflokksins. Hann beitti sér fyrir stofnun Kaupfélags Suður-Borgfirðinga og var stiórnarformaður þess sam- fleytt í sex ár. — Sigurdór fluttist búferlum 1941 frá Akranesi og tók að búa á Báreksstöðum í Andakíl. Hann brá búi sex árum síðar og sett- ist aftur að á Akranesi. Sigurdór Sigurðsson tók að nýju að starfa innan Sósíal- flokksins ’48, þegar unnið var að undirbúningi á kosningu fulltrúa á þing Alþýðusam- bands fslands frá Verkalýðsfé- lagi Akraness. Ingólfur í Björk skýrði okkur frá því, að Sig- urdór hefði hug á að ganga til starfa með okkur. Mér er enn í fersku minni hvem á- vinning við töldum vera að liðveizlu Sigurdórs Sigurðsson- ar. f þeim litlu afskiptum, sem ég hafði af málefnum Akra- ness, tel ég mig hafa unnið það hvað bezt að stuðla að því, að^ Sigurdór yrði valinn fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins í Borgarfjarðarsýslu í alþingis- kosningunum 1949. f þeim kosningum náði hann þeim bezta árangri, þegar á allt er litið sem Sósíalistaflokkurinn náðí nokkru sinni í Borgar- fjarðarsýslu. Haraldur Jóhannsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.