Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. október 1963 ÞlðÐVILIINN SlÐA 2 BERJAST Ben Bella Ben Bella forseti Alsír hefur í mörg hom að líta um þessar mundir. Ekki var her bans fyrr búinn að baela niður hálfs mánaðar gamla uppreisn í Kabylíu en bardagar bloss- uðu upp á landamærum Alsír og Marokkó Stóð sú viður- eign enn þegar þetta var ritað og varð ekki séð hvorum veitti betur. Þessir atburðir sýna hve ótryggt ástandið er í fyrr- verandi nýlendum Frakka í Norður-Afríku, og er reyndar engin furða eins og Frakkar skildu þar við. S.iö ára grimmi- leg nýlendustyrjöld í Alsír, á- rásin á Bizerta í Túnis og margvíslegur yfirgangur í Marokkó af Frakka hálfu er ekki til þess fallið að búa í haginn fyrir rólega og sn-urðu- lausa þróun hinna nýfrjálsu ríkja. Margir af frumherjum sjálfstæðisbaráttu Serkja áttu það lokamarkmið að sameina löndin þrjú í eitt voldugt Serkjaríki, svokallað Mahgreb, eins og svæðið frá Sidraflóa 4> Samið um svínakjöt :AUPMANNAHÖFN 17/10 — 'anska síðdegisblaðið Ber- ngskc Aftcnavis segir frá því dag, að náðst hafi samkomu- ig milli Englands og Danmerk- r um sölu á svínakjöti. Samn- ígurinn er til fimm ára. Inntak samningsins er það, ð Danir selji Englendingum 7% af því svínakjöti, er neytt r í Englandi, og gildir þetta ifnt þó að neyzlan aukizt. amningurinn tekur gildi 1. príl næstkomandi. til Atlanzhafs nefnist á þeirra máli. Nú hefur svo til tekizt að ári eftir að Alsírbúar, sem lengst og harðast börðust við Frakka fvrir frelsi sínu, hlutu sjálfstæði, berast þeir og bræðraþjóðin í vestri á bana- spjótum. Ofan á viðureignina milli ríkja bætast innanlands- átök, þar sem fyrrverandi fóst- bræður úr sjálfstæðisbarátt- unni við Frakka sýna hver öðrum fullan fjandskap. Bcurg- iba Túnisforseti lét dæma and- stæðing sinn Saleh ben Youss- ef til dauða að honum fjar- stöddum fyrir fjörráð við sig og öðrum forustumanni stjórn- arandstöðunnar í Túnis var byrlað eitur í Sviss. Hassan Marokkókonungur hefur bælt niður starfsemi þeirra stjórn- málaflokka í landinu, sem stefna að breytingum og um- bótum á þjóðfélagsháttum, og skipað ríkisstjórn að sínum geðþótta. f Alsír hefur Ber, Bella komið á eins flokks kerfi. Þeir menn sem fremstir stóðu ásamt honum í frelsisstríðinu hafa ýmist hætt stjórnmálaaf- skiptum, farið úr landi eða verið hnepptir í fangelsi. Það var einn úr þessum hópi sem stóð fyrir uppreisninni í hér- uðum Kabýla. Skömmu eftir lok heimsstyrj- aldarinnar síðari kynntust þeir Ahmed Ben Bella og Hoohine Ait-Ahmed í leyni- hreyfingu ungra manna sem sett höfðu sér það mark að kollvarpa yfirráðum Frak.ka í landi sinu. I sameiningu lögðu þeir á ráð um að framkvæma bankarán í Oran til að afla sjálfstæðishreyfingunni fjár. Ben Bella náðist en slapp úr haldi, Ait-Ahmed komst und- an til Kairó. Ásamt fjórum mönnum öðrum ákváðu þeir félagar að hefja skyldi skæru- hernað gegn Frökkum í Alsir í nóvember 1954. Báðir störf- uðu í stjóm Þ.jóðfrelsísfylk- ingarinnar utan Alsír og kom- ust Frökkum á vald í október 1956, þegar flugvél sem flutti þá og fleiri úr forustuliði frelsisbaráttunnar var neydd til að lenda í Algeirsborg. Upp frá þvi og fram í marz 1962 sátu fangarnir í haldi i Frakk- landi. í fangavistinni kom upp ágreiningur milli Ben Bella og Ait-Ahmeds og í átökunum innan Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar sem stóðu í allt fyrrasumar voru þeir andstæðingar. Fyr- ir rúmu ári tók Ben Bella við stjómarforustu en Ait- Ahmed gerðist óbreyttur þing- maður. Hann var fremstur i flokki þeirra sem héldu uppi gágnrýni á stjórn Ben Bella. í júní í sumar var Mohammed Boudiaf, einn úr hópi „sögu- legu foringjanna“ sex semhófu baráttuna gegn Frökkum 1954, handtekinn og sakaður um að gangast fyrir samsæri gegn ríkisstjórninni. Ait-Ahmed mót- mælti handtökunni á þingi, og skömmu siðar hvarf hann á brott til Kabylíu. Landshluti þessi er fjallahér- að upp frá Miðjarðarhafs- strönd ekki langt austan Al- geirsborgar. Þar eru aðalheim- kynni Berba, þjóðflokks sem telur tíunda hluta landsmanna í Alsir og er í ýmsu frábrugð- inn hinum arabiskumælandi meirihluta. Berbar eru her- menn miklir og eitt höfuðvígi þjóðfrelsishersins í baráttunni gagn Frökkum var í fjalla- heimkynnum þeirra. Um síð- ustu mánaðamót kom á dag- inn að Ait-Ahmed hafði feng- ið á sitt band Mohand ou el Hajd ofursta, yfirmann Alsír- að uppreisnarmenn hafi að gömlum sið hörfað til fjalla og undirbúi þar skæruhemað. Eins og gefur að skilja eru átökin í Alsír annað og meira en valdabarátta milli einstaklinganna Ben Bella og Ait-Ahmed. Hvor um sig er dæmigerður fulltrúi þjóðfé- lagsafla sem hafa mismunandi hagsmuna að gæta. Ait-Ahm- ed er Berbi og af velmegandi landeigendum kominn. Ben Bella er arabi og sonur fá- tæks leiguliða. Báðir segjast aðhyllast sósíalisma en leggja sinn hvora merkingu í orðið. Ait-Ahmed telur hægfara um- bætur affarasælastar og vill að megináherzla sé lögð á að að glæða atvinnulííið í borg- unurn, þar sem atvinnuleysi er mikið. Hann er fylgjandi dreifingu valdsins milli hér- aðsstjórna. Ben Bella leggur megináherzlu á að framkvæma þjóðfélagsbyltingu í þágu blá- Alsírbúa sem héldu fram frá öndverðu að leyniþræðir lægju miili hirðar Hassans konungs í Rabat og uppreisnarforingj- anna í Alsír. í félagslegum efnum er Marokkó enn að ýmsu leyti á stigi lénsskipu- lags, og upp á síðkastið hef- ur konungur reitt sig æ meira á aðalsstétt ættarhöfðingja, sem hann telur að reynast muni styrkasta stoð sín gegn lýðveldissinnuðum umbóta- mönnum. Hussan og ættar- höfðingjunum í Marokkó er lítið gefið um byltinguna sem Ben Bella knýr áfram af vax- andi hraða handan landamær- anna. Ofan á bætist gömul landamæraþræta milli ríkj- anna. Til skamms tíma réðu Frakkar bæði yfir Alsír og Marokkó, en sá var munur að Alsir var nýlenda þeirra en Marokkó verndarsvæði. Segir Marokkóstjórn að af þessum sökum hafi franskir land- stjórar innlimað í Alsír mikil Uppreisnarhennenn og óbreyttir borgarar við varðstöð á vegi í Kabylíu. hers í Kabyliu og fræga hetju úr frelsisstríðinu. Skáru þeir upp herör gegn Ben Bella, héldu ræður á fjöldafundum í borgum Berba og hétu á alla landsmenn að rísa upp gegn stjóminni. Undirtektir urðu litlar undir uppreisnarboðskap- inn. Ben Bella bauðst til að semja við þá Ait-Ahmed Og el Hadj en þeir höfnuðu öll- um viðræðum við „harðstjór- ann“. Var þá herlið sent til Kabyliu og eru nú allar borg- ir héraðsins á valdi stjórnar- innar. Vopnaviðskipti urðu lít- il sem engin, og herma fréttir Stólræðum frambjóðenda útvarpað á 212 metrum Sunnudaginn 20. okt. n. k. byrja þeir prestar, er sótt hat'a um hin auglýstu prestaköll hér í Reykjavík að flytja messur 1 hinum einstöku prestaköllum og verður því haldið áfram til 17. nóv. n. k. Verða þrjár mess- ur hvern sunnudag, kl. 11, kl. 2 og kl. 5, og verður þessum messum útvarpað á sérstakn bylgjulengd eða 212 metrum (eða 1412 kílóriðum). Messuútvarp á tímanum kL 11—12, á hinni venjulegu út- varpsbylgju rikisútvarpsins fell- ur niður, þegar þessum sérstöku messum verður útvarpað. Er þetta gert til þess að sem flest fólk í þeim sóknum, sem hér eiga hlut að máli, geti fylgzt með guðsþjónustum hinna einstöku umsækjenda. Úvíst er, að þeir láti oftar til sín heyra, þar til kosið verður, og er safnaðarfólki því einnig bent á að nota tækifær- ið og sækja guðsþjónustur þeirra presta, er um prestaköll þeirra hafa sótt. Messumar verða auglýstar í dagblöðunum og í útvarpi, fyr- ir hvem sunnudag. (Frá Dómkirkjunni) snauðrar sveitaalþýðu sem er meirihluti þjóðarinnar. Hinu sterka ríkisvaldi sem forset- inn hefur fengið í hendur beitir hann til að þjóðnýta á skömmum tima stórfyrirtæki franskra landnema í borgun- um og víðlenda búgarða þeirra í frjósömustu sveitum Alsír. Landinu er ekipt milli jarð- næðislausra landbúnaðarverka- manna og reynt að búa svo í haginn að þeir geti með sam- vinnubúskap haldið afrakstri í horfinu. Erlendir fréttamenn í Alsír segja engan vafa á að stefna Ben Bella hafi tryggt honum eindregið fylgi alþýðu manna úti á landsbyggðinni. Helzt telja þeir forsetanum hættu búna af óánægju fyrr- verandi hermanna í skæruliða- sveitunum sem börðust gegn Frökkum. Skæruliðunum finnst þeir litla umbun hafa hlotið fyrir að taka á sig hita og þunga baráttunnar, því fasta- herinn mynda þær sveitir þjóð- frelsishersins sem þjálfaðar voru á stríðsárunum í útlegð í Túnis og Marokkó. Yfirmað- ur þessa liðs, Boumedienne ofursti, er hægri hönd Ben Bella. Einmitt þegar miklum hluta Alsírshers hafði verið stefnt til Kabylíu til að bæla niður uppreisnina þar lagði Marokkóher til atlögu á landa- mærum ríkjanna í Vestur- Sahara. Með þeim aðgerðum sannaði Marokkóstjórn mál eyðimerkursvæði í Vestur- Sahara sem réttilega tilheyri Marokkó. Gerir Hassan kon- ungur annar kröfu til þess lands sem fornir Marokkó- soldánar réðu, og það þvi fremur sem nú er komið í ljós að undir eyðimerkursand- inum eru mikil auðæfi hulin. Þar hafa fundizt í jörðu olía, jarðgas og járngrýti. Fyrir u. þ. b. ári hófust við ræður milli ríkisstjórna Alsír og Marokkó um landa- mæraþrætuna. Lágmarks- krafa Marokkó virðist sú að olíuleiðsla frá lindunum í Vest- ur-Sahara komi til sjávar í marokkóskri höfn og sömuleið- is verði útskipunarhöfn járn- grýtisins í Marokkó. Samn- ingaviðræður hafa farið fram af og til en engin niðurstaða náðst. Þrátt fyrir nokkurra daga orustu á landamærunum dvelja samningamenn frá Alsir í Marrakesh í Marokkó og leit- ast við að leysa deiluna. Fregnir af bardögum eru óljós- ar, en svo virðist sem báðir aðilar beiti eyðimerkurskrið- drekum og flugvélum. Báðum virðist ljóst að fásinna væri að berjast til þrautar, en Hassan konungur hyggst nota tækifærið sem hann telur uppreisnina í Kabylíu hafa lagt sér upp í hendur til að baka Ben Bella að minnsta kosti álitshnekki ef ekki fella stjórn hans. Rökstuddur grun- ur leikur á að Kennedy Banda- Námsstyrkir Eins og mörg undanfarin ár, hefur Islenzk-ameríska félagið milliigöngu um útvegun náms- styrkja til Bandaríkjanna. Er hér um tvenns konar styrki að ræða: Annars vegar eru styrkir fyr- ir íslenzka framhaldsskólanem- endur til eins árs náms til bandarískra menntaskóia á skólaárinu 1964 — ‘65, á vegum American Field Service. Styrk- ir þessir nema skólagjöldum, húsnæði, fæði, sjúkrakostnaði og ferðalögum innan Bandaríkj- anna. en nemendur búa hjá bandarískum fjölskyldum f námunda við viðkomandi skóla. Ætlazt er til að þeir, er styrk- ina hljóta, greiði sjálfir ferða- kostnað frá Islandi til New York og heim aftur. Ennfremur þurfa þeir að sjá sér fyrir ein- hverjum vasapeningum. Um- sækjendur um þessastyrki skulu vera framhaldsskólanemendur á a'ldrinum 16 til 18 ára, jafnt piltar sem stúlkur. Þeir þurfa að hafa góða námshæfileika, prúða framkomu, vera vel hraustir og hafa nokkurt vald á enskri tungu. Hins vegar eru námsstyrkir fyrir íslenzka stúdenta til náms við bandaríska háskóla, á veg- um Institute of Intemational Eduacation. Styrkip þessir eru veittir af ýmsum háskólum í Bandaríkjunum, og eru mis- munandi, nema skólagjöldum og/eða húsnæði og fæði, o.s. frv. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir námsmönnum, er ekki hafa lokið háskólaprófi. Þess skal getið að nemendum, er Ijúka stúdentsprófi á vori kom- anda og hyggjast hefja háskóla- nám næsta haust, er heimilt að sækja um þessa styrki, on hámarksaldiur umsækjenda er 22 ar, Hassan II. ríkjaforseti espi Marokkó- stjórn til atlögu gegn Alsír í því skyni að koma bragði á höfuðandstæðing sinn innan A-bandalagsins, de Gaulle Frakklandsforseta. Meðal þeirra staða í Vestur-Sahara sem Marokkó gerir tilkall til er, auk oliusvæðisins, bærinn Reggane, kjarnorkutilrauna- stöð Frakka. Það vakti ekki litla athygli að lýst var yfir í París fyrir hönd Frakklands- stjómar þegar uppreisnin i Kabyliu brauzt út, að Frakk- ar myndu ekki láta það nein áhrif hafa á afstöðu sína til stjórnar Ben Bella að hún tók eignarnámi milljón hektara af jarðeignum franskra manna í Alsír. Sögðu fréttamenn i Par- is að frönsk stjómarvöld legðu megináherzlu á að tryggja í- tök franskra fyrirtækja í olíu- lindunum í Sahara, en olían frá Sahara gerir Frakkland óháð brezk-bandarísku olíuhringun- um. Ben Bella hafði ítrekað að við þeim yrði ekki haggað, enda er Alsírbúum um megn að hagnýta sér oliulindirnar án erlendrar aðstoðar. Stjórn Alsír sakar Bandaríkjamenn, sem hafa herstöðvar í Mar- okkó, um að veita Marokkó- her fulltingi við innrásarað- gerðimar, meðal annars með því að flytja lið til vígstöðv- anna í bandarískum herflutn- ingaflugvélum. M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.