Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagur 19. október 19ð3 Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR Ljónshjartað Felix var feginn þegar skólinn var búinn þennan dag. Hann hljóp hálfu hrað- ar en venjulega á leiðinni heim. Og þarna stóðu þessi merkilegu stígvél, tíguleg og gljáandi, en nú má hann ekki snerta þau, fyrr en á morgun. Næsta morgun eru komn- ir skór við hliðina á her- bergisdyrum nr. 4, ósköp venjulegir skór. Þá stenzt Felix ekki mátið lengur, hann verður að máta stíg- vélin. Og þegar hann er kom- inn i þau verður hann að taka þau traustataki, ofur-, litla stund. Fyrst ferðamað- urinn átti þarna aðra skó, hlaut hann að geta verið án stígvélanna stundarkom. Og auk þess, hugsaði Felix, verð ég búinn að skila stígvélun- um áður en hann tekur eftir því að þau hafi horfið um stund. Felix fór í stígvélunum í skólann. Og þar varð uppi fótur og fit. Krakkarnir eltu hann og vildu endilega fá að máta þessi einstöku stigvél. Felix vildi ekki leyfa það, og lenti í stimpingum við krakkana, sem ekki vildu gefast upp við svo búið. Ryskingarnar enduðu með því að Felix missti af sér bæði stígvélin, enda voru þau allt of stór honum. Og það, sem verra var, þau duttu í stóra á, sem rann þarna hjá. Felix lá við gráti, og dauðsá nú eftir að hafa verið svo kærulaus að taka stigvél ó- kunna mannsins. Hvað átti hann að gera? (Framhald). TöðugjaSdagrautur Einu sinni var bóndi, sem talinn var fremur vinnuharð- ur. En hann var það ekki síður við sjálfan sig en aðra. enda verkmaður góður. Sum- ar það, er þessi saga gerð- ist, hafði túnasláttur gengið mjög vel og var nú á enda og komið að töðugjöldum. >ann dag var lítið unnið Þrautir Hér koma tvær þrautir, sem gaman er fyrir ykkur að glima við. 1. þraut: Hvað vegur þessi fallega gæs? spurði húsmóðir- in. — Hún vegur 2,5 kíló plús helminginn af sinni þyngd, svaraði kaupmaðurinn. Hvað haldið þið að hún vegi? 2. þraut: Uppi á dimmu þurrklofti hanga 7 pör af hvít um sokkum og 5 pör af svört- um sokkum. Um kvöldið send- ir mamma Sigga hann upp eftir sokkum handa sér til að fara í morguninn eftir. Það stendur á sama, hvort þeir eru hvítir eða svartir. Hve marga þarf hann að taka tii að vera viss um að fá tvo af sama lit? á bænum, en heimafólk skemmti sér eftir föngum og naut hvíldarinnar. Húsfreyja hafði eldað rúsínugraut til hátíðabrigða og skammtað riflega. Bónda var borinn vænn askur af rúsínugraut, en hann sat hugsi yfir ask- inum og snerti ekki við grautnum. Loks segir hann við sjálfan sig: Lítið hefur þú unnið í dag, og átt ekki skilið svona góðan graut, og væri réttast að geyma hann þangað til þú getur étið hann með góðri samvizku. Hann stóð þvi upp með askinn og bar hann út í skemmu. Nú líður á engjasláttinn, og oft hugsar bóndi til graut- arins góða í skemmunni en aldrei þykir honum svo vel unnið að hann eigi skilið grautinn að launum. Þá er það dag einn að bóndi hefir verið að rista torf yfir hey- in og unnið baki bro.tnu. Hann kemur þreyttur heim að kvöldi og þykist nú loks hafa unnið gott dagsverk. Gengur hann til skemmu og hugsar gott til grautarins. Tekur hann nú askinn og sezt með hann á kistu til snæðings. En heldur bregður honum i brún þá er hann opnar ask- inn, því hvergi sá í grautinn f.yrir myglu. Missir bóndi nú lystina á grautnum og býst til þess að hella úr askin- um þessu ómeti. En þá dett- ur honum í hug að synd sé að hella svona góðum mat. þót.t ekki sé hann lostætur orðinn. Fer bóndi því í kist- una og dregur þar upp brennivínspela og tinstaup. Hellir hann nú fullt tinstaup- ið og setur upp á hillu og segir: Þe’tta skaltu fá ef þú týkur grautnum. Tekur hann því næst ask- inn og spænir upp í sig grautnum, en lítur varla af tinstaupinu á meðan. Að vörmu spori er askurinn tæmdur og gengur nú bóndi að tinstaupinu. Hann horf- ir um stund á brennivínið og rennir því næst úr staup- inu. En ekki er brennivínið fyrr komið inn fyrir varir hans en honum dettur í hug að ekki sé það verðlaunavert að éta svona góðan graut, og nær sé að geyma brennivín- ið handa sýslumanninum, þegar hann eigi þar næst leið um, svo hann tekur brennivínspelann og spýtir brennivíninu í hann aftur. Síðan læsir hann pelann og staupið aftur niður í kist- una og fer svo inn í bæ, ánægður með vel unnið verk. (Gömul ísl. frásögn). Frá /esendum Kæra Óskastund. Mér þætti vænt um ef þið birtuð mynd- ina mína. Ég ætla því að gefa ykk-ur skýringu á henni. Myndin er úr Botníuvísum, þegar Botnía ók með 100 km hraða og valt beint í skurð. Myndin sýnir þegar bíllinn liggur ónýtur úti í skurði á- samt Botníu og Ómari. Skúli Bjarnason, Fossvogsbl. 22, Rvík. Þessi mynd af jeppabíl uppi í öræfum tciknaði Bjarni litli Bjarnason, sem er sjö ára gamall. Bjarni á heima að Foss- vogsbletti 22, Reykjavík. Blái seðillinn Palla þótti svo gaman að skrifa sögur, að hann vildi fremur fá að vera aleinn í skólastofunni, heldur en leika sér úti með hinum börnunum í frímínútum. Öll- um krökkum líkaði vel við Palla, þó þeim þætti hann svolitið sérvitur. Ykkur hefði áreiðanlega lika þótt hann skemmtilegur ef þið hefðuð þekkt hann. En þessi saga segir frá því, þegar hann var nærri búinn að gera dálítið, mjög öheiðarlegt, sem eng- inn hefði búizt við af honum. Palli lærði mikið af þessu at- viki og kannski geta aðrir krakkar lært af því líka. Morgun einn, þegar kenn- arinn kom inn í skólastof- una, sagði hann: — Góðan daginn, bömin góð. Nú ætla ég að segja ykkur dálítið skemmtilegt. Við ætlum að efna til samkeppni um það, hver geti skrifað beztu sög- una eða kvæðið og við ætl- um að veita ein verðlaun. Um leið og hann sagði þetta opnaði hann stóran skáp, og sýndi þeim sleða, nýjan og fallegan. Hann var málaður skærblár, með silfurlitu skrauti. Börnin horfðu á þennan kostagrip með að- dáun, og auðvitað Iangaði þau öll að eignast hann. Palli fékk hjartslátt þegar hann hugsaði um hve gaman yrði að renna sér á sleðanum nið- ur háar brekkur, á fleygiferð. Það hvarflaði ekki að hon- um að nokkur annar myndi eignast sleðann, en hann Klukkan átta Þegar ég er orðinn stór, en það er langt þangað til, ætla ég að kaupa mér klukku. sem aldrei verður átta! Þá verður gaman, allan daginn. Klukkan gengur og gengur en hleypur yfir átta. Á hverjum morgni kallar mamma: Klukkan er átta, Óli minn, og skólinn kallar. Á hverju kvöldi kallar pabbi: Klukkan er átta, Óli minn, flýttu þér í rúmið. Þegar ég kem í skólann í dag, ætla ég að teikna klukku, sem aldrei verður átta! (Lausl. snúið úr ensku). sjálfur. Því innst inni var hann sannfærður um að eng- inn væri eins gáfaður og hann, eða jafnfær um að skrifa beztu söguna. Palla dreymdi alla nótt- ina bláa sleðann. f svefn- inum flaug hann á sleðanum alla leið til Álfalandsins, hann flaug um bláan himin- inn í tunglsljósinu, og litlar, gylltar stjörnur dönsuðu hlæjandi í kringum hann, en álfameyjarnar ho:rfðu stein- hissa á þetta ferðalag. Strax næsta dag komu sum börnin með það, sem þau höfðu skrifað, og kenn- arinn var dálítið hissa að Palli var ekki með þeim fyrstu. Palli brosti, áhyggju- laus, og sagðist koma seinna, hann væri ekki alveg tilbú- inn með sitt. Dagarnir liðu og Palli hugsaði svo mikið um verð- launin að ekkert annað komst að í huga hans. Á hverjum morgni varð hann að svara neitandi, þegar kennarinn spurði hvort hann væri nú ekki búinn að skrifa sögu eða kvæði. Að lokum var aðeins einn dagur eftir og Palli var orðinn áhyggju- fullur. Ekki eitt einasta orð hafði hann ennþá skrifað, og i fyrramálið var síðasta tæki- fserið til að skila verkefn- inu. Þegar hann kom heim, settist hann inn í herbergið sitt í þungum þönkum. Hann reyndi að einbeita huganum að einhverju ákveðnu efni. en blái sleðinn kom alltaf upp í huga hans, og ýtti öllu öðru í burtu. — Hvað á ég að gera ef ég fæ ekki verð- launin? sagði hann við sjálf- an sig. Það var óbærileg til- hugsun. Þá kom allt í einu lítill púki, einn af þessum litlu púkum, sem iðka það að hvísla í eyrun á litlum krökkum að nú skuli þau gera eitthvert prakkarastrik. Hann hvislaði einhverju i eyrað á Palla, sem gerði það að verkum að hann spratt upp og fór beina leið að bókaskápnum hans föður síns. Þar voru margar sögu- bækur og æfintýrabækur, þegar Palli var lítill hafði pabbi hans haft þann sið að lesa alltaf eina sögu á hverju kvöldi áður en hann fór að sofa. Palli tók stóra, þykka æf- intýrabók út úr hillunni og byrjaði að fletta henni. Tveir litlir púkar hvísluðu nú al- veg við eyrun á honum. Hann skellti aftur bókinni. Nei, hann ætlaði ekki að vera svo auðvirðilegur að fara að skrifa upp æfintýri eftir einhvern annan, og láta sem hann hefði sjálfur búið það til. Aumingja Palli. Hann átti í miklu stríði við sam- vizku sína. Hann barðist við freistinguna af öllum mætti og reyndi að gleyma æfin- týrabókinni. En púkinn hvísl- aði í sífellu: Enginn fær að vita það, enginn fær að vita það. Hann háttaði og reyndi að sofna en gat það með engu móti. Um nóttina lædd- ist hann niður í stofu og tók fram bókina. Honum heyrð- ist ofur veik rödd hvisla ein- hvers staðar: — Gerðu það ekki, gerðu það ekki. En tvær aðrar raddir höfðu miklu hærra: Enginn fær að vita það, enginn fær að vita það. Hann fletti bókinni og fann kvæði, sem honum fannst fallegt. Og hann sett- ist við borðið og byrjaði að skrifa það upp eftir bókinni. Áreiðanlega hafa púkarnir staðið fyrir aftan hann, hlæj- andi og skrikjandi, þvi svona púkar eru alltaf ánægðastir þegar þeim tekst að fá krakka til að gera eitthvað Ijótt. Daginn eftir fór Palli með kvæðið í skólann og rétti kennaranum það. Hin böm- in andvörpuðu, þau voru sannfærð um að Palli fengi sleðann bláa. Að kennslu lokinni kallaði kennarinn á Palla og sagði: — Kvæðið þitt ber af öllu, sem þessi bekkur hefur gert, á morgun vérða þér afhent verðlaunin. Palli hneigði sig hæversk- lega en þó undarlegt væri var hann ekkert glaður. Næsta morgun horfðu öll börnin á Palla þegar hann gekk, eldrauður i kinnum upp að kennaraborðinu til þess að taka á móti verðlaun- unum Þessi dagur var sá hræði- legasti sem Palli hafði nokk- urn tima lifað, likastur ljót- um draumi, fannst honum Hver einasta bók leit út eins og bókin, sem hann tók kvæðið úr, en púkarnir hvísluðu viðstöðulaust: — Vertu bara ánægður, enginn fær að vita það. Þegar Palli kom heim hafði hann enga lyst á mjólk- inni, sem mamma hans gaf honum, og ekki heldur rjóma- bollunum, sem hún hafði bak- ^ð handa honum. (Framh.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.