Þjóðviljinn - 20.10.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 20.10.1963, Qupperneq 1
Nýr doktor í lœknisfrœði í gær varði Ólafur Bjarnason læknir doktorsritgerð við Háskóla íslands og fjallaði ritgerð hans um legkrabba- mein. Athöfnin hófst kl. 2 síðdegis í hátíðasal Háskólans og var hann þéttskipaður læknum og læknanemum. And- mælendur af hálfu Háskólans voru prófessoramir Júlíus Sigurjónsson og Pétur H. J. Jakobsson. Luku þeir lofs- orði á ritgesð doktorsefnisins. HÆKKAR RÍKISSTJÓRNIN FISK, SMJÖR, SMJÖRLÍKI OG KAFFI? Menningar- og friðarsamtök kvenna halda fund á þriðjud. Menningar- og friðar- samtök kvenna halda fé- lagsfund í Félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21, þriðjudaginn 22. október kl. 8.30 e.h. Hallveig Thorlacius tal- ar um afstöðu unga fólks- ins til herstöðvar í Hval- firði. Drífa Viðar segir frá heimsþingi kvenna í Moskvu og formaður ræð- ir vetrarstarfið. Félagskonur eru beðnar að mæta vel og stundvís- lega og taka með sér gesti og nýja félaga. Dýrin sýnd í dag kl. 3 Sýningar hefjast nú aftur á Jeiki-itinu „Dýrin í Hálsaskógi" I Þjóðleikhúsinu og verður fyrsta sýningin kl. 15 í dag. Leikurinn var sýndur 42 sinn- um á s.l. leikári og átti mjög miklum vinsældum að fagna. Uppselt var á nær 40 sýningar. Aðalhlutverkin eru leikin af Bessa Bjsrnasyni og Áma Tryggvasyni. Leikstjóii er Klemenz Jónsson. Hluti af bílabrciðunni í Fossvogi. >— (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Verða fluttir inn bílar fyrir 300 milj. kr. í ár? ■ Að undanfömu hefur allmikið verið rætt í blöðum um bifreiðainnflutninginn og þær óhemjuupphæðir sem sóað er af gjaldeyri þjóðarinnar til bílakaupa. Samkvæmt nýút- komnum Hagtíðindum höfðu í ágústlok verið fluttar inn frá áramótum samtals 3509 bifreiðir fyrir 232 milljónir 927 þúsund krónur en á öllu síðasta ári voru fluttar inn bifreiðir fyrir samtals kr. 192,4 milljónir. Er bílainn- flutningurinn fyrstu 8 mánuði yfirstandandi árs því kom- inn langt fram úr því sem hann var allt árið í fyrra, bæði að bílafjölda og verðmæti. Og enn halda bílamir áfram að streyma til landsins. SELÁ - ÞRIDJA SKIP HAFSKIPS Fyrirtækið Hafskip hefur nú fest kaup á þriðja skipi sínu. Nefnist það Selá, er 1750 tonn og smíðað í Vestur-Þýzkalandi. Skipstjóri verður Steinar Kristj- ánsson. Selá er þriðja skip félagsins, hin tvö eru Laxá og Rangá. Öll eru þessi skip vöruflutningaskip. Sigurður Njálsson, framkvæmda- stjóri Hafskips, skýrði frétta- mönnum svo frá á föstudag, að félagið haldi nú uppi regluleg- um áætlunarferðum á tveim að- alleiðum. Er önnur frá Póllandi og Svíþjóð til íslands, en hin Vestur-Þýzkaland, Holland, Bret- landseyjar og ísland. Verða að jafnaði farnar tvær áætlunar- ferðir í mánuði. Fyrirtækið Hafskip er nú um það bil fimm ára gamalt, en elzta skip félagsins, Laxá, tæpra Framhald á 2. síðu. Samkvæmt yfirlitinu um bíla- innflutnmginn í Hagtíðindum höfðu í ágústlok verið fluttar inn bifreiðir sem hér segir, tölurnar í svigunum sýna. bif- reiðainnflutninginn á sama tíma í fyrra: Almenningsbifreiðir 15 ( 21) Aðrar fólksbifr. 2379 (1109) Jeppabifreiðir Sendiferðabifr. Vörubifreiðir 523 ( 598) 249 ( 194) 343 ( 171) Samtals 3509 (2093) Verðm. í þús. kr. 1963 232.927 Verðm. í þús. kr. 1962 144.530 Af tölumum um bifreiðainn- flutninginn árið 1962 sést, að rösklega fjórði hluti heildar. innflutningsins kom á síðustu f jóra mánuði ársins. Verði hlut. fallið sama nú er ljóst að heild- arinnflutningurinn á árinu kemst upp í ca. 4500 bifreiðir og verðmætið ca. 310 milljónir kr. Hefur þjóðin efni á svo miltílli fjárfestingu í tækjum sem að miklum meirihluta eru óarðbær? Megnið áf þeim bílum sem fluttir hafa verið inn til þessa eru að sjálfsögðu af árgerðinni 1963. Nú er hins vegar árgerð Framhald á 2. síðu. Fyrst ákvörðun — síðan hik Nú um helgina var ríkisstjómin komin á fremsta hlunn með að iramkvæma stórfelldar verðhækkanir á fiski, smjörlíki og smjöri. Mun fiskurinn hafa átt að hækka allt upp undir 10%, smjörlíki verulega og smjör í annað skipti á ör- fáum vikum, og hefði heildarverðhækkun þess þá orðið um 45%. Vísvitandi mögnun dýrtíðarinnar Þessi stórfellda verðhækkun var ekki afleiðing af hinni almennu verðbólguþróun, heldur vísvitandi ráðstöfun rikis- stjórnarinnar til að magna dýrtíðina. Hin fyrirhugaða hækkun var afleiðing af því að ríkisstjórnin hafði ákveð- ið að fella niður með öllu niðurgreiðslur á fiski, lcekka þær til muna á smjörlíki og smjöri, og síðar átti kaffi að hœkka af sömu ástœðum, Auðséð var að þessi verðhækkun var hugsuð sem sér- stök kveðja til verklýðssamtakanna. Verðhækkun á fiski, viðbiti og kaffi bitnar sérstaklega á þeim sem búa við þrengstan kost í þjóðfélaginu. í heild myndu verðhækkan- ir þessar hafa numið 30—40 milljónum króna á ári. Afturkölluð á síðustu stundu Búið mun hafa venð að ganga frá þessum verðhækk- unum formlega í öllum þeim stofnunum sem um þær eiga að fjalla, þannig að þær dyndu yfir á morgun. En á síðustu stundu var ákvörðunin afturkölluð af ríkisstjóm- inni. Ekki er Þjóðviljanum kunnugt um það hvort ástæð- an er átök innan ríkisstjómarinnar og stefnubreyting í málinu eða aðeins frestun. Hitt má ríkisstjórnin gera sér Ijóst að sú ofsalega verðbólguþróun sem yfir hefur dunið síðustu vikur og mánuði hefur magnað með þjóðinni svo þungan áfellisdóm að ekki mun við hann bætandi. Komi til framkvœmda ný og stórfelld verðhœkkun á hversdags- legustu nauðsynjum almennings munu verklýðssamtökin að sjálfsögðu bæta þeim lið að fullu við útreikninga sína og aðgerðir. Unnar kjötvörur hækka 17—31% Á morgun kemur til framkvæmda stórfelld hækkun á unnum kjötvörum í samræmi við verð- hækkun á kjöti sem dundi yfir í síðasta mánuði. Kílóið af vínarpylsum hækkar úr kr. 43,00 í kr. 50,00 eða um 17%. Kílóið af kindabjúgum hækkar úr kr. 40,00 í kr. 50, eða um 25%. Kílóið af kæfu hækkar úr kr. 62,50 í kr. 82,00 31,00 eða um 25%. Kíóið af kæfu hækkar úr kr. 62,50 í kr. 82,00 eða um 31%.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.