Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 2
2 sída---------------------------------------------------ÞJÖÐVILJINN------------------------------ ----------Sunnudagur 20. október 1963 Musica Nova Sæskjaldbakan sýnd i dag Merkileg nýjung í elliheimilismálum Fram'hald af 12. síðu. Er hér um að ræða nokkurs konar styrktarmannakerfi, og fá þeir sem kaupa skírteini, ó- keypis aðgang að föstum tón- leikum klúbbsins á starfsárinu, en þeir verða alls fjórir, og ank þess afslátt af aukatónleikum sem í ráði er að haldnir verði. Væntir klúbburinn sér góðs af þessu styrktarmannakerfi. Auk tónleikanna á morgun eru ákveðnir þrir aðrir fastir tónleikar hjá Musica Nova í vetur og verða þeir í nóvember, febrúar og apríl. 1 siðustu tón- leikunum verða einvörðungu fluttar íslenzkar tónsmíðar sem samdar eru sérstaklega fyrir Musica Nova og mun það vera algert nýmæli hér á landi. Eru allmörg tónskáld nú að vinna að verkum til flutnings á tón- leikum þessum. Þá mun Gunther Schuler sem kemur hingað til lands til þess að stjórna Sinfóníuhljómsveit- inni halda tónleika eða flytja fyrirlestur á vegum klúbbsins í janúar n.k. Á nóvembertónleikunum verð- ur frumflutt verk eftir Leif Þórarinsson er hann nefnir Kadensa, og auk þess verða þá flutt verk eftir 3 erlenda höfunda. Á febrúartónleikun- um verða einvörðungu flutt verk eftir erlenda höfunda. Steingrimsfjarðarskjaldbakan er komin í bæinn og er þetta eitt af furðulegustu kvikindum sem hefur sést hér við land og vakti athygli á sinum tima, þeg- ar hún fannst vestur á Strönd- um. Hún verður til sýnis í dag í Fiskifélagshúsinu, eystri enda, frá kl. 2 til 4 í dag. Mönnum gefst einnig kostur á að spjalla við eigandann um þetta merki- lega kvikindi, Aðgangseyrir er hlægilega lág- ur á þessum viðreisnartímum, það er kr. 10,00 fyrir fullorðna og kr. 5,00 fyrir böm. Þetta er eins og í gamla daga, þegar krónan var og hét. Einar Helgason, skipstjóri ætlar að semja við fræðsluyfir- völdin hér í bænum og vill sýna skólabömum næstú daga þetta merkilega kvikindi og gæti það orðið á við einn góðan náttúirpfrasfiitíma og upplyfting fyrir blessuð börnin. Sæskjaldbakan vakti mikla athygli á Akranesi og var fjöl- sótt í fiskmóttökúsal Haraldar Böðvarssonar á dögunum. Bifreiðir Framhald af 1. síðu. 1964 komin á markaðinn og a. m.k. sum bifreiðaumboðin hafa þegar flutt inn nokkuð af bíl- um af þeirri árgerð. Af því leið- ir að árgerð 1963 er ekki leng- ur jafnútgengileg söluvara og áður var. Hlýtur það að koma sér illa fyrir þá innflytjendur sem enn liggja með mikið af ó- seldum bílum af þeirri árgerð. En sum kunnugt er eru hér og hvar í bænum stórar breiður af bílum sem hafa verið fluttir inn á síðustu mánuðum en munu enn vera óseldir. Nægir í því sambandi að minna á híla- breiðurnar í Fossvogi, við Kleppsveginn og víðar. Hljóta sumir innflytjendanna að verða hart úti af þesum sökum í hinní trylltu samkeppni umboð- anna um gróðann af bílainn- flutninginum. En það er önnur saga. Iðnnemaþing Framhald af 12. síðu. kveðjur bandalagsins og brýndi fyrir því þýðingu stéttasam- taka „til að þeir sem lengst vinna og við hin erfiðustu störf, hljóti réttan skerf“. Að setningu lokinni, skipaði formaður kjörbréfanefnd og hafði hún eldki skilað áliti, er blaðið fór í pressu. Þíngfundir stóðu fram á kvöld og hefjast að nýju í dag kl. 2 e.h. Ráðgert er að þinginu Ijúki í kvöld, en nánari greín verður gerð fyrir störfum þess í blaðinu á þriðjn daj. Elli- oe dvalarheimilið As í Hveragerði er sannkölluð Para- dís eldra fólksins. Hvarvetna gefur að lita þá einstæðu snyrti- mennsku og smekkvísi sem eán- kenna staði þá er Gísli Sigur- bjömsson vcitir forstöðu. En sem kunnugt er er hann einnig for- stjóri olliheimilisins Grundar í Reykjavik. Gísli hefur nú á prjónunum athyglisverða nýj- ung f samhjálp eldra fólksins. Iátil notaleg hús með öllum nýtízku þægindum, mun innan skamms standa ttil boða gömlu fólki scm getur og vill sjá um sig sjáift, undir handleiðslu ellj- heimilisins. Eitt slfkt hús er þegar til 1 Hveragerði, og væntanlega munu fleiri koma á næstunni. Með til- komu þessara nýju húsa rætist óskadraumur eldra fóilksins. Þarna er rúm fyrir 4 til 5 manns. Fjórar eldri konur, tvenn hjón eða hjón og tveir einstaldingar geta búið þama saman. Gert er ráð fyrir að fólkið hugsi mest um sig sjálft, eldi mat sinn o.s. frv. Elliheimilið annast þvotta fyrir íbúana og veitir þeim, eft- ir því sem þörf er á, húsgögn, mataráhöld, rúmföt og allt hrá- Bókaútgáfan Fróði sendir nú á markaðinn fimm bækur. Mun bókmenntafólki mestur fengur þykja f skáldsögu Ivo Andrice, BRtíIN A DRINU, en það var einkum fyrir þá bók, sem höf- undur hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Séra Sveinn Víkingur hefur þýtt bókina. Þá mun mörgum þykja fróð- leg bók Ólafs andalæknis Tryggvasonar, Tveggja heima sýn. Er þetta að sögn útgefanda „óvanaleg bók, skrifuð af sér- kennilegum manni,“ og lýsir sambýli og samvinnu tveggja heima. Áður hefur höfundur gefið út bókina Huglækningar. Þá er þýdd bók eftir hið góð- kunna danska kýmniskáld, Willy Breinholst, og nefnist hún Hinn fullkomni eiginmaður. áður I hefur kor-:-'' út á íslenzku eftir 1 Breinholst bókin Vandinn að efni til matargerðar. Sem sagt í þessu óskahúsi er gamla fólk- ið sjálfs sín ráðandi, en nýtur öryggis stofnunarinnar og hjálp- ar ef með þarf. Vist í slíku húsi er 50.00 kr. dýrari á dag en á elliheimilinu sjálfu. Elli- og dvalarheimilið Ás á alls 12 hús í Hveragerði, af þeim eru 3 svonefnd gestahús. Þar getur fólk dvalizt sér til hress- ingar og hvildar nokkrar vikur í senn. Nýjasta gestahúáð nefn- ist Litli As, og er hið nýtízkuleg- asta. Gísli benti réttilega á að þama væri upplagt tækifæri fyrir eldra fólk, sem hvílast vildi tvær til þrjár vikur frá hversdagslegu amstri og njóta lífsins í kyrrð og ró. Einnig er staðurinn hent- ugur fyrir sjúklinga sem annað hvort bíða eftir sjúkrahúsvist eða þurfa að safna kröftum eft- ir sjúkrahúslegu. lbúar Litla Áss munu njóta allrar þjónustu á vistheimilinu, borða þar og slíkt en geta hitað sér kaffi og annað smávegis í hinu smekklega eld- húsi Litla Ass. Gísli Sigurbjöms- son veitir að sjálfsfigðu allar riánari upplýsingar. vera pabbi. Teiknarinn Leon hefur myndskeytt bókina, en Andrés Kristjánsson þýddi. Jens Kruuse á hér bókina Við ókum suður, sem er ferðasaga frá Frakklandi og Norður-ítalíu. Hefur Andrés Kristjánsson einnig þýtt þá bók. Að lokum er svo Palli og Pési, barnabók eftir Kára Tryggvason, mynd- skreytt af Ragnhildi ólafsdótt- ur. STRAUBORÐ KR. 298,00 Miklatorgi. 5 dagar eftir Hörð barátta er um 1. sætið milli 1. og 8 b deildar. 2. deild tók mikið stökk og er nú í 8. sæti. Helmingurinn af deildun- um jók sinn hlut. En betur má ef duga skal. Nú verðum við að nota helgina vel. Við höfum Qp- ið frá kl. 2—5 á Þórsgötu 1. Landið er nokkuð slappt enn, aðeins 8 félög komin á blað. Við vonum að þetta sé allt á leiðinni. Kannski erfiðar samgöngur. Við birtum nú röð deildanna í Reykjavík og röð félaganna úti á landi: Reykjavik 1. I. deild 84% 2. 8b — 79% 3. 10 — 58% 4. 8a — 43% 5. 4a — 29% 6. lOb — 26% 7. 7 — 21% 8. 2 — 18% 9. 6 — 18% 10. 5 — 16% 11. 3 — 13% 12. 9 — 13% 13. 13 — 18% 14. lOa — 10% 15. 16 — 9% 16. 4b — 8% 17. 12 — 7% 18. 11 — 4% Landið 1. Mosfellssveit 20% 2. Hveragerði 12% 3. Selfoss 11% 4. Kópavognr 7% 5. Keflavík 2% 6. Sandgerði 2% 7. Vestmannaeyjar 2% 8. Akranes 1% herðum sóknina SELÁ Framhald af 1. síðu. fjögurra ára gamalt. Félagið hefur þó oft tekið skip á leigu. Hafa alls 16 erlend flutninga- skip verið leigð á þessu ári, en flest mun-u þau hafa verið þrjú í gangi. Sig-urði Njálssyni seg- ist svo frá, að vöruflutningar séu nú miklir til land-sins og frá, og ekki fyrirsjáanlegt, að nein þurrð verði þar á. Það er ei-nkum síldarmjöl, fiskimjöl Q. þ.u.l. sem skipin flytja úr landi, auk almennra vöruflutninga. Sllll— IJIRISUI LAUGAVEGl 18 SfMI 19113 TIL SGLU: Glæsileg hæð við Hjáim- holt 130 ferm., allt sér, selst fokheld, bíls-kúr. 170 ferm. glæsileg hæð við Safamýri, fokheld, allt sér. bílskú. 3 herb. góð kjaUaraíbúð á Teigunum, sér hitaveita, sér inngangur. 6 herb. glæsileg endaibúð 130 ferrn. við Fellsmúla,. fullbúin undir tréverk í marz — apríl. Sér þvotta- hús á hæð, stórar svalir, bílskúrsréttur. Allt sam- eiginlegt frágengið. Verð aðeins kr. 540 þús- ÍBÓEOR I SKIPTUM: 3 herb. góð íbúð við Miklu- braut með 2 herb. í kjall- ara. — 4 herb. íbúð ósk- ast í staðinn. 5 herb. endaíbúð við Laug- arnesveg. — 3 herb. ný- leg íbúð óskast I stað- inn. 3 herb. góð íbúð í stein- húsi við Njálsgötu. — 5 herb. íbúð óskast í stað- inn. Höfum kaupcnclur meö miklar útborgan-ir að öll- um tegundum íbúða. ÚTBOÐ Tilboð óskast í hitaveitulagnir utanhúss, í Heimahverfi hér í borg. Svæðið takmarkast af, Suðurlandsbraut, Álf- heimum og að Langholtsvegi. — Útboðsgagna má vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8, gegn 3000. — kr. skila- tryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR. Kaupfélags- stjórastarf Kaupfélagsstjórastarfið við Samvinnufélag Fljótamanna er laust til umsóknar nú þegar. Starfinu fylgir húsnæði í góðu ein-býlishúsi. Umsóknir ásamt meðmælum, upplýsingunj, um fyrri störf og kaupkröfum, sendist til formanns félagsins, Hermanns Jónssonar, Ysta-Mói, Fljótum, eða starfsmannastjóra Sambands ísl. samvínnufélaga, Jóns Amþórssonar. Stjórn Samvinnufélags Fljótamanna. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN, húsgapaverzlun Þórsgötu 1 Innhehntustörf Duglegir unglingar óskast til innheimtustarfa nú þegar, hálfan eða allan daginn. Þjóðviljinn Sími 17-5-00. Bifreiðaleigan HJÓL Fimm nýjar Fróða- bækur komnar út

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.