Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 4
4 SfÐA ÞIÖÐVILIINN Sunnudagur 20. oktober 1963 tJtgefandi: Sanaeiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Nám og kjör iðnnema T öllum nútímaþjóðfélögum er það brýnt vanda- mál hvernig tryggja megi í hverri kynslóð nægilegan fjölda vel menntaðra iðnaðarmanna. Með sívaxandi iðnvæðingu nægir ekki annað en iðnaðarmönnum fjölgi ár frá ári, og menn'tun þeirra og hæfni aukist. Þau vandamál sem því er sam'fara verður hvert þjóðfélag, sem ekki vill drag- ast aftur úr í 'tækniþróun 20. aldar að leysa. J^að mim vera orðið almenningsálit á íslandi að iðnlöggjöfin og þó ekki sízt fyrirkomulag iðnfræðslu og launakjör iðnnema sé með þeim hætti að hvorugt svari að nokkru leyti 'til þar'fa þjóðarinnar. Gamla iðnfræðslukerfið með meist- ara og nema er orðið algerlega úrelt fyrirkomu- lag, en hefur hangið sem leifar löngu horfinna þjóðfélagshátta og atvinnuhátta. Þar verður ger- breyting að verða á, áður en of langt um líður, ef tryggja á að hin hraða iðnþróun íslenzkra atvinnu- hátta geti haldið áfram ótrufluð. IT’lestir munu sammála um að núverandi iðn- fræðslukerfi sé orðið heilbrigðri þróun ís- lenzks iðnaðar og iðnaðarmannastéttar fjötur um fót. Þó nemi sé skyldaður til að víhria fjögúr ár hjá meistara við tiltekin hluta af kaupi útlærðs iðnaðarmanns, er víða engin trygging eða lítil fyrir því að hann hljóti þá menntun í iðn sinni sem hann þarf að fá og sé ekki mestan hluta námstímans notaður sem ódýr vinnukraffur. Iðn- skóli bóklegra greina, aðskilinn frá verklega nám- inu, er lítið meira en til málamynda, þannig get- ur það t.d. gerzt, að vélvirkjar hér á landi njóta engrar fræðilegrar kennslu í vélfræði! Kra’fan um verknámsskóla, þar sem sameinuð sé bókleg og verkleg fræðsla hinna ungu iðnaðarmanna, er tvímælalaust krafa sem ekki veður lengur streitz't á móti, og ekki heldur að launakjör iðnnema verði stórlega bætt frá því sem nú er. Iðnnemasamtökin, sem halda þing sitf nú um helgina, hafa unnið gott verk í baráttu sinni fyrir heilbrigðri skipan þessara mála, og einnig einstök sveinafélög, eins og t.d. Félag járniðnaðar- manna sem átt hefur frumkvæði að framkvæmd- um varðandi verknámsskóla í járniðnaðarfræðum. Einnig má minna á, að Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktunartillögu Eðvarðs Sigurðssonar og Hannibals Valdimarssonar um verknámsskóla í járniðnaði, sem allt leggst á sömu sveif, að færa meginhluta námsins 1 verknámsskóla og stytfa þann tíma sem nemendur verða að vinna við lág laun og litla fræðslu. Iðnnemafélögin og Iðnnemasamband íslands hafa allan sinn starfstíma háð þrautseiga baráttu til að koma þessum málum í eðlilegt horf. í því felst að sjálfsögðu megintilgangur samtaka iðn- nema sem hagsmunasamtaka, en jafnframt eru hinir ungu iðnaðarmenn að vinna verk, sem varðar alla þróun iðnaðarins í landinu og möguleika ís- lendinga til að skapa nútímaþjóðfélag, sem með heilbrigðu skipulagi og réttlátari þjóðfélagshátt- um getur búið öllum íslendingum velmegun. — s. Kveijuorð Undirritaöur vill þegar í byrjun leiðrétta þann hugsan- lega misskilning, að skákþátt- ur Þjóðviljans sé að yfirgefa þennan heim. Vonandi á hann enn iangt líf fyrir höndum, is- lenzkum skákáhugamönnum til fróðleiks og nokkurs gamans. Hins vegar saekir annrflci svo mjög á mig sem undanfarin 6 ár hef annazt þáttinn að ég er neyddur til að létta af mér þeirri aukarvinnu, sem starfið við þáttinm hefur í för með sér. Er það þó ekki án saknaðar. að ég gríp til þess ráðs, því oft hafa mér borizt hlýjar kveðjur bæði munnlegar og skriflegar frá lesendum þáttar- ins, auk þess sem ritstjórar og annað starfsfóJk Þjóðviljans hefur ávallt sýnt þættinum vinsemd og tiihliðrunarsemi þótt mér sé ljóst, að hann hef- ur tíðum verið af vanefnum gjör. Skákþaettir dagblaðanna munu yfirieitt mikið lesnir og vinsælir séu þeir saemilega gerðir, því véldur hinn mikii skákáhugi hériendis. Fátt mun skáklistinni meir til framdrátt- ar en vandaðir skákþættir í víðiesnum dagblöðum. Skiptir þá að sjálfeögðu ekki meginmáli, hvað mennirnir heita sem þáttunum stýra, held- ur fyrst og fremst gæði þátt- anna, samviskusemi, andagift og eldmóður viðkomandi manna. Er ég ekki í vafa um, að skákþáttur Þjóðviljans muni finna sér hæfan stýrimann úr þeim mikla fjölda ungra manna, sem leggur stund á hina göfugu ,,konunglegu list’’ skákina. Eg flyt þakkar- og kveðju- orð lesendum þáttarins fjær og nær. SVEINN KRISTINSSON. MINNING Sigurdór Sigurðsson Akranesi í gær var til moldar borinn á A'kranesi kunnur Akumes- ingur, Sigurdór Sigurðsson. Leiðir okkar Sigurdórs lágu fyrst saman árið 1933, er ég fluttist til Akraness og var öll- um þar ókunnugur, en varð fyrir því happi að fá fæði um tíma á heimili hans og konu hans, Indíönu. Á ég margar ánægjulegar minningar frá þeim dögum, sem ég vil þakka honum, því að hann leiðbeindi mér ungum og óreyndum á mörgum sviðum. Hann kenndi mér að meta þá baráttu sem heyja þarf, svo að alþýðan skilji að hún verður að leysa sig sjálf undan oki sínu. Sigurdór var sjáIfmenntað-4 ur alþýðumaður, greindur vel' og snjall hagyrðingur, enda sumar vísur hans landskunnar. Hann var glæsimenni á velli, hrókur alls fagnaðar í vina hópi. Sigurdór hafði víkings- og hetjulund, en var þó fé- lagshyggjumaður og kunni vel að vinna með öðrum að mál- um. Hestamaður var hann á- gætur og átti löngram góða hesta sem hann notaði oft til útreiða í glöðum hópi, og fuku þá oft kviðlingar. Sigurdór Sigurðsson var tví- kvæntur, en varð fyrir þeirri miklu reynslu að missa báðar konur sínar frá bömum í ó- megð. En hann æðraðist aldrei og þoldi mótlætið af sönnum hetjuskap. Nú þegar hann er horfinn frá okkur finnst mér að ég verði að þakka honum óg láta aðra vita um baráttu hans fyrir góðum málum, og áhrif þau sem hann og aðrir slíkir menn hafa haft til bættra lífskjara annarra manna og undirstrika að slíku má alþýðan aldrei gleyma. Einnig vil ég þakka honum margar skemmtilegar stundir í fjörugum samræðum. Líka þakka ég honum samstarfið i Sósíalistafélaginu og hans snjöllu hvatningarræður til okkar félaganna. Á. I. Mistök i prcntmyndagerð ollu því að þessi mynd af Sigur- dóri Sigurðssyni birtist ekki með minningargreinum um hann í blaðinu í gær. Eru hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar á mistökum þesstun. Hamborgar- ferðum Loft- leiða hætt Sumaráætlun Loftleiða h.f. lýkur um næstu mánaðamót, og gildir næsta vetraráætlun frá 1. nóv. 1963 til mari 1964. Sú breyting verður þó á, að í stað hinna föstu 11 ferða sum- aráætlunarinnar fram og aft- ur milli Evrópu og Ameríku koma nú 8 vikulegar ferðir fram og aftur milli Reykjavíkur og New York en 11 ferðir fram og aftur miili Reykjavíkur og stór- borga í Norður-Evrópu. Milii Reykjavíkur og Luxemborgar verða flognar 6 ferðir á viku fram og aftur, þrjár til og frá Kaupmannahöfn og Osló, tvær til og frá Gfasgow og Gautaborg, en ein fram og aftur á mifli Reykjavíkur, Helsingfors, Amst- erdam og London. Sumarið hefur verið LoftJeið- um hagstætt, flugvéiarnar þétt- setnar og tafir litlar. Farbeiðnir eru nú sízt minni en í fyrra og er því ástæða til að ætla að þeir vetrarmánuðir sem nú fara í hönd verði félaginu happadrjúg- ir. Frá og með 1. næsta mánaðar verður sú breyting á áætlun Loftleiða, að hætt verður að fljúga til Hamborgar, en farþeg- um frá Þýzka'landi hins vegar gefinn kostur á ferðum Loft- leiða til og frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lúxemborg. Bretar og Þjóð- verjar vinna að flugvélargerð Að undanfömu hafa staðið yfir viðræður fulltrúa vestur- þýzka vamarmálaráðuneytisins og brezka flugmálaráðuneytis- ins um samvinnu sérfræðinga beggja rikja við smíði flutn- ingaflugvélar, sem á að geta hafið sig til flugs lóðrétt. SUNNUDA GSKROSSGÁ TA MUSICA NOVA Sigurdór Sigurðsson var einn af frumherjunum í bar- áttu verkalýðsins hér á Akra- nesi. Hann barðist fremstur í flokki fyrir þvi að alþýðan bæri höfuðið hátt og legði niður undirlægjuhátt við at- vinnurekendur, sem mjög al- gengt var hér á fyrstu árum verkalýðsfélagsins. Sigurdór fylgdi Alþýðuflokknum að málum meðan sá flokkur vann óbilaður að málum alþýðunn- ar. Þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður, var hann einn af þeim sem fylgdu Héðni Valdimarssyni, og vann með þeim flokki alla tíð síðan. Hann vann mörg trúnaðarstörf fyrir Akraneskauptún og síð- ar kaupstað, var í hreppsnefnd og gegndi störfum í mörgum nefndum, og var einn af helztu hvatamönnum þess að Akra- nes keypti ræktunarlandið Gerðaland, sem nú er ómetan- legt fyrir bæinn. Sigurdór vann ýmis störf um ævina, var sjómaður, verkamaður og bóndi. Hafnarvörður var hann hér í mörg ár. Fyrstu tónleikar félagsins á þessu starfsári verða í dag kl. 3 s.d. í Þjóðleikhúskjall- aranum. Ársskírteini og aðgöngumiðar verða við innganginn frá kl. 1,30 e.h. LÁRÉTT: l hald, 4 hindrun, 8 gladdist, 9 stjaman, 10 steypt, 11 veitingahúsið, 13 dýr 15 fugl, 17 spjót, 19 prik, 21 lagaþekking, 23 líffærið, 26 snagi, 27 hærð sem ær. 28 vegagerð. LÓÐRÉTT: 1 hvílumst, 2 hryggð, 3 tregar, 4 mála, 5 helltu, 6 nokkoð mikill, 7 hitt, 12 orga ’ 1 sögn, 16 ilmur 18 álitleg, 20 litur, -vell, 24 lína, 25 lítillát, 26 kalla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.