Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. október 1983 ÞlðÐVlUINN Er nauðsynlegt fyrir utan- bæjarfélög að kljúfa KSÍ? Síðari hluti greinar- gerðar Knattspyrnufé- lags Siglufjarðar vegna deilu þess við Knatt- spyrnusamband íslands fer hér á eftir: Þaraa skeður það, að Knatt- spymudómstóll KSl fer ekki að lögum, sem þó hefði mátt búast við að hann gerði, og skylda er að gera í frjálsu landi, en það var, að biðja um umsögn KS á málinu áð- ur en það yrði dómtekið. Nei, dómur var látinn ganga (í málinu) án vamargagna frá KS, og mun sú málsmeðferð vera einstök í íslenzkri dóm- sögu. Þá skeður það hér hjá Knatts,pyrnudómstöl KSf, að hann dæmir KS til refsingar fyrir atvik, sem ekki er talið refsivert í lögum KSf, enda er hvergi talað um það í lögun- um að hægt sé að refsa fyrir það, að láta yngri mann leika með eldri flokkum í keppni, er refsing liggur við er eldri maður leikur með yngri flokk- um. Þetta hefðu dómendur Knattspymudómstólsins átt að vita, eða að minnsta kosti að kynna sér í lögum KSÍ, sem þeir eiga að dæma út frá, áð- ur en þeir felldu úrskurð sinn í málinu, sem varð þannig að hann verður alltaf blettur á íþróttaheiðrinum og sjálfum dómstólnum og dómurum til ævarandi skammar. Þessari málsmeðferð kunni KS illa og hringdi því for- maður KS til formanns KSf og spurðist fyrir um ýms at- riði varðandi málið, svo sem: Hvart haldinn hafi verið fundur í KSÍ um undanþágu- beiðni KS í símskeyti þess hinn 31/7 sl.? Þessu svaraði formaður KSÍ þannig, „að fundur hefði ekki verið haldinn um málið, en hann (formaðurinn) hefði falið þeim Ingvari Pálssyni og Sveini Zoéga að annast afgreiðslu málsins.“ Hvort KSÍ fyndist KS ekki hafa verið í fullum rótti sín- um með að láta Sigurjón Er- lendsson leika með liði sinu móti Þrótti, samkv. svari þeirra KSÍ-manna til KS? Þessu svaraði formaður KSÍ því til, að áðumefndum með- limum KSÍ hefðu orðið á mis- tök f leyfisveitingu sinnj til KS, um að leyfa Sigurjóni að leika með. Þannig voru svör formannsins. En nú er spurningin sú, bar ekki þeim KSl-mönnum að láta KS vita um þessi mistök sín áður en leikurinn fór fram svo hægt væri að skipta um mann í liði KS, eða var þetta gert af ásettu ráði til þess að útiloka KS frá þeim möguleika að komast í fyrstu deild? Hvaða heilvita maður skyldi nú halda það, að knattspymu- félag færi að sækja um und- ------------------------------$> Bókarí — vélrítarí Staða bókara er laus til umsóknar. Góð æfing í vélritun nauðsynleg. Laun samkvæmt launaflokki ríkisstarfs- manna (kr. 7.150 tii 8700 á mánuði.). Umsóknir eiga að hafa borizt 25. október. vegamAlaskrifstofan Nýkomið CHARLESTON sokkar kr. 30.00 parið og margt fl. Gjörið svo vel og lítið inn. Á S A, Skólavörðustíg 17 Sími 15188. Á S A, Aðalstræti 18. Sími 10923. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJUFÓLKS Félagsfuadur verður haldinn þriðjudaginn 22. október 1963, kl 8.30 e. h. í Iðnó. FUNDAREFNI: Kaupgjaldsmál. Félagar fjölmennið, sýnið skírteini við innganginn. Stjórn I Ð J U, félags verbsmiöjufólks. anþáguheimild fyrír mann til leiks, sem fullan rétt hefur til þess að leika með liði félags- ins? Nei, stjóm KSl má vita það, að þegar sótt er um und- anþáguheimild til leiks fyrir einhvem mann, þá hlýtur eitt- hvað að vera ábótavant við það, að sá maður, sem leyfið er beðið um fyrir, megi leika með fyrsta flokks liði. Eftir að hafa móttekið áð- urnefnt símskeyti Knatt- spymudómstólsins þá sendi KS, hinn 6/9, eftirfarandi sím- skeyti til KSÍ: Knattspymusamband Is- lands c'/o hr. Björgvin Schram Vesturgötu 20, Reykjavik. Mótmælum dómi knatt- spyrnudómstólsins um leik KS og Þróttar þriðja ágúst síðastliðinn stop teljum knattspymudómstólinn ekki hafa heimild til að dæma leik- inn tapaðan KS stop KS ekki gefinn kostur á málsvörn stop krefjumst ógildingar dómsins óskum málið tekið upp að nýju og að þá verði farið að lögum stop munum senda ÍSl skýrslu um málsmeðferð og krefjast leik Þróttar og Breiða- bliks mánudaginn 9/9 frestað þar til ÍSl hefur afgreitt mál- ið. Knattspymufélag Siglufjarðar. Málsmeðferð KSl og Knatt- spymudómstólsins kunni KS illa og sendi því ISl, einnig hinn 6/9, svohljóðandi sím- skeyti: Framkvæmdastjórn Iþrótta- sambands Islands Grundar- stíg 2A Reykjavík. Mótmælum dómi sérsam- bandsdómstóls KSI um leik KS og Þróttar þriðja ágúst síðast- liðinn stop teljum sérsam- bandsdómstólinn enga heimild hafa til að dæma leikinn tap- aðan KS stop KS ekki gefinn kostur á málsvörn fyrir dóm- inum stop óskum að þér krefjizt þess að íþróttadóm- stóll ISl taki málið til með- ferðar stop munum senda yð- ur bréflega skýrslu um máls- meðferð stop krefjumst leík Þróttar og Breiðabliks mánu- daginn 9/9 frestað þar til ÍSl hefur afgreitt málið. Knattspyrnufélag Siglufjarðar. Hinn 10. september barst KS bréf frá ISl þar sem tilkynnt er, að ISI hafi á fundi sínum í dag samþykkt, að vísa mál- undanþáguleikmanninum fyrir dóminn. Eftir að hafa fengið fyrr- greindar upplýsingar frá ISl, en KSl hafði ekki tilkynnt KS um afgreiðslu málsins, þá hringdi formaður KS til for- manns KSt og spurði hann um málið. Jú, hann svaraði því til, „að engin breyting hefði orðið á afstöðu dómstólsins til máls- ins“. Þegar formaður KSl var að því spurður hvort KSl sjálft hefði tekið málið fyrir, þá svaraði hann því „að KSt hefði sent það til sambandsdómstóls KSl til meðferðar þar að nýju, en þeir hefðu þar engu um breytt frá því sem var.“ Síðan var formaðurinn spurður um það, að ef KS samþykkti, hvort það gæti þá ekki kært þennan umdeilda leik milli Þróttar og KS, og jafnvel alla leikina í annarri deild Islandsmótsins, vegna línuvarða, sem þar hefðu verið án dómaraprófs? Þessi svaraði formaðurinn því til, að sá skepnuskapur hefði verið tekin upp af félög- um, sem tapað hefðu leikjum, að kæra vegna þessa brots með dómarapróflausa h'nu- verði og þess að félög hylma yfir brotum hins (félagsins) þar til leik er lokið milii þeirra til þess eins að þá ef fé- lagið tapar að geta kært leik- inn og þannig fengið hann dæmdan til að leikast upp aft- ur eins og t.d. Keflvíkingar hefðu byrjað á að gera. Það þýddi ekki fyrir KS að kæra vegna þessa enda væru hjá sér liggjandi háir staflar af kær- um og yrðu því allar kærur frá KS saltaðar." Þá var formaðurinn einnig spurður um það hvort umboðs- maður KS mundi geta fengið að athuga allar keppnisskrár I. og II. deildar Islandsmótsins í ár, en því hefði verið haldið fram, að í Reykjavík væri ald- urstakmark til keppni i fyrsta flokki samkomulagsatriði milli félaganna þar. Þessari beiðni KS var svarað neitandi. KS sendi því KSl 28/9, svohljóð- andi símskeyti: Knattspymusamband Islands c7o Björgvin Schram Vesturgötu 20 Reykjavík: Þar sem okkur hefur ekki ennþá verið tilkynnt afgreiðsla KSt á kæru þeirri sem við sendum tSt og tSt síðan sendi KSt til afgreiðslu lítum við á málið sem óafgreitt og mót- mælum leik Þróttar og Breiða- bliks í dag sem úrslitaleik í annarri deild stop mótmælum einnig ummælum formanns KSt í símtali við formann KS sem voru þau að allar kærur frá KS yrðu saltaðar stop höf- um samning Reykjavíkurfélaga Siglufjarðar vegna vottfastra ummæla Jóns Magnússonar um samning reykjavíkurfélaga vegna aldurstakmarkana og krefjumst þess, að umboðs- maður okkar fái yfirfara allar leikskýrslur fyrstu og annarrar deildar Islandsmótsins 1963. Knattspyrnufélag Siglufjarðar. Þegar KR lék sinn síðasta leik við IBA á Akureyri, í fyrstu deild Islandsmótsins, þá var þar staddur Jón Magnússon (meðlimur KSI), og viðhafði hann eftirfarandi orð, í sam- bandi við þetta þrætumál Þrótt- ar og KS, „ég veit til þess að Reykjavíkurfélögin hafa samið sín á milii ef þau hafa þurft að hafa yngri menn til leiks en leyfilegt er, og við því hefur ekkert verið sagt af KSI.’’ Þessi ummæli getur KS fengið vottfest hvenær sem þess er óskað. Af framanskráðu má því sjá, félögum í Reykjavík líðst að gera það, sem félög úti á lands- byggðinni mega ekki, og eru dæmd fyrir að gera, þrátt fyr- ir leyfi KSl, (eins og KS hafði í þessu tilfelii). 1 bikarkeppninni í ár skeði það, að knattspymufélagið FRAM, Reykjarvík kærði leik Hafnfirðinga einmitt vegna línuvarða, sem ekki höfðu dóm- arapróf. Þessi kæra var tek- in til greina og dæmd af sam- bandsdómstól KSÍ, þeim hinum sama og dæmdi KS í refsingu fyrir brot, sem ekkert refsiá- kvæði var til fyrir, til að leik- ast upp aftur. Hér var um kæru að ræða frá Reykjavíkur- félagi og náði því sú kæra fram að ganga, en utanbæjar- félögum (utan Reykjavíkur) er synjað um hinn sama rétt. Ef KSI hefði nú fundizt rétt, vegna mistaika sinna eigin manna, að dæma KS út úr annarar deildar keppni Is- landsmótsins, þá hefðu þeir að sjáifsögðu getað gert það án þess, að láta dóm sinn bitna á öðru saklausu félagi, sem sama rétt átti tiil framhaldskeppni til úrslita í riðlinum og sömu möguleika hafði til vinnings, eins og bæði KS og Þróttur, en það var Iþróttabandalag Hafn- arfjarðar. KSt hefði þvi átt að gefa IBH sitt réttmæta tæki- færi til þess að leika á móti Þrótti til úrslita í riðlinum, þótt þeir tækju sér þetta bessa- leyfi að dæma KS út úr keppninni. Nú hafa bæði IBH og KS ver- ið dæmd úr keppni þessari í ár, vegna þess sama skepnuskap- ar, sem formaður KSÍ talaði um í sambandi við Keflvíkinga og önnur félög, sem notað hefðu sér yfirhylmingar í gróðaskyni, en nú í þessu tilfelli var við- haft af Reykjavíkurfélaginu Þróttur, að kæra vegna atrið- is, sem þeim var vel kunnugt um áður en leikurinn byrjaði. Þetta félag gat óhindrað af KSt fengið að geyma sér yf- irhylmingar-möguleikann sjálfu sér til framdráttar ef leikur þessi skyldi tapast þeim, sem hann svo og gerði. Frammámenn KSl hafa gef- ið í skyn við félög utan Reykja- víkur, (Isfirðinga og eftilvill fleiri), sem verið hafa í fyrstu deild, að þau séu varla hafandi með vegna kostnaðar þess, sem þátttaka þeirra hefur í för með sér fyrir KSt. Er nú þessi málsmeðferð KSI á kærumáli Þróttar gegn KS ekki ein ábendingin ennþá um það, að öll knattspymufélög ut- an Reykjavíkurfélaganna séu ó- velkomin til keppni í fyrstu deild Islandsmótsins vegna þess kostnaðar, sem því er samfara fyrir KSl að hafa þau með? Eftir að KS hefur nú í fyrsta skipti tekið þátt í Islandsmóti í knattspymu og „TAPAД, þá er sjálft tapið lítils virði á við þá staðreynd, sem fengizt hef- ur á því, bæði hjá leikfélagi KSl og sérsaimbandsdómstól KSl, að drenglyndi og heiðarlegheit í leik séu fyrirbrigði, sem þeir ekki þekkja. Er nú efcki orðið tímabært fyrir þessa meðlimi KSI og sérsambandsdómstóls þeirra að senda úrsagnir sínar og fá öðr- um stólana til setu, sem betra álit hafa á sér og betur og hlut- lausar vinna að þessum málum, eða þó ekki væri annað, en þora að kannast við misgjörð- ir sínar? Ef sami háttur á að verða hér á málum og nú hefur hér verið á hafður, þá er ekki á- stæðulaust fyrir knattspymufé- lögin utan Reykjavíkur að stofna sérsamband eða þá að öðrum kosti að „hreinsa til" innan KSI nú á næsta þingi þess. F. h. Knattspyrnufélags Sigl- ufjarðar. TÓMAS HALLGRÍMSSON. inu til Knattspymusambands Islands þar sem hér sé um að ræða sérgreinamál þess sam- bands og framkvæmdastjórn tSl geti ekki orðið við þeirri ósk KS, að skjóta málinu til Iþróttadómstóls ÍSl, þar sem málið hafi gengið í gegn um tvo dómstig. Hinn 26. sept. hringdi for- maður KS til framkvæmda- stjóra ÍSÍ, og spurðist fyrir um það, hvort nokkuð nýtt hefði skeð í málinu? Framkvæmdastjórinn sagði, að hinn 24. sept. hefði ÍSl bor- izt bréf frá KSÍ þar sem í segir meðal annars, „stjóm KSl hef- ur lagt mál þetta fyrir sam- bandsdómstól KSl. Var það samhljóða niðurstaða dómenda, að frekari aðgerðir í máli þessu væru eigi nauðsynlegar". Þarna skeður það aftur, að KSl þorir ekki að gangast við misgjörðum sínum gagnvart KS og fjallar því ekki sjálft um málið, er því barst bréf ISl, heldur kastar því til sam- bandsdómstólsins aftur sem svo auðvitað stendur á sínum fyrri gjörðum enda mjög vafa- samt að þeir KSl-ingar hafi lagt leyfisveitingu sína fyrir Skíðaráð Reykjavíkur 25 ára á þessu hausti Aðalíundur Skíðaráðs Reykj- avíkiu- var haldinn fimmtudag- inn 17. þ. m. AIIir fulltrúar skiðafélaganna voru mættir, auk þess mættu á fundinum margir aðrlr skíðamenn. Formaður ráðsins Elten Sig- hvatsson, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. For- maður minntist látins félaga, Þorkels Þorkelssonar KR. Þorkell lézt s.1. vetur af slys- förum. Bað formaður fundar- menn að heiðra minningu hins látna með því að rísa úr sætum. . ic Fundarsitjóri var kosinn Stef- án Björnsson, Skíðafél. Reykja- víkur og fundarritari Guðjón Valgeirsson, Ármanni. Formaður las upp skýrslu ráðsins frá s. L starfsári, og gjaldkerinn, Þorbergur Ey- steinsson, las upp reikninga. sem voru samþykktir. Starf- semi Skíðaráðs Reykjavíkur er með ágætum og hagur félags- ins góður. Á þessu hausti verð- ur Skíðaráð Reykjavíkur 25 ára og hugsa Sfcíðafélögin til fagnaðar í tiiefni þess. Skiða- menn eru Reykvíkingum þakk- látir fyrir hjálpsemi í sambandi við firmakeppnina; án þessar- ar mifclu hjálpar mundi starf- semin verða efiðari. 1 Skíðaráði Reykjavíkur eru eftirtaldir fulltrúar f. n.k. starfsár. Glímufélagið Ármann: Sig. R. Guðjónsson. Knattspyrnu- fél. Reykjavíkur: Hinrik Her- mannsson, Skíðafél. Reykjavík- ur: Leifur Muller., tþróttafél. Reykjavíkur: Þorbergur Ey- steinsson, tþróttafélag kvenna: Ellen Sighvatsson, Knattspyrnu- félagið Valur: Guðmundur Magnússon, Knattspyrnufélag- ið Víkingur: Björn Ólafsson. Fr. Ellen Sighvatsson var endurkjörin formaður ráðsms. ★ Eftir aðalfundinn var sam- eiginleg kaffidrykkja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.