Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.10.1963, Blaðsíða 10
JQ SlDA ÞlðÐVILIINN Sunnudagur 20. október 1963 NEVIL SHUTE SKAK- BORÐIÐ Hann sat á hliðinu með grein- amar í hendinni og kveikti sér í sígarettu. Það var friðsælt og notalegt í sólskininu þegar hann þurfti ekki lengur að þeysast um og leita að blómum. Það var logn og himinninn heiður. Hann leit aftur á smágerð blómin á greinunum sem hann hélt á; þau voru fínleg og falleg, reglulegt augnayndi. Hann fann með sjálf- um sér að það var dálítið vit í þessu hjá kcmunni; ef maður hafði ekkert að hugsa um, var vel hugsanlegt að hafa ánægju af blómum, þótt hann hefði aldrei komizt á það stig. Hún kom fljótlega til baka með fjólur og gæsablóm og gleym-mér-ei. Hann sagði: — Þú hefur keypt upp búðina. Hún anzaði þessu ekki. — Ó, þau eru svo yndisleg, sagði hún. Hún rétti honum litla fjóluvönd- inn. — Er ekki góð lykt af þeim? Hann rak í þær nefið. — Eins og f búðinni þama í Piccadiily, sagði hann. Coty, eða hvað hún nú heitir. — Það er satt, sagði hún. Þeir gera ilmvatn úr fjólum. Og öðr- um blómum líka. En samt ná þeir ekki rétta ilminum, finnst mér. Hún gróf andlitið niður í blómin. Hann jafnast ekki á við þetta. — Þú færð heysótt ef þú heldur svona áfram, sagði hann. Hvað segirðu um að renna yfir í Barley Mow? Það þyngdi yfir svip hennar. — Ef við megum til. En ég ætla ekki að vera þar í alla nótt. — Þeir loka klukkan 10, sagði hann stuttur í spuna. Hún verð- ur orðin kortér yfir níu þegar við komum þangað. Þú ættir að lifa það af. Hároreiðslan Hlrgrefðsln og snyrtfstofa STEINU og DÖDrt Uaugavegf 18 m. h. flyftal SfMI 24616. P B R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgrefðslu- oc snyrtfstofa. Dömurf Hárgrefðsfa við allra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marfa Gnðmundsdóttir) taugavegf 13 — SfíVII 14656 Nuddstefa á sama stað. — Þau óku í hálftíma og komu að kránni. Barley Mow er stór og nýtízkuleg veitingastofa, vel staðsett á fiölfömum krossgöt- um; hún stendur á homi og stórt bílastæði umhverfis. Inni er barinn notalegt sambland af Tudor, eik og krómi; þar er hlýtt á vetuma og svalt á sumrin og salnum er skipt í hentuga bása, þar sem maður getur sagt vin- um sínum tvlræða sögu án þess að hún berist að eyrum allra kvenna í salnum. Herra Tumer var hrifnari af Barley Mow en flestum öðrum krám sem hann heimsótti að staðaldri. I fyrsta lagi var þar alltaf eitthvert fólk sem hann þekkti. Þetta kvöld var Georgie Harries þama með konu sinni og Gillie Simmonds með nýrri vinkonu sem var leikkona og Dickie Watson, bókhaldarinn með hóp manna. Allir þessir heilsuðu Tumer — Jackie, gamli bjór- karl! Hvað á það a,ð vera, Jac- kie? — Jackie. þú hefur haft það heim á föstudagskvöldið? flægri röddu) Aldrei fyrr séð neinn svo mígandi fullanl Gott kvöld frú Tumer, þér eruð með hann í togi í kvöld. Ekki veitir af. Þetta andrúmsloft var Tumer að skapi. Hann drakk hvem bjórinn af öðmm, meðan Mollie dreypti á gini rogð uppgerðar- kátínu og gaut augunum til klukkunnar. Loftið var mettað tóbaksreyk, raddimar hækkuðu og það varð æ heitara inni og loftið þjmgra því nær sem dró lokunartíma. Tumer stóð rjóður og geislandi í miðjum hópnum með kolluna í hendinni og rautt örið á enninu og sagði hverja söguna af annarri úr hinu mikla safni sínu. — Já, og burðarkarl- inn var kallaður í vitnastúkuna og hann sagði frá því að þetta hefði verið fyrsti dagurinn hans hjá fyrirtækinu. Réttarforsetinn spurði hvort hann hefði séð slysið. Hann segir: Já, já. Ég sá hraðlestjna bmna beint á vöm- vagninn. Forsetinn spyr hann þá hvað hann hefði gert næst. Tja, herra minn, ég snéri mér að miðasalanum og sagði: Er það nú rekstur á jámbrautarfélagi! 1 hlátrasköllunum sem fylgdu á eftir sagði veitingamaðurinn: — Lokunartími, herrar mínir og frúr. Lokunartími. og slökkti á helmingnum af Ijósunum. Gest- imir tíndust smám saman út ’ svalt kvöldloftið. bílar vom sett- ir í gang og Ijós kviknuðu og bílamir þokuðust einn af öðr- um áleiðis til London. í litla Fordinum sagði Moilie kuldalega: — Það er svei mér heppilegt að ég skuli vera við stýrið, ettir fimm hálfpotta af bjór. — Fjóra hálfpotta, sagði herra Tumer. Ég drakk ekki nema fjóra. Hressandi loftið lék um andlit hans og tunglið skein á dimm- bláum himni. Þetta var fullkom- ið kvöld. Horrnm leið vel eins og öll þreyta og ami væm víðs fjarri. Heil vika var langur tími að bragöa ekki bjór. — Þeir vom fimm, sagði kon- an hans. Ég taldi þá sjálf. Hann var sæll og ánægður og nú var hún að jagast. Hann sneri sér gremjulega að henni. — Hvaða fjandans máli skiptir það, hvort þeir vom fjórir eða fimm? Ég drekk fimmtíu ef mér sýnist svo, telpa mín. Ég drekk hvort sem er ekki mikið um þetta leyti að ári, ef eitt- hvað er að marka það sem þeir sögðu á spítalanum. Hún starði á hann. — Hvað sögðu þeir á spítalanum? — Þeir sögðu að ég myndi deyja áður en langt um liði. Það var eins og þetta væri ekki jafn þýðingarmikið á þessu fal- lega kvöldi; aðalatriðið var að hún hætti að jagast og eyði- legði ekki fyrir honum kvöldið. Komdu honum nú 1 gang og hættu þessu nuddi. Hún opnaði munninn til að svar í sömu mynt, en hún sagði ekki neitt. Það sem harm hafði sagt henni var ótrúlegt, og þó var það einmitt það sem hún hafði óttazt með sjálfri sér í langan tfma. Bak við gremjuna í hans garð vissi hún vel að honum hafði hnignað á heflsunni undanfarið misseri; hann var ekki sami maðurihn Hkamlega og hann hafði áður verið. Auk þess þýddi lítið að pexa við hann þegar hann var nýbúinn að sporðrenna fimm háHpottum af bjór; það vissi hún af reynsl- unni. Hún ræsti bílinn þegjandi; hann settist þegjandi við hliðina á henni og skellti hurðinni og þau óku af stað eftir hvítum, steinsteyptum veginum. Þau sögðu ekki fleira, fyrr en þau komu inn í bílskúrinn við litla húsið í Watford fjöru- tíu mínútum seinna. Hún lokaði dyrunum og sagði síðan við hann: — Hvað var það sem þeir sögðu sþér á spítalanum? Hún talaði í mildari rómi; hafði haft tíma til að fhuga málið. Þegar hér var komið var herra Tumer kominn niður á jörðina aftur. 1 garðinum var friðsælt og kyrrt og tunglsljós og hlýtt í veðri. — Við skulum sækja garðstólana og setjast út stund- arkom, sagði hann. Ég verð ein- hvem tíma að segja þér þetta, vegna þess að þú þarft að fá að vita það. Þau sóttu garðstóla inn í skáp- inn undir stiganum og settu bá á grasflötina. Herra Tumer kveikti sér í sígarettu um leið og þau settust. — Það eru málmflísar inni i höfðinu á mér sem skemma út frá sér, sagði hann. Það sögðu þeir mér á spítalanum. Þeir búast við að ég eigi svo sem ár eöir ólifað. Hún sagði: — En Jackie, geta þeir ekki skorið þig upp og náð þeim burt? — Ekki segja þeir. Hún hafði ekki kallað hann Jackie í lang- an tíma; vinir hans kölluðu hann það og honum hlýnaði um hjartað. — Þeir segja að þær liggi of djúpt. Hún sagði lágt: — Ó, hvað mér þykir þetta leiðinlegt. Hann hló. — Ekki líkt því eins leiðinlegt og mér. Hann hugsaði sig um andartak og sagði síðan: — Ég ætlaði alls ekki að vera kvikindslegur. En ég verð að segja að mér brá í brún þegar hann sagði þetta. — Mig skal ekki undra, sagði hún. Hann sat þegjandi i garð- stólnum, hallaði sér aftur á bak og horfði á stjömumar. Hann þekkti ekki á þeim nöfnin, en honum fannst þær uppörv$ndi og eih'far. Þær yrðu þama áfram þegar hann og hans líkar væru búnir að vera; það var gott að halla sér aftur á bak og horfa á þær. — Það er kominn ttmi tíl að við tðlum dálítið um þetta, sagði hann eftir nokkra stund. Ég á við, ég veit ekki hvað lengi ég get haldið áfram að vinna. Þessi svimaköst og það allt saman, það batnar ekki úr þessu. Eftir svo sem sex eða átta mánuði verð ég kannski að leggjast inn á hæli. Það táknar það, að þú verður að fara að svipast um eftir einhverri vinnu. — Ég veit það, sagði hún með hægð. Ég var einmitt að hugsa um það. Hann sagði: — Ég hef Iagt dá- lítið fyrir, en ekki mifcið. Það kemur tíl með að kosta dáh'tið að sjá fyrir mér. Það verður ekki mikið eftír þegar ég er hrokkinn uppaf — ekkert sem máli skiptir að mirmsta kosti. Hann sneri sér að henni. — Mér þykir það leitt. — Það gerir ekkert tiL sagði Merkjasala Blindra- vinafélags /s/ands verður sunnudaginn 20. október og hefst kL 10 f. h. Söluböm komið og séljið merki til hjálpar blindmn. GÓÖ SÖLULAUN. Merkin verða afihent í anddyrum þessara skóla: Austurbæjarskóíla — Breiðagerðisskóla — Hlíðaskóla Langholtsskóla — Laugamesskóla — Mélaskóla — Mið- bæjarskóla — Mýrarhúsasköla — Vogaskóla — öldu- götuskóla — Kársnesskóla — Kópavogssköla, og í Ing- óLfsstræti 16. Hjálpið blindum og kaupið merkl dagsins. BLINDRAVINAFÉLAG ISLANDS. Andrés frændi, ég finn Hvaða vandræði. Þetta nær engan kaðal. alls ekki á milli trjánna. S KOTTA Eg skil ekki orð af því sem hann segir, en samt sem áður erka þau þannig á mig, að ég fæ gæsahúð um ailan kroppinn. Umferðars/ys á börnum Framhald af 7. síðu ) verðí einvörðungu ætlaðar gangandi fólki. Byggingar- og sbipulagsmái Nauðsynlegt er að notfæra sér hið mikla landrými sem bezt til lansnar öryggis- og uppeldisvandamálunum. Ber þar fyrst að nefna. að miða þarf húsagerð og skipulag sem mest við þarfir fjölskyldunn- ar. Pjölskyldan er sífellt að breytast, en þýðingarmesta þróunarskeið ihennar er sá tími sem bömin eru í bemsku. Þann tíma eru einbýlishús sér- stæð eða raðhús, affarasæl- asta byggingarlagið. Háhýsi og fjölbýlishús henta hins vegar fremur bamlausu fólki og einhleypu. Taka þarf fyrir byggingu íbúða í jörð, þar sem slikt er þarflaust af fjárhags- ástæðum og óverjandi að öðru leyti, enda gegn lögum. Pjög- urra íbúða „villurnar", þar sem fbúðir eru bæði í kjallara og risi, eru mjög óheppilegar. Kjallaraíbúðir eru óhollar og risíbúðir hættulegar. Lóðir þurfa að vera það stórar, eða skipan húsa á lóð þannig, að böm og unglingar geti þess vegna Ihafzt við heima eða ná- lægt heimili sínu. Kostnaður af bamagæzlu og gæzlusvæð- um í fjölbýlishúsahverfum vegur nokkuð á móti hærri sMpulagskostnaði einbýlis- húsahverfa, þar sem slíkrar gæzlu er ekki eins mikil þörf. KostnaðarauMnn við strjála byggð yrði því tiltölulega lít- ill. Um leið mundi draga úr margvislegum kostnaði, sem umferðaröngþveiti og slys hafa í för með sér. Leikvelli í íbúðahverfum þarf að staðsetja þannig, að böm þurfi ekkl að fara yfir umferðargötur til að sækja þá. Rétt er að benda á, að lítil böm leika sér helzt frammi fyrir dyrum heimila sinna og er þvi æsMlegt fyrir- komulag, að inngangur snúi að leiksvæði bama á lóðum fjölbýlishúsa og forðazt sé að láta þá snúa út að umferðar- götum. Eins og áður segir þarf einnig að staðsetja barnaskóla þannig, að hörn þurfi ekki að fara yfir miklar umferðargöt- ur til þess að sækja þá. Um unglingaskóla og menntaskóla gildir sama. Eins og nú hagar til, er öllum menntaskólanem- endum borgarinnar stefnt nið- ur í miðfoæ, ásamt kennara- liði. Þetta eykur á umferðina að nauðsynjalausu og er því ó- viturlegt og óvarlegt. Mennta- skólann þarf að flytja úr mið- bænum, enda ern núverandi menntaskólalóðír við ákjósan- legasta svæði fyrir byggingar sem óhjákvæmilegt er að reisa yfir ríMsstofnanir innan tíðar. Byggja þarf menntaskóla í Vesturhænum og annan í Austurbænum. Kæmi vel til mála að hafa menntaskólana í Reykjavík flelri en þetta, en óþarfi er að rökræða um það að svo stöddu, þar sem eins líMegt er að þróunin stefni að fjölgun heimavistarmennta- skóla og eflingu þeirra. Öllnm önglinga- og mennta- skólum þarf að fylgja nægi- legt land fyrir leiM og iþrótt- ir. Skólarnir sjálfir þurfa að vera það stórir, að þar séu húsakynni fyrir bóka- og lestrarsal, föndur, listir og í- þróttir. Skólamir eiga að vera okkar æsloilýðsheimili. Á þennan hátt er stuðlað að já- kvæðu viðhorfi nemendanna til skólanna. Það tíðkast æ meír að húsmæður vinni úti. Hlutverk skólanna eykst stöð- ugt m. a. af þeim sökum og þarf því að vanda betur til þeirra. Gæta þarf þess, að íbúða- hverfin sén ekki látin þrengja að skólunum, þar sem slíkt hefur í för með sér ónæði og árekstra. Aukinn kostnaður vegna veglegra skóla sparar miMI útgjöld á öðrum svið- um. Veglegar byggingar má reisa án íburðar. Mikið fé má spara með góðri skipulagn- ingu framkvæmda við skóla- byggingar. Auka þarf samstarf æsku- Iýðsíélaga við skólayfirvöld, þannig að húsnæði og íþrótta- vellír notist sem bezt, þar sem kennsla skólanna fer fram á öðrum tímum en starfsemi framangreindra félaga. Koma þarf í veg fyrir gerð þeirra mannvirkja í nágrenni Reykjavíkur, er hindrað geti eðlilega útþenslu borgarinnar, eða hafa í för með sér hættu og hávaða, svo sem flugvellir. 11. október 1963. minningarspjöld ★ Minningarspjöld Styrktar- fél. lamaðra og fatlaðra fást á eftii'töldum stöðum: Verzluninni Roða, Lauga- vegi 74. Verzluninni Réttarholt, Réttarholtsvegi 1. Bókabúð Braga Bryojólfs- sonar. Hafnarstrætí 22. Bókabúð Olivers Steins, Sjafnargötu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.