Þjóðviljinn - 22.10.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.10.1963, Qupperneq 1
Niðurgreiðsluráðherra Ráðleysi ríkisstjórnar- innar fer nú dagvaxandi ■ Auðséð er að ríkissíjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð andspænis þeim vandamálum sem hún hefur sjálf leitt yfir þjóðfélagið; fum hennar og ráðleysi birtist æ skýrar með hverjum degi sem líður. ■ Þannig ákvað ríkisstjómin á föstudaginn var að fella niður niðurgreiðsl- ur á fiski og kaffi og lækka þær til muna á smjörj og smjörlíki. Síðdeg- is á laugardag var ákvörðunin afturkölluð! Útskýrír ekki verk sín íremur en listamenn! Sl. laugardag var kveðinn upp dómur í máli því sem höfðað var gegn Einari Ámasyni starfsmanni bæjarfógeta- embættisins í Hafnarfirði vegna breytinga sem hann gerði á skráningu skipverja á Sigurpáli frá Garði sl. vor án vitundar og vilja skipshafnarinnar. Var Einar sekur fundinn um brot á lögum um lögskráningu en refsing hans var felld niður. Dómur þessi var kveðinn upp af Jóni Abraham Ólafssyni sakadómara, setudómara í málinu. Dómur þessi hlýtur að vekja mikla furðu þar sem hér var um alvarlegt brot að ræða. Var Ein- ar kærður fyrir brot á hegn- inigarlögunum og fyrir rang- færslu í opinbenu starfi en dómarinn sýikaði hann af þeim ákærum en dæmdi hann eins og áður segir fyrir brot á lög- um um lögskráningu. Þjóðviljinn átti í gær tal við dómarann og óskaði eftir því að fá afrit af dómnum en dóm- arinn neitaði að verða við þeirri ósk blaðsins, þótt venja sé að blöðin fái slík afrit, ef þau óska sérstaklega eftir því. Hins vegar lét dómarinn svo lítið að lesa dómsorðið upp í síma, en þar Framhald á 2. síðu. Fyrsta um- ræða fjárlaga FYRSTA UMRÆÐA fjárlaga fyr- ir árið 1964 verður í samein- uðu Aiþingi í kvöld og verð- ur útvarpað eins og þingsköp mæla fyrir. UMRÆÐAN hefst kl. 8 með framsöguræðu fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen. LÚÐVÍK JÓSEPSSON verður ræðumaður Alþýðubandalags- ins í kvöld og mun flytja ræðu sina einliverntíma á tíunda tímanum. Ákvað stórfelldar verð- hœkkanir á föstudag - aftur- kallaði þœr á laugardag! Síðari hluta föstudags voru kallaðir saman fundir í verð- lagsnefnd og sexmannanefndinni sem fjallar um verðlag landbún- aðarafurða. Þar var tilkynnt að ríkisstjómin hefði ákveðið að fella niður og skerða stórlega niðurgreiðslur sínar á brýnustu nauðsynjum, og var nefndunum falið að ganga frá nýju út- söluverði í samræmi við það. í þessum breytingum fólust mjög stórfelldar verðhækkanir. Fis.kur átti að hækka um allt að 100% (ekki 10% eins og mis- prentaðist í blaðinu í fyrradag); ýsa um 50 — 60%, þorskur um 70 — 80% og saltfiskur yfir 90%. Fyrir áristóð mannkynið á heljarþröm í dag er Iiðið rétt eitt ár síðan Kennedy Bandaríkjafor- seti tilkynnti að sett hefði verið hafnbann á Kúbu. Dagana næstu vofði meiri hætta yfir mannkyninu cn nokkru sinni fyrr á vegferð þess. Kúbudeilan er rifjuð upp á þriðju síðu blaðs- ins í dag, en að ofan sést for- síðufyrirsögn Þjóðviljans þegar sagt var frá hinum óhugnanlega boðskap Bandaríkjaforseta í fyrrahaust. smjörlíki átti að hækka um 3 — 4 kr. kílóið. Smjörið átti að hækka — i annað sinn á nokkr- um vikum — um 12 — 13 kr. kílóið. Kaffi átti að hækka um leið og næsta sending kæmi til landsins. Framleiðsluráði landbúnaðar- ins og verðlagsskrifstofunni var falið að senda út tilkynn- ingar um þetta e£ni á laugar- dag. En rétt áður en tilkynn- ingamar voru sendar út komu ný fyrirmaaii frá ríkisstjór- inni; hún væri hætt við allt saman! Síðdegis á laugardag voru svo kvaddir saman fundir í verðlagsnefndinni ogsexmanna- nefndinni og ákvarðanimar frá deginum áður afturkallaðar! Ekki voru gefnar neinar skýringar á þessum atburð- um, en ástæðan hlýtur að vera hörð átök innan ríkis- stjómarinnar sjálfrar. Níð- urgreiðslur og vömverð heyra undiir Gunnar Thoroddsen og Gylfa Þ. Gíslason, sanntrúuð- ustu málsvara viðreisnar og óðaverðbólgu. Aðrir ráðherr- ar munu hafa talið að ný viðreisnarhækkun nú — ofan á öll þau ósköp sem dunið hafa yfir undanfaranar vikur — væri sízt til þess fallin að Ieysa vandamálin, allra sízt meðan Ólafur Thors forsætis- ráðherra þykist viilja hafa vin- samlegar viðræður við for- ustumenn verkalýðssamtak- anna. ALLMIKIÐ TJÓN VARÐ AF VÖLD- UM STÓRFLÓÐSI ÞORLÁKSHÖFN ÞORLÁKSHÖFN 21710 — Mikið flóð með foráttubrimi gerði síðastliðið laugardags- kvöld í Þorlákshöfn og rauf á þremur stöð- um malarkamb, sem er einskonar varnar- garður frá náttúrunnar hendi aðallega fyrir sunnan þorpið. Flæddi sjórinn inn í kaup- túnið og olli tjóni á mann- virkjum og öðrum eignum innan húss og utan. Þannig þurrkaðist út vegarlögn frá frystihúsinu Meitli að Norð- urvararbryggju, rúður brotn- uðu sjávarmegin í frysti- húsinu, spjöll urðu á tún- rækt sunnan við þorpið. Þá eyðilögðust fóðurmjölssekk- ir í vöruskemmu SÍS en fólksbifreið tókst að bjarga á síðustu stundu. WASBINGTON 22/lt — Kenned, Band»rfl£j»- íorsetl MUi i útviUps- og- sjónvárpsræöa •! kvold fmmr ráðstafanlr 3U1 að hlndra slglingar kaupsúpa tll Kúbu og eru þær f senn algert brot á alþjódaMffnm og tU þeas fallnar að stofna helms- frlðnum f hxettu. Ilann skýrði þannlf frá því að Banðarikln rayndú belta bervaldi tll að stöðva sír- Xtfmedy boðaðl f rwðo «10111. •em hófst U. 11 «fUr ld«nzkum túna og. «ió9 f 1« mlnútur. að strangt banii yrðl artt 4 Outn- Irur nllra *m» rra hwmma tll .Bmm al«ta •« fri hvate Wfn mm Iw kNn. saon ■ aftnr, <f I Him ktmme m» fljtjn ábbarropo. aa«M fsnM- .Snnnóntp fvrfs' skýriflgar £ því hverjor'þær .aannanlr* vieni aem atjóm hans hrtðt tmdlr bðndinn, en hlna vegar mátU ráðn af orðum bans, aO þau áráaarvopn aem hann ÍJðl- yrU um vseni nlla ékkl • kom- lo ffl Kúbu, heldur vrrl nðelna haflnn undlrtnlnlhgur oð hlnura ■vonéfndu. ^árisarstöðvum".' Xennedy gertl greln fyrir þetm allm á 2. flert VerOur á Qla afUritU með htronðnxlegrl oppbygglagu & Kúbu. 3. Jafnfmmt ac Mklð tnta a0 ef tkoUð Verðl kJamaOugikeyU <rá Kúbu tll hvaðn labds koi cr f Aroeriku, zmml það akoðaA JTramhald á 3. aíflu. Þetta er eitt sem gert hefur höfn í 25 ár. mesta flóð í Þorláks- Sunnanátt var um kvöldið með átta vindstigum og rigning- arkalsa og byrjuðu ósköpin um kvöldmatarleytið. Við Suður- vararbryggju rauf flóðið skarð og flæddi sjórinn þar inn í stríðum straumum, en þar er vöruskemma SlS staðsett og rann sjórinn inn í skemmuna. Neðstu tvö lögin af fóðurmjöls- sekkjum blotnuðu á gólfinu. Þá færðist úr stað olíuleiðsla sem er staðsett ekki langt frá skemmunni og var eign kaupfé- lagsins. Allar rúður brotnuðu Við Norðurvör rofnaði skarð og flæddi sjórinn þar inn. Þar rétt hjá er fiskverkunarstöð í smíðum og flæddi burt timbur úr húsinu. Ólög gengu svo nart á land, þar sem frystihúsið Meitill er staðsett, að allar rúð- ur brotnuðu í frystihúsinu sjáv- armegin. Flæddi inn í frysti- húsið Þá brotnuðu dyr á frystihús- inu og flæddi sjórinn inn 1 hús- ið og var 25 cm. djúpur sjór á gólfinu. Þama er íbúð á neðstu hæð og símstöðin og flæddi bar Framhald á 2. síðu. IÐJUFUNDUR / / IDNÓ ÍKVÖLD ■ Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, heldur fund í kvöld 1 Iðnó og hefst hann kl. 8,30. ■ Fundarefni er kaupgjaldsmálin og eru Iðjufélagar hvatt- ir til að fjölmenna á fundinn til að ræða ástand og horf- ur í þeim málum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.