Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. október 1963 ÞIÖÐVILIINN SfÐ4 3 Bandaríkin vörui v ið að láta V-Þýzkaland fá kjarnavopn Sovésk yfirlýsing um Natóviðræður MOSKVU 21/10 — Sovétstjómin varaði í dag Bandarík- in Við að láta Vestur-Þýzkaland fá nokkra hönd í bagga með kjamavopnabúnaði Atlanzbandalagsins. Þessi aðvörun er í yfirlýsingu sem Tassfréttastofan birtí í dag, en þar er vikið að viðræðum aðildarríkja Atlanzhafsbanda- lagsins um þá fyrirætlun Banda- rikjastjómar að koma upp svo- nefndum „marghliða" kjam- orkuherafla bandalagsins. — Þær viðræður sem sér- fræðinganefnd Nato hóf fyrir tíu dðgum í Parls og sams konar viðræður í einni af nefndum Bandaríkjaþings brjóta algerlega í bága við andann að baKi Moskvusáttmálanum um stöðv- un kjamasprenginga, segir í yf- irlýsingunni. — Það er ekkert samræmi i að segjast vera fús að halda á- fram í friðarátt og ganga jafn- framt til móts við vesturþýzku hemaðarsinnana og verða við kröfimi þeirra um kjamavopn með þvi að koma á fót kjam- orkuherafla innan Atlanzhafs- bandalagsins, en með því móti myndu hinir vesturþýzku hem- aðarsinnar geta komið sér upp birgðum kjamavopna. Sovétríkin hafa varað Banda- ríkin, segir ennfremur í yfirlýs- ingunni, við þvi að kjamavopn- um sé dreift á fleiri hendur. Ef til þess kemur munu Sovétrík- in verða að gera sínar ráðstaf- anir sér og bandamönnum sín- um tíl öryggis. Upptaka Kína i SÞ enn felld NEW YORK 21/10 — ísland varð enn eitt allra Norðurlanda til að styðja ekkí upptöku Kína í Sameinuðu þjóðimar, þegar greidd voru atkvæði um það mál á allsherjarþinginu f dag. Til- laga um upptöku Kína var felld með 57 atkvæðum gegn 41, en 12 lönd sátu hjá. Tillagan var borin fram af fulltrúum Albaníu og Kambodju. Hún hlaut stuðning Norðurilanda allra nema Islands, aílra sós- íalistísku ríkjanna, einnig Bret- lands og flestra ríkja Afríku og Asíu. Á móti. greiddu atkvæði Bandaríkin og fylgiríki þeirra í rómönsku Ameríku, Frakklaind, Spánn, Kanada, Belgía og fleirL Auk Islands sátu hjá m. a. Austurríki, Israel, HoHand, Port- úgal, Saudi-Arabía og nokkur Afríkuríki. 1 fyrra féillki atkivæði þannig að upptöku Kína var hafnað með 56 atkvæðum gegn 42. • Kínverjar ráðast enn á Krástjoff PEKING 21/10 — Kínversk blöð birtu erin í dag mjög harð- orðar árásir á leiðtoga sovézkra kommúnista og Krústjoff sér- staklega og sökuðu þá um kyn- þáttahatur með því að þeir hefðki tekið upp vígorð Vil- hjálms annars Þýzkalandskeis- ara um „gulu hættuna“ sem Evrópumönnum stafaði frá Kín- verjum. Hinir sovézku leiðtogar hefðu dregið sig í hlé frá þjóðfrelsis- baráttu hirina undirokuðu þjóða og byðu þeim nú upp á skottu- lækningar eins og friðsamlega sambúð, friðsamlega samkeppni, aðstoð við variþróuð lönd, af- vopriun og baráttu gegn nýlendu- stefnunni á vettvangi SÞ, stóð í forustugrein „Alþýðudagblaðs- ins“ í Peking. Óánægja í brezka íhaldsflokknum með Home lávarð LONDON 21/10. — Home lá- varður hefur nú lokið váð að mynda stjórn sína og er Ijóst að mikil misklið er innan Hofcks ins vegna útnefningar hans. Þannig hafa Macleod* formaður þingElokksins, og Poole lávarður, formaður flokksins, báöir eagt af sér þeim störfum. John Hare tekur við af þeim. Butier var fengið embætti ut- anríkisráðherra í sárabætur Maudling verður áfraní fjár- málaráðherra og IíailslIíalnS vís- indamálaráð! ■ •• •'. Heath’ tekur við embætti viðskiptamálaráð- herra. Tilkynning Nr. 25-1963 Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftiiix>ldum unnum kjötvörum svo sem hér segir: Heildsöluverð: Smásöluverð: Vínarpylsur og kindabjúgu, pr. kg. Kr. 40.00 Kr. 50.00 Kjötfars, pr. kg.............. — 24.50 — 31.00 Kindakæfa, pr. kg.......... — 62.00 — 82.00 Tilgreint smásöluverð á vínarpylsum gildir jafnt, hvort sem þær eru pakkaðar af framleiðanda eða ekki. Heild- söluverðið er hins vegar miðað við ópakkaðar pylsur. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 19. október 1963. VERÐEAGSSTJÓRINN. Nauðangaruppboð verður haldið að Síðumúla 20, hér í borg, (bifreiðageymsla Vöku h.f.) eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o.fl., mið- vikudaginii 30. október n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R—592, R—1026, R—1275, R—1345, R—2346, R—2940, R—3042, R—3601, R—3711, R—4728, R—5170, R—5527, R—5848, R—6568, R—7098, R—7736, R—7922, R—8316, R—8435, R—8552, R—8647, R—8649, R—8829, R—8854, R—9046, R—9188, R—9244, R—9340, R—9345, R—9448, R—9538, R—10144, R—10179, R—10200, R- -10203. R—10396, R—10512, R—10647, R—10689, R- -10850, R—11189, R—11317, R—11399, R—11434, R- -12231, R—12373, R—12422, R—12453, R—12536, R—12561, R—13624, R—13946, R—13981, G—911, G—2321, G—2323 og X—747. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVlK. Tilkynning Nr. 26-1963 Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gasoMu og gildir verðið hvar sem er á landinu: Gasoiía, hver lítri .................... Kr. 1,55 Heimilt er að reikna 5 aura á líter af gasolíu fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 28 aura á líter af gasolíu í afgreiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðir. Sé gasölía afhent í tunnum, má verðið vera 2% eyri hærra hver olíulítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 21. október 1963. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavik, 19. október 1963. VERÐLAGSSTJÓRINN. k T dag er liðið ár síðan J J. Kennedy Bandaríkjafor- B seti kunngerði að stjóm hans hefði sett hafnbann á Kúbu. öll skip sem væru á leið þangað myndu stöðvuð og leit gerð í þeim að „árásar- vopnum“. 1 ræðu sinni mánu- B dagskvöldið 22. október 1962 k gaf forsetinn enga aðra skýr- ™ ingu á þessu einstæða fram- b ferði en þá að „í síðustu viku J fengust sannanir sem ekki er ■ hægt að vefengja fyrir því, J að nú eru í undirbúningi B margar árásarstöðvar á Kúbu“. En sú skýring. studd ljósmyndum sem bandarískar k njósnaflugvélar höfðu tekið. kom síðar: A ýmsum stöðurr k á Kúbu var unnið að þvf ™ koma upp skotpöllum fyrn k flugskeyti af sovézkum upp- runa. Á þeirri forsendu að B stöðvar þessar ógnuðu öryggi J Bandaríkjanna, jafnvel áður ■ en þær væru komnar upp, var hafnbannið sett — og með 1 því „ógnað öryggi" alls k mannkyns, því að fáum duld- ist að hótun Bandarikja- k stjómar að láta herskip sín stöðva sovézk kaupskip á leið k til Kúbu — sökkva þeim ef " ekki vildi betur — kallaði | hættu kjamorkustríðs yfir J heiminn. Aðalfyrirsðgn Þjóð- viljans 24. október var þessi: Kjamorknstríð vofir nú yfir ölln mannkynj, — og nú. ári k síðar. vita menn, að þar var ^ ekki orðum aukið. \ í ! k Að einu árí liðnu hefla vifeu vofði þessi Ögn- k A arhætta yfir öllum jarð- T arbúum. Henni var bægt frá; k leiðtogar beggja stórveldanna " gerðu sér ljóst í tæka t£ð, að kæmi til hemaðar milli þeirra, myndu þau bæði tor- tímast í þeim ragnarökum. Hér verða ekki raktir margir atburðir þessarar örlaga- þrungnu viku, aðeins stiklað ^ á stóru. Sovétstjómin varaði k Bandaríkin við afleiðmgum ™ af hinu freklega broti þeirra || á alþjóðalögum, en lagði sig ™ frá upphafi alla fram við að fá deiluna leysta á friðsam- legan hátt. Hún boðaði ör- yggisráðið á fund þegar i stað og sneri við skipum sfn- um sem voru að nálgast Kúhu í því skyni að forða á- rekstrum. Krústjoff forsætis- k ráðherra lýsti yfir að Sovét- B ríkin myndu fara að öllu k með gát og kvaðst sjálfur ™ fús að hitta Kennedy forseta. k Sovétstjómin bauðst til að ™ hætta vopnasendingum með- an reynt væri að leysa deil- una ef Bandaríkin vildu af- létta hafnbanninu. Þegar því tilboði var hafnað, gerði I Krústjoff Bandaríkjaforseta k það sáttaboð að lagðar yrðu ^ niður samtímis herstöðvar á Kúbu og í Tyrklandi, en því " boði var einnig hafnað um- | svifalaust. Meðan á þessu j stóð, ræddust fulltrúar Sovét- B ríkjanna og Bandaríkjanna J hjá Sameinuðu þjóðunum við 1 að frumkvæði tj Þants fram- ■ kvæmdastjóra og þær við- ræður urðu til að auðvelda B þá lausn sem um samdist B sunnudaginn 28. október. Þá sættust þeir Kennedy og Krústjoff á að Bandaríkin skyldu aflétta hafnbanni sínu og um leið ábyrgjast að ekki yrði gerð innrás á Kúbu, Q gegn því að Sovétríkin létu taka niður þau vopn á Kúbu, ^ sem Bandaríkin teldu sér stafa hættu af. Stríðshætt- ^ unni hafði verið bægt frá. ^ T^aö er og verður um það Þ deilt hvort stórveldið hafi átt sök á þeirri hættu sem yfir vofði októberdag- ana í fyrra og hvora þeirra beri að þakka að betur fór erx á horfðist. Öforbetranlegir | stríðsæsingamenn í Banda- k ríkjiHKna hafa líka ásakað Sj Kermedy forseta fyrir að hafá ékfei látið til skarar skríðá gegri KúbUj þegar tæMfeeri bauðstj og Krústjoff forsætisráðherra hefur sömu- leKRs htotið ámæli fcfn- J venSkra ráðamanna bæði fyr- V tó íáS fífídirfsiku að senda flugskeytin til Kúbu og þó ekki síður fyrir hitt að flytja þau þaðan aftur. Sagan á eft- ir að kveða upp sinn dóm, en þegar liggja þó fyrir for- sendur að þeim dómi. Veigamestu staðreyndir málsins eru þessar: Bandaríkjastjóm hafði ekki farið í launkofa með þá fyr- irætiun sína að steypa bylt- ingarstjóm Castros á Kúbu, með valdi ef þurfa þætti. Hún hafði þegar í apríl 1961 staðið fyrir innrásinni í Svínaflóa (Kennedy forseti: „Ég tek alla áhyrgðina á mig“) og í fyrrahaust voru þess mörg merki að hún hyggðist hefna hrakfaranna þar með nýju stríðsævintýri. Sovétríkin vom hins vegar skhldbundin að koma Kúbu- mönnum til aðstoðar ef á þá vrði ráðizt. Það var þvi hætta á stríði á Karíbahafi, sem kveikt hefði ófriðarbál um allan heim, löngu áður en sovézk flugskeyti vom flutt til Kúbu og sú hætta stafaði eingöngu frá Bandaríkjunum. Engum heilvita manni hefur til hugar komið að Kúbu- menn hafi nokkum tíma ætl- að að leggja út í stríð við Bandaríkin. Þeir höfðu hins vegar fyllstu ástæðu til að óttast árás af hálfu Banda- ríkjanna eða bandarískra málaliða og gerðu sínar var- úðarráðstafanir, m.a. með samningum við Sovétríkin. Sem fullvalda þjóð vom þeir að sjálfsögðu í fullum rétti að gera slíka samninga og búast öllum þeim vopnum sem þeim buðust. Hafnbann- ið var því í senn brot Ji al- þjóðalögum sem tryggja eiga fullveldi ríkja og ögrun við Kúbu og bandamann hennar, Sovétríkin. Sú röfesemd fyrir hafnbann- inu að Kúbumenn hefðu fengið í hendur .,árásarvopn“ sem ekki væri ætlunin að nota í vamarskyni fær ekki staðizt. Einn helzti i;áðgjafi Kennedys forseta, William P. Bundy, afsannaði þá fullyrð- ingu á sameiginlegum fundi utanríkis- og landvama- nefnda öldungadeildarinnar um ástandið á Karíbahafi í september í fyrra. Hann sagði: j,Alltaf þegar rætt er um árásar- eða vamarvopn er auðvitað um að ræða stigsmun. Það vopn er ekkl til sem ekki má nota til árás- ar“. önnur tylliástæða Banda- ríkjanna fyrir hafnbanninu var sú að flugskeytin hefðu verið flutt til Kúbu „á laun“. En náttúrlega bar Sovétrikj- unum eða Kúbu engin skylda til þess að skýra Bandaríkj- unum frá hvemig þau ætl- uðu að haga vömum sínum; varla gefur Bandaríkjastjóm Sovétríkjunum skýrslu um hvar kjamorkukafbátar hennar em staddir. Og til lítils var fyrir Bandaríkja- stjóm að bera fyrir sig Mon- roekenninguna eða Riosamn- inginn frá 1947 um gagn- kvæma aðstoð Ameríkuríkja sem er á þeirri kenningu byggður. Þann samning höfðu Bandaríkin fótumtroðið með innrásinni á Kúbu vorið 1961. Niðurstaðan verður því að Kúbumenn höfðu fyllsta rétt til að setja upp flugskeyti i landi sínu, en hafnbann Bandaríkjastjómar átti sér enga heimildj ekki nokkra stoð í alþióðalögum og hún hafði ekki einu sinni nein frambærileg rök fyrir þeirri staðhæfingu að hafnbannið væri sett í sjálfsvarnarskyni, þar sem hin sovézku flug- skeyti (sem vom vel að merkja ekki einu sinni kom- in upp þegar hafnbannið var sett) ógnuðu öryggi Banda- ríkjanna. T1 frekari stuðnings því mati sem hér hefur verið lagt á atburðina á Karfba- hafi í fyrrahaust skal vitnað í erindi sem einn kunnasti lögfræðingur Bandaríkjanna, dr. F. B. Schick, prófessor í alþjóðarétti við háskólann í Utah, hélt í vísindaakademíu þess fylkis. Hann kemst einn- ig að þeirri niðurstöðu að hafnbannið hafi ekki haft neina stoð í alþjóðalögum. Hann bendir á að Bandaríki- unum hafi ekki stafað slík yfirvofandi hætta af hinum sovézku vopnum á Kúbu sem hafi réttlætt þá hemaðarað- gerð sem hafnbannið var og sú hætta myndi ævinlega hafa verið lítilfjörleg miðað við þá miklu ógnun sem Bandaríkjunum stafaði löngu áður af „langdráegum flug- skeytum á sovézku landi, flugskeytum sem er miðað á bandarísk skotmörk, eða af hinum mikla sovézka kaf- bátaflota, búnum kjama- vopnum, eða af langfleygum sovézkum sprengiflugvélum með sama vopnabúnaði, eða af sovézkum geimskipum. Því verður að viðurkennast, hvort sem mönnum líkar betur eða verr“s segir prófessor Schick, „að sovétstjómin fer með rétt mál, þegar hún segir að vopnin og hergögnin sem send voru til Kúbu hafi verið ætluð einvörðungu í vamar- skyni. Sovétríkin þurfa ekki að koma fyrir í neinu öðru landi, á Kúbu til dæmis, þeim tækjum sem þau eiga til að hrinda árás og endur- gjalda hana. Sovétríkin eiga svo öflugar eldflaugar og burðartæki fyrir flugskeyti, að þau hafa enga þörf á að koma þeim fyrir nokkurs staðar utan síns lands“. Fyr- ir ári stóð að lesa á þessum stað í Þjóðviljanum: „Þótt þessi vamarskeyti kynnu að draga til Bandaríkjanna væri það engin sönnun fyrir þvl að þau væru á Kúbu í árás- arskyni. Það er í sjálfu sér fjarstæðukennt að ætla að halda því fram að Kúbumenn gætu haft i hyggju að ráðast á Bandaríkin og Sovétríkin sjálf ráða yfir svo öflugum, langdrægum og hárnákvæm- um flugskeytum að þau hafa enga þörf fyrir stöðvar fyrir þau utan Sovétríkjanna." Skyldi prófessor Schick lesa Þjóðviljann? ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.