Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. október 1963 ÞlðÐVILIINN SÍÐA 1 Merki og blöð SjáHsbjargar seldust íReykjavík fyrir 112 þúsund krónur Þau böm, sem söluhæst urðu í Reykjavik á merkja- og blaðsöludegi Sjálfsbjargar. landssambands fatlaðra. á þessu hausti, hlutu verðlaun og voru þau nýlega afhent í skrifstofu sambandsins- Fyrstu verðlaun. 500 krón- ur, hlaut Guðrún Bára Gunn- arsdóttir, Hjallavegi 5, en hún seldi fyrir rúmar 3000 kr. önnur verðlaun 300 kr., hlaut Stefán Hermannsson, Hafnarfirði, og þriðju verð- laun. 200 kr., hlaut Guðjón Konráðsson. Þá fengu 5 börn 100 kr. verðlaun hvert. Á merkja- og blaðsöludegi Sjálfsbjargar voi-u merki og blöð seld á 80 s.töðum á land- inu og gekk salan mjög vel. Alls var selt fyrir um 112 þús. krónur í Reykjavík. Hefur Sjálfsbiprg, landssam- band fatlaðra, beðið Þjóð- viljann að flytja öllum lands- mönnum þakikir sambandsins fyrir drengilega aðstoð á fimmta fjáröfllunardegi sam- takanna. A myndinni sjást bömin, sem hlutu söluverðlaun Sjálfsbjargar (tvö þeirra gátu ekki komið). Frá vinstri: Jón- ína Valtýsdóttir, Jónína V. Ölafsdóttir, Stefán Hermanns- son, Guðrún Bára Gunnars- dóttir, Heiða Ingvarsdóttir og Guðni Sigmundsson, _ Ljósm. Sig. Guðmundsson. Til athugunar fyrir frímerkjasafnara: Spurningakeppni pólska útvarps- ins um frímerki Pólska útvarpið og sjónvarpið efna í sam- vinnu við félagsskap pólskra frímerkjasafn- ara, til spumingasam- keppni sem öllum er heimil þátttaka í. Er keppni þessari ætlað að minna á þann þátt sem frímerkjasöfnun á í því -o Stúdentar hand- teknir í S.-Kóreu ÆEOUL lg/10 — Lögreglan I Seoul hefur tilkynnt handtöku handteknir fyrir tflraun til þcss Bteypa Park forseta Suður-Kór- eu af stóli. Fréttir herima, að um 600 stú- dentar hafi safnazt saman í nótt 1 Ríkisháskólanum í Seoul með það fyrir augum að ná aðal- bækistöðvum Parks forseta og aðalbækistöðvum upplýsinga- þjónustunnar á sitt vald. Áður en stúdentamir höfðu ráðrúm cil þess að korna áformum sín- um í framkvæmd koim lögregl- an á vettvang, en ráðagerðir þeirra höfðu borizt út fyrr um nóttína. Hermenn virðast ekki hafa tekið þátt í fyrirætlunum stúdentanna. Park forseti var endurkjörinn sem forseti í fyrradag, en stú- dentamir halda því fram, að kosning hans hafi verið ólög- leg. að hnýta bönd vináttu milli manna af ýmsu þjóðerni. Fjöldi verð- launa er í boði. Til þess að þátttakandi í keppninni komi til greina við útdrátt verðlauna þarf hann að svara að minnsta kosti 3 spurningum sem hér fara á eftir rétt: 1. Nefnið þrjú stærstu frl- merki heims. 2. 1 hvaða löndum hafa fri- ^ merki verið gefin út í öðru ■ efni en pappír? 3. Hvaða þjóðir minntust I þess á árinu 1960 að þá . voru iiðin 100 ár frá því I frimerkjaútgáfa hófst í t, löndum þeirra? 4. Hvaða lönd hafa gefið út k frímcrki með myndum ® af hinu fræga pólska | tónskáldi Fryderyk Chop- 1 in? K 5. Mynd hverrar þeirra J kvenna, sem hlotið hafa I Nóbelsverðlaun, er oftast J birt á frímerkjum? 6. Hvaða ár gaf pólska al- ^ þýðulýðveldið út sitt fyrsta I frímerki? k. 7. I sambandi við hvaða | olympíulciki hefur pólska K póststjórnin gefiið út ný | frímerki? h. 8 Hvaða geimferða hefur ® verið minnzt á pólskum | frímcrkjum? 9. Getið 5 pólskra frímerkja, | sem tengd eru Sameinuðu J þjóðunum? ,0 4 hvaða ári voru fyrstu ? pólsku flugfrímerkin gef- | in út? M Þeir þátttakendur í spum- ingakeppni þessari, sem svara þrem spuminganna rétt, koma til greina þegar dregið verður um frimerkjamöppur, inn- stunguþækur, hljómplötur með pólskri tónlist, alþýðlega list- muni, söfn pólskra fyrstadags- umslaga ofl. Þeir sem gera betur og svara ffleiri spumingum en þrem rétt- um koma til greina þegar dreg- ið verður um 10 daga ferðir til Póllands (allt innifalið), skellinöðru, ljósmyndavélar, innstungubækur með pólskum frímerkjum, listmuni o.ffl. Auk þess sem hér hefur ver- ið talið mun Samband pólskra frímerkjasaflnara veita sérstök verðlaun, svo og R.UCH, frí- merkjaforlag pólska rikisins, en að öllu samanlögðu munu verðlaunin vera um 1000 tals- ins. . Svör á að senda til pólska útvarpsins, Warzawa, Póllandi, í síðasta lagi 30. nóvember n.k. Dómnefnd skipa fulltrúar Sam- bands pólskra frímerkjasafn- ara og pólska útvarpsins og munu úrslit tilkynnt 30. nóv- ember n,k. Mál og menning - og Heimskringla: Saga frá Hiroshima og bók um Goya eru næstu bækur Næstu félagsbækur Máls og menningar í ár verða Blómin í ánni, saga frá Hiroshima, eftir sænsk-ameríska skáldkonu. Editu Morris, þýdd af Þórarni Guðnasyni, — og nýtt hefti í mynd- listarbókaflokki félagsins, um spænska málar- ann Goya. Munu þessar bækur koma út í nóv- embermánuði. Frá þessu er skýrt í nýjasta hefti Timarits Máls og menn- ingar, 3 heftis þessa árgangs. Nokkuð hefur verið skýrt frá efni tímaritsheftisins hér í blaðinu áður og skal ekki end- urtekið; aðeins greint frá því, sem sagt er í heftinu um bóka- útgáfu Heimskringlu á þessu hausti. Duily Mirror Framhald af 6. síðu. umsvifamikla blaðaútgefanda William Randolph Hearst árið 1924 og var ætlað að keppa við „Daily News“ sem þá þeg- ar var orðið stærsta blað Bandaríkjanna. I þeirri keppni gekk á ýmsu, en undanfarin ár hefur „Daily Mirror“ eins og reyndar flestum öðrum blððum Hearst-hringsins vegnað illa og „Daily News“ hafði nú í haust meira en helmingi stærra upplag, eða um tvær milljónir. Bæði „Da,ily Mirror“ og „Daily News“ voru íhasarfréttablöð af verstu tegund, og hafði Hearstblaðið þó öllc verra orð á sér. 1 stærstu borg Bandaríkj- anna. eru þá aðeins eftir þrjú árdegisblöð, auk „Daily News,“ „Times“ og „Herald Triíbune". Þar eru einnig gef- in út þrjú síðdegisblöð, „Journal-American“ sem Hearsthringurinn á, „World- Telagram" og s,Post“. Fæst þeirra bera sig og þylkir ekki ólíkiegt að fleiri muni senn fara sömu leiðina og „Daily Mirror“. Lokabindið á aldarafmæli Rollands I vor kom út fjórða bindið af Jóhanni Kristófer, hinni vin- sælu skáldsögu Romains Roll- ands. Er þá aðeins eftir eit.t bindi verksins, og er ætlunin að það komi út árið 1965, en þá vill svo til að öld er liðin frá fæðingu Rollands FéLags- mönnum skal á það bent, að enn eru til nokkur eintök af verkinu í heild, og kostar það félagsmenn í skinnbandi að- eins kr. 667.50 að viðbættum söluskatti. Einnig kom út í vor Hunda- bærinn eða Viðreisn efnahags- Iífsins, ljóð og sögur eftir ung- an höfund, Dag Sigurðarson. Frásagnir af aflamönnum Nokkrar bækur sem Heims- kringla gefur út eru nú í prent- smiðju, Má þar nefna aðal- jólabók útgáfunnar í ár. Eru það frásagnir af sægörpum og afflamönnum skrásettar af fimm rithöflundum: Ása í Bæ, Indriða G. Þorsteinssyni, Stef- áni Jónsssyni fréttamannij Birni Bjarman og Jökli Jakobs- syni. Jónas Árnason er rit- stjóri bókarinnar sem verður prýdd mörgum glæsilegum myndum. Þessi bók mun að öllum líkindum koma út um næstu mánaðamót. Ritgerðasafn Maos Þá er væntanlegt innan skamms síðara bindið af Rit- gerðum Maó Tse-Tung, en fyrra bindið kom út hjá Heimskringlu árið 1959. I þessu bindi eru fjórtán ritgerðir, flestar frá árunum 1945—1949, og er í bókinni að finna mikla fræðslu um þá pólitík og þær baráttuaðferðir, sem leiddu kínversku byltinguna til sig- urs haustið 1949. Þeim sem gerast áskrifendur að ritgerð- unum fyrir 1. nóv. er gefinn kostur á að fá þær við mjög hagstæðu verði, eða XI. bind- ið eitt sér á kr. 140.00 ób. og kr. 170.00 ib., en bæði bindin saman á kr. 240.00 ób. og kr. 280.00 ib. Áskriftir skal senda til Heimskringlu, Laugavegi 18, Reykjavík, og verður bókim þá send áskrifendum í póstkröfu strax og hún kemur út. Ný útgáfa er væntanleg af hinni vinsælu barnabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Um sumarkvöld. Smásögur eftir hinn unga og efnilega rithöfund Guðberg Bergsson og nokkrar fleiri bækur eru og á leiðinni frá Heimskringlu. Ferð á fiskiðnaðar- sýningu í Gautaborg Útvarp frá Alþingi í kvöld ★ Dagskrá sameinaðs þings í dag kl. 8 siðdegis. Fjárlög 1964, frv. 1. umr. (útvarps- umræða). í næsta mánuði efnir Ferða- skrifstofan Lönd og Ieiðir til utanlandsferðar, sem cinkum er ætluð þeim er áhuga hafa á fiiskveiðum og fiskvinnslu. Ma. verður sænska fiskiðnað- arsýningin í Gautaborg heim- sótt. Ferðin hefst 6. nóvember og lýkur 17. nóvember. Er ferða- áætkmin í stórum dráttum sem hér fer á eftir, en ferðakostn- aður allur kr. 11.567.00: Flogið verður til Gautaborg- ar að morgni 6. nóvember og þar dvalizt til 9. nóv. Þessum dögum verður varið til að skoða fiskiðnaðarsýninguna í borginni, fiskiðjuver, Volvo- verksmiðjumar og vélaverk- smiðjumar Penta o.fl. 1 Kaup- mannahöfn verður dvalizt frá kvöldi 9. nóv. fram á 12. og þá m.a. skoðaðar skipasmíða- stöðvar Burmeister og Wain, einnig farið til Fredrikssund og skipasmíðastöðin þar skoð- uð. Frá Höfn verður farið vil Hamborgar, þar sem m.a. verða skoðaðar MAN-díselvélaverk- smiðjumar og farið til Lubeck. En síðdegis hinn 14. nóvember verður haldið til Lundúna og þar skoðuð ýmis fyrirtæki, sem tengd eru fiskveiöum og útgerð. Einnig má benda á að á þessum tíma verða margar sýningar af ýmsu tagi í Lund- únum, m.a. hin mikla bíla- sýning í Earls Court. — Til Reykjavíkur verður fflogið frá London að kvöldi 17. nóvem- ber. Aðstoð sem ekki má bregðast Eins or oft áður Ieitar ÞJÓÐVILJINN nú til vina sinna og velunnara um f jár- liagslegan stuðning. títgáfa biaðs af stærð og gerð ÞJÓÐVILJANS er kostnaðarsamt fyrirtæki og þegar við bætast dýr kaup á vélum til útgáfunnar og umbætur á aðstöðu og húsa- kosti má fara nærri um að fjárhagurinn er oft þröngur og erfiður enda ekki á því nein leynd eða vafi. Það hefur alltaf reynzt ÞJÓÐVIEJANUM vel að segja alþýðu manna í þessu landi sannleikann afdráttar- laust um þá fjárhagslegu erfiðleika sem blaðið á við að stríða. Þessir erfiðleikar eru nú, eins og ráunar oft fyrr, þannig vaxnir að ÞJÓÐ- VILJINN á tilveru sína ná- tengda skilningi og raun- hæfri aðstoð þess fjölmenna hóps í þjóðfélaginu, sem á einnig sína hagsmuni undir því að rödd ÞJÓÐVIIjJANS haldi áfram að hljóma og að liún berist til fólkslns í landinu í vaxandi mæli og af auknum styrkleika. Nú þurfa því að myndast almenn samtök islenzkra sósíalista og annarra Al- þýðubandalagsmanna, og raunar allra framfara- sinnaðra manna, um að hlaupa myndarlega undir bagga með ÞJÓÐVU -T4N- UM, auðvelda homim að komast út úr f járhagslegum þrengingum og efla hlaðið til nýrrar sóknar í sjálfstæð- isbaráttunni, f hagsmunabar- áttu alþýðusamtakanna og í baráttunni fyrir framförum og betra þjóðfélagi. Við gerum öll mikiar og vaxandi kröfur til ÞJÓÐ- VILJANS. Við skulum ekki gleyma því að það er fyrst og fremst undir okkur sjálf- um komið, aðstandendum hans og velunnurum, hvernig hlaðinu telcst að uppfylla þær kröfur sem til þess eru gerðar. ÞJÓÐVILJINN á við samskonar erfiðleika að stríða og hvert íslenzkt al- þýð'uheimili þreifar nú & i viðureigninni við óðaverð- bólgu og dýrtíð. Vandinn er að láta takmarkaðar tekjur lirökkva fyrir útgjöldum, sem sífellt fara vaxandi. Og þegar það ekki tekst með öðru móti hefur blað verka- lýðsins og alþýðustéttanna ekki til annarra að leita en þess fólks sem útgáfa hans þjónar. Islenzk alþýða liefur aldrei hrugðizt þegar til hennar hefur verið leitað vegna ÞJÓÐVILJANS. Látum það heldur ekki verða nú í þeirri fjáröflun sem yfir stendur og lýkur þann 24. október. GuðmUndur Vigfússon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.