Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 8
8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld * $* Frá vesturhöfninni í Reykjavík. Trillurnar liggja viö Ægisgarö að vestanverðu, en Grandagarð- ur, þar sem hús Slysavamafélagsins er, þar fyrir handan. Lóðarleiga Slysavarna- félagsins í Reykjavík Fiskiðnaðurinn á íslandi I fundargerð hafnarstjómar Reykjavíkur fimmtudaginn 19. sept. sl. er það bókað, að á- kveðin hafi verið leiga fyrir lóð Slysavamafélagsins krónur 25.00 á fermetra frá l'/7 1963 að telja. Lóð þessi er 280 fer- metrar og verður því ársleigan krónur 7000.00. Mér dettur ekki i hug að halda því fram að hér sé um háa leigu að ræða, síður en svo, þegar tekið er tillit til legu lóðarinnar á góðum stað við höfnina. En þó var það svo að mér hnykkti við. þegar ég las þetta. Mér kom það al- gjörlega á óvart, að Slysa- vamafélagið væri skattlagt af Reykjavíkurhöfn fyrir aðstöðu þá til björgunarstarfsemi sem höfnin veitir félaginu. Þegar ég átti heima í Nor- egi um nokkur ár fyrir löngu, var mér það kunnugt að starf- semi norsku björgunarfélag- anna var allsstaðar séð fyrir aðstöðu við hafnimar í norsku bæjunum, án þess að önnur greiðsla kæmi fyrir, en sú er fólst í starfsemi fjörgunarfé- laganna. Seglbjörgunarskúturn- ar sem félögin ráku þá og voru stolt þjóðarinnar allrar, voru á þeim tíma einu fleytumar sem voru yfir það hafnar að greiða hafnargjöld, hvar sem þær bar að landi í norskri höfn. 1 heimahöfnum björgun- arskútanna var þeim séð íyrir plássi, án þess að bein greiðsla kæmi þar fyrir. Þetta þótti svo sjálfsagt þar þá, að annað hefði verið talið hneyksli. Hvemig þessu er háttað í Noregi nú, það get ég ekkert fullyrt um, en það þykir mér þó sennilegast að þessu sé haldið í sama horfi og áður var. Við Islendingar eigum meira undir sjósókn og aflaföngum heldur en nokkur önnur þjóð í heiminum að Færeyingum einum undanskildum. Vegna þessa, svo og legu landsins, þá er okkur það höfuðnauðsyn að öflug Slysavamastarfsemi sé jafnan i landinu. Allir íslend- ingar, hvar í stétt eða flokki sem þeir standa, eiga það ailir sameiginlegt, að standa í skuld við Slysavamafélagið fyrir starfsemi þess. Þess vegna vil ég mælast til þess, við hina ágætu menn sem skipa hafn- stjóm Reykjavíkur, að þeir allir sem einn endurskoði af- stöðu sína til leigunnar fyrir lóð Slysavarnafélagsins við höfnina, og láti félagin'u í té endurgjaldslaust alla aðstöðu sem nauðsynleg er; það eitt tel ég sæmilegt. Ég teldi það vel til fundið, að hafnarstjóm gerði slíka samþykkt og tengdi hana minningu fyrsta erind- reka Slysavamafélagsins, Jóns Bergsveinssonar, því slik sam- þykkt væri í anda þess mæta manns. Reykjavíkurhöfn munar alls ekkert um þær sjö þúsund krónur sem leiga Slysavama- $ VETTVANCÍ félagsins nemur á ári, en mér finnst þessi leiga setja blett á okkar kæru höfuðborg, því að í henni felst vanmat á starf- semi Slysavamafélagsins. öllum mönnum geta orðið á mistök, það er ekki nema mannlegt, og undir það vil ég að óreyndu færa þessa umtöl- uðu samþykkt háttvirtrar hafn- arstjómar Reykjavíkur, nvað við kemur lóðaleigu fyrir starf- semi Slysavamafélagsins hér í borg. Ég held að þessi sam- þykkt byggist á því, að þetta mál hafi ekki verið nægilega vel grundað, þegar afgreiðsla málsins fór fram. Það er haft eftir Ara fróða, að mönnum bæri jafnan að hafa það er sannarra reyndist. Ég vonast til þess, að í hafn- arstjóm Reykjavíkur sitji bað miklir menn, að þeir geti breytt afstöðu sinni til mála, þegar þeir sjá að slíkt horfir til meiri sæmdar fyrir þá Jón Bergsveinsson sjálfa og borgina okkar, og í þeirri trú, að það verði gert, þá lýk ég þessu rabbi að sinni. Allar gengislækkanir og aðr- ar efn>'agsráðstafanir sem gerðar hafa verið hér á landi síðan stríði lauk hafa verið gerðar til að bjarga fiskveið- um og fiskiðnaði stendur og túlkað hefur verið af viðkom- andi ríkisstjómum. En eftir þetta mikla björgunarstarf um árabil, þá standa fiskveiðar og fiskiðnaður á Islandi í dag mjög höllum fæti, svo að ekki sé meira sagt. En með fiskveið- um og fiskinðnaði stendur og fellur þjóðarbúskapurinn, þar sem þetta eru svo til einu út- flutningsatvinnugreinamar hér. Ýmsir útgerðarmenn héldu i byrjun viðreisnartímabilsins — svokallaða —, að núv. ríkis- stjóm mundi koma útgerðinni á traustan grundvöll. Ég /ildi sjá þann útgerðarmann sem lætur sér koma slikt til hugar nú. Engar þær ráðstafanir sem núverandi ríkisstjóm hefur gert hafa miðað að þessu, heldur miklu frekar öfugt. Hvort hér er um vísvitandi eða óafvitandi mistök að ræða, skal ósagt látið, en mistök eru það engu að síður. Sumar út- gerðimar minna óneitanlega á söguna um hina nafntoguðu bræður á Bakka sem báru inn sólskinið í trogum til að fá birtu í bæinn sinn. svo átak- anleg hafa ýmis úrræðin ver- ið. Glíman víð góðærið Árið f fyrra og árið í ár hafa bæði verið gjöful í bezta máta, hvað við kemur afla á sfld og öðrum fiski. Hráefnis- verð hér hefur verið á þessu tímabili miklu lægra en í nokkru öðru nágrannalandi, og vinnúlaun við vinnslu á afl- anum hafa einnig verið miklu lægri heldur en þeirra fisk- veiðiþjóða sem við höfum orð-3> ið að keppa við á heimsmörk- uðunum. Þessar óhrekjandi staðreyndir orsökuðu það, að útgerðin hef- ur gegnum árin staðið haliari fæti en efni oft stóðu til, en þetta ýtti hinsvegar undir vel- gengni fiskiðnaðarins á undan- fömum ámm. Nú er hinsvegar svo komið, eftir alla viðreisn- ina, eða réttara sagt vegna hennar, að tekið er líka að halla undan fæti hjá fiskiðn- aðinum. Hið græna tré í beim iðnaði, frystihúsareksturinn, mun nú óefað standa ótrygg- ari fótum heldur en nokkru sinni áður og það þrátt fyrir mikla og góða markaði fyrir allar fiskafurðir. Þetta er ótrú- legt en satt. Hver sá ungling- ur, sem hefði reiknað dæmið sitt jafn skakkt og viðreisnin, hann hefði kolfallið á lands- prófi og verið dæmdur úr leik til framhaldsnáms, ævilangt. En beir sem svo hrapallega hafa brugðizt í sínum útreikn- ingum, það hvarflar ekki «.nn- að að þeim, en að þeir hafi staðið sig vel, já, mjög vel. Máske verður þessi blinda þeirra þeim líkn í þraut síðar, því lögmálin láta aldrei að sér hæða og fara þar ekki í mann- greinarálit. I hverju Hggja mistökin? Stærstu mistökin í stjóm okkar þjóðarbúskapar liggja óefað í því, að úrræðin til lausnar á þeim vanda sem við hefur verið að glíma, hafa verið röng. Þau úrræði sem nota má í háþróuðum iðnaðar- þjóðfélögum henta engan veg- inn í okkar einfalda þjóðarbú- skap, og verka því oft þver- öfugt við það, sem hin hag- fræðilega skólaformúla kennir. Þetta virðist hafa sannazt al- veg óumdeilanlega í þeirri viðreisnartilraun sem hér hef- ur staðið yfir. Það sem nú ger- ir hraðfrystihúsaiðnaðinum þungt undir fæti, eru fyrst og fremst þau úrræði sem Við- reisnin beitir. í fyrsta lagi okurvextir á rekstrarlánum, og vanræksla í útvegunum á hagkvæmum stofnlánum til langs tíma. 1 öðru lagi óheyrilega hár út- flutningstollur á öllum sjávar- afurðum; þessi tollur er 5—10 sinnum hærri en aðrar fisk- veiðiþjóðir telja fært að nota. 1 þriðja lagi hafa hinar sí- endurteknu gengislækkanir, magnað svo dýrtiðarskrúfuna og þar með hækkað í verði allar rekstrarvörur fiskiðnað- arins í landinu að dýrtíðar- draugurinn er nú búinn að éta upp hagnaðinn sem frystihúsin urðu aðnjótandi í gegnum Kæri vinur. Jæja Fúsi minn. Nú eigum við ekki lengur eins hægt um vik, í bili að spjalla saman eins og hér í gamla daga, á meðan við vorum samvistum á heimili þinu í Hraunkoti. Þar áttum við margar ánægju- legar samverustundir. Þriðjudagur 22. október 1963 gengislækkanimar og Ifklega vel það. Þetta eru staðreyndirnar sem blasa við í dag í okkar þjóðar- búskap. Framundan hljóta svo að vera stórfelldar kauphækk- anir hjá öllu verkafólki, svo hægt verði að mæta þeirri óða- verðbólgu sem verður magn- aðri með hverri viku sem líð- ur, þvf að ekki er hægt að gera kröfu til þess, að fólk þrengi að sér meir mittisólina mitt í góðærinu, vegna þess að fávíslega er stjómað. Hvar er þá við- reisnin? Hún er ekki hjá útgerðinni, þrátt fyrir smíði bátaflota sem vantar rekstrargrundvöll. svo að hann hafi sæmilega afkomu í meðalári. Hraðfrystihúsaiðn- aðurinn segir sjálfur að rekstr- argrundvöllinn vanti í dag. Landbúnaðurinn segist ekki geta rétt sig af með síðustu hækkunum á landbúnaðarsf- urðum og mun það rétt vera. Verkafólk verður að vinna tólf stundir á dag ef það á að geta fætt sig og klætt. Þetta eru allt staðreyndir sem vitna um viðreisnina. En það er óneitanlega tvennt sem hefur blómgazt og blómg- azt vel. Annarsvegar ríkis- báknið, þar sem hver starfs- grein hefur hlaðið milljóna tugum við starfsemi sfna hvert ár, og hinsvegar bankastarf- semin, sem blæs út eins og höfuð-atvinnuvegur f skjóli ok- urvaxtakjara. Sumir láta sér reyndar um munn fara að bankareksturinn sé orðinn sem krabbamein á þjóðarlíkaman- um f #tað þess að vera þjón- ustustarfsemi við atvinnuvegi og almenning. Ekki má gleyma garminum honum Katli, var forðum sagt. Og reyndar hef ég hér gleymt að geta einnar umfangsmikill- ar atvinnugreinar sem vel hef- ur blómgazt undir Viðreisn- inni, en það er margskonar brask, og allskyns vafasöm viðskipti, sem spuming er um, hvort þoli rafmagnsljós eða dagsbirtu. En þar með er líka Viðreisnin öll. Það var nú svo með þig, Fúsi minn, að þú kveiktir á- vallt á kertum þínum við komu allra sem að húsi þínu bar. Það var birta yls og hjartahlýju, sem þú áttir í svo ríkum mæli og gerði alla nærveru þína bjarta og aðlað- andi, bæði mönnum og mál- leysingjum. En ekki er ég viss um að þér hafi sjálfum fund- izt nokkuð til um þessa eig- inleika þína, enda var þér ljúf- ara að veita en þiggja. Það var mikil gæfa hverj- um einum að njóta samfylgdar þinnar, þó ekki væri nema stuttan dag, þvf að minning- amar um góðan dreng geym- ast sem lýsandi stjarna í völ- undarhúsi hugans. _Að lokum þetta: Ég óska þér innilega til hamingju með heimkomu þína til hins nýja Hraunkots, þar sem þú nú dvelur með ástvinum þínum og öðrum vinum, og heldur áfram að kveikja á kertum þínum. Það eru ljósgeislar kærleikans, sem ávallt munu fylgja þér. Ef til vill fae ég einhvern tíma leyfi til þess að heimsækja þig? Það yrði mikill gleðidagur. Blessaður vinur. Þökk fyrir liðnar samverustundir. Vertu gcðum guði íalinn um ->'ia ei- litó. V’..... Yinyl grunnmófning' er sctfuS tcm grunn- mólning úti og inni 6 trf, jám og stcin. Yfir Vinyf grunnmófninguna má mófa moS ölfum algcngum máfningartegundum. Yinyl grunnmáfning er ofgjör nýjung. Vinyl grunnmáfning sparar yffur erfiöi tíma og'fyrirhafn. Vinyl grunnmáfning þomar á Vi-V/z klst. MINNING Sigfús Þórðarson Hraunkoti, HafnarfírBi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.