Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 23. október 1963 — 28. árgangur — 229. töublað. LÚÐVlK JÓSEPSSON i útvarpsrœðu y/ð 1. umrœSu f]árlaga i gœrkvöld: Afmæiishátíð SósíaEista- flokksins er á sunnudag ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLIS Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins verður minnzt með hátíð að Hótel Borg n.k. sunnudags- kvöld. AÐALRÆÐUNA flytur Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur, en aðrir dagskrárliðir verða tilkynntir síðar. Undirbúningsnéfndin. <s>- VIÐREISNIN ER HRUNIN öngþveitið í efnahagsmálunum má rekja beinttil hennar þegasamtökin, við undirstöðuafl þjóðfélagsns, sterkustu skipu- lagsheildina í Iandinu“. ■ „Viðreisnin er hrunin, — þeirri efnahagsstefnu verður ekki haldið á- fram nema með vaxandi tjóni og erfiðleikum fyrir þjóðarheildina“, sagði Lúðvík Jósepsson í fjárlagaumræðum í gærkvöld. ■ Fyrsta umræða um fjárlög fyrir árið 1964 fór fram á Alþingi í gær og var að venju útvarpað. Lúðvík Jósepsson talaði af hálfu Alþýðubanda- Iagsins; ræddi hann einkum vandamál efnahagslífsins, eins og þau blasa við á þessu hausti og í því sambandi vék hann sérstaklega að þróun verð- lags og kaupgjalds. Lúðvík benti meðal annars á að nú værl svo komið að 42.300 krónur skorti á, til þess að árs- tekjur fyrir átta stunda vinnu- dag, samkvæmt gildandi dag- vinnukaupi, hrökkvi fyrir út- gjöldum vísitöluf jölskyldu. Árið 1959 vantaði verkamann 16.573 krónur á ári til þess að dagvinnukaup hrykki fyrir meðalútgjöldum vísitölufjöl- skyldu og nú skorti því 25.727 krónum meira en þá gerði til þess að átta stunda vinnudagur Mörg íélög undirbúa kaupgjaldsbaráftuna Verkakvennafé lögin krefjast sömu hækkana ★ Verkakvennafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði, Verka- kvennajélagiö Framsókn og VerkakvennafélagiÖ Framtíð- in hafa sent atvinnurekendum kröfur sínar um breytingar á kaup- og kjarasamningum félaganna. ★ Mun þar vera farið fram á sömu kauphækkun og al- mennu verkalýðsfélögin hafa samþykkt, og aðrar aðal- kröfur einnig hinar sömu eða svipaðar. A. S. B: ★ A.S.B., félag afgreiðslustúlkna í mjólkur- og brauða- sölubúðum hélt félagsfund í gærkvöld og voru þar lagðar fram tillögur um aðalkröfur félagsins til breytinga frá fyrri kaup- og kjarasamningum. Voru tillögumar sam- þykktar einróma, en þær eru miðaðar við sömu hækkanir og hjá verkamannafélögunum. A.S.B. samþykkti einnig aðild að landsnefndinni. Hið íslenzka prentarafélag ★ Annar sameiginlegur fundur samninganefnda Hins ís- lenzka prentarafélags og Félags íslenzkra prentsmiðjueig- enda var haldinn í gærkvöld. ★ Undanfarna daga hefur farið fram atkvæðagreiðsla inn- an Hins íslenzka prentarafélags um heimild til vinnu- stöðvunar, og lýkur þeirri atkvæðagreiðslu í kvöld. ★ ★ Mörg verkalýðsfélög eru nú að undirbúa kröfur sínar um breytingar á samningura. geti staðið undir útgjöldum meðalheimilis. Lúðvik sagði: „orsök þessarar óheillaþróunar er að rekja beint til efnahagsstefnu ríkisstjómar- innar“. Lúðvík rakti því næst í stór- um dráttum þær kaupgjalds- breytingar, sem orðið hafa á síð- ustu árum, og sýndi fram á að kaup verkafólks hefur hækkað miklu minna en hið almcnna vcrðlag og mun minna en kaup annarra starfsstétta. Sagði Lúð- vík. að viðreisnarstefnan væri hrunin. Þeirri efnahagsstefnu verður ekki haldið áfram nema með vaxandi tjóni og erfiðleik- um fyrir þjóðarheildina. „Það sem skiptir mestu máli í íslenzkri pólitik í dag, sagði Lúðvík, er að viðurkenna þá staðreynd, að Iandinu verður ekki stjómað svo vel sé og til heilla fyrir þjóðarheildina. nema í vinsamlegu samstarfi við laun- Umræðunum um Hvalfjörð frestað ÞingsályktunartiIIaga Alþýðu- bandalagsins um Ilvalfjarðar- samningana mun ekki koma til umræðu á Alþingi í dag eins og Þjóðviljinn hafði gert ráð fyrir og er frestað til næst- komandi þriðjudags. Eins og áður er getið mun Ragnar Arn- alds hafa framsögu með til- lögunni og verður það jómfrú- ræða hans á þingi. Ragnar er yngstur þingmanna, nýlega tuttugu og fimm ára. Brýnt að laun iðn- nema hækki Ályktun 21. þings INSl um kjaramál: „21. þing INSl telur að vegna síaukinnar dýrtíðar sé það enn brýnna en fyrr að lágmarkskaup iðnnema hækki og verði: á fyrsta námsári 49% af kaupi sveins 2 ............... 50% 3 ............. 65% 4 ............... 75% Um Ieið og þingið þakk- ar sveinafélögunum þann stuðning sem þau hafa veitt Iðnnemasambandinu í baráttu þess fyrir bætt- um kjörum iðnnema þá væntir þingið þess að sveinafélögin taki upp nú sem fyrr kaupkröfur INSÍ“ ★ Menntamálaráðs- og ritnefnd- ★ armenn sem viðstaddir vorn •k blaðamannaviðtalið í gær k‘, ásamt nitstjóra orðabók- ★ arinnar. Talið frá vinstri: ★ Gils Guðmundsson, Árni ★ Böðvarsson, Jakob Bene- ★ diktsson, Vilhjálmur Þ. ★ Gíslason, Magnús Kjartans- ★ son og Kristján Benedikts- ★ son. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). ísienzk orðabók með íslenzkum skýríngum Ámi Böðvarsson, ritstjóri orðabókarinnar. Kjarnorkuvísinda- menn mótmæltu árásinni á Hiros- hima - sjá bls. 5 ■ í dag kemur 1 bókabúðir stórmerk bók frá Bóka- útgáfu Menningarsjóðs: íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. Er hér um að ræða fyrstu íslenzku orðabókina sem er með orðaskýringum á íslenzku og hefur Árni Böðvarsson cand mag. rifstýrt henni. ■ Munu vera í bókinni skýringar á rúmlega 70 þúsund orðum og eiga að vera í henni öll ósam- sett orð í íslenzkri tungu, forn og ný, auk fjölda samsettra orða, mállýzku orða, sér'fræðiorða o.fl. Bók þessi er eins og að lýk- um lætur afarmikið verk. Hún er 852 síður að lengd sett á smáu letri og mun jafngilda um 2500 blaðsíðum í skímisbroti, Mun kostnaður við útgáfuna nema um hálfri fjórðu milljón króna. Menntamálaráð tók ákvörðun um útgáfu bókarinnar sumarið 1957, en þá áttu sæti í ráðinu Helgi Sæmundsson ritstjóri, for- maður. Birgir Kjaran hagfræð- ingur, Kristján Benediktsson kennari, Magnús Kjartansson ritstjóri og Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri. Um haustið var kjörin ritnefnd og skipuðu hana þessir menn: Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand mag., Gils Guðmundsson rithöfundur, Jakob Benediktsson ritstjóri Orðabókar Háskólans, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Var Ámi Böðvarsson. cand. mag. ráðinn ritstjóri bók- arinnar. Auk Áma hafa þeir Bjami Benediktsson frá Hof- teigi og Helgi Guðmundsson unnið lengst af að ritstjóm bók- arinnar, samningu hennar og prófarkalestri, en ennfremur hafa Baldur Jónsson, mag. art, Guðrún Magnúsdóttir cand. mag. og Svavar Sigmundsson stúd. mag. unnið að bókinni um lengri eða skemmri tíma, auk margra fleiri sem að einstökum þáttum hafa unnið eða leitað hefur verið til um sérfræðileg atriði. í formála fyrir bókinni segir ritstjórinn, Ámi Böðvarsson, að við samningu hennar hafi verið notaðar allar tiltækar íslenzkar orðabækur og orðasöfn, bæði um fommál og nýmál. Segir hann síðan að orðabók Sigfúsar Blöndals hafi verið lögð til grundvallar og byrjað á að taka efni úr henni upp á seðla, cn síðan hafi verið safnað á seðla úr öðrum orðabókum og ýmsum öðmm ritum og að því loknu tekið til við að flokka merking- ar orða og skýra þær. Allt verk- ið var unnið í húsakynnum Orðabókar Háskólans segir Ámi og það hafi verið ómetanlegur styrkur að geta leitað til seðla- safns stofnunarinnar um heim- ildir auk þess sem starfsmenn Orðabókar Háskólans hafi lagt af mörkum ómetanlegt lið i ráð- leggingum og leiðbeiningum. Sérstök áherzla hefur verið lögð á það að bókin yrði sem notadrýgst öllu skóiafólki og reynt að miða við það að hún Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.